Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU'DAGUR 5. JÚNÍ 1®68 1? Hornsteinn lagður að stöðvarhúsi við Búrfell Með beizlun vatnsorku í Þjórsá eru íslendingar að hefja nýtt landnám — sagði dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar ÞAÐ birtir yfir heimilum og lifskjörum með vaxandi virkj- un fallvatna og viðfangsefna fyrir þau, sagði forseti Islands, Asgeir Asgeirsson, er hann á annan hvítasunnudag lagði horn stein að stöðvarhúsi virkjunar Þjórsár við Búrfell, að viðstödd- um ráðherrum, borgarstjóranum í Reykjavík, borðarráði, stjóm Landsvirkjunar, forstöðumönn- um raforkumála og fjölda ann- arra gesta. í hornsteininn var látið skjal, þar sem skráð er á skinn saga virkjunarfram- kvæmda við Búrfell, rakinn að- dragandi verksins og getið þeirra aðila, sem átt hafa þátt í undirbúningi þess og gerð á einn eða annan hátt. Athöfnin fór fram í stöðvar- húsinu, sem er í byggingu við Búrfell, og hófst með ávarpi formanns stjórnar Landsvirkjun- ar, dr. Jóhannesar Nordals seðla bankastjóra, kl. 12.30 á annan hvítasunnudag. Bauð hann gesti velkomna og þá sérstaklega full trúa beggja eignaáðila Lands- virkjunar, ríkisstjórn og borgar- ráð Reykjavíkur, og þakkaði for seta virðingu þá er hann sýndi Landsvirkjun. Þá ræddi dr. Jó- hannes um verk það sem unnið er við Búrfell og sagði m.a.: „Það verk, sem hér er hafið, er raunar miklu meira en smíði þessa aflstöðvarhúss, sem vér er- um stödd í, og nú er rétt hálfn- að að ytri gerð, og það er jafn- vel enn meira en gerð allra þeirra mannvirkja, stíflugadða, flóðgátta, veituskurða og jarð- ganga, sem nær sjö hundruð menn, búnir fullkomnustu tækj- um, vinna að hér við Búrfell. Því að með upphafi þessara framkvæmda eru íslendingar að hefja nýtt landnám, beizlun þeirrar vatnsorku, sem bundin er í Þjórsá og þverám hennar, mesta vatnasvæði á landi voru. Og það er trú mín og von, að því mikla verki, sem nú er hafið verði haldið áfram sem næst hvíldarlaust, unz orka Þjórsár- svæðisins hefur verfð beizluð frá láglendi upp að jökulrótum. Stærð þessa verkefnis má marka af því, að á þessu vatnssvæði mun vera helmingur allrar þeirr ar vatnsorku, sem líklegt er, að nokkurn tíma reynist hagkvæmt að virkja á íslandi, eða alls um 9600 milljónir kw-stundir á ári. Af þessari orku mun þessi fyrsta aflstöð við Búrfell nýta um það bil einn sjötta hluta, eða um 1700 milljónir kwstunda á ári, þegar fullum afköstum er náð. Til samanburðar má geta þess, að öll raforkuframleiðsla á Is- landi nemur nú um 700 millj. kwstunda á ári og mun hún því meira en þrefaldast, þegar Búr- fellsvirkjun er öll komin í notk- un. “ Þá minnti dr. Jóhannes á a'ð hálf öld er síðan birt var áætl- un Sætersmoens um sex virkj- anir í Þjórsá og Einar Benedikts- son reyndi að hrinda því máli í framkvæmd. Ekki kvaðst hann reyna að leggja dóm á það, hvort sú langa bið hafi orðið íslend- ingum dýr, því á móti glötuðum tækifærum til orkuframleiðslu og iðnvæðingar beri að meta það, að íslendingar eru nú bet- ur til þess búnir fjárhagslega og tæknilega en nokkru sinni að rá'ðast í þetta mikla verkefni. öllum, sem til þekkja, megi ljóst vera að Þjórsá er ekki lambið að leika sér við. Þá ræddi stjórnarformaður Landsvirkjunar um frekari virkj- anir í Þjórsá og Tungnaá, en með þeim mundi rekstraröryggi og hagkvæmni aukast og því mikilvægt að hægt verði að halda þeim áfram sem fyrst. Ætti að vera hægt að ráðast í næstu virkjun að þremur árum liðnum, ef aukinn markaður fyrir iðnaðarorku verður fyrir hendi. Bendi rannsóknir til að líklegast sé, að næsta virkjun verði í Tungnaá við Sigöldu og mundi orkuframleiðsla hennar verða svipuð núverandi Sogs- virkjunum samanlögðum, eða um 500 millj. kwstundir á ári, án sérstakrar miðlunar. Verði skilyrði til enn stærri virkjun- ar, er til athugunar að virkja fossinn Dynk, ofarlega í Þjórsá, en þar yiði orkuver á stærð við það sem nú er verið að reisa við Búrfell. það þarf fleiri og stærri verk- efni en áður var fyrir stórvirkj- anir, sem eru sniðnar við vöxt framtíðarinnar.“ Og ennfremur sagði hann: „Við lifum á vélaöld, en höfum svo að kalla sloppið við stein- kolatímabil iðnbyltingaAnnar. Rafmagnsöldin á betur við okk- ar landkosti. Hún er líka hrein- legri og bjartari, sótlaus og spill- ir ekki hinu tæra bergvatni, hvorki fyrir fisk né fólk. Erfið reynsla annarra þjóða á kola og sótöld, á einnig að kenna okkur, sem höfum hlaupið yfir hana, að taka skynsamlegar á mannúð- ar- og þjóðfélagsmálum en þá Þjórsá. Kannski verður það .til þess að við getum haldið óslitíð áfram að virkja þau rúmlega milljón kílóvött, sem í þessari á eru. Við skulum vona það. Á íslandi er talið að virkja megi 3,5 milljónir kílóvatta. Þar af 2 milljónir með hægu móti, það er hagstætt. En í dag eru 122 þús- und kílóvött virkjuð. Það er lágt hlutfall, en 210 þúsund kílóvött koma hér til viðbótar og þá höf- um við virkjað tæplega 10% af því vatnsafli sem um er að ræða. En við eigum meira, við eigum jarðhitann. Og nokkru síðar í ræðunni, sagði Ingólfur Jónsson: — Þetta sýnir, að við erum rík þjóð að vissu leyti. Við höfum mikla möguleika. Það er þessu sem við í dag fögnum og við fögnum því að þessi virkjun, sem kostar 2200 milljónir kr., þarf ekki að greiðast af okkur fslendingum, þessum 200.000 mönnum, sem eigum svo mikið I nýja stöðvarhúsinu við Búrfell. Meðal gesta voru forseti íslands (lengst til vinstri) og ráðherrar, sem sitja með frúm sínum á fremsta bekk. Frá vinstri Magnús Jónsson og frú, Ingólfur Jónsson og frú, Bjarni Benediktsson og frú, frú Dóra Nordal, Emil Jónsson og frú, Gylfi Þ. Gíslason og frú og Eggert Þorsteinsson og frú. En mikilvægasta skilyrðið fyr- ir því að unnt hafi verið að hefja þetta nýja landnám til nýt- ingar á orkulindum íslands, kvað dr. Jóhannes þó vera vilja þjóðarinnar og skilningur henn- ar á því hlutverki, sem iðnvæð- ing á grundvelli ódýrrar orku getur haft fyrir lífskjör hennar og atvinnuöryggi. Þá bað dr. Jóhannes Nordal forseta að taka við skinnhand- riti því, sem leggja skyldi í hornstein stcJðvarhússins. Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri Lands virkjunar, logsauð lokið á málm- hylkið er vernda skyldi handrit- ið. Forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson, kom því síðan fyrir í holu í vegg hússins og múraði fyrir, með aðstoð Árna Snævarr, forstjóra Alm. byggingarfélags- Ljós og hiti í stað myrkurs og kulda Þá flutti forseti ávarp. Hann minntist í upphafi þess æva- forna siðar er rekja má aftur í rökkur fornaldanna að leggja hornstein og rifjaði upp orð Jobs, er hann var kveðinn í kút- inn: „Hver lagði hornstein jarð- arinnar, þegar morgunstjörnurn- ar sungu gleðisöng allar sam- an?“ Þarna vottaði þegar fyrir því að ,,hornsteinn“ er tákn þess sem skal vera traust, varanlegt og bjargfast. „Traustir skulu hornsteinar hárra sala“, segir Jónas um „Alþing hið nýja“, sagði forseti. Síðar í ávarpi sínu sagði for- seti íslands: „Rafvirkjun hófst hér á landi fyrst til lýsingar í vetrarmyrkrum, og síðar til upp hitunar í vetrarkulda. Það er hin mesta og bezta búningsbót í þessu landi, að ljós og hiti komi í stað myrkurs og kulda. Það búa óþrjótandi möguleikar í fallvötnum og hverasvæðum þessa lanids mótsagnanna sem geta gengið upp í æðri eining. íslenzkur iðnaður hefir vaxandi þörf fyrir afl, Ijós og hita. Og var gert, enda eru þess glögg I ógert í landinu, heldur mun ál- I merki á síðustu áratugum." j bræðslan greiða kostnaðinn við [ i þessa virkjun, greiða þau lán, Vid eigum mikla möguleika Landsvirkjun bauð gestum til hádegisverðar. Þar fluttu ávörp Ingólfur Jónsson, ráðherra og Eiríkur Briem, framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar. Hér eru sköpuð þáttaskil, hér eru sköpuð tímamót og íslend- ingar vita það í dag, að þeir búa í landi mikilla möguleika, sagði Ingólfur Jónsson m.a. snemma í ræðu sinni, í tilefni þess að hornsteinn hafði ver- ið lagður að fyrstu stórvirkjun á íslandi. Hann minntist hinna kröppu kjara Islendinga áður og hvernig ræzt hefði úr frá því um sfðustu aldamót, rakti fyrstu rafvirkjun og áform um stærri viðfangsefni, þar sem var virkj- un Titanfélagsins við Búrfell. — Við vorum á frumstigi um alda- mótin, sagði ráðherra, þegar þjóðin vaknaði til vitundar um möguleikana. Kannski er það heppilegast að við nú, 1968, leggj um hornstein að stórvirkjun í sem hafa verið tekin til hennar og gera þannig mögulegt að við getum haldið áfram og fengið ódýrari orku til almenningsnota en annars hefði verið. Og ef við ætlum að halda áfram að virkja, þá þurfum vfð að finna orku- frekan kaupanda til að greiða næstu virkjun og næstu virkjan- ir. Þess vegna er nú leitað að möguleikum í þessu skyni. Og ráðherra ræddi um möguleikana á margskonar efnaiðnaði. Og í lok ræðu sinnar sagði hann: — Og einmitt nú höfum við á und- anförnum mánuðum orðið varir við og minntir sérstaklega á hvar á hnettinum okkar ástkæra land er. Hafísinn hefur verið við strendur landsins. Tfðarfarið hef ur verið erfitt og minnir á fyrri tíma. Það er orðið okkur ljós- ara en áður hversu nauðsynlegt það er að nýta fleiri möguleika heldur en hingað til hafa verið notaðir, byggja nýjar máttar- stoðir undir okkar atvinnulíf og skapa fjölbreytni í þjóðfélaginu til að við og nfðjar okkar get- um lifað við beztu lífskjör í okk- ar landi. Mikið starf og gott Eiríkur Briem minntist í sínu ávarpi þess, er oddviti Eystri- hrepps bauð nýju landnemana velkomna í dalinn, er fram- kvæmdir skyldu hefjast í Þjórs- árdal og sagði það vissu sína, að þeir mundu vinna þar mikið starf og gott. Nú hefðu gestir fengið að sjá hvort það væri orð að sönnu. Þakkáði Eiríkur ýms- um þeim aðilum, sem að upphafi þessarar virkjunar stóðu. Hann sagði að nú hvíldi að sjálfsögðu mestur þunginn á herðum Foss- kraft, sem hóf undirbúning að framkvæmdum fyrir réttum tveimur árum og hefur einsett sér að skila fullu afli frá virkj- uninni þann 1. sept. 1969 — þrátt fyrir ýmsar óviðráðanlegar tafir sem orðið hafa. Að lo'knum hádegisverði í boði Landsvirkjunar skoðuðu gesth- virkjunarsvæðið við Búr- fell og hin geysimiklu mann- virki, sem þar er unnið að, til að veita vatni úr Þjórsá um skurði og jar'ðgöng norður fyr- ir Búrfell og yfir í Fossá. Norð- austan við Búrfell er verið að byggja 370 m langa steinsteypta stíflu og þvert á hana liggja inn tök veitumannvirkjanna. Efst er sérstök ísrenna, í miðju vatns inntak til áflstöðvarinnar, neðst inntak fyrir botnaur. Þannig á að losna við ís, botnaur og skol- vatn út í Bjarnalæk og þannig aftur í Þjórsá. En vatnið til afl- stöðvar fer í Bjarnalón, sem er um 1 ferm. að flatarmáli og geymir um 6,5 millj. tenings- metra við venjulega vatnsstöðu. Þaðan fer vatnið um hin miklu göng, sem verið er að sprengja gegnum Sámsstaðamúla, um 1000 m á lengd og 10 m í þver- mál. Skoðuðu gestir göngin, sem greinast neðst í fóðruð þrýsti- vatnsgöng. Þar sem vatnið kem- ur út úr fjallinu kemur það í vatnshverfla stöðvarinnar. Stöðv arhúsið er 84,7 m á lengd og 18,6 á breidd og var einmitt verið að leggja hornstein í þáð við Jrþna hátíðlegu athöfn á annan hvítasunnudag. Á framhlið húss- ins eru myndir eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, sem var þarna viðstaddur. Stjórn Landsvirkjunar og for- stöðumenn voru að sjálfsögðu viðstaddir þennan áfanga í fram kvæmdum. Stjórnina skipa: dr. Jóhannes Nordal, formaður, Árni Gretar Finnsson, Baldvin Jónsson, Birgir Isl. Gunnarsson, Geir Hallgrímsson, Sigtryggur Klemenzson og Sigurður Thor- oddsen. Framkvæmdastjóri er Eiríkur Briem, skrifstofustjóri Halldór Jónatansson, yfirverk- fræðingur dr. Gunnar Sigurðsson og rekstrarstjóri Ingólfur Ágústsson. Aðalverktakar við orkuverið er Fosskraft, sameign- arfyrirtæki íslenzks, dansks og sænsks firma. Gestir skoða virkjunarmannvirki og fengu hjálma til varnar grjóthruni í göngum o.fl. For seti fslands, forsætisráðherrafrú og Jóhannes Nordal og frú ganga fremst yfir nýju brúna á Þjórsá. -M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.