Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1 í>68 Hér á að vera baðströnd Reykvíkinga Tekið móti þeim er vilja njóta sunds og sólar enn mun sú upphaeð hækka, þar sem ýmsum frágangi er ólokið. Vonandi munu þeir fjármunir fást endurgreiddir með vöxtum Ég flyt forstöðumanni, starfs- mönnum og sundlaugargestum heillaóskir og fel íþróttaráði Reykjavíkur stjórn lauganna og þvert yfir götu, og raunar ekki lengra en upp í ós elztu Laug- arinnar, en þar voru mörkin ó- glögg milli Laugalækjarins og sundlaugarinnar sj álfrar. Þar var leðja og leirbotn, slýgróður og spriklandi álar, þegar við hleyptum úr Lauginni á hálfs mánaðar fresti. Engum varð meint af slýinu, sém var nánast vítamíngróður, og álana seldum Á laugardag fór fram vígslu- hátíð nýju sundlauganna í Laug- ardal- Viðstaddir voru margir gestir, forseti íslands, borgar- stjóri Reykjavíkur og Edinborg ar, ráðherrar, borgarfulltrúar, forvígismenn iþróttamála og fjöldi fólks. Úlfar Þórðarson formaður Laugardalsnefndar bauð gesti vel komna og í ávarpi er hann flutti rakti hann störf Laugardals- nefndar sem sett var á laggirn- ar 1943 og hafði það hlutverk að sjá um byggingu íþróttaleik- vangs Reykjavíkur, sundlaug og útivistarsvæði. Hann kvað þá hafa verið dapurlegt um að lit- ast í Norðurálfu, styrjöld um alla álfuna og hörmungar mikl- ar. En hér hefðu ráðið bjart- aýnismenn sem höfðu löngun til að sigrast á erfiðleikunum og íiú blasa mannvirkin hér við, ieikvangur, íþróttahöll og í dag er sundlaugin opnuð. Hún á í > 1. lagi að vera sundlaug almenn- ings, í 2. lagi til sundkennslu og í 3. lagi vettvangur vettvang- ur sundkeppni á alþjóðamæli- kvarða. Hér á að vsra baðströnd Reyk víkinga, sagði Úlfar. Hér verður tekið á móti öllum, sem vilja njóta sunds og sólar, bæta sér upp langan vetur og njóta heilsu samlegrar útiveru og íþróttar. Síðan lýsti hann mannvirkinu og gat þá fyrst um hreinsitæki laugarinnar, sem væri það stærsta sem til væri að minnsta kosti í Evrópu. Þetta eru fyrstu hreinsi tækin sem nota ísl. kísilgúr. ; Laugin er öll lögð frostheldum flísum og lagning þeirra hefur ; oft tafizt og truflast vegna ó- hagstæðrar veðráttu. Um laugina sagði Úlfar m.a.: jf Um aðra lýsingu á lauginni sem úlfar rakti vísast til skrifa 'íí Mbl. sl. laugardag. Að lokum þakkaði Úlfar öll- um sem að verkinu hefðu unnið og þó sérstaklega borgarstjóran- um í Reykjavík fyrir ómetanlega aðstoð við nefndina við byggingu lauganna. Borgarstjórinn, Geir Hallgríms son tók næstur til máls og sagði: \ Nær öld er liðin siðan Sig- 4 urður Guðmundsson málari kom fyrst fram með þá hugmynd að reisa íþrótta- og útivistasvæði Reykvíkinga í Laugardal. Mestanhluta þess tíma hefur sund verið hér stundað, en lengi við frumstæð skilyrði. Sundlaug- arnar, sem lokað var á hádegi í dag hinum megin Sundlaugar- vegarins, eru þó búnar með sæmd að þjóna bæjarbúum í 60 ár. Sú nefnd, sem Bæjarstjórn Reykjavíkur kaus fyrir aldar- fjórðungi til að skipuleggja og stjórna mannvirkjagerð í Laug- ardal, skilar nú af sér störfum með glæsibrag eftir að hafa stjórn að gerð íþróttaleikvangsins og nýrrar fullkominnar sundlaugar. Ég þakka formanni hennar, Úlfari Þórðarsyni borgarfulltrúa og Guðmundi Gíslasyni sund- kappa og Jens Guðbjörnssyni forstöðumanná miiki'l og góð störf, en Jens hefur starfað í nefndinni frá upphafi. Jafnframt þökkum við vyrrverandi formönn um Laugardalsnefndar, Gunnari Þorsteinssyni hrl. og Jóhanni Hafstein ráðherra, er lengst veitti starfinu forystu, leiðsögn þeirra, og við minnumst með virðingu látinna frumherja úr Laugardals nefnd, Erlings Pálssonar, Bene- dikts G. Waage og Sigmundar Halldórssonar. Við þökkum Einari Sveinssyni arkitekt vandað og veglegt verk, ráðunaut Laugardalsnefndar, Þor steini Einarssyni íþróttafulltrúa, og öllum iðanaðarmönnum og öðrum, er hafa starfað og stuðl- að að því að koma mannvirki þessu upp. Borgarbúar hafa greitt til þessa mannvirkis 58 milljónir króna og Ræðumenn við vigsluna: Úlfar og Gísli Halldórsson. og vaxtavöxtum, og þetta mann- virki vera sundíþróttinni sú lyfti stöng, sem í senn eflir íslenzka sundkappa til að halda merki íslands hátt á lofti utan- sem innanlands og hvetur umfram allt Reykvíkinga almennt til sund iðkunnar til hollustu og hreysti- auka ungum sem öldnum. Sín hvoru megin Sundlaugar- vegar má nú líta gamla og nýja tímann. Þótt við vonum ávallt, að hið nýja taki hinu gamla fram, á ég þá ósk, að nýja mannvirkið megi reynast Reykvíkingum jafn vel og það gamla, sem margir kveðja nú með söknuði og þökk fyrir veittar ánægju- og hress- ingarstundir. Þórðarson, Geir Þórðarson, Ásg eir Ásgeirsson, forseti íslands, leyfi mér að biðja tignasta og tryggasta sundlaugagest Reykja víkur að lýsa Sundlaugarnar opn ar almenningi til notkunnar. Ég bið forseta fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, að taka til máls. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, flutti skemmtilega ræðu fléttaða frásögnum um at- burði í gömlu laugunum. Góðir áheyrendur! Ég verð fúslega við þessum tilmælum borgarstjórans í Reykjavík. Þetta eru fardagar fyrir okk- ur marga, sem nú kveðjum okk- ar gömlu laug og flytjum í nýja. En það er ekki langt að flytja, > Sundsvæðið. Jón Pálsson stjórnar sýningu skólabarna. við dönskum, því enginn íslend- ingur lagði sér slíkt til munns. Sundskýlið stóð í miðri Laug- inni á stólpum, djúpt öðru meg in, en grunnt hinu megin. Þar voru mikil ærsl, hrindingar — og góður félagsskapur. Þetta var hinn bezti leikvöllur — og svo er enn um laugar í okkar höfuðstað, Reykjavík, sem Ing- ólfur nefndi svo, eftir hinum ný- stárlegu reykjum hér í Lauga- dalnum. Landið sjálft hafði áð- ur hlotið sitt nafn, ísland eftir horfelli Hrafna-Flóka. En bæði eru nöfnin góð og okkur hug- fólgin í þessu landi elds og ísa. Þessar minningar eru frá því fyrir 66 árum, þegar ég kom fyrst hingað og lærði allt, sem ég kann til að bjargast í vatni og á sundi á 2 til 3 vikum hjá frænda mínum Páli Erlingssyni. „Þú ert upp alinn í flæðarmál- iniu,“ saigði Pál'l og gaf mér tvær krónur, sem var hans dagkaup, fyrir að sýna Birni Jónssyni og Birni Kristj ánssyni árangur sinn ar kennslu. Hann átti árlega í vök að verjast um kaup sitt við sparsama bæjarstjórn. Við félagarnir kveðjum okk- ar gömlu Laug með viðkvæm- um, þakklátum huga. Einu sinni var hún ung, en nú er hún orð- ið skar, gamalt hró, og fúið allt tréverk. Nú er hún öll, og verð- ur grafin undir vegakerfi bæj- arins. En jafnframt fögnum við Framh. á bls. 23 \ Hafnarfjarðarkaupstaöur 60 ára * Hafnarfjarðarkaupstaður átti 60 ára afmæll 1. júní sl. og minntist bæjarstjórn Hafnarfjarð ar þessara timamóta með hátíðar fundi þann dag. Fundurinn hófst kiktkikan 14.00 og flutti Árni Gunnlaugisson, for- seti bæjarstjómar, fyirst ávarp. Síðan var samþykkt tillaga bæjar náðis þeas efniis, að láta hailida á- fram ritun á sögu bæjarins til ánsins 1968 á kostnað bæjairsjóðs, og að samtímis verði enduirpnent- aður og getfinn út fyrsti h'kxti af aögu Hafnaifjarðar, sem Sigurð- uir Skúlason ritaði, og náði fraim táíl ársins 1933. Þá flutti Kristján Dýrfjörð kaupstaðnum frumort ljóð og frú Sólveig Eyjólfsdóttir færðd bænum að gjöf krónuir 25. 000 frá slysavaTnadeildinn Hraun prýði. Ska/1 fé þessu varið till kaupa á öryggiiisútbúmaði fyrir barnaieikvelli í bænum. Hatfnar- fjarðarbæ barst einnig peninga- gjöf, sem gefin var til mdnningar uim Guðbjörn Gíslason, fró Mið- dal, og skal henni varið til styrkt ar æskulýðsmálum í Hafnarfirði. Að lokium las Árni GunmLaugs- son, fonseti bæjarstjórnax, upp þær heillaikveðjur, sem bænum bárust í tiiefni afmæliBirLS. í ávarpi sínu í upphafi fundar- ins sagði Árni Gunmlaugsson m.a.: „Merkustu tímamót í sögu Hafnarfjarðar eru bundin 1. júní árið 1908. — Þann dag gengu í giMi iög um bæjarstjóm í Hafn- aTfirði, sem kváðu á um, að Hafnarfjörður skuli vera lög- sagnarumdæmi út af fyrir sig með kaupstaðarréttindAJim. — Þá fóru jafnframt fram fyrstu kosn- ingarnar til bæjarstjórnax og kosnir 7 bæjarfulltrúar, en árið 1912 var þeim fjölgað í 9. — Lamgvinn réttindabarátta íbú- anna í Hafnarfirði hafði borið árangur. — Gskir þeirra uim að mega ráða sjálfix stjórn mála í sinni heimabyggð voru orðnair að ver.uleika. Ekki vannst þó sigur í þessu máli átakalaiust. Þamnig hafði fruimrvarp til 'laga um bæjar stjórn í Hafnarfirði vexið tvívegis fellt á Aiþin.gi, árið 1903 og 1905, áður en það náði fram að ganga árið 1907. — Nefna mætti marga, sem lögðu sig fram í þesisari bar- áttu fyrir Hafnarfjörð, en þvl verður sleppt í þetta sinn. — Með tilkorou kaiupstaðarétt- inda fyrir Hafnarfjörð rofnuðu stjórnartengsli við Garðahrepp, en Hafnarfjörður hafði áður heyrt undir þann hrepp oig enn fynr hinn forna Álftameshrepp, en árið 1878 hafði homum verið skipt í Bessastaða- og Garða- hrepp. — Þótt lengi hafi verið búið að deila út af aðskidnaðar- mál nu og sjónarimið lengi vel verið mjög skipt, fékk roáilið þó að lokum þann farsæla endi, að hreppsnefndin í Garðahreppi fór þess á leit árið 1903, að löggjafar valdið veitti Hafnarfirði kaup- staðairréttindi." — Ávarpi sínu lauk forseti bæjar- stjórnar með þessium orðum: „Mættu Hafnfirðingar jafnan í anida samhjálpar og góðs sam- starfs geta unnið að framgangi sem flestra velferðarmála bæjax- félagsiras. Megi Hafnarfjörður biómgast og dafna þeim til bless- unar og aukinnar hagsældax, sem staðinn búa. — Megi hann ávalilt vera skjól þegnum sínum og feg- urð fjarðarins yndi ölliuim þeim, sem hann sækja heim. Megi minn ing frumherjanna, seim kaupstað inn skópu og þeirra forustu manna, sem á eftix komu, verða okkuT leiðarljós og hvatning til dáða í meðferð oft ag tíðum vandasamra mála. — Megi það takast að treysta þann grundvöll atvinnulífs, sem bærinn okkar um aMaraðir hefix bygigzt á og jafnframt halda inn á nýjax brautir til að tryggja siem bezt afkomuöryggi Hafrufirðinga í nú- tíð og framtíð. — Ég vil biðja bæjarfulltrúa og aila viðstadda að rísa úr sætum og votta með því virðingu og þökk öllum Hafnlirðingum, seim okkur eru horfnix, en bæjarfélagi sínu þjónuðu vel, og uim leið minnumst við á þöglan hátt Hafn arfjarðarkaupstaðar 60 ár.a.“ — Bæjarstjórn Hafnarfjarðar á hátíðarfundinum. Frá vinstri: Árni Grétar Finnsson, Hjörleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Skúlason, Brynjólfur Þorbjarnarson, Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjar- stjóri, Árni Gunnlaugsson, forseti bæjarstjórnar, Eggert isaksson, Helga Guðmundsdóttir, Vigfús Sigurðsson og Hörður Zophaniasson. (Ljósm. Mbl. K. Ben.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.