Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968. 31 Stjórnarmenn Loftleiða, Kristján Guðlaugsson, Alfreð Elíasson og Einar Árnason, fagna flug- stjóranum Ólafi Ólsen og áhöfn hinnar nýju flugvélar, Þorvaldar Eirikssonar, við komuna Tekiö á móti Þorvaldi Eiríkssyni Hin nýja vél Loftleiða, TF-LLJ, „Þorvaldur Eiríksson" flugnúmer LL-423, kom úr fyrsta áætlunarflugi sínu frá Bandaríkjunum og lenti á Kefla- víkurflugvelli kl. 10:30 í gær- morgun. Á flugvellinum voru mættir ýmsir forystumenn Loft- leiða, m.a. Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen, Kristján Guð- laugsson og Einar Árnason úr stjórn Loftleiða, auk Sigurðar Magnússonar blaðafulltrúa, o.fl. Flugstjóri í þessu fyrsta áaetl- unarflugi Þorvalds Eiríkssonar var Olav Olsen, og voru honum færð blóm við komuna af hlað- freyju Loftleiða á Keflavíkur- flugvelli Önnu Þorgrímsdóttur. Aðrir meðlimir í áhöfn vélar- innar voru: Guðmundur Ólafs- son, aðstoðarflugmaður: Ingvar Herbertsson, flugleiðsögumaður, og Gerhard Olsen, flugvélstjóri. Fyrsta flugfreyja var Andrea Þorleifsdóttir. Aðrar flugfreyj- ur voru: Sigurbjörg Snorradótt- ir, Hanne Larsen, Sigrún Jó- hannsdóttir, Hildur Ragnars og Dröfn Hjaltalín. Með vélinni frá Bandaríkjun- um voru 100 farþegar, og héldu 60 þeirra beint áfram með vél- inni eftir um klst. viðdvöl til ósló, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Af vélinni hér á Keflavíkurflugvelli fóru 40 far- þegar — þ.e. íslendingar og svo- nefndir viðdvalarfarþegar Loft- leiða, en í þeirra stað komu um 40 farþegar sem fóru með vél- inni héðan og til Norðurlanda. Vélin er væntanleg aftur frá Kaupmannahöfn, Gautaborg og mannahöfn Ósló í nótt. Viðdvölin í Kaup- mannahöfn er um þrír tímar. Flugstjóri í vélinni héðan í morgun til Norðurlanda, flug- númer LL-422, var Ásgeir Pét- ursson. Honum til aðstoðar var Magnús Guðmundsson, yfireftir- litsflugmaður Loftleiða (þ.e. chief check pilot). Sinfóníuhljómsveitin frumflytur íslenzka sinfóníu í kvöld Næst seinustu áskriftartónleik ar Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða haldnir í kvöld. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko, og á efnisskránni verða eftir- talin verk: Forleikurinn að óper unni „Brúðkaup Fígarós“ eftir Mozart og Píanókonsert í C-moll K.V. 491, einnig eftir Mozart. Tónleikunum lýkur með frum- flutningi Sinfóníu í f-moll, „Esju“, eftir Karl O. Runólfs- son. Einleikari á tónleikunum verð ur pólski píanóleikarinn André Tchaikowsky. Hann hóf nám í píanóleik á unga aldri í Pól- landi. Að lokinni heimsstyrjöld- inni síðari stundaði hann nám við Tónlistarháskólann í París og brautskráðist þaðan með heið urspening. Áframhaldandi nám hans var undir handleiðslu Ste- fan Askenase. Tchaikowsky hefur unnið til ýmissa verðlauna í alþjóðlegum — Farfuglarnir Framh. af bls. 32 ar húsrými, sagði hann. — Hér gránar jörð annan hvern sólarhring og svo kalt er, að það tekur ekki upp. Hanga grýlukertin niður úr þakrennun um, þó þau séu beint á móti sól, sagði Benedikt. ísinn kælir svo feikilega. Lítil breyting er á isnum en það lítið sem er, er I vest- urátt, þvi SA-átt hefur ríkt að undanförnu. Ekkert útlit er fyr- ir breytingu á þessu fyrr en átt breytist rækilega. Að lokum svarar Benedikt spurningunni um hvort hann hefði nóg hey þannig: — Ekki ef ég þarf að gefa fram i slát- urtíð. Og bætti við: — Annars held ég að í þessari sýslu séu nægilegar heybirgðir. samkeppnum. Tvítugur að aldri vann hann verðlaun í Chopin keppninni í Varsjá 1955, og ári síðar í keppni þeirri, sem kennd er við Elísabetu drottningu í Belgíu. Þá var það, sem píanó- snillingurinn heimsfrægi, Artur Rubinsteiin sagði: „Ég állíf Andxé Tchaikowsky einn bezta píanó- leikara sinnar kynslóðar — og hann er meir en það — hann er afbragðs tónlistarmaður“. Síð an hefur Tchaikowsky verið á nær látlausum tónleikaferðum um víða veröld, og hlotið hinar beztu undirtektir. André Tchaikowsky Frumflutningur íslenzkrar sin fóníu hlýtur í sjálfu sér að vera mikill viðburður, en ekki ætti það að draga úr eftirvænting- unni,. þegar í hlut á eitt kunn- asta tónskáld landsins. Sinfón- ían ber heitið „Esja“, og segir Karl sjálfur svo frá, að nafnið hafi upphaflega átt við síðasta þátt verksins, sem ortur var fyrstur. Sinfónían er í fjórum þáittum, þar af er einn scherzo þáttur, sem saminn er um frum- samið rímna og vikivakastef. Yfir Grænlandsjökul í svifflugu með vél — Hafísinn Framh. af bls. 32 þarna. Svo skörp er breyting- in á sjónum þarna, að greini- legur litamunur sést er siglt er þar. Hlýsjávarmótin virðast fær ast svolítið til, og gætu verið svolítið vestar nú. fs 3-4 sjómílur út frá HornafirSi Skýrslan um isflugið í gær er svohljóðandi: Sigling sæmilega greiðfær frá Straumnesi meðfram landi og um 1,4 sjóm. af Hornbjargi. Þaðan má sigla eftir stórri vök, sem liggur frá stað r/v 055 gr. fjarl. 8,0 sjóm. frá Horni, að stað r/v 090 gr. fjarl. 35 sjóm. frá Horni. þar lokast vökin með 4 sjóm. breiðu hafti 7-9/10 þéttleika. ís- inn í hafinu virðist þó fremur þunnur. A vakirnar er ísinn um 7-9/10, en um 43 sjóm. r/v. 100 gr. frá Horni greiðist úr ísn- um aftur. Út af Skaga er ísinn nú um 7-9/10, en allrniklar vakir og virðist sterkbyggðum skipum fært þar í gegn. Út af Siglunesi A-verðu er haft en virðist siglandi og Eyjafjörð- ur er fær til A til og grunnt fyrir G jögur og Flatey. SA verð- um Skjálfanda er þéttur ís 7-9/10 og einnig á Tjörnesgrunni. Helzt virðist fært sem næst Lundey og þaðan í NV-læga átt, fyrir Flatey. Lítill ís er á A-verðum Axar- firði, og vök fyrir Rauðunúpa, en lokast við Rifstanga. Þistil- fjörður og Bakkaflói eru ósigl- andi. Frá Bakkafirði suður að Gerpi eir þéttur ís með landi 10/10 að þéttleika og nær víðast 2-8 sjóm. út. í dag virðast allir firðir austanlands lokaðir nema ef til vill Djúpivogur og Breið- dalsvík. Þéttur ís lokar nú Höfn í Hornafirði og nær 3-5 sjóm. út fyrir ósinn. Hornfirðingar skoða þessa nýjung Fréttaritari blaðsins á Horna- firði sagði að hröngl væri inni í höfninni á Hornafirði en mikill ís úti fyrir svo langt sem sæist. í höfninni liggur danska skipið Catarina, sem iaskaðist er það ætlaði til Norðfjarðar og kemst hvergi. Síðast lokaðist höfnin af ísi árið 1911. Þá flúði fransbt spít alaskip inn í Hornafjörð og festist þar í viku, ásamt strandbátnum. Krakkarnir á Hornafirði hafa gaiman af þessum ís, sagði írétta ritarinn. Og í fyrrakvöld var mikið um að vera. Þá voru full- orðnir og börn um allt í bílum að skoða ísinn og mikil umferð. Enda þessi sýn mjög nýstárleg. Nokkuð er um gesti á Horna- firði, því nú er vel fært yfir vötnin í Skaftafellssýslu á þílum. Skólahópur úr Vestur-Skaftafells sýslu gisti í Hornafirði í fyrri- nótt, og von er á leikflokki þang að um helgina. Einkaskeyti til Mbl. frá Græn- landi. LÍTIL eins hreyfils fliugvél kom hinigað í morgun frá Kefliavik og tenti í Kulliusik á Austaxr-Græn- landi kl. 16.15. Flugmaðurinn, Miraa'av Slovak, vasr á leið til New York í þessu veikbyggða íanaintæki, en það er sviffluga búin 36 hiestaflla Volikiswagein bil vél. Frá Kuliusik héflt hanm til Syðri Straumfj'arðar á Vestur- Grænlaindi og telja flugstj órnir á Grænliaindi það óðs manns æði er höifð eru í huga fyrri sflys á inniamliandisísnium.. Þaðan ætlar harnn í áfömpgum um Fnobisherflóa, Goose bay og Labnador til New Yorlk. — — Benzon. Mbl. fékk þær frétrtir hjá fliug uimisjón í Reykjiavík í gætnkvöldi að Mirosfliav Slovak hiefði lemt í Syðri Stna'umfiirði kl. 8.30 í gær- kvö'ldi, heiliu og höldnu. Somið við verktako ÁKEÐIÐ hefur verið að lnn- kaupastofnun Reykjavíkur semji við Óla T. Magnússon og Hellu & steinsteypuna s.f. um kaup á steinsteyptum hlífðarplötum fyr- ir jarðstrengi. >------------------------------- Fjarðarheiði hefur verið lokuð I allan vetur og farið yfir hana til Seyðisfjarðar á snjóbílum. Nú er farið að moka þama, og tal- ið að það sé 2—3 daga verk. Þessa mynd tók Hákon Aðalsteins son á heiðinni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.