Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1«. MAÍ 1968. M. Fagias: FIMMTA .JVfP'.yj Komjv ekki gat hann hitt fjölskyldur þeirra. Blasko átti konu og fjög- ur börn, Polovitzer konu og einn son, og öll sjö höfðu farið að heiman klukkan ellefu árdegis. Uau höfðu verið klyfjuð af bögglum og koffortum og virzt vera mikið að flýta sér, höfðu nágrannamir sagt. Ef tillit var tekið til þess, að Blasko átti heima við Ferenc-breiðgötuna og Polovitzer í Zugliget, lá beint við að halda, að hér lægi eitt- hvert fyrirframgert ráðabrugg að baki. — Þau eru sjálfsagt á leið til landamæranna, sagði Irene, — og Lori Kun í broddi fylking- ar. Þetta er skammarlegt! hélt hún áfram — eftir alla fyrir- höfnina yðar að pína þessa játn- ingu út úr honum. Nemetz svaraði þessu engu. Hann sneri sér á hæli og gekk inn í skrifstofuna sina og lok- aði á eftir sér. Honum var það ofurlítil huggun, að hann skyldi ekkeirt andartak hafa trúað játn- ingu Lori. Honum hafði dottið í hug, að hún væri bara kænsku- bragð og svo virtist nú einmitt vera. Lori var búinn að setnja við varðmennina að flytja þá austureftir, ásamt fjölskyldum þeirra. Hinsvegar gátu þeir ekki beinlínis opnað klefadymar og sleppt honum út, og því komu þeir sér saman um, að hann skyldi játa á sig morðið af því myndi sjálfkrafa leiða, að hann yrði sendur til dómhússins. Og þegar þangað kæmi þyrftu verð- imir tveir ekki annað en til- kynna þáttöku sína í ferðinni. Nemetz varð að játa með sjálf- um sér, að þetta bragð hefði ver- ið snilllarlegt. Honum varð hugs að til símtalsins, sem Haimy læknir hafði átt, meðan hann var sjálfur að tala við hann, fyrr um daginn og vissi nú, að maðurinn hinumegin við símann hlaut að vera Lori, eða þá ein- hver aðstoðarmanna hans. Hann vissi líka, að ákvörðun læknis- ins að fara úr landi var nú einbeittari en nokkru sinni áð- ur. Hann hringdi til Kaldy og skipaði honum að hafa vandlega eftirlit með Halmy lækni, en þó svo að lítið bæri á. Laugardagur 3. nóvember. Þetta var órólegur dagur, þar sem skiptist á vonir og ótti. Klukkan þrjú tilkynnti Kossuth -útvarpið, að sendinefnd frá Sam einuðu þjóðunum mundi koma til Ferihegy-flugvallarins, sextán menn allls. Stjórns Nagys forsæt- isráðherra varð fyrir róttækum breytinigum — flestir kommún- istaráðherrarnir féllu en sigur- vegarinn frá Kilian-herbúðunum Maleter hershöfðingi, var út- nefndur vamarmálaráðherra. Samkvæmt fréttatilkynningu kl. 58 15.18 hafði sovézki sendiherrann félagi Andropov, tilkynnt Nagy forsætisráðherra, að sovétstjóm in væri reiðubúin að fallaat á til'lögu hans um algjöra brott- för sovézkra hersveita úr Ung- verjaiandi, og þegar um hádeg- isbil áttu sendinefndir úr báðum herbúðum að vera famar að ræða framkvæmdaratriði í sam- bandi við brottförina. Alexa var kyrr heima hjá sér fyrra part þessa lags. Enda þótt hún hefði örgustu óbeit á hús- verkum, tók hún samt til við að gera hreint. Ef út í það var farið, þá var þetta þó heimili þeirra zoltans. Daginn, sem þau höfðu flutt þama inn, hafði hann tekið saman allt dót Önnu svo og fjöl'Skyldnanna Toth og zloch, sett það niður í körfur og kassa og komið því fyrir í svefnherbergi Zloch hjónanna Hann tók þátt í þessaxi hrein- gerningu með ákafa, sem ekki gaf eftir ákafanum hjá mönn- unum, sem höfðu velt Stalins- styttunni i garðinum, nokkmm dögum áður. Alexa hafði aldrei séð hann svona ungan og ham- ingjusaman, ljómandi af sigur- gleði, og hún vonaði, að nú, þeg- ar íbúðin var orðin laus við ail- ar óhugnanlegar endurminning- ar, þá mundi hann hætta við öll flóttaáform. Hún var svo niðursokkin í vinnuna, að hún tók afls ekki eft ir því, að tvær konur gengu inn í íbúðina. Það vair ekki fyrr en sú eldri þeirra tók til máls, að hún varð þess vör, að hún var ekki þarna ein. Hún leit á þær steinhissa. — Góðan daginn, sagði sú eldri þeirra. Hún var lágvaxin, þrekin og þunglamaleg. Skíða- buxur og frakki niður að hnjám kom henni til að líkjast mest gömlum geldingi. Hin var hærri, grennri og miklu yngri, nefið og kinnamar beinaberar og skofleitt hárið féll laust og ó- greitt niður á axlimar. Einhver ágengur lymskusvipur var á þeim báðum. — Ætlið þér að finna ein- hvern? spurði Alexa. — Er frú Halmy heima? Það var sú yngri, sem talaði. Alexa hafði enga hugmynd um, hverju svara skyldi. En henni var það strax ljóst, að þetta voru móðir og systir frú Halmy, og að þær vissu ekki, að frú Halmy var ekki lengur í lifenda tölu. — Frú Halmy er hér ekki (lengur, gat hún loks stamað upp. — Hvað eigið þér við með því, að hún sé hér ekki lengur? Systirin brýndi raustina. — Hún á þó hér heima . . eða er ekki svo? Þokukennt augnatillit hennar var eins og neglt fast á Alexu. Móðirin starði líka á hana, en með undarlegu brosi, rétt eins og hún miðaði á hana byssuhlaupi. Alexa herti upp hugann og ákvað að segja þeim aflan sann- leikann. — Ég er hrædd um, að þið verðið að vera viðbúnar sorg arfregn. Frú Halmy er dáin. Móðirin stóð kyrr í sömu spor- um. Dóttirin æpti upp: — Hvað? — Það var afskaplega sorg- legt, sagði Alexa. Það gerðist á laugarlaginn var. Frú Halmy stóð í biðröð fyrir framan brauð búð þegar rússneskur skrið- dreki kom á vettvang og tók að skjóta á hópinn. Og hún fél'l, ásamt fjórum öðrum konum. Þaninig hafði hún fyrst heyrt söguna sagða og hugsaði sér, að rétitast væri að halda henni ó- breyttri. Loksins kom hreifing á móður ina. Varir hennar tóku að skjálfa, og stór tár runnu niður eftir kinnum hennar. — Barnið mitt! tautaði hún. — Veslings fallega barnið mitt! Ég hefði aldrei átt að yfirgefa hana ... Veslings, veslings bam ið mitt ... Hún gaf frá sér ein- kennileg kokhljóð, rétt eins og hún ætlaði að kafna. — Viljið þér ekki setjast? Al- exa tók í handlegg henni. — Get ég nokkuð hjálpað yður? Viljið þér glas af vatni? — Það skal ég útvega, sagði systirin. — Við eigum hér heima, Laxveiði í Þverá Af sérstökum ástæðum eru á veiðisvæðinu við Vighól lausir dagarnir 22. til 25. júní og 17. til 24. ágúst (5 stengur). Upplýsingar í síma 51826 og 937318. LITAVER Teppi — Teppi 122-24 »30280-32262 Nylon-teppi, verð pr. ferm. kr 255.— BAÐHERBERGISSKAPAR Nýkomnir í fjölbreyttu úrvali Verð frá kr. 640.oo Laugavegi 15, sími 1-33-33. r' ■ LUDA STO TIG 1 RR J L A SKRIFSTOFUSTÚLKA Óskum að ráða hálfan daginn vana vélritunarstúlku á skrif- stofu okkar frá kl. 9 — 12 f.h. frá 1. júlí n.k. eða síðar. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg, einnig kunnátta í ensku. Skriflegar umsóknir með persónulegum upplýsingum um fyrri störf o. fl. sendist til okkar. LÖGMENN Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Magnússon, Hjörtur Torfason, Sigurður Sigurðsson, Tryggvagötu 8. 16. MAI. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þér mun ganga vel meðal vina og kunningja. út á við er ekki gott að segja, hver vonbrigði eða leiðindi geta leynzt. Nautið 20. apríl — 20. maí. Þú mátt búast við góðum fréttum, langt að. Þú munt fá lausn á vandamáli, sem lengi hefur staðið þér fyrir þrifum. Þú skalt ekki skipuleggja kvöldið, eitthvað óvænt getur átt sér stað. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Óvæntur árangur af þrauthugsuðu efni. Vinn dagleg störf þín af elju. Reyndu að vinna þér í hag. Heimsæktu vini þína með kvöldinu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Líklegt er, að þú þrjóskizt við í dag, eða viljir fá þitt fram. Samvinna er e:na leiðin til innri gleð. Ljónið 23. júií — 22. ágúst. Dagurinn getur verið mikilvægur. Þú munt hafa áhuga á því, ©r gerist opinberiega. Fylgstu vel með daglegu starfi, svo að það komi þér ekki í koll síðar. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Þú getur fengið óvenjulegar hugmyndir í dag, og leggðu þig í líma við að gera öðrum þær skiljanlegar til að fá sem bezta sam- vinnu. Reyndu að vinna úr þeim. Verðu kvöldinu 1 að endur- skoða árangurinn í þínum málum og skipuleggja framtíðina. Vogin 23. september — 22. október. Samkeppnin er meiri en þú átt að venjast. Þínir nánustu kimna að finna að áformum þíhum, en reyndu að hafa þitt fram með lagi. Málflutrxingur á ekki- upp á háborðið í dag. Dragðu á langinn að skipa niður og svara, ef þess er nokkur kostur. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Það er ekki víst, að þér verði nokkum tíma Ijóst, hvað vinir þínir hafa á sig lagt til að greiða úr vanda. Megnið af óvissu fortlðarinnar ætti I dag að vera gengin um garð. Gakktu snemma til hvílu. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21.. desember. Það mun verða þér hagstætt að vena fylginn þér. Þú skalt vinna vel yfir daginn, en taka kvöldinu með ró. Eitthvað merkilegt kann að gerast á morgun. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Haltu við áform þín, þótt það kunni að freista þin að fleygja þér út í augnabliks ævintýri. Samverkamenn þínir þurfa þín með. Þú skalt þiggja kvöldboð ef þér er kostur. Vatnsberinn 20.janúar — 18. febrúar. Þér gefst tækifæri á að bæta horfumar. Það gæti einnig verið að þér gæfist kostur á að flytja. Slfkum ákvörðunum er ekki auðvelt að hrófla við. Hugsaðu náð þitt vel. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Taktu þér eins mikið frí og mögulegt er og athugaðu félagsleg sambönd þín vel. Athyglisverðir nýir vinir eru á sjónarsviðinu. n!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.