Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 19M
VarÖskip verði á hinum
fjarlœgu síldarmiðum
IMauðsyn að koma á bætlri
þjómistu við síldarflotann,
segir í nefndaráliti —
NEFND sú, er skipuð var til að
kanna nauðsyn bættrar þjón
ustu við síldveiðiflotann, hefur
nú skilað áliti. Segir í því, að
óhjákvæmilegt sé, að hafa varð-
skip á hinum fjarlægu síldar-
miðum bæði til þess að halda
uppi löggæzlu og eins til að að-
staða verði til þess að veita
læknisþjónustu.
Stóru varðskipin hafa nú ver
ið búin þannig að aðstaða er í
þeim til að veita læknishjálp.
Eru líkur á að hægt verði að
fá lækni til að veita sjómönnum
aðstoð á fjarlægum miðum, ef
unnt verður að veita honum þá
aðstöðu og kjör, sem hann
krefst.
í áliti nefndarinnar segir, að
dómsmálaráðuneytið hafi tjáð
nefndinni að það mrrni beita sér
fyrir, að væntanlegum lækni
verði greidd ein og hálf héraðs-
læknislaun, sem eru um 27.000
kr. á mánuði, en þá vantar tölu
vert til að brúa það bil, að launa
kröfu væntanlegs læknis sé full-
nægt og þau verði miðuð við
laun sérfræðings á Landsspítal-
anum.
Hefur nú Fiskimálasjóður að
undirlagi nefndarinnar ábyrgzt
greiðslu á þeim mismun, er um
er að ræða, þó ekki meira en
150 þús. krónur.
Þá hefur dómsmálaráðherra
tjáð nefndinni munnlega, að
dómsmálaráðuneytið hafi leitað
samvinnu við Sovétyfirvöld og
Norðmenn um að íslenzkum sjó-
mönnum verði veitt læknisþjón
usta frá þeim.
Löggæzla.
Nefndin telur nauðsynlegt að
varðskip verði á hinum fjar
lægu miðum til að forða árekstr-
um og tryggja öryggi þeirra á
annað hundrað skipa og um
2000 manna er á miðunum yrðu,
ef sóknin á miðin yrði svipuð^og
á sl. ári.
Viðgerðarþjónusta.
Nefndin telur nauðsynlegt að
hægt verði að veita viðgerðar-
þjónustu og varahluta á fiski-
leitar- og siglingatækjum, enda
hafa síldveiðiskip otft orðið að
eyða miklum tíma í siglingar í
land, ef óhöpp hafa steðjað að.
Telur nefndin nauðsyndegt að
þessi aðstaða verði um borð ^ í
varðskipi og segir, að L.Í.Ú.
muni sjá um ráðningu viðgerðar
manna, sem hafi með sér tæki
og varahluti til þjónustu við
síldveiðiflotann fyrir eiginn
reikning.
Loftskeytaþjónusta.
Nefndin bendir á, að oft séu
erfiðleikar að ná sambandi við
land á hinum fjarlægu miðum og
að menn séu misjafnlega lagn-
ir við að nota þær stundir sem
til þess gefist. Var reynala s.l.
sumars sú, að ófullnægjandi sam
band var milli lands og flota.
Telur nefndin eðlilegt að
lærður loftskeytamaður sé stað-
settur á miðunum til aðstoðar
við flotann. Yrði slíkur loft-
skeytamaður að vera um borð í
varðskipi.
Dælu- og slökkviþjónusta:
Nefndin telur rétt, að full-
kominn dæluútbúnaður og
slökkvitæki séu til staðar í þeim
skipum, er til aðstoðar eru
hverju sinni.
Mímir II. strand-
aði í Svalvogi —
en varðskip náði honum út
V.B. Mímir II. ÍS-30 strandaði
sl. mánudagsmorgun kl. 8 í Sval-
vogi. Skipverjar óskuðu eftir að-
stoð, en tilkynntu um leið, að
enginn leki væri kominn að skip-
inu og menn ætluðu að halda
sig um borð enn um sinn. Varð-
skipið Albert var þarna nær-
statt og kom brátt á vettvang.
Var taug sett á milli skipanna,
og um 9 leytið hafði varðskip-
inu tekizt að draga bátinn af
strandstað. Kafari kannaði
skemmdir á skipinu, og virtust
þær litlar, en Mímir II. hélt til
Reykjavíkur og er kominn í
slipp. Sjópróf fara fram í Hafn-
arfirði í dag.
Yfir 20 þúsund gestir
f gær voru yfir 20 þúsund gestir búnir að sjá sýninguna
íslendingar og hafið, en sýningunni lýkur 11. júní. Á mynd
inni sjást sýningargestir skoða safn 70 uppsettra fiska, sem
er eign Byggðarsafns Vestmannaeyja. Allir fiskarnir eru
veiddir við ísland og hefur safnið verið mikið skoðað af
sýningargestum.
Olíuflutningar.
Nefndin telur nauðsynlegt að
heimild verði veitt til verðjöfn-
unar á þeirri olíu, sem flutt
yrði á fjarlæg mið, þannig að
sama verð verði á olíunni og í
landi. Telur nefndin allar líkur
bendi til, að síldarflutninga-
skipin geti að mestu annazt olíu
flutningana að því marki, sem
nauðsynlegt verður að flytja
þá í öðrum skipum en veiði-
skipum.
Að áliti nefndarinnar er sömu
sögu að segja um birgða-
fluitninga.
Önnur þjónusta.
Um aðra þjónustu svo sem
björgunar og köfunarþjónustu
er það að segja, að nefndin tel-
ur að sú þjónusta hafi verið við
unandi og ekki sé ástæða til að
gera tillögur til úrbóta þar. Mun
Goðinn láta þessa þjónustu í té
eins og s.l. sumar.
Þá hefur Veðurstofan tjáð
netfndinni, að í sumar verði veð-
Framhald á bls. 19.
Ivar Eskeland og frú.
Norræna húsið formlega
tekii í notkun 24. ágúst
Ivar Eskeland og trú komin til búsetu á íslandi
IVAR Eskeland og frú eru ný-
lega komin hingað til lands,
en eins og kunnugt er var
hann ráðinn forstöðumaður
Norræna hússins á liðnum
vetri .Hjónin eru nú komin
til dvalar hér og munu flytj-
ast í hið nýja heimili sitt í
Norræna húsinu í næstu viku.
Við hittum þau að máli í gær
og spurðumst fyrir um tilhög-
un hátíðahaldanna í sumar,
þegar Norræna húsið verður
tekið í notkun. Gefum við
Ivar Eskeland orðið:
— Norræna húsið verður
formlega tekið í notkun hinn
24. ágúst n.k. Af því tilefni
hefur stjórn hússins boðið
hingað til lands öllum forsæt-
isráðherrum Norðurlanda,
menntamálaráðherrum og for
ystumönnum í norrænni sam
vinnu, jafnt í Norðurlanda-
ráði og norrænu félögunum,
en alls hefur verið boðið um
150 norrænum gestum hingað,
auk íslendinga, sem verða
fjölmennastir og er verið að
undirbúa boð til þeirra. Fær-
eyingum er að sjálfsögðu einn
ig boðið þ.á.m. Per Mohr
Dahm og William Heinesen,
rithöfundi. Verður húsið tek-
ið í notkun við hátíðlega at-
höfn í húsinu sjálfu og jafn-
framt verður opnuð þar sýn-
ing á norrænum heimilisiðn-
aði.
— Þennan sama dag er fyr-
irhuguð hátíðarsamkoma og
listsýning í Þjóðleikhúsinu,
þar sem fram munu koma
listamenn frá öllum Norður-
löndunum. Frá Noregi kemur
Per Aabel, leikari, frá Sví-
þjóð Gunnar Turesson, vísna-
söngvari og leikari ,frá Finn-
landi Kai Chydenius, leikari,
og Kaiha Kohonen, söngkona,
frá Danmörku balletdanspar-
ið Niels Kehlet og Solveig
Östergaard, frá Færeyjum
þjóðlagasöngvari og islenzkir
listamenn munu einnig koma
þarna fram.
— iÞá kemur einnig fjöldi
fréttamanna frá blöðum, út-
varpi og sjónvarpi. Hefur öll-
um útvarpsstjórum Norður-
landa verið boðið hingað til
þess að vera viðstaddir þessa
athöfn.
— Norræna húsinu hafa
þegar borizt góðar gjafir og
styrkir jafnt frá opinberum
aðilum sem einstaklingum.
Nordisk Kulturfond hefir
ákveðið að veita 75.000 dansk
ar krónur til þess að byggja
upp bókasafn hússins. Norski
menningarsjóðurinn hefur
veitt 10.000 norskar krónur
til kaupa á norskum bóK-
menntum í bókasafnið. Þá
hafa aðilar í Noregi heitið 4
styrkjum á ári til greiðslu
á fari fréttamanna til íslands,
er hafa í hyggju að kanna
eitthvað, sem tengt er starf-
semi hússins. Norskir einstakl
ingar hafa gefið húsinu mál-
Nauðgunartil-
raun í Keflavík
Á hvítasunnumorgun var mað-
ur nokkur handtekinn í Kefla-
vík fyrir nauðgunartilraun og
fyrir að taka hús í óleyfi til
mannfagnaðar. Hefur maðurinn
verið úrskurðaður í 30 daga
gæzluvarðhald.
Á hvítasunnumorgun kærði
stúlka í Keflavík mann fyrir
nauðgunartilraun, og var mað-
urinn handtekinn hálfri klukku-
stund síðar. Við athugun kom í
ljós, að hann hafði farið inn í
hús nokkurt án leyfis húsráð-
enda, en húsið er mannlaust. Þar
bauð hann til samkvæmis. Er
líða tók á nóttina, voru engir
eftir af gestum nema tvær stúlk-
ur, gestgjafinn og annar maður.
Fór þá önnur stúlkan til að ná
í leigubíl.
Litlu eftir að hún var farin
varpaði gestgjafinn hinum á dyr,
en sótti síðan að stúlkunni, sem
eftir var. Samkvæmt fráaögn
hennar, sótti hann allfast að
henni og beitti hana jafnvel of-
beldi, en hún varðist eftir mætti
verk og 10.000 norskar krón-
ur. Vona ég, að þetta sé upp-
haf fleiri góðra gjafa og
styrkja, sem húsinu kunna að
berast til eflingar starfsemi
þeirri, sem þar fer fram, og
gestum þess til augnayndis og
ánægju.
— Mörg áform eru uppi um
notkun hússins. í lok nóvem-
ber er t.d. fyrirhugað að efna
þar til bókasýningar á nor-
rænum bókmenntum, , sem
komið hafa út á þessu ári.
Verða þar til sýnis jafnt bæk
ur, sem gefnar hafa verið út
í einstökum löndum á frum-
máli, og bækur, sem þýddar
hafa verið af einni norrænni
tungu í aðra. Næsta vor hef
ég í hyggju ákveðið verkefni,
sem krefst mikils undirbún-
ings og samvinnu við Reykja-
víkurborg og íslenzkar menn-
ingarstofnanir. Er ekki tíma-
bært að skýra nánar frá því
að svo stöddu né heldur öðr-
um verkefnum, sem í undir-
búningi eru, þó má geta þess,
að næsta sumar er fyrirhuguð
sýning á danskri grafík í hús-
inu að tilstuðlan dansk-ís-
lenzka félagsins í Kaupmanna
höfn.
Þau hjónin létu mjög vel
yfir því að vera komin til bú-
setu á íslandi. Frúin gat þess,
að sér þætti húsið mjög vand
að að allri gerð og hún hlakk-
aði til að setjast þar að.
og tókst að forðast atlot huns
að mestu. Telur stúlkan, að liðið
hafi a.m.k. ein klukkustund áður
en henni tókst að komast út úr
húsinu.
Stúlkan, sem er með nokkra
áverka hefur nú kært manninn.
Einnig hefur húsráðandi kært
hann, og var maðurinn .úrskurð-
aður í 30 daga gæzluvarðhald.
Maður þessi er alþekktur hjá
lögreglunni í Keflavík.
Bílvelta
ÖLVUÐ kona velti bíl sínum út
af veginum í Ártúnsbrekku á
hvítasunnudag. Var konan á
leið úr borginni ásamt öðru
fólki. Engar skemmdir urðu á
bílnum og slapp allt fólkið ó-
meitt.