Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996
■v
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingastj óri:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
ílausasölu:
Áskriftargjald kr. 120.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Gárðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Kr. 7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
HAGUR LOFTLEIÐA
0
ERLENDA
LÁNTAKAN
kkur íslendingum hefur
verið heimiluð lántaka
lllönnum kom það mjög á1^
óvart, að Loftleiðir öflug
asta félag landsmanna skyldi
rekið með talsverðum halla
sl. ár. En á því eru þó, þegar
betur er að gáð, eðlilegar skýr
ingar. í fyrsta lagi eru lög-
leyfðar afskriftir félagsins
mjög miklar; í öðru lagi hefur
kostnaður hækkað verulega,
■samfara lækkandi meðaltekj-
um fyrir hvern fluttann far-
þega, sem stafar af lækkuð-
um fargjöldum til að treysta
samkeppnisaðstöðu félagsins,
og loks var rekstur hinna
gömlu DC-6B flugvéla mjög
óhagkvæmur.
En þótt rekstur Loftleiða
hafi ekki gengið eins vel sl.
ár eins og lengst af áður, er
engin ástæða til að ætla, að
þar sé um straumhvörf að
ræða. Þvert á móti má gera
ráð fyrir að rekstur félagsins
treystist að nýju strax á þessu
ári og ber þar margt til:
Loftleiðir nota nú eingöngu
hinar nýju RR-400 flugvélar,
sem reynzt hafa félaginu vel.
Við gengisbreytinguna í fyrra
hækkuðu öll fargjöld félags-
ins í krónutölu um þriðjung.
Erlendur kostnaður hækkaði
að sjáífsögðu hlutfallslega, en
hins vegar ekki kostnaðurinn
innanlands. Loftleiðamenn
gera nú eins og aðrir ýtrustu
tilraunir til að koma við
sparnaði og hagkvæmni á öll
um sviðum.
Allt er þetta þess eðlis, að
fyllst ástæða er til að ætla,
að rekstrarafkoma félagsins
verði góð strax á þessu ári.
Loftleiðir hafa á undan-
gengnum árum fært íslenzka
þjóðarbúinu mikil auðævi og
tryggt fjölda manna trausta
og góða atvinnu, auk þess
sem þeir hafa rekið þýðingar-
mikla landkynningarstarf-
semi. Þess vegna er von að
mönnum bregði í brún, þegar
á móti blæs hjá þessu öfluga
félagi. En engin ástæða er til
að ætla annað en að hér sé
um stundarfyrirbrigði að
ræða, og aftur muni verða
verulegur hagnaður af rekstri
Loftleiða. Þetta félag þarf
líka, eins og öll önnur, að geta
hagnazt verulega, þegar sæmi
lega árar, til þess að endur-
jiýja tækjakost sinn og
treysta samkeppnisaðstöðu
við volduga erlenda keppi-
nauta.
á peningamarkaðnum í Lond-
on að upphæð 274 milljónir
króna, enda þótt margvísleg-
ar hömlur séu á lántökum á
þeim markaði vegna gjald-
eyriserfiðleika Breta, svo að
slík leyfi hafa yfirleitt ekki
verið veitt til annarra en Sam
veldislandanna um nokkurra
ára skeið.
í viðtali við Morgunblaðið
vegna þessarar lántöku gat
dr. Jóhannes Nordal, Seðla-
bankastjóri, þess, að Bretar
hefðu sýnt mikinn skilning á
þörfum okkar með því að
leyfa að lán þetta yrði boðið
út í London, eins og nú standa
sakir. Hefði þar mestu um
valdið, að við værum á Ster-
lingssvæðinu og viðskipti
okkar hefðu verið mikil við
enska banka, en einnig hefðu
Bretar haft í huga, að við
hefðum lent í óvenjulegum
erfiðleikum, sem gerði nauð-
synlegt að afla lánsfjár er-
lendis.
Vissulega er það ánægju-
legt, að jafn vinsamleg sam-
skipti eru komin á milli fs-
lands og Bretlands og raun
ber vitni, þegar hliðsjón er
höfð af þeim árekstrum, sem
urðu á milli þessara þjóða.
Ánægjulegt er einnig, að ís-
lendingar njóta trausts á er-
lendum fjármagnsmörkuðum,
enda þótt hvert áfallið hafi
dunið á okkur af öðru nú á
undanförnum misserum.
SKATTAR
FÉLAGA
rpalsvert hefur verið um það
rætt, eftir að skattskrá-
in kom út í höfuðborginni, að
skattar á félög hefðu lækkað
og þau bæru minni hluta
skattbyrgðarinnar nú en áður.
Hafa raunar sumir þótzt
undrandi á þessu.
En skýringarnar eru vissu-
lega nærtækar; íslenzkur at-
vinnurekstur hefur átt við ó-
venjulega erfiðleika að stríða
að undanförnu. Aflabrestur-
ínn, verðfallið og hinn al-
menni samdráttur hefur fyrst
og fremst komið niður á at-
vinnurekstrinum, þannig að
sárafá fyrirtæki hafa verið
rekin hallalaust. Þess vegna
greiða þau að sjálfsögðu ekki
tekjuskatt af tekjum, sem
engar eru.
En þessi staðreynd ætti að
vekja menn til umhugsunar
um það, að eðlilegur hagnað-
ur atvinnufyrirtækja er ekki
síður til hagsbóta fyrir launa-
0 UTANÚRHEIMI
Stúdentauppreisn í Stokkhólmi
Ótti við ofbeldi dregur úr áhuga
sósialdemókrata á stubningi róttækra
SÆNSKIR stúdentar gerðu
fyrirferðarlitla uppreisn um
helgina og fóru þannig að
dæmi franskra stúdenta. Þeir
sem að uppreisninni stóðu ját
uðu hreinskilnislega að það
sem fyrir þeim vekti vaeri að
líkja eftir frönskum stúdent-
um, en stælingin var léleg.
Stúdentar í Svíþjóð hafa líka
yfir litlu að kvarta. Þeir fá
námsstyrki og lán, sem létta
fjárhagsafkomu háskólanna,
þeir hafa töluverð áhrif á
stjórn og rekstur háskól-
anna og kennslulið þeirra tek
ur mikið tillit til óska þeirra
um kennslutilhögun og val á
námsefni.
Stúdentarnir í Frakklandi
höfðu staðið í uppreisn í tíu
daga, þegar stúdentar við há-
skólann í Stokkhólmi ákváðu
að taka þá sér til fyrir-
myndar. Átyllan, sem þeir
notuðu til þess að láta til
skarar skriða var sú, að þeir
sögðust vilja mótmæla þeirri
tilhögun, að stúdentar í heim
spekideild eru skyldugir að
sækja viss námskeið.
Um það bil 1.000 vinstri-
sinnaðir stúdentar lögðu und
ir sig félagsheimili háskóla-
stúdenta föstudaginn 24. maí,
sama daginn og de Gaulle
forseti hélt sjónvarpsræðu
sína og boðaði þjóðarat-
kvæðagreiðslu og allar horf-
ur voru á því, að öldurnar
mundu lægja eitthvað í
Frakklandi. Þennan dag
voru líka flestir leiðtogar lög
legra stúdentafélaga fjar-
staddir, þar sem þeir sátu
landsþing stúdentafélaga.
Árásir á byggingar.
Uppreisnarmennirnir voru
vel birgir af litla rauða Mao-
kverinu og hrópuðu tilvitnan
ir í það, þar sem ofbeldi er
vegsamað. Einn af leiðtogum
þeirra var spánskur styrk-
þegi, sem stundar nám við há
skólann í Stokkhólmi, Juan
Jiminez. Á fundi, sem stú-
dentarnir héldu og stóð aila
nóttina, hvöttu þeir til bylt-
ingar til þess að kollvarpa
vestrænu þjóðskipulagi.
Daginn eftir fóru stúdent-
arnir út á göturnar, þar sem
þúsundir óeirðarseggja
gengu í lið með þeim. Þeir
reyndu að taka konungshöll-
ina, óperuhúsið, aðalpósthús-
ið og aðaljárnbrautarstöðina
með áhlaupi, en riddaralög-
regla * hratt öllum árás-
um þeirra.
Uppreisnin var skammlíf og
var sannkölluð helgarupp
reisn. Á mánudaginn ákváðu
uppreisnarmenn að gefast
flokksins (sem fylgir
Moskvu-línunni), Hermans
son fordæmdi uppreisnar-
mennina og sagði í yfirlýs-
yfirlýsingu að til þess að
koma á umbótum ætti fremur
að fara eftir þingræðisleg-
um leiðum en að beita of-
beldi og byltingu.
Sósíaldemókratar óstyrkir.
Uppreisnin var bersýniílega
skipulögð af hópi maoista,
sem hafa dvalizt um skeið í
Peking á kostnað kínversku
Frá óeirðunum í Stokkhólmi.
upp. Lögreglan umkringdi há
skólann til þess að koma í
veg fyrir átök milli stúdenta
og andstæðinga þeirra. Rauð
ur fáni blakti við hún á fé-
lagsheimili stúdenta, en nokk
ur hundruð lögreglumenn,
sem kvaddir höfðu verið á
vettvang, reyndu ekki að
draga hann niður fyrr en
stúdentarnir höfðu gefizt
upp.
Á sama hátt og stúdentarn-
ir í Frakklandi skoruðu
sænsku stúdentarnir á verka
menn að fylkja sér undir
fána sinn. Eina svarið, sem
barst við þessari áskorun,
var stuttaralegt símskeyti frá
verkamönnum í Norður-Sví-
þjóð. „Hvað vitið þið hvað
vinna er?“ sagði í skeytinu.
Leiðtogi sænska kommúnista-
stjórnarinnar. Lögreglan seg-
ir, að þeir myndi sellu, sem
hafi verið áberandi í ofsa-
fengnustu mótmælaaðgerðun-
um, sem efnt hefur til í Sví-
þjóð á undanförnum mánuð-
um. Venjulega hefur banda-
ríska sendiráðið verið skot-
mark þeirra, en þangað hafa
þeir farið í kröfugöngur til
stuðnings Viet Cong. Talið er,
að foringjar uppreisnar-
manna reki „Samtök sænskra
stuðningsmanna Viet Cong“
sem nú starfar í Stokkhólmi.
Fljótt á litið sýnir þessi
óperettuuppreisn í Stokk-
hólmi aðeins, að áhrifa
frönsku stúdentauppreisnar
innar gætir víða um lönd. f
velferðarríkinu Svíþjóð er
varla til nokkuð, sem hægt
Framh. á bls. 23
—
menn en atvinnurekendur.
Þegar fyrirtækin skila eðlileg
um arði, greiða þau háa
skatta og létta skattbyrði af
almenningi, og á hinn bóginn
gerir sæmilega rúmur f járhag
ur fyrirtækjanna það að verk
um, að unnt er að ráðast í
framkvæmdir, sem bæta og
styrkja rekstur fyrirtækj-
anna, svo að þau geta staðið
undir hærri launagreiðslu og
skilað meiri arði í þjóðarbúið.
Það er þess vegna sannar-
lega tímabært, að allur al-
menningur geri sér þess
glögga grein, að það er hans
hagur, að fyrirtæki fái að
halda eftir af tekjum sínum
nægilega miklu til að geta
treyst reksturinn og einnig til
að greiða opinber gjöld, sem
ella lenda á launamönnum.
SÖGUFÉLAG
SKAGFIRÐINGA
Y/lerkt starf er unnið í mörg-
•*■'* um byggðum og héruð-
um landsins til varðveizlu
minja og annars, sem minnir
á gamla tíð og atburði, er
nú heyra sögunni til. Má í
þessu sambandi minna á
byggðasöfn og varðveizlu
gamalla húsa.
Um þessar mundir eru 30
ár liðin, síðan Sögufélag Skag
firðinga hóf starfsemi sína,
og í Skagfirðingabók, ársriti
félagsins, sem er nýlega kom-
in út, rifjar aðalhvatamaður
Sögufélagsins, Jón Sigurðsson
fyrrv. alþingismaður á Reyni-
stað, upp sögu þess og starf
á undanförnum árum. Verk-
efnin hafa verið mörg og
mikil gróska verið í starfinu,
m.a. hefur félagið gefið út 14
rit á 30 árum, þar á meðal
Jarða- og ábúendatal í Skaga
fjarðarsýslu frá 1781—1958
og nú er félagið byrjað á út-
gáfu á skagfirzkum ævi-
skrám. Og ný kynslóð yngri
manna heldur ótrauð uppi
merki brautryðjendanna.
Starfsemi Sögufélags Skag
firðinga er til fyrirmyndar
fyrir önnur byggðarlög lands
ins, aðeins með þeim hætti,
sem þar er unnið, tekst okk-
ur að halda tengslum við
horfna tíð og gróskumikla
menningu fyrri tíma, nú á
tímum hraða og örra breyt-
inga.