Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968. Postulín er gdö fjárf esting Safnarar safna að sér jólaplöttum, segir Aaron Ritz, útflutningsfram- kvœmdastjóri Bing og Gröndahl DANSKA Bing og Gröndahl, poatulínsverksmiðjan sem á 115 ára afmæli í ár, er heimsfræg á sviði postulínsgerðar. Aaron Ritz útflutningsframkvæmda- stjóri verksmiðjunnar sagði í viðtali við blaðamenn að sig langaði til að minnast afmælisins hér, en hann hefur tekið ástfóstri við ísland, og næstu 2 vikur ætla hann og kona hans að skýra frá helztu atriðum framleiðslu á postulínsstyttum, bæði í Reykja vík og á Akureyri. Hann sagði ennfremur: Þegar F.V. Gröndahl, mótara tókst að telja þá bræður M. H. Bing og J. H. Bing á að stofna postulíns- verksmiðju árið 1853, var það í þeim tUgangi að framleiða smækkaðar eftirmyndir af höggmyndum dansk-íslenzka myndhöggvarans Bertels Thor- valdsen. Þá voru erfiðir tímar. Byggðu þeir fyrsta húsið sitt á ökrunum á Vesturbrú þannig úr garði gert, að þeir gætu leigt það út, ef illa færi. Þar stendur verksmiðjan enn. Fyrirtækið gekk þó framar öllum vonum. Höggmyndir Bert- els Thorvaldsen voru heimsfræg ar, og eftirmyndirnar, sem voru úr hvítu postulíni án glerungs, hinu svokallaða biscuit seldust mjög vel. Á heimssýningunni í París 1889 vann framleiðslan glæsileg an sigur, og „Hegrastell" Pietro Krohns vakti mikla aðdáun.Hald ið var áfram sömu stefnu á heimssýningunni í París 1900, en þar var verksmiðjunni skip- að í sess meðal helztu postulíns verksmiðja í Évrópu vegna þeirra verka, sem J. F. Willum- sen, hinn frægi liststjórnandi verksmiðjunnar hafði átt hug- . myndina að. Aðrir þekktir listamenn fet.j^ uðu í fótspor hans, eins og t.d. Kai Nielsen og Jean René Gaug en, sonur málarans franska, listakonan Fanny Garde skapaðj eitthvert frægasta matarstell verksmiðjunnar, „Máfastellið“, sem var selt m.a. til Bucking- ham Palace í London og vekur aðdáun hjá húsmæðrum í mörg- um löndum, ekki sízt á íslandi. Má nefna „Haustlauf“, sem listamaðurinn Ebbe Sadolin hef ur teiknað, „Jólarósina" af þekktum mynztrum og nú fyrir skömmu hefur Henning Koppel, hinn þekkti silfursmiður og teiknari skapað alhvítt postu- línstell, sem hefur hlotið heið- ursverðlaun í alþjóðasamkeppni Faenzasafnsins fræga. Það er dimmblái liturinn, sem hefir orðið sérkennandi fyrir danska postulínið og þarf brennsluhitinn fyrir þennan lit að vera u.þ.b. 1450 á Celcius. Aðra liti verður að blanda með 24 karata gulli, ef þeir eiga að geta þolað þetta háa hitastig, og líkamslitirnir á barnastyttunum eru málaðir með skíru bræddu gulli. Við verksmiðjuna starfa nú 1200 manns, en af þeim eru fleiri en 300 listmálarar, og með al fastra viðskiptavina verk- smiðjunnar eru bæði dönsku og sænsku konungsfjölskyldurnar. Stytturnar eru oft notaðar við borðskreytingu, og með blóm um og setja hátíðablæ á máltíð irnar alla daga vikunnar. Jóladiskurinn, sem Harald heit inn Bing, forstjóri, átti hug- myndina að árið 1895 er nú orð inn eftirsóttur safngripur. Eftir hver jól eru öll mót brotin, og með því móti verða diskarnir strax verðmiklir meðal safnara sem greiða fyrir þá mikið fé, Sem dæmi má nefna, að diskur inn frá 1895 hefur hækkað í verði úr 2 krónum dönskum í 1500 dollara, og nú þegar er diskurinn frá 1959, svo nýr sem hann er þegar orðinn 250 doll- ara virði. Margir kaupa þvi jóla diskana ekki einungis til skreyt ingar á heimilum heldur einnig sem góða fjárfestingu. Sem stendur er verið að vinna að röð sería af litlum veggdiskum með þekktum ís- lenzkum fyrirmyndum, og verða þeir tilbúnir áður en mesti ferða mannatíminn hefs/t hér. Stjórn verksmiðjunnar er nú í eign fjórðu kynslóðar fjöl- skyldunnar. Ole Simonsen for- jólaplattinn Bing og Gröndahl Karl K. Karlsson aðalumboðsmaður Bing og Gröndahl á íslandi, Ludvig Storr aðalræðismað ur og frú, ambassador og frú Krónmann, Frú Ritz og Aaron Ritz, útflutningsframkvæmdastjóri Bing og Gröndahl. Ferðomólaráðsteina að Höfn Hornafirði 18. og 19. maí 1 FJÓRÐA ráðstefnan, sem Ferða- málaráð gengst fyrir um ferða- mál, verður haldin að Höfn í Hornafirði um næstu helgi. Hefst ráðstefnan á laugardag og stend- ur yfir í tvo daga. Flugfélag ís- lands verður með ferðir til Horna Hver vill eignast Fiat ókeypis? — Verðlaunagetraun tryggingafélaganna vegna H-dags TRYGGINGAFÉLÖGIN hafa á- kveðið að efna til getraunar um umferðarmál og er Fiat-Coupé bil heitið í verðlaun. Er öllum heimil þátttaka, en getraunip birtist í dagblöðunum sl. þriðjud. Senda skal svör strax, en dregið verður úr réttum lausnum 10. júná nk. Yilja trygglngafélögtn taka það fram, að svör við get- rauntnni er að finna í þeim bæklingum, sem dreift hefur verið meðal almennings að und- anfömu. Á fundi með fréttamönnum sjkýr&u forráðamenn tryigginga- félaiganna svo frá, að skipuð hefði verið saimstarfsnefnd fé- lagamna til samatarfs vi!ð H- nefnd. Hafa tryiggingarfélögin gefið út bæk'ling, „Heilræði í hægri umférð" tii leiðbeiningar fyrir ökiuimenm. Þá hafa tryggingarfélögin eins oig að ofan igreinir stofnað til get- raonar. Er hún ti!l að örva al- menning tfl lesturs á bæklingum þeim og pésum, sem nú koana á hvers manns heimili. í igetraium- inni eru 14 spurningar. Forráðamenn tryggingafélag- anna sögðost vilja hvetja al- menning til samstöðiu um ör- ngga umferðarhreytingu og þökk uðu þeim aðilium er að umferðarfræðslu standa, fyrir þeirra hlut. Jafnframt sögðust þeir vilja leggja á það áherzlu að áfram yrði haildið á sömu braut, að upptaka hægri um- ferðar yrði og upphaf varanlegra umbóta í umferðinni. fjarðar í sambandi við ráðstefn- una, sem er opin öllum þeim, sem áhuga hafa á ferðamálum. Fyrri ráðstefnurnar hafa sótt um 80 til 100 manns, að því er Lúðvík Hjálmtýsson tjáði Mbl. nýlega. Sagði Lúðvik, að ráðstefnan í ár myndi hefjast á skýrslu um störf Ferðamálaráðs árið 1967, en síðan verða flutt ýms framsögu- erindi og verða almennar um- ræður um þau efni. Meðal þess, sem þarna verður á dagskrá, eru: Ferðamálasjóður og framtíð hans, sem Ólafur Valdimarsson, deildarstjóri í samgöngumálaráðu neytinu, hefur framsögu um. Gerður Hjörleifsdóttir hefur framsögu um íslenzkan heimilis- iðnað, Hallgrímur Jónasson, kennari, flytur erindi um ferðir um óbyggðir íslands og Lúðvíg Hjálmtýsson flytur erindi, sem hann nefnir: Landkynning. Þá verður frumsýnd ný landkynn- ingarmynd, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefur látið gera. Alls komu rúmlega 44.000 er- lendir ferðamenn til íslands á sl. ári, þar af 6.500 með skemmti- ferðaskipum. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum námu rösklega 125 millj. króna, en þá eru ekki taldir með þeir, sem ningað komu með skemmtiferða- skipunum. íslendingar, sem fóru í skemmtiferðir til útlanda voru á sl. ári 26.308, eða 13,2 af fbúa- tölu landsins. stjóra, sem hefur getað haidið verksmiðjunnar hafa unnið þar upp á 40 ára starfsafmæli sitt í meira en 50 ár, og það er ein- og 115 ára afmæli verk- mitt þessi hefðbundna trausta smiðjunnar. Fimmti æt.tliðurinn vinna, sem skapað hefur grund- tveir synir hans munu taka við völlinn að gæðum og listrænni af honum. Margir starfsmenn sköpun. Söfn um allan heim kaupa mörg verk, og á safni verksmiðj unnar sjálfrar á Vesturbrú í Kaupmannahöfn geta menn kynnzt þróun hennar og þá um leið þróun dansks listiðnaðar í meira en eina öld. '!$> ------------- 99l\faðtir og kona“ — frumsýnt á Bíldudal Bíldiudail, 11 apríl Leikfélagið Baldu-r á Bíldu- dal firuimisýndi s.l. fimmtudags- kvöld sjónleikinn Maður og kona eftir Jón Thoroddsen uindiir leik- stjóm Krisitjáns Jónsisoniar. Hús- fyliliir v-ar og leiknium mjög vel tekið. Voru ieikendur og leik- -stjóna ákiaft hyl-itir í leiksilok. Þeitta vair þriðja verkiefni Leik- fólagsinis Baldurs, hin fyrri voru Vængstífðir Englar og síðar Þrír skálk-ar. Öllum þessum leikritum hefiur Kriistján Jónsson stjórnað. Ónnur sýning á M-anni og koniu er í kvöld, og er eimmig upp- salt á þá sýningu, Hétt ó fjórða hun-drað manns h-afa sótt þessar tvær sýningaor, og mun það vena mesta aðsókn sem fengizt hefur að leiksýningu hér á Bíldudal. Hannes. París, 13. maí. AP. HJARTAFLUTNINGUR var gerð ur á Broussais sjúkrahúsinu í París í gærmorgun. Grætt var hjarta í hálffimmtugan kaþólsk an prest Jean Marie Boulogne frá Marseille. Hjartað var úr 35 ára gömlum manni, sem lézt úr heilablæðingu. Samkvæmt til- kynningu sjúkrahússins var klerkur við ágæta heilsu í gær- kvöldi. Kurt Zier hættir stjórn — Myndlista- og handíðaskólans SÍÐASTLIÐINN laiugardag lauk 28. námsári Myndlista- og hand- iðaskólans, en prófum við hann mun ljúka 15. maí. Var þá opn- uð sýni-ng nemenda við skólann, og verður þar aðaláherzla lögð á að kynna auglýsingadeildina. Kurt Zier, sem verið hefur skólastjóri við skólann frá 1961, lætur nú af störfum sem skóla- stjóri. Hefur Kurt starfað við skólann í samtals 17 ár. Um 300 imem-emdiur v-omu sam- tals við stkólamn. en í deildiumum vom um 70 memiendur. Kemn-du 20 kenmairiair við skólann. Eiims og fyrr segiir verðuir að- alátoerzla lögð á að kyrun-a amg- lýsinigadiei'ldin'a. Saigði Kurt, -að skólamum hefði verið boðið að senda myndir til samfceppni, sem Evrópuráðið í Strassibuirg efndi tifl.. Hlauit eimm- nemandimn. Ólaf- ur óskairsson veirðlaiuinapeninig fyritr. Taldi Kuirt það mikinn heiður fyrir sfcólamn, að nem- -amdi hams skyldi fá verðl-a-uin og bæri þesis votrt, að sfcólimin væri á réttri leið. Þá sagði Kutrrt, að Gunnsrteini Gísl-asyni, er einmiig væri gam-aill nema-ndí og sbumdaði nú nám við Royal Collage of Arrt í Edimbor-g, hefði ásamt 10 öðr-um nemendium þess skóla verið boðin þártrtiaka í sýnimgu á glermiuiraum í New Yorfc. Þertta sýndi, að skólirm væri á rérttri leið, þótit þróurn hamis væri efcki lokið. Væri nú verið að fjölga atarfsigrei-mum við skólaran með því að koma upp málmrisrtuverikstæði. Ný ljósmyndasrtofa yrði tefcin í motkum næata hausrt til að efla námsmöguieika í auiglýsimga- dei'ldinmi. Þá hefði bók-as-a-fnið verið emduTbætrt og eflt. Kuirt sagði, að hamn lérti nú a< störfum við Skólann efltk- 17 ára starf samrtails, bæði vegna h-eilsu- fars og eins vegna fjölskyldu sinraar. Haran sagði, að hiamn hefði fyrsit fcomið hiragað flótrta- maður 1929, en svo aftur 1961 tia að tafca við skóiasrtjórn Myrad- lista- og handíð'asfcólans. K-unt saigðisrt þó igeiria ráð fyrir, að hanra myndi kemnia á raiámskeið- um við skólara-n á komandi árum. Sýnirag nemenda Myndlista- og handíðaisfcólans verður opnuð eins og fyrr segir í daig kl. 4. Verður húra opin frá 3—10 alla daga fram á -nfc. miðvifciudag 15. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.