Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1968 11 Mannvinurinn Helen Keller Helgaði líf sitt í þágu blindra og daufdumbra Þegar Helen Keller kom hingað til lands fyrir 11 árum tók Ólafur K. Magnússon þessa mynd, þegar hún var að heilsa einum ungur heyrnar- og má lausum pilti. HELEN Keller lézt sl. laugar- dag að heimili sínu í Ala- bama, 4Í7 ára að aldri. Bana- mein hennar var hjartabilun. Helen Keller var blind og heyrnarlaus frá barnæsku vegna illkynjaðs sjúkdóms er hún hlaut 19 mánaða gömul. Með fádæma viljaþreki og skapfestu tókst henni að sigr- ast á þeim erfiðleikum er þessu fylgdu og með starfi sínu fyrir blinda og dauf- dumba um allan heim gaf hún þeim þrek til að gera hið sama. Til sjö ára aldurs lifði hún í „engri veröld“ eins og hún sagði síðar og barðist gegn einangrun sinni. Þá vildi það henni til happs, að foreldrar hennar fengu kennslukonu, Önnu Sullivan að nafni, til hennar. Anna var írskrar ætt- ar og hafði sjálf verið blind, en uppskurður hafði veitt henni sjónina á ný. Anna Sullivan átti erfitt verk fyrir höndum. Hún kenndi Helen Keller að nema orð með því að stafa þau með fingrunum á hönd hennar, en blinda stúlkan skildi þó ekki fyrr en löngu seinna, þegar vatn úr dælu rann yfir hendi hennar. Önnu tókst að kenna Helen með þolinmæði og þrautseigju að lesa, skrifa og tala. Var sagan af þessari bar áttu vinkvennanna skráð í leikritsform. Leikritið var sýnt viða og einnig var sag- an kvikmynduð, og hefur sú kvikmynd verið sýnd hér á landL Anna Sullivan stóð við hlið Helen Keller til dauðadags, 1936, og sagði Helen þá: „í>að var kennari minn sem færði mér kærleikinn og opnaði augu mín og hjálpaði mér að öðlast þekkingu og meta mik- ilfengleik lí£sins“. Polly Thompson, sem var einkaritari Helen Keller frá 1914, tók þá sæti Önnu Sulli- van. f ævisögu sinni segir Helen Keller frá því, að eitt sinn hafi legið nærri að hún gift- ist. Hún felldi ástarhug til ungs blaðamanns, sem var einkaritari hennar meðan ung frú Thopson var í leyfi. Þau fengu sér leyfisbréf og hugðu á hjúskap, en móðir hennar var hrædd við uppistand og tók dóttur sína í flýti heim til sín. Um þennan atburð skrif- aði Helen Keller: „Hvaða kona hefur ekki þráð ást, en ég held, að mér verði ekki gefið að njóta hennar frekar en tónlistar eða ljóss“. Helen Keller var mikilvirk ur rithöfundur og hlaut heimsfrægð fyrir bók sína „Saga lífs míns“, er fyrst kom út 1902. Hún skrifaði margar bækur og ritgerðir. Hún var vel menntuð, gekk í háskóia, er hún var um tvítugt og lærði tungumál, hagfræði og heimspeki. Sagði hún síðar, að þetta hefði opnað fyrir sér nýjar víðáttur. Helen Keller hóf snemma starf sitt í þágu blindra og daufdumbra. Hún var óþretyandi í því starfi og ferðaðist til flestra þjóðríkja veraldar. Hvarvetna eggjaði hún blint og daufdumbt fólk lögeggjan til að láta ekki merki sitt falla en sigrast á erfiðleikunum, afla sér mennt unar og vinna að þjóðnýtum störfum. Sjálf var hún ein- stæð fyrirmynd. Hún talaði móðurmál sitt svo að vel var skiljanlegt og kunni sex tungumál að auki. Las hún af vörum þeirra, er við hana töl uðu, með fingrunum. Heilsu Helen Keller fór hnignandi síðustu fjögur árin og þau tvö síðustu lá hún í kör. Sjálf sagði hún: „Menn ættu ætíð að hafa það hug- fast, að dauðinn er ekki lok lífsins, heldur ein sú reynsla, sem mikilvægust er. Helen Keller hlotnaðist margs konar heiður og virð- ing, m.a. var hún sæmd æðsta heiðursmerki er forseti Bandaríkjanna veitir borgara. Var það árið 1964. ★ Helen Keller kom hingað til lands í maíbyrjun 1957 ásamt leiðsögukonu sinni ung frú Thompson. Sótti hún heim málleysingjaskólann og flutti almennan fyrirlestur í Hátíðasal Háskólans. í Málleysingjaskólanum var tekið hjartanlega á móti Framíh. á bls. 23 Rúskinnsjakkar og rúskinnskápur NAPPASKINN OG NAPPASKINNSKÁPUR 13 LITIR. JASON, Bröttugötu 3 B. Rýmingarsala Kvenpeysur, kjóiar, kápur, skokkar á mjög lágu verði. SÓLBRÁ, Laugavegi 83. OLIVETTI RAFRITVÉL PRAXIS 48 SAMEINAR GÆÐI, STYRKLEIKA OG STÍLFEGURÐ, VERÐ KR. 17.500 m. s. sk. FULLKOMIN VIÐGERÐA- ÞJÓNUSTA, TRYGGIR LANGA ENDINGU G. HELGASON & MELSTED HF. Rauðarárstíg 1 — Sími 11644. HVER AF ÞESSUM ÞREM KAFFITEGUNDUM ER BEZT? ■4 1 (^0—1 irííl AVOKKA JAVA Það er smekksatriði - hitt er staðreynd að allt er þetta úrvalskaffi. Þess vegna eru allar tegundirnar svona hressandi. * 0. J0HNS0N &KAABER VEUUM fSLENZKT <H> ISLENZKAN IDNAD Lumb erpa nel vi ð a r þ i 1 j u r Stærð Stærð Stærð Stærð 270 x 30 270 x 30 250 x 30 250 x 30 Plötuverð Plötuverð Plötuverð Plötuverð Limba kr. 184.— kr. 130.— kr. 155.— kr. 110,— Gullálmur kr. 270.— kr. 185.— kr. 229,— kr. 157.— Eik kr. 306,— kr. 209,— kr. 259,— kr. 178.— Askur kr. 259.— kr. 178,— Oregon Pine kr. 193.— kr. 132,— Fura kr. 218.— kr. 150,— Einnig tilheyrandi f jaðrir og festingar. Vegna gæða og verðs er meira key pt af þessum viðarþiljum en af nokkrum öðrum. Páll Þorgeirsson & Co. Sími 1-64-12. — Vöruafgr. 3-40-00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.