Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 196« 'B/lALf/KAM Rauðarárstíg 31 Sími 22-0-22 MAGINIÚSAR iKIPHOLT»2Í SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 j SÍH11.4444 mfíim Hverfisgötu 103. Sími eftir iokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. JOHItlS - MAItlVILLE glerullarcinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. I»ér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2Mi” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loltsson hí. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. ★ Skrílsæði kommúnista Ólafur Öm Klemensson skrifar: „Kæri Velvakandi! Eg get ekki orða bundizt um aðsúg kommúnista að . Nato- skipunum. Þvílík skrílslæti hlýtur að vekja menn til um- hugsunar um framtíð íslenzks þjóðfélags. Hvar á vegi er þjóð- in stödd, þegar opinberum full- trúum erlendra vinaþjóða er sýnd slík framkoma, hvernig geta þeir menn kallað sig ábyrga um velferð lands vors, sem líta með velþóknun á slíka atburði? Ég var svo óheppinn að vera áhorfandi að tötralýð þeim og fjarstýrðri öfgaæsku, sem hellti svo ógeðslega úr skálum van- þroska síns, þegar ég skoðaði skipin á H-daginn. Þar var ég vitni að slíkum helgispjöllum. að mér munu seint úr minni líða. Forystumenn Æskulýðs- fylkingarinnar brenndu opin- berlega fána Atlantshafsbanda- lagsins. Nú er fáninn æðsta tákn þeirra dyggða, sem mest eru í heiðrum hafðar, og gilda um notkun hans mjög strangar reglur. Segir orðrétt í almennu hegningarlögunum, að það að smána erlenda þjóð eða þjóða- bandalög, þjóðhöfðingja þess eða fána, teljist undir landráð. Slíkt athæfi hafa ungkommar hvað eftir annað leikið, án þess að hljóta refsingu fyrir. Hvernig væri nú að gera þessa menn ábyrga gjörða sinna, svo að þeir sverti ekki framar álit íslands á alþjóða- vettvangi með skrílshætti og múgsefjunum? Þegar við höfum kennt fólki að hlýða lögunum, þá fyrst get- um við talið okkur í hópi sið- aðra þjóða, því að með lögum skal land byggja, eins og par stendur. Ólafur Örn Klemensson“. Fyrirspurn Ásmundur Guðmundsson spyr: „Velvakandi minn: Getur þú frætt mig á því, hvort ekki verði þegar komið landslögum yfir fólk það, sem í margra votta viðurvist sleit banda- ríska fánann aftan af ferjubáti í Reykjavíkurhöfn sl. sunnu- dag og kastaði honum í sjóinn? Eða fólkið, sem brenndi fána Atlantshafsbandalagsins, einn- ig í viðurvist fjölda vitna? Eða fólkið, sem réðst að bíl, fullum af fólki, og reyndi að velta hon- um? Eða fólkið, sem sprautaði málningu á erlend skip í kurt- eisisheimsókn? Við íslendingar þolum ekki, að þetta fólk fái að fremja ódæðisverk sín, án þess að rétt refsins að landslögum komi fyr- ir. Annars verðum við að kenna því mannasiði, sem hingað til hafa tíðkazt á okkar friðsama íslandi. Eiga kannske kirkjugarðs- vargarnir að sleppa við refs- ingu, þegar þeir finnast? Ásmundur Guðmundsson“. Ekki bara hopp og hí Brynjólfur Jónsson skrif- ar: „Kæri Velvakandi: Of marg- ir sjá aðeins broslegu hliðina við ærsl ungkommúnista á hafn arbakkanum vegna flotaheim- sóknarinnar frá bandalagsþjóð- um okkar í NATO. Vist var spaugilegt að sjá lýðinn taka það nærri sér að verða fyrir stríðni smákrakka, og gaman var að sjá þá kurteislegu and- úð, sem almenningur sýndi spjaldberunum. Þúsundir manna komu til að skoða skip- in og gengu fussandi og svei- andi framhjá þessari fjörutíu manna ofstækisgrúbbu, sem varð miður sín af einangrunar- kennd. Broslegt var líka að sjá, að mesti sprelligosinn í hópn- um var miðaldra læknir. Þá kímdu ýmsir að áletruninni, sem einum tókst að klína með rauðri menju á einn skips- skrokkinn: „Che úr NATO 09“. Líklega hafa þeir átt við það, að Che Guevara ætti að segja sig úr NATO árið 1969. Fram til þessa hefur ekki verið vitað, að þessi framliðni fjöldamorð- ingi, sem fékkst við að drepa bolivíska bændur ásamt með byssubófum sínum, hafi verið aðili að NATO. — En hann er nú alla vega dauður, sem betur fer, hvort sem hann var leyni- legur meðlimur í NATO eða ekki. ^ Litlir rauð- fasistar En þetta er ekki allt sam- an tómt hopp og hí. Á bak við býr grimm ofbeldishneigð; sú trú, að hefna megi þess með hnefum og málningu, sem ekki næst í frjálsum kosningum. Gegn slíkum hugsunarhætti verðum við öll að vera vel á verði. Þessir rauðfasistar veija líka dag til óhæfuverka sinna, þegar þeir vita, að allt lögreglu- lið borgarinnar er önnum kafið við að leiðbeina almenningi um nýjar umferðarreglur, — sennilega í þeirri trú, að ekki væri mannafli til þess að hafa hemil á skrílslátum þeirra. En þeim varð ekki að ósk sinnL Lögreglan í Reykjavík sýndi það, að hún getur fyllilega haft í tré við óeirðaseggina, þótt hún sé um leið að sinna mann- frekasta og mikilvægasta verk- efni sínu um margra ára skeið. Þökk sé henni. Yið vitum nú, að okkur er óhætt að treysta henni til þess að verja okkur fyrir litlu rauðfasistunum. Með fyrirfram þökk fyrir væntanlega birtingu“. Þiirí ið þér sérstðk dekk fyrir H-UMFERÐ ? Nei,adeins gðð. Gerum fljótt og vel við hvaða dekk sem er, seljum GENERAL dekk. hjólbarðinn hf. Laugavegi 178 * sími 35260 Rafvirki óskast Rafvirki sem getur unnið sjálfstætt og haft umsjón með verkum óskast. Meistararéttindi ekki nauð- synleg. Tilboð merkt: „Rafvirki — 8759“ sendist Mbl. fyrir 15. þ. m. Póst- og símamálastjórnin óskar eftir tilboðum í leggingu stöðvarhúss á Skála- felli í Mosfellssveit. Útboðslýsingar verða afhentar í skrifstofu tæknideildar á 4. hæð Landssímahúsins e.h. 5. júní 1968. BEZTA GLMMÍBEITAN í 20 ÁK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.