Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968. Halldór Jónsson, verkfrœðingur: Um landbætur Úr Guttormslundi á Hallormsstaff. EITT AF þeim málum, sem hvað mestum deilum hefur valdið manna í millum hin seinni ár er það, hvort hér raegi rækta skóg. Ýmsir hafa orðið til þess, að láta álit sitt í ljósi og hefur það að vonum orðið misgáfulegt. Einstaka spakmæli, sem fallið hafa í umræðunum, eru líkleg til þess að lifa léngi, svo sem ummæli sauðspekingsins, um á- burðarmagn sprænunnar úr sauð kindinni og staðhæfing Halldórs búnaðarmálastjóra um það, að kindaklaufin sé hvað heppílegust til þess að troða og festa rý- græðing. Út af fyrir sig, þá er það ekki svo alvarlegur hlutur, þó einstaka menn haldi f ram slíkum kenningum, dómgreindin hlýtur þó að verða yfirsterkari að lokum. En hitt er sýnu al- varlegra, þegar farið er að fella stóran hluta efnahagskerfisins að slíkum þversögnum. Ofbelt og uppbætur. Nýlega birtist í Morgunblað- inu grein eftir Jón Pálsson dýra- lækni sem hét „Landníðsla — Landgræðsla". Þar kemur fram. að sú trú, sem boðuð var, að íslenzkt dilkakjöt væri hið besfa í heimi og hlyti því að verffa óþrjótandi gróðalind, kostar ckk ur um 100 miljónir króna á ári í útflutningsuppbætur. Iíversu mikið það á svo eftir að kosta afkomendur okkar í auknum landspjöllum verður ekki reynt að ráða í hér. Hinsvegar er það óhagganleg staðreynd, að al- vöruvísindamenn hafa sýnt fram á, að stórfelld gróðureyðing og uppblástur eigi sér stað á is- landi og ennfremur, að gegnd- arlaus sauðfjárbeit sé einn aðc.1- hvati þessarrar eyðingar. Samt er enn tekið meira mark á ,al- vísum“ búforkólfum, sem f skjóli rangrar kjördæmaskipunar t> óll ríða stjórnmálamönnum þannig, að haldið er áfram út í hörm- ungar gróðureyðingarinnar, með því að magna sífellt uppbóta- drauginn. Nú hafa þessir spekingar ekki getað komist hjá því n.3 hósta upp moldryki og snýta svörtu, þegar þeir eru á ferð um beiti- löndin í roki og þurrki. Jú, víst er einhver uppblástur á ferð- inni, sem sauðkindin hefur ekki náð að hefta. Svo eru dilkarn- ir að léttast ár frá ári sums- staðar. Hvað skal til bragðs taka? Létt er úr máli að rkera Páll Sveinsson í Gunnarsholti fer bara með flugvél og lætur puðra áburði á allt hálendið. Og sjá, það mun allt verða iðjagræn tún á augabragði. Og ekki stend ur á blessuðum löggjafanum. Pen ingum er hrúgað í framkvæmd- ina, án frekari umhugsunar. IJppblástur á Haukadalsheiffi. Ég hef nokkur undanfarin ár lagt leið mína upp á Haukadals- heiði, þar sem hin ógurlegasta landeyðing, sem ég þekki, hefur átt sér stað og er enn ékki lok- ið. Þarna hefur sandgræðslan verið á ferðinni, borið á, sáð grasi, reist ýmiskonar planka- verk og breitt út gamlar síldar- nætur. Mér sýnist hinsvegar að lítill sé árangurinn. Grastottarn ir grænka að vísu eftir hverja áburðargjöf, en heljarafl veðr- anna þarna uppfrá hefur orðið yfirsterkara. Ekki veit ég hvað þessar framkvæmdir hafa kist- að þjóðina, en vízt er það að ekki verða margir sauðir feitir á því grasi, sem þar sprettur. Og moldrokið verður stundum svo dökkt í Haukadal í þurrk- um, að myrkur er um miðjan dag. Þessi eyðAng er fljótvirkari en við höfldum í fyrstu. Það er staðreynd að á síðustu 250 ár- um, hafa meiira en 6000 hektarar lands orðið örfoka á Haukadals- heiði. Börðin, sem eftir standa, vitna um það, að þarna hefur víða verið yfir 5 metra jarðvegs lag. Þarna höfum við eyðilagt árþúsunda vinnu móður náttúru á einum 250 árum. Kannski að kindaklaufin geti fest nýgræð- ing á holtunum þarna uppfrá? Reyndar ætti hún að vera búin að því, hefði hún getað það. Neðar í Haukadal, hefur kinda klaufin verið útlæg um 30 ára skeið. Þar hefur mannshöndin fest ýmsan nýgræðing í mold, sem orðið hefur sumum þyrnir í augum. Þar vaxa barrtré jafn vel og í hinum erlendu heim- kynnum sínum. Það er skemmti- legt að ganga þarna um hlíð- arnar og sjá hversu öflugur gróð urinn er orðinn. Þar getur mað- ur skilið hagkvæmni þess, sem Karl Dúason bendir á í ágætri grein í Morgunblaðinu 3. des.s sl. „Tún og akrar framtíðarinn- ar verði rjóður í skógi og í skjóli skóga“. Ég hef fyrir satt, að óvíða á íslandi megi finna annan eins tegundafjölda plantna eins og er í Haukadal. Samt hefur rógtung an ekki verið iðjulaus um þenn- an stað fremur venju. Það hef- ur verið talað um sóun verð- mæta, kalkvisti og yfirleitt allt verið reynt til að gera jtarfið tortryggilegt. Það er sagt, að skógrækt verði alltaf þurfaling- ur í landinu. Þeir menn, sem þannig tala, hafa ekki nthugað hvað vex í skjóli skóganna. Þar vex meira gras en annirstaðar, sem fleiri sauðir gætu orðið feit- ir af. Þar verður veðurfar betra og hlýrra. Þá stöðvast landeyð- ing. Þá vaxa upp betri menn. Hagnaffur af skógrækt. Það er ekki úr vegi að at- huga hver raunveruleg fjárhags- afkoma skógræktar getur veiið. Fyrir 30 árum síðan var groður- settur á Hallormsstað lundur af síbirísku lerki. Þar hefur verið mældur árlegur viðarvöxtur, viðarmagn grisjana og fleiri mæl ingar. Tölur þær, sem ég ætla að setja hér fram eru raunveru- legar reynzlutölur hvað snertir fyrstu 24 árin, en seinni tíma tölur eru varlega áætlaðar eftir reynslu af samskonair trjám, þar sem þau vaxa við svipuð vaxtar- skilyrði og hér. Ég tek það fr'am, að lundurinn er við beztu heilsu enn, en mér er ókunnugt um hvort nýjar mælingar hafi verið gerðar síðustu 6 árin. Við skulum því líta á eftirfar- andi tölur. Sem sagt, við eigum skóginn frían eftir 24 ár og meira að segja 8.500 kr. í afgang. Og það sem meira er, við eigum skóg, að meðaltali 9 metra háan. Og hann vex nú að viðarmagni um 14% á ári. Ég er hræddur um að Áburðarverksmiðjan okkar til dæmis geti ekki státað af slík- um vöxtum af verðmæti sínu á 24 ára afmæli sínu. Eða Sements verksmiðjan, Bæjarútgerðirnar og þar fram eftir götunum. Þetta kalla úrtölumenn að kasta fjármunum á glæ. Þetta er hinsvegar ekki neinn heila- spuni heldur útreikningur byggð ur á mældum gildum og reynzlu- tölum ,sem fengist hafa á okkar eigin landi. Og þessi lerkilund- ur, sem þetta er byggt á, vex. austur á Hallormsstað og þang- að geta allir farið og skoðað hann með eigin augum. Svo værl gaman að sjá, hversu mikið aukin sauðf járrækt á flug vélagrasi getur kostað þjóðina á ókomnum árum. Tölurnar á borð ið sauðspekingar! Síðan má reikna dæmið áfram eftir þeim líkum, sem ég gat um áðan. Þannig má sjá, að þegar 80 ár eru liðin frá gróðursetn- ingu þessarra smáu lerkiplanrna verður hægt að státa af meira en 900.000 króna tekjum til við- bótar af skóginum á aðeins ein- um hektara lands. Og er þá eins og áður sagði fremur van- reiknað en ofreiknað. Hversu mikið landið sjálft fékk við þessa ræktun, eða hvort betra var að lifa í nágrenni þessa skógar eða við hina alls- beru fegurð landsins skal ég ekki meta til fjár. Slíkt verður ekki gert. En eftirkomendur okk ar munu dæma um það, Tivort festi betur nýgræðing í nágrenni sínu, hin íslenzka kindarklauf eða hið „útlenda" tré. Kröftunum dreift. Illu heilli hafa landgræðslu- málin verið klofin í tvennt. Ann arsvegar í Skógrækt Ríkásins oig 'hins vegar í Landgræðslu Rík- isins. Enn einu sinni hefur sú tilhneiging íslendinga, að of- hlaða stjórnkerfi hinna ýmsu mála, orðið yfirsterkari skynsem inni. Þessi mál eru svo náskyld, að mikill skaði er, að þau skuli ekki unnin í skipulegu samstarfi Veldur hér um nokkru, að skóg- ræktarmenn hafa ekki haldið á lofti starfi sínu að alhliða upp- græðslu sem skyldi. Því er al- menningur klofinn að nokkru leyti í málunum. Hinu skyldi ekki gleymt, að Skógrækt ríkisins hefur flutt inn fleiri plöntur en viðartegundir. Ber hér t.d. að nefna Alaska— lúpínuna, sem er einhver hin magnaðasta uppgræðslujurt sem ég hef séð. Álít ég illa farið, ef einhver afbrýðisemi í garð Skógræktarinnar stendur í vegi fyrir því að gerðar séu víðfækar uppgræðslutilraunir með þeirri jurt af Landgræðslunni. „Náttúruverndarmenn“ á villi- götum. Kostuleg eru viðbrögð, ýmissa „náttúruverndarmanna” gegn ,,er lendum trjátegundum" í Óræf- um, á Þingvöllum og víðar. Þeir tala um, að ekki megi spilla þjóðlegum svip landslagsins. Ætli þeim finnist ekki tún bænd anna óþjóðleg? Þúfurnar eru horfnar og grösin er erlend, vegna þess að þau henta okkur betur við núverandi loftslag á íslandi en innlendu grösin. Eða hversu lengi töldust land- námsmennirnir vera útlendingar á Islandi? Það má minna Éu að Steindór Steindórsson hefUT komizt að rökstuddri niðurstöðu um það, að mikill hluti íslenzks gróðurríkis, sem er álitið hafa verið um 340 tegundir fyrir landnámsöld, hafi lifað síðustu ísöld. En síðan á landnámsöld hefur maðurinn flutt inn um 90 tegundir æðri plantna. Þannig teljast íiú vera á íslandi um 430 tegundir, sem er þó um helmingi færri en finn- ast í löndum austan hafs og vest an, þar sem er svipað loftslag og hér. Þetta bendir eindregið til þess, að einangrun landsins valdi ó- eðlilegri tegundafátækt íslenzkr ar náttúru. Möguleikar lil vaxt- ar æðri plantna á íslandi eru því illa nýttir. Einmitt þarna kemur í ljós, að það er bein- línis skylda okkar að hjálpa Flóru fslands til þess að yfir- stíga hina landfræðilegu hindrun á vexti hennar með innflutningi þeirra tegunda, sem líkur eru á að vaxið geti hér til nytja. Ekki tjóir að láta úrtölumenn villa um fyrir almenningi og spilla mál- inu, þeir hafa á öllum tímum reynt að þvælast fyrir framþró- uninni. Nægir að minna á síma- málið, andstöðuna gegn þjórsár- virkjunarhugmyndum Einars Benediktssonar og sömu hug- mynd 50 árum síðar, baráttunni gegn stóriðjunni og erlendu fjár magni. Það getur tekið langan tíma, en að lokum sigrar skyn- semin og eftir sitja úrtölumenn- irnir með skömmina fyrir heimsk una, ef sagan hefur þá ekki gleymt þeim. Samtök og samvinna. Það er mikil nauðsyn, að allir, Framh. á bls. 20 Kostnaffur pr. ha. Girðing (máðað við 100 ha. girðinigu) kr. 2.000 — Lerkiplöntur, 6000 stk á kr. 1,50 — 9.000 — Gróðursetning kr. 1,50 pr. plöntu — 9.000 — Eftiriit, viðhald girðingar og stjórnunarkostnaður — 10.000 — Kostnaður við gróðursetningu og verndun 1 ha. lerkilundar. -------------- Alls kr. 30.000 — (Væri hlýtt ákvæðum Jónsbókar, þannig að sér- hver bóndi gætti þess að búsmali hans veitti ekki öðrum átroðnimg, lækkaði þessi tala um girðingarkostnaðinn og v.ðhald hennar). Með 7% vöxtum í 18 ár þá verður þessi upphæð orðin að sem næst kr. 101.000 — Þegar lundurinn var 18 ára fengust um 2500 girðingarstaurar úr honum. Þeir seljast fyrir 20 kr. stk. netto (þ.e.a.s. koistnaður við vinnslu þeirra er greiddur) kr. 50.000 — 51.000 — 76.500 — Þá er eftir að greiða kr. 51.000 — kr. verða á 6 árum með 7% vöxtum kr. Eftir þessi 6 ár fást enn við nauðsynlega grisjun lundarins um 3.400 girðingarstaurar. Þessir eru vænni en þeir fyrri svo að reikna má með að selja þá fyir 25 kr. stk. netto. kr. 85.000 Mismunur kr. + 8.500 frá norffurenda skógræktargirffingarinnar á Hallormsstaff. Hvoru megin skyldu kindaklaufirnar hafa gengið? 2 D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.