Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1968 23 Þytur fyrstur á 800 m. spretti Hrollur á skeiðsprettinum 350 m sprettur. Fremst er Kolbrún á Faxa, þá Neisti og þriðja er Gula Gletta. Hana situr yngsti knapinn, Guðný dóttir Þorgeirs í Gufunesi og hefur sandpoka til að ná tilskilinni þyngd. HINAR árlegu kappreiðar Fáks voru á annan hvításunnudag á skeiðvellinum við Elliðaámar og tókust vel. Á 25 m skeiðspretti varð fyrst ur Hrollur Sigurðar Ólafssonar og hljóp á 24,7 sek., annar var Móri Ingólfs Guðmundssonar á 24.7 og nr. 3 var Vordís Sig- urjóns Gestssonar á 25,1 sek. í 800 m stökki var fynstur Þytur Sveins K. Sveinssonar á 68.8 sek, annar var Reykur Jó- hönnu Kristjánsdóttur á 70 sek, nr. 3 Hrappur Ólafs Þórarins- sonar á 71,6 sek. Þytur vann bikar Björns Gunnlaugssonar fyrrv. formanns Fáks í þriðja einn nú. í 350 m stö'kki var Faxi Magn úsar Magnússonar fyrstur á 28 sek, nr. 2 Neisti Matthíasar Gunn laugssonar á 28,2 og þriðji var Gula Gletta Erlings Sigurðssoar- - SÝNINGIN Framhald af bis. 5. Árið 1905 hófst húsgagna- gerð á Akureyri í stórum stíl. Hefur sá iðnaður ætíð dafn- að vel í bænum og má benda á húsgagnaverksmiðjuna Val- björk í þessu sambandi. Smjörlíkisgerð Akureyrar tók til starfa 1922, og sama ár hófst framleiðsla á niður- soðnum síldarafurðum. í dag framleiðir niðursuðuverk- smiðja K. Jónssonar og Co. niðursuðuvörur til útflutn- ings í stórum stíl. Áður er getið Kaupfélags Eyfirðinga, en félagið rekur nú margþætta starfsemi í bænum, svo sem efnaverk- smiðjuna Sjöfn, efnagerðina Flóru, frystihús, kjötiðnaðar- stöð, mjólkursamlag, smjörlík isgerð ,apótek, útgerðarfélag, sláturhús, hótel og skipa- smíðastöð. Það var í skipasmíðastöð K.E.A. sem hið farsæla skip Snæfell var byggt árið 1943 og var þá stærsta skip er smíðað hafði verið hérlendis, 165 rúmlestir. Nær aldarfjórðungi síðar hefst svo stálskipasmíði á Ak ureyri í skipasmíðastöð Slipp stöðvarinnar h.f. og voru fyrstu skipin Sigurbjörg Ó.F. 1 og Eldborg G.K. 13 og er hið síðarnefnda 415 rúmlest- ir og langstærsta skip er smíð að hefur verið á íslandi til þessa. Nýlega hefur Skipaút- gerð ríkisins samið við Slipp- stöðina h.f. um smíði tveggja strandferðaskipa, og verður hvort um sig 1000 smálestir. Húsakostur skipasmíðastöðv- arinnar leyfir hins vegar bygg ingu 2500 smálesta skips inn- anhúas. Akureyrarbær er nú að reisa nýja dráttarbraut sunn- an skipasmíðastöðvarinnar. Áætlað er, að dráttarbraut þessi geti á miðju sumri 1968 tekið upp skip að eigin þunga 1000 tonn, og í hliðarfærslu skip allt að 800 tonn. Fullgerð getur brautin tekið upp skip að eigin þunga 2000 tonn. Einnig er á sama stað minni dráttarbraut fyrir allt að 150 tonna skip og eru við hana mörg hliðarfærslustæði. Hinn 17. maí 1947 lagði fyrsti togari Útgerðarféiags Akureyringa h.f. að bryggju á Akureyri, en félagið gerir nú út fjóra togara, einnig rek ur það frystihús og fiskverk- unarstöð á Oddeyri. Togara- útgerð hófst hins vegar á Ak- ureyri 1913, en þá var keypt- ur botnvörpungur í Hamborg 136 lestir brúttó. Árið 1910 voru 18 skip gerð út til þorskveiða frá Akureyri og 7 til hákarlaveiða, en árið 1853 voru bátarnir 32, flestir ar á 28,5. Gulagletta er dóttir hinnar frægu Glettu Sigurðar Ólafssonar en sonur hennar Hrollur vann Skeiðið. Á 250 m folahlaupi var fyrst ur Kommi Sæmundar Ólafsson- ar á 20,5 sek, annar var Lýsing- ur Ólafs Markússonar á 20.5, nr. 3 Gustur Guðveigar Þorláksson á 20,7. í happdrættinu var dregið nr. 1, sem var gæðingur, kom upp á 412, skipsferð til Evrópu á 1842 og flugferð til Egilsstaða fyrir tvo fram og til baka kom á 2263. Ekki hafa vinningarnir ver ið sóttir. Þá var keppt um það hve væri hezti gæðingurinn. Var það Grani Leifs Jóhannessonar bezti gæðingurinn 1968 og hlaut Viceroy-bikarinn. Nr. 2 var Óð- in/n Gunnars Tryggvasonar. Nr. 3 Rauður Báru Björnsdóttur. tveggja manna för en fáein- ir stærri. Höfnin er góð á Akureyri frá náttúrunnar hendi, en bryggjugerð var lengi einka- fyrirtæki verzlananna. Á ár- unum 1888 til 1890 voru gerð- ar tvær bryggjur, önnur á Oddeyri úr tré, en hin á Akur eyri úr steini og bundin stein- lími. Síðar var gerð hafskipa- bryggja á Torfunefi og tog- arabryggja á Oddeyri Á sl. sumri var byggður 130 m langur viðlegukantur við nýju dráttarbrautina, og enn stendur mikið fyrir dyrum í gerð hafnarmannvirkja á Ak- ureyri. ★ í kvöld mun Akureyri sjá um kvöldskemmtun í Laugar- dalshöllinni og er mjög til hennar vandað. Hljómsveit Ingimars Eydals ásamt söngvurunum Helenu Eyjólfsdóttur og Þorvaldi Halldórssyni. Eiríkur Stefánsson syngur einsöng og dóttir hans, Þor- gerður, sem er 14 ára, leikur á píanó. Sigrún Harðardóttir mun syngja nokkur lög. M.a. mun Sigrún syngja sitjandi í skíðalyftustól sem verður komið fyrir á rennibraut. Má búast við mikilli að- sókn að sýningunni til þess að sjá þessa stórfróð- legu sýningu og ugglaust fýs- ir marga að sjá og heyra glæsi lega skemmtidagskrá Akur- eyrar. - HELEN KELLER Framhald af bls. 11. henni. Yngstu nemendurnir tóku á móti henni við hliðið, en lítil mállaus stúlka færði henni blómvönd. Helen Kell- er þakkaði stúlkunni gjöfina, faðmaði hana að sér og heils- aði síðan hverju barni fyrir sig. Þegar inn var komið bauð Brandur Jónsson, skólastjóri, hana velkomna, en hún tók síðan til máls. Hún ávarpaði fyrst börnin og sagði við þau: „Ég skil, hve ykkur er erfitt að hafa ekki heyrnina. En ég er líka heyrnarlaus og hefi þurft að berjast við þessa sörrju erfiðleika og þið eigið nú við að etja. En mér þykir vænt um, að þið getið séð sól- ina og blómin, fuglana og gróð urinn í kringum ykkur og elskað náttúruna í öllum sín- um blóma. Og það get ég bezt sagt ykkur, að með ástundun og dugnaði er unnt að yfir- vinna erfiðleikana og læra að tala“. Við þá eldri sagði Helen Keller: „Það er ekki verst að heyra ekki; það versta er að heyra ekki ákall sálar í neyð, taka ekki þátt í sorgum ann- arra og reyna að hjálpa og liðsinna þeim, sem bágt eiga í kringum okkur. Það mikil- vægasta í lífinu er að_ hjálpa öðrum og likna þeim. Ég veit. hve barátta ykkar hér er ströng og erfið, en ég er hreykin af trú ykkar á guð og ykkur sjálf“. Þá flutti Helen Keller fyr- irlestur í Hátíðasal Háskóla fslands og var salurinn þétt- skipaður og heyrðu færri en vildu. Var sá háttur hafður á, að leiðsögukona Helen Kell- er, ungfrú Polly Thompson, hafði yfir orð hennar á ensku en Helgi Tryggvason túlkaði á íslenzku. Þar sagði hún m.a.: „Hinir 'heyrnarlausu lifa í ei- lífri þögn, sem ekkert kær- leiksorð fær rofið og hinir blindu í auðn, sem einangrar þá frá umhverfinu. Þeir leita margir hverjir árangurslaust eftir starfi við sitt hæfi, því að þeir hafa margir hverjir gáfurnar og hæfileikana. Því geta þeir aðlagað sig umhverf inu og skipað virðulegar stöð- ur í þjóðfélaginu, ef þeim er rétt hjálparhönd til þess“. - SUNDLAUGIN Framhald af bls. 12. upprisu hennar og endurreisn hér handan við vdginn. Þetta er sama laugin endurborin, Laugin í Laugardalnum, og þarf ekki annað nafn, þriðja kynslóðin, ef ég má svo segja, í mínu minni. Það eru tvennir tímar síðan Páll gaf mér dagkaupið sitt við moldveggjalaugina forðum daga, þar til nú er opnuð þessi glæsilega sundlaug, þar sem ekkert virðist hafa verið til spar að að búa ungum og gömlum hin beztu sund- og baðskill- yrði. Laugar og heitir hverir hafa gert Islendinga að hinni mestu sundþjóð, þó skilyrði til metkeppni séu hér máske minni en víða annars staðar. Það sem mest er um vert er almenn sund iðkun og baðsiður. Laugar eru snn hinn bezti leikvöllur fyrir unga og gamla, ekki sízt í landi, sem er sundurskorið af stríðum straumvötnum, umlukt af úthafi og hinum beztu fiskislóðum. Reykjavík býr í þsssu efni bet- ur í haginn fyrir sína þegna og gesti en allar borgir, sem ég þekki til, hér við norðanvert Atlantshaf. Mér er það óblandin ánægja að lýsa yfir því, að þessi sund- laug „Laugin“, er nú opnuð til almenningsafnota! Langþráð takmaPk. Síðastur talaði Gísli Halldórs- son forseti ÍSÍ og sagði m.a. Sérstök ástæða er fyrir alla íþróttamenn að fagna þessum á- fanga sem náðst hefur með byggingu þessanar sundlaugar. Nú gata sundmenn okkar keppt hér við hinar beztu aðstæður, sem völ er á. En talið er að það hafi staðið sundíþróttinni, sem keppnisgrein, nokkuð fyrir þrifum að við höfum ekki átt 50 m laug í höfuðstaðnum fyrr. Sundmenn okkar, sem nú eru í ágætri þjálfun munu meta hina glæsilegu aðstöðu, sem þeir fá nú, með enn meiri sókn. En sjálf keppnin er ekki að- alatriðið, heldur hitt, að nú geta allir bæjarbúar átt þess kost að njóta hér heillnæmna baða og útiveru við hin beztu skilyrði. Síðan rakti Gísli þátt Fjölnis- manna í endurvakningu sundí- þróttarinnar, útgáfu þeirra á sundreglium 1836 og þeirra sem fyrstir hófu sundkennslu upp úr því og hófu sundíþróttina aftur til vegs. Hann drap á þátt gömlu laug- anna í sundmennt hér á landi, skyldunám sunds í skólum, ágæt an þátt margra kennara sem með árunum hefði fyrir upphaflega forystu Fjölnismanna orðið til að skipa Islandi í fremstu röð sundþjóða heims. Að lokum sagði forseti ÍSÍ: Það er von mín og trú að laug þessi verði til þess að enn fleiri en hingað til sæki sund- staði borgarinnar sér til ánægju og heilsubótar. Nú þegar lokið er við þessa byggingu er Laugardalurinn vissulega orðin sú háborg í- þróttalífsins í landi, sem til var stofnað í upphafi. Fyrir hönd íþróttahreyfingar- innar í landinu vil ég færa öll- um þeim, sem stutt hafa fram- gang þessa máls, beztu þakkir og árnaðaróskir og sérstaklega borgarstj órnum og borgarstjór- um Reykjavíkur sem um málið hafa fjallað frá upphafi- Mikil aðsókn Þá fór fram stutt sundsýning og sýndu börn svipmynd af sundkennslu í Reykjavík undir ágætri stjórn Jóns Pálssonar yf irkennara. Þá fór fram sund- keppni, sem getið er um á í- þróttasíðu og síðan var sund- laugin opnuð almenningi oghafa hundruð manna sótt hana yfir helgidagana. í ------» ♦ ------- - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16. er að berjast á móti, en óljós löngun til að mótmæla ligg- ur í loftinu. Þegar götuvíg- in á Boulevard St. Michel í París voru sýnd í sænska sjónvarpinu er eins og vakn- að hafi með stúdentum ómót- stæðileg löngun til þess að berjast til þess eins að berj- ast. En stúdentaóeirðirnar hafa komið róti á hugi sænskra sósíaldemókrata og gert þá taugaóstyrka. Andúðin, sem ó eirðirnar hafa sætt, hefur orð ið þess valdandi, að sósíal- demókratar eru ekki eins á- kafir og áður að biðla til öfgasinna til vinstri, og þeir fara nú að öllu með gát í þessum tilraunum sínum. Kosningar fara fram í Sví- þjóð í september og sósíal- demókratar, sem óttast að þeir bíði ósigur í fyrsta skipti í 35 ár, hafa reynt að vinna hylli ungra róttækra kjósenda, sem hallast nú að kommúnistum. Kunnir sósíal- demókratar hafa hálft i hvoru afsakað mótmælafundi, hópgöngur og „beinar aðgerð ir“ til þess að reyna að sýna fram á, að þeir séu róttækir þegar á allt sé litið. Nú hefur ríkisstjórnin sætt töluverðri gagnrýni fyrir að hafa óbeint hvatt til óeirða, og þess vegna fara ráðherr- ar nú hörðum orðum um götu ofbeldi, þótt þeir hafi mán- uðum saman látið sem þeir tækju ekki eftir þeim. En þeir, sem allt þetta kem- ur harðast niður á, eru kannski kommúnistar. Þeir hafa lengi reynt að geta sér orð sem stuðningsmenn þing ræðis, en nú er nafn flokks þeirra sett í samband við of- beildi þrátt fyrir allar tilraun ir til að sýna að þeir séu á móti ofbeldi. Flokkurinn hef- ur opinberlega lýst yfir því, að hann beri enga ábyrgð á aðgerðum stúdenta, en einn af leiðtogum uppreisnarmanna, Anders Carlberg, er í fnam- boði í þingkosningunum. Þetta gæti bent til þess, að maoistum hafi tekizt að lauma sínum mönnum til á- hrifa í sænska kommúnista- flokknum. Ályktunin, sem draga má af atburðunum 1 Svíþjóð, hlýtur að vera sú, að þar að minnsta kosti munu afleíðingar ókyrrðar meðal stúdenta einskorðast við vinistri flokkana. (Roland Huntford: Observer Foreign News Service. Einka réttur: Mbl.) Fró Vestmanna- eyjum tíl Færeyja Vestmannaeyjum, 31. maí. EI;NS og kunnugt er flýgur Flug- félag íslands 2 til 3 ferðir dag- lega til og frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. í gær var flogið fyrsta millilandaflugið frá Vest- mannaeyjum og var flogið til Voga í Færeyjum. Farþegar í þessari ferð voru gagnfræða- skólanemar í skólaferðalagi, 48 alls, og var flogið með Blikfaxa flugfélagsins. Skólafólkið mun dveljast hjá frændum okkar, Færeyingum, í 3-4 daga og fljúga þá til baka heim. — S.J. TIL SÖLU inn og útflutningsfyrirtæki með góðum samböndum, sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika. Þeir sem óska nánari upplýs- inga sendi nafn og heimilis fang til afgr. Mbl., merkt: Framtíð 2000 8716 fyrir 10. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.