Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAEIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1908 Guðmundur nálgast 19 m markið í kúluvarpinu — bætti met sitt í 18,45 metra á E.Ó.P. mótinu sl. föstudag E.Ó.P.-frjálsíþróttamót KR-inga fór fram sl. föstudag. Á mótinu bar það helzt til tíðinda, að Guð- mundur Hermannsson, KR, setti nýtt glæsilegt íslandsmet í kúlu- varpi. Bætti hann fyrra met sitt úr 18.21 metrum í 18.45 metra. Má segja að þetta afrek Guð- mundar sé heimsmet út af fyrir sig, og það sem meira er — ekki er ástæða til að ætla að Guð- mundur láti hér staðar numið, heldur muni 19 metrarnir vera hans takmark í sumar. Með 19 metra kasti mun Guðmundur skipa sér í fremstu röð kúluvarp ara í Evrópu. Á mótinu á föstu- dag voru öll köst hans um 18 metra, það næst lengsta 18.02 metrar og þriðja lengsta 17.99 metrar. Erlendur Valdimarsson varð annar 1 kúluvarpinu, kastað.i 15.75 m. og Jón Pétursson, HSH, þriðji með 15.20 m. Þær stór- stígu framfarir sem Erlendur hefur tekið í köstunum kom betur fram í kringlukastinu, en þar sigraði hann með 5018 m. kasti. Hefur hann breytt stíl sín- um og árangurinn lætur ekki á sér standa. Þarna er á ferðinni íþróttamaður sem óhætt er að binda miklar vonir við. Annar í kringlukastinu varð Þorsteinn Alfreðsson, UBK, með 45.74 m. og Jón Pétursson þriðji, kastaði 44.95 m. Skemmtileg keppni var í tveimur hlaupagreinum, 400 m. hlaupi og 1500 m. hlaupi. I fyrr- nefnda hlaupinu sigraði Trausti Sveinbjörnsson, UBK, á 52.2 sek., Sigurður Jónsson, HSK, varð annar á 52.6 sek og bráðefnileg- ur hlaupari úr Ármanni, Rúdolf Adolfsson þriðji á 53.7 sek. Hljóp hann ekki í sama riðli og Trausti og Sigurður og er ekki að efa, að með keppni hefði hann náð betri tíma. í 1500 metra hlaupinu sigraði Þórður Guðmundsson, UBK, á 4:14.5 mín., annar varð sigurveg arinn í víðavangshlaupi ÍR, Örn Agnarsson, UÍA, á 4:23.8 mín. Hélt hann lengi vel í við Þórð, en varð að gefa sig á síðasta hringnum og munaði þá litlu að kornungur Borgfirðingur, Rún- ar Ragnarsson, hlypi hann uppi. Tími Rúnars var 4:24.7 mín. Keppni í stangarstökki, lang- stökki og hástökki var fremur tilþrifalítil. Valbjörn sigraði í tveimur fyrrnefndu greinunum, stökk 3.80 metra í stangarstökki og 6.60 metra í langstökki. Ann- ar í stangarstökkinu varð Páll Eiríksson, KR, stökk 3.65 m., og sömu hæð stökk einnig Hreiðar Júlíusson, ÍR. Fjórði í keppninni varð Guðmundur Jóhánnsson, HSH, og stökk hann 3.50 metra. Á hann vafalaust eftir að bæta sig að mun í greininni, þar sem hann hefur nokkuð góðan stíl yfir ránni. í langstökkinu varð annar Karl Stefánsson, UBK, með 6.60 m. Hann er mjög kraftmikiil stökkvari, en þarf að ná meiri hraða í atrennunni og bæta nið- urkomu sína úr stökkinu. Takist það, kemur 7 metra stökk áður en varir. Bjarni Stefánsson, KR, sigraði í 100 m. hlaupi drengja á 11.4 sek. og varð annar í 100 m. hlaupi fullorðinna á 11.5 á eftir Valbirni sem hljóp á 11.3 sek. Er Bjarni efni í góðan sprett- hlaupara og er vonandi að hann ástundi áfram æfingar. Jón Þ. var óheppinn í hástökk inu, fór aðeins 1.95 m. Annar varð Elías Sveinsson, ÍR, stökk 1.80 m. og jafnaði þar með sveinametið í greininni sem hann setti á dögunum. í sleggjukasti sigraði Jón H. Magnússon, ÍR, með 51.07 m., en Þórður B. varð annar, kastaði 48.43 m. Keppt var í tveimur kvenna- greinum. í 100 m. hlaupinu hljóp Kristín Jónsdóttir, UBK, nærri íslandsmetinu, hljóp hún á 12.9 sek. f hástökkinu sigraði Anna Gunnarsdóttir, Á, stökk 1.40 m. Framkvæmd mótsins var ekki áfellulaus, og virðist svo sem seint ætli að takast að skipu- Guðmundur varpar leggja frjálsíþróttamót þannig, að áhorfendur geti haft gaman að þeim. Mikils er t.d. um vert að þulurinn standi vel fyrir sínu, kynni árangur keppenda jafnóðum og rifji upp fyrri af- rek þeirra. Þannig fengu hinir fáu áhorfendur t.d. ekki að vita um árangur í kringlukasti fyrr en keppni var búin og ennfrem- ur fórst fyrir að tilkynna úrslit í einni grein. Þess er hins vegar skylt að geta, að sá er var þulur á mótinu tók það starf að sér á nokkrum íþróttamótum í fyrra og leysti þá verkefni sitt af hendi svo til fyrirmyndar mátti teljast. Vonandi er að stjórnend- ur frjálsíþróttamóta taki nú á sig rögg, þannig, að áhorfendur laðist að mótunum Þýzka atvinnuiiðið vann lið Keflavíkur 4-1 STERKT OG SKEMMTILEGT LIÐ Þýzka atvinnumannaliðið, Schwarzweiss frá Essen, sem hér er í boði Keflvíkinga, lék Kaufmann framherji varnarmaður Vestmannaeyingar móti Þjóðverjunum f KVÖLD kl. 8:30 er annar Ieikur þýzka atvinnumanna- liðsins Schwarzweiss. Leik- urinn fer fram í Keflavík og mótherjar Þjóðverja nú verða nýliðarnir í 1. deild, lið Vest- mannaeyja. Auk þess sem marga mun fýsa að sjá hið þýzka lið, sem er létt leikandi og skipað mörgum snjöllum köppum, eru margir forvitnir á að sjá hvað í Vestmannaeyingum býr. Vestmannaeyjaliðið kom mjög á óvart með 3—1 sigri sínum yfir íslandsmeisturum Vals í 1. leik liðsins í 1. deild. Nú er spurningin hvort í Eyjamönnum býr sá fersk- leiki og kraftur sem skipi þeim framar í röð en öðrum íslenzkum liðum. Svarið fæst í kvöld í Keflavík — og verða án efa margir til að líta á Vestmannaeyingana í „alvöru Ieik“, því í Reykjavík leikur liðið ekki fyrr en 14. júlí sam kvæmt leikjabókinni. fyrsta leik sinn — gegn gest- gjöfunum — á 2. í hvítasunnu í Kefiavík. Þjóðverjamir fóru með stóran sigur af hólmi, 4 mörk gegn 1, og náðu er á leið yfirburðum á vellinum, enda í liði þeirra margur snjall knatt- spyrnumaðurinn að vonum. Hefði Iítið verið hægt við því að segja þó sigur Þjóðverjanna hefði orð- ið 1—2 mörkum stærri. Þrátt fyr ir það börðust Keflvíkingar mjög vel einkum framan af og Kjart- an markvörður stóð sig með stakri prýði í markinu — þrátt fyrir mörkin fjögur. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik. Var þar Wolfmar útherii að verki. Hljóp hann af sér Ástráð bakvörð og skoraði örugglega eftir þau snöggu til- þrif. í síðari hálfleik skoruðu Þjóð- verjar þrjú mörk til viðbótar Bahnenkampfer skoraði af víta- teigi með glæsilegu skoti í efra horn marksins — óverjandi Skot og litu síðar var aftur skotið af mikilli hörku á mark ÍBK og breytti knötturinn stefnu á varnarmanni svo Kjartan fékk engum varnartilraunum við kom ið . V. útherjinn Wiershing átti svo allan þátt að 4. markinu. Sendi hann utan af kanti svo laglega og hnitmiðað að Bahnen- kampfer gat vart mistekist að senda knöttinn í netið. Grétar Magnússon skoraði ruark ÍBK rétt fyrir leikslok eftir að markvörður hafði hálfvarið og slegið knöttinn til Grétars. Ahorfendur voru nálægt 1500 talsins og voru allir á einu máli um að hér væri sterkt lið á ferðinni þar sem „Svart-hvítt“ er. Leikmenn eru samanreknir og stæltir og margir mjög skemmtilega leikandi. Fremstur þar í flokki er úth. Wiershihg. Kjartan átti sem fyrr segir góðan leik í markinu og einnig átti Sigurður Albertsson góðan dag en ÍBK liðið í heild barðist betur en það hefur gert að und- anförnu. Englending- hættu? ar i I DAG fara fr,am iedlkirnir í undanúrslitum um Evrópuibikar landsliða. f Flórenz miætast lið Englands óg Júgósiiaivíu og í NapoLi, ítailár móti Sovét. FLestiir telja þetta erfiðustu raun enska liðsins siðan þan vann HM tiil'tiilinn. Júgóslaivar hafa m.a. „slegáð út“ V-Þjóðverja á leið sinni í unidanúrslitin. Eiiga Júgóslavar unga og mjög stenka framlherja og hitinn sem nú er á Ítalíu er talinn há Eng'leniding- um mun meir. Sovézka liðið er veikara en oft áður vagna meiðsla margra Leiik- manna. Þjðöverjar unnu Breta V-Þjóðverjar sigruðu Engilend- inga í landslleilk í knattisipyrnu á laugardag 1-0. Þetta er fyrsti siigur V-Þjóðverja yfiir Englend- ingum eftir stríðið. Sir ALf Ramsey teflidi þarna fram aðeimis 4 úr hieimsmei»tara>- liðinu, en hvíldi hina fyrir leilk- inn gegn Júgóslavíu í kvöld (miðv.dag). Markið var skorað í siðari hálif leik við gífurliegan fögnuð slgur- þyrstra Þjóðlverja. í. leik un:g 1 i ngala n>dslið a ummu Englendingar 1-0. Fram og KR 2-2 í GÆR léku Fram og KR í 1. deild íslandsmótsins. Jafntefli varð 2—2. Með þessum leik lauk 1. umferð af 9 í mótinu og stað- an er þessi: Vestm.eyjar 1 1 0 0 3—1 Akureyri 1 10 0 1—0 Fram 1 0 10 2—2 KR 10 10 2—2 Keflavík 1 0 0 1 0—1 Valur 1 0 0 1 1—3 Þjálfarar til Danmerkur Borizt hefur boð frá Danska Handknattleikssambandinu um að senda 2 þjálfara á námskeið I. stigs, sem fram fara í Vejle á tímabilinu 3.-7. júlí eða 23.-27. júlí. Geta þátttakendur valið um hvort tímabilið þeir kjósa frem- ur. Þeir þjálfarar, sem hug hafa á að sækja námskeið þessi til- kynni það stjórn H.S.Í. fyrir II. júní n.k. Ellen Ingvadóttir Tvö fslandsmet í sundi — í tveim fyrstu greinunum eftir vígsluna Við vígslu Laugardalslaugar- innar nýju fór fram keppni í fjórum sundgreinum. Voru sett íslandsmet í tveimur fyrstu sundgreinunum er í var keppt og má því segja að vel sé af stað farið eftir vígslu laugar- innar. Ellen Ingvadóttir Á og Guðmundur Gíslason settu met- Ellen sigraði með yfirburðum í 100 m bringusundi á 1:24.0 sem er 2-10 úr sek betra en met Hrafnhildar Guðmundsdóttur. 2. var Ingibjörg Haraldsd. Æ 1:30.8 og 3. Helga Gunnarsd. Æ 1:31.7 Guðmundur Gíslason bætti eigið met um 1,10 úr sek, synti 100 m skriðsund á 58.2 sek. 2. Gunnar Kristjánsson 1:01.3 og 3. Kári Geirlaugsson 1:04.4 f 100 m skriðsundi kvenna sigraði Hrafnhildur Guð- mundsd. ÍR á 1:06.4, 2. Hrafnh. Kristjánsd. A 1:07.0 3. Sigrún Siggeirsd. Á 1:11.5. í 100 m bringusundi sigraði Leiknir Jónsson Á 1:15.1 2. Árni Kristjánsson 1:19.2 3. Erlingur Jóhannsson KR 1:21.6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.