Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 196«.
Sundfólkið að æfa^
í nýju sundlauginni
l\lörg stórverkefni framundan
hjá sundfólkinu og örar
framfarir
Á fundi, sem stjórn Sundsam-
bands íslands hélt með íþrótta-
fréttamönnum s.l. laugardag,
kom fram að í þeim herbúðum
hefir ekki verið haldið að sér
höndunum, frekar en endranær.
Með fullri virðingu fyrir æf-
ingum og undirbúningi annarra
íþróttamanna var greinilegt af
upplýsingum þeim, er v. formað-
ur SSf Garðar Sigurðsson, frá
Hafnarfirði, lagði fréttamönnum
í té, að þjálfun sundfólksins er
í alla staði til fyrirmyndar og
eftirbreytni, enda sýndi hinn
góði árangur, sem afreksfólkið
náði á ÍR-mótinu að erfiðið upp-
sker launin.
Mörg verkefni og ströng í-
þróttakeppni er framundan.
Manchester í úrslit
MANCHESTER United og Real
Madrid háðu æsispennandi leik
í gærkvöidi í undanúrslitum í
keppninnu um Evrópbikarinn.
Real Madrid sótti mjög í fyrri
hálfleik, en Englendingar lögðust
í vörn — ætluðu líklega að verja
1:0 forskot sitt frá fyrri leiknum.
En í hálfleik var staðan 2:1 Real
Madrid í vil — og höfðu Spán-
verjar skorað öll mörkin. Varð
Zoco bakverði það á að skora
sjálfsmark og rétta þann veg
hlut Manchester.
En í síðari hálfleik breyttu
Englendingar um leikaðferð, sáu
að annaðhvort var að duga eða
drepast. Samt komust Spánverj-
ar í 3:1. En á síðustu 18 mínútun
um skoraði Sadler og Foulkes
fyrir Manchester og lyktaði leikn
um með jafntefli 3:3. George
Best lagði knöttinn fyrir þá í
bæði skiptin.
Þetta nægir Manchester til að
komast í úrslit, því þeir unnu
Örn Kærnested Á, sá er sigraði
á skíðamótinu um sl. helgi.
Lokahátíð
skíðamanna
N.K. LAUGARDAG, 18. máí,
halda skíðamenn sína árlegu
lokahátíð í Átthagasal Sögu. Kl.
3 síðdegis verður verðlaunaaf-
hending í unglingaflokkum og
þá afhent verðlaun fyrir ýmis
skiðamót vetrarins. Eru eldri
skíðamenn sérstaklega hvattir til
að mæta þá og fá sér kaffisopa
um leið og þeir láta hugann reika
til sinna unglingsára.
Um kvöldið kl. 9 hefst svo
dansleikur og verða þá afhent
verðlaun í eldri flokkunum. Það
hefur ætíð ríkt góð stemning á
þessum lokahófum skíðafólks og
þau fjölsótt.
fyrri leikinn, sem fyrr segir. En
þáð má heppni kallast að komast
í úrslitaleikinn á sjálfsmarki mót
herjanna.
Mörkin komu þannig: 31 mín.
Piri fyrir Real, 40 mín. Gento
fyrir Real, 42. mín. Zoco sjálfs-
mark (fyrir Manchester) 72. mín.
Sadler og 77 mín. Foulkes.
Þess má geta að þetta er í 1.
sinn sem enskt lið kemst í úrslit
um Evrópubikarinn, en úrslita-
leikurinn verður leikinn á Wemb
ley 29. maí n.k.
í hinum leik undanúrslitanna
mættust Juventus og Benfica.
Fyrri leik liðanna (í Portúgal)
lauk með sigri Benfica 2:0.
í gærkvöld fóru leikar svo að
Benfica vann með 1:0 og er því
Benfica í úrslitum móti Manchest
er United.
Sundmeistaramót Reykjavíkur
verður háð í sundlauginni í
Laugardal ' 21. maí n.k. og
Sundmeistaramót Islands 19.
22. og 23. júní. A báðum þess-
um mótum fær sundfólkið tæki
færi til að spreyta sig við OL
lágmörkin í 50 metra laug, en
SSl hefur sent lágmarkstíma
í vissum greinum til Olympíu-
nefndar íslands til samþykkt-
ar. Lágmarkstímarnir voru
sendir OL nefndinni í marz
s.l., en svar hennar hefir ekki
enn fengizt staðfest. Enda OL
nefnd heldur þögul um vænt-
anlega þátttöku íslenzkra
sundmanna á OL í Mexico n.k.
október.
Enda þótt verktakar vinni við
að fullgera sundlaugina í Laug-
ardal hefur sundfólkið fengið
að æfa sig í lauginni og hefir
þessi fyrirgreiðsla borgarstjór-
ans í Reykjavík verið sundsam-
bandinu og afreksfólkinu ómeit-
anleg.
Með stakri rækt og eljusemi
hefir sundfólkið náð mjög góð-
um árangri. Það verður því full
ástæða, til að fylgjast vel með
þátttöku íslands í Unglingameist
aramóti Norðurlanda, sem fram
fer í Osló 2. og 3. júlí í sumar
og landskeppninni við íra, sem
fram á að fafa í sundlauginni í
Laugardal 5 og 6. júlí- Sextán
sundmenn og konur hafa verið
valin til æfinga fyrir lands
keppnina og ef marka má ár-
angur þann, sem gefinn hefur
verið upp, sem beztu afrek írska
sundfólksins, á landskeppnin að
geta orðið mjög spennandi.
Bikarinn 22 sinnum hjá KR
Vorknattspyrnan í Reykja-
vík hefur verið misjöfn að
vanda. Valsmenn hafa þó
nokkuð skorið sig úr, þó leik-
ir þeirra séu misjafnir eins og
annarra liða og nokkuð skort
á öryggi í leik liðsins og nýt-
ingu tækifæranna. Hér er
mynd frá leik Vals og Fram,
sem Valur vann 5-2. Það er
barizt af hörku um knöttinn,
en eins og oft af meira kappi
en með því að beita góðri
tækni.
Til gamans má geta þess, að
sigurvegarar í Reykjavíkur-
mótinu hafa orðið frá upp-
hafi: KR 22 sinnum, Valur 14
sinnum, Fram 12 sinnum, Vík
ingur 1 sinni og Þróttur 1
sinni.
Skíðamót Austurlands
9KÍÐAMÓT Austurlands var háð
í Neskaupstað dagana 13. og 14.
apríl. Var mótið haldið í Odds-
dal.
Þrjú félög sendu keppendur;
íþróttafélögin Huginn, Seyðis-
firði; Þróttur, Neskaupstað og
Austri, Eskifirði .
Svig. Drengir 11-14 ára.
1. Sigurbergur Kristjánss. Þ 89,1
2. Sigurður Gíslason H. 93.4 sek.
Svig. Drengir 14-17 ára:
1. Jón R. Árnason Þ 95.9 sek.
2. Gunnlaugur Nilssen H 108.7
Svig. Karlar 17 ára og eldri.
1. Ólafur R. Ólafsson H 101,1 sek.
2. Þorleifur Ólafsson Þ 108.0
Ganga. Flokkur drengja 11-14 ára
1. Einar Sigurjónss. Þ 12,34 mín.
2. Valur Harðarson H 14.15 mín.
Ganga. Flokkur drengja 14-17 ára
1. Einar Emilsson H 23.50 mín.
2. Einar Hilmarsson H 27.09 mín
Ganga. Flokkur karla 17 ára og
eldri
1. Ómar Björgúlfsson Þ 23.11 mín
2. Jens Pétursson Þ 24.04 mín.
Stórsvig. Drengir 14-17 ára:
1. Jón R. Árnason Þ 63.6 sek.
2. Gunnlaugur Nilsen H 74.4
Stórsvig Karlar eldri en 17 ára
1. Þorvaldur Jóhannsson H 70.5
2. Jens Pétursson Þ 70.7 sek.
Svig. Konur 16 ára og eldri
1. Álfhildur Sigurðard. Þ 84.5
2. Dóra Sæmundsdóttir H 85,9
Svig. Stúlkur yngri en 16 ára
1. Kristbjörg Guðmundsd H 84.0
2. Guðrún H. Guðmunds. H 107.4
Stórsvig. Konur 16 ára og eldri
1. Dóra Sæmundsdóttir H 43.4
2. Gunnþ. Gunnlaugsd. H 45.4
Stórsvig. Stúlkur yngri en 16 ára
1. Kristbjörg Guðmundsd H 45.4
2. Hildur Tómasdóttir 'H 47.5 sek
Stórsvig. Dregir 11-14 ára
1.-2. Sigurb. Kristjánss. Þ 74.8
1.-2. Sigurður Birgisson. Þ 74.8
3. Árni Guðjónsson Þ 75.8 sek.
Boðganga:
1. Sveit Þróttar 31.28 mí .
2.. Sveit Hugins 32.36 mín.
þús.
láhorfend-
ur að leik
MANCHESTER United hefur
[ sett enn eitt met í knatt-
I spyrnu. Það voru þó ekki leik
| mennirnir sem eiga hið nýja
i met, heldur áhorfendur félags
ins; þvi að yfir 57 þús. áhorf-
' endur sáu að meðaltali hvern
121 leik félagsins á hinu ný-
| Iokna leikári, á velli Manchest
, er United, Old Trafford.
Bezta aðsókn að meðaltali
I fram til þessa var á St.
j James’s Park á leikvelli New
castle United 1951 þegar sigur
ganga þess var sem mest, eða
56.300.
„Allt um iþróttir"
— hefur göngu slna á ný sem
íþróttablað, en nú í viku
biaðsformi
Á MÁNUDAGINN hefur göngu
sína nýtt íþróttablað, sem ber þó
gamalkunnugt nafn: „Allt um
íþróttir". Útgefandi og ritstjóri
er Ingimar Jónsson, sem nýlega
varði doktorsritgerð við háskóla
í Austur-Þýzkalandi og fjallaði
ritgerð hans um íþróttir á íslandi
fyrri hluta 20. aldar. Verður
þetta vikublað í dagblaðsformi,
nokkru minni síðustærð en í dag-
blöðum, en átta síður hverju
sinni.
Ingimar ræddi við blaðamenn
í gær um hið nýja blað. Kvað
hann það ætlun sína að það flytti
allar fréttir liðinnar helgar og
kæmi út svo árla sem verða
mætti á mánudögum. Auk þess
myndi blaðið leggja ríka áherzlu
á fræðslu um íþróttamál og
skipta sér af sem flestum þáttum
íþrótta.
Ingimar verður einn við rit-
stjórn blaðsins, en ýmsir skrifa
þætti í blaðið m.a. Frímann
Helgason.
Um efnisval sagði Ingimar að
á útsíðum og á bls. 2 og 7 yrðu
fréttir helgarinnar. Á 3. síðu er
ráðgert að hafa „viðtal vikunn-
ar“ og er fyrst spjallað við Guð-
mund Gíslason. Á 4. síðu verður
skákþáttur, fjallað um ýmis mál,
íþróttasögu og statistik. Á 5. síðu
er fræðsla um þjálfun og fjallar
Ingimar þar bæði um almenna
þjálfun og sérhæfða þjálfun fyr-
ir hinar ýmsu greinar. Þá er ráð-
gerð ein auglýsingasíða.
Blaðið mun kosta 15 kr. í lausa
sölu og verður selt víðsvegar
um landið. Kvaðst Ingimar vera
bjartsýnn á gengi blaðsins, ef
íþróttahreyfingin og íþróttafólk
styddi sig í viðleitni til að efla
ísl. fiþróttir.
Reykjavík - Keflavík
— á IUelavellinum I kvöld
í kvöld er önnur bæjakeppni
vorsins í knattspyrnu. Á Mela-
velli mætast lið Reykjavíkur og
lið Keflvíkinga. Leikurinn hefst
kl. 8.30.
Nú er að sjá hvort Reykvík-
ingum tekst eins vel upp í sam-
leik sínum og móti Akurnesing-
um, eða hvort geta Keflvíkinga
er næg til þess að stöðva allt
slíkt — og kannski meira. Eft-
ir úrslitum Litlu bikarkeppn-
inpar að dæma ætti þessi leik-
ur að minnsta kosti að verða
miklum mun jafnari en sá á
þriðjudagskvöldið.