Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 19«8 3 ,Lít á ísland sem annað föðurland’ — segir Bodan Wodizco, sem er á förum heim til Póllands GYLFI 1». Gislason, mennta- málaráffherra, Ihélt í jær há- degisverðarboð í Ráðherra- bústaðnum til heiðurs Bod- han Wodizco, sem nú er á förum heim til Póllands eftir þriggja ára stjóm Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Margir forvígismenn íslenzks tónlist- arlifs sátu og hoðið. Menntarnálaráðherra ávarp- aði heiðursgestinn og þakkaði honum ágætt starf í þágu Sin- fóníuhljómsveitarinnar. — I ávarpi síniu sagði Gxlfi Þ. Gíslason m.a.: „Þegar hr. Wodizco ræddi við blaðamenn í síðustu viku, skömmu fyrir síðustu hljóm- leika hans, sem voru ógleym- anlegir, þakkað sé hr. Wod- izco og hr. Qgdon, minntist hann á við blaðamennina, að hljómburðurinn í Háskólabíói væri mjög .slæmur og kom fram með tillögu til úrbóta. Fjármálaráðherrann, sem er staddur hér í dag, og ég, er- um sammála um, að við eig- um ekki aðeins að sýna hr. Wodizco þakklæti okkar — og hljóðfæraleikurum sveitarinn ar — með því að bjóða hon- um til hádegisverðar, heldur einnig með því að gera eitt- hvað fyrir hljómsveitina. Við höfum því ákveðið, að láta kanna þetta mál ítarlega nú í sumar í þeirri von, að nýtt starfstímabil Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hefjist við bætt- an hljómburð" Menntamálaráðherra skýrði því næst frá því, að forseti íslands hefði sæmt Bodhan Wodizco Fálkaorðunni í viður kenningarskyni fyrir störf hans í þágu íslenzks tónlistar- lífs. Kvað ráðherrann það vera sér sérstakt ánægjuefni að verða við ósk forsetans og afhenda Wodizco orðuna við þetta tækifæri. —O— Morgunblaðið náði tali af Bodhan Wodizco í gær. Hann var ljómandi af ánægju og hrærður vegna þess heiðurs, sem honum hafði verið sýnd- ur. Wodizco sagði: — Ég held heim til Pól- lands í lok júnímánaðar og mun taka að mér stjórn út- varps- og sjónvarpshljóm- sveitarinnar í borginni Kato- wice. Þetta er stór hljóm- sveit, 124 hljóðfæraleikarar, og auk þess er 100 manna kór, sem verður undir minni stjórn. — í Katowice og nágrenni búa um 4 milljónir manna, enda er þarna mikil iðnaðar- miðstöð. Starfinu fylgir góð í- búð og bíll. Ég held meira að segja, að ég fái einkabílstjóra. — f þau þrjú ár, sem ég hef stjórnað Sinfóníhljómsveit- inni hér, hafa kona mín og sonur búið hjá mér og fara nú einnig með mér heim. Það er hollt fyrir tónlistarmann að vinna stundum í sínu eig- in landi. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráffherra, afhendir Bodihan Wod izco Fálkaorffiuna í Ráffherrabústaffnum. (Ljósm.: Ól. K. M.) — Ég hef verið ánægður á íslandi og liðið hér vel. Ég mun reyna að koma hingað aftur eins oft og ég get, enda lít ég á ísland sem mitt ann- að föðurland. — Sinfóníuhljómsveit ís- lands hefur farið mikið fram og fólkið hefur mikinn áhuga á tónlist. Áheyrendur vænta æ meira af hljómsveitinni og þess vegna er nauðsynlegt, að hún taki framförum. Ef hún staðnar missir hún áhuga fólksins. Það er hættulegt. — Hér hafa allir verið mér góðir og hjálplegir. Ég gleymi Wodizco ásamt þeim Gunnari Guffmundssyni, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, og Birni Ólafssyni, konsertmeistara hljómsveitarinnar. Lögreglan í Keilavík í eliingaleik við leigubíl aldrei síðustu hljómleikum minum hér. Fólkið var svo elskulegt. Vinsemd þess hrærði mig mjög. — Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að stjórna hljóm- sveit og hún er hin sama hvort sem hljómsveitin er stór eða lítil. Það er þó jafn- vel enn meiri ábyrgð sem fylgir því, að stjórna hljóm- sveit í landi, sem er í mótun tónlistarlega séð. — Tónlistin er mest allra lista. Til að njóta hennar þarf enga sérþekkingu eða kunn- áttu. Bara hlusta. — Að lokum skal ég segja eina litla sögu um tónlistina. í landi einu tók hljómsveitar- stjórinn eftir því, að sami maðurinn kom hvað eftir ann að á hljómleikana og sat allt- af í sarna sæti fremst í saln- um. Hljómsveitarstjórinn sipurði maninn að því, hvers vegna ha;nn kæmi alltaf aftur og aftur. Maðurinn svaraði: „Hér er ég einn með tónlist- inni, laus við allan áróður og þvinganir stjórnarvalda“. — Þannig er tónlistin, hún er alþjóðleg, allir geta skilið hana á sinn eigin hátt. Það þarf bara að hlusta til að njóta hennar. Á hvítasunnudag varff mlklll eltingaleikur milli lögreglunnar í Keflavík og leigubílstjóra. Tókst leigubílstjóranum aff stinga lög- regluna af, en fannst nokkru síff ar og hafði þá faliff bifreiff sína. Hann var handtekinn, enda grun affur um ölvun viff akstur og sviptur ökuleyfi til bráffabirgffa. Lögreglan varð vör við leigu- bílinn á ellefta tímanum á hvíta- sunnukvöld. Veitti hún honum eftirför, en leigubílstjórinn jók hraðann þar til lögreglan átti fullt í fangi með að fylgja eftir. Ók hann inn Reykjanesbraut, en er þangað kom mátti lögreglan ekki lengur fylgjast með, þótt þeir ækju eins hratt og framast var hægt á 120 km hraða og misstu þeir sjónar á bílnum á Vogastapa. Um hálfri annarri klukkustund síðar fannst ökumaðurinn í húsi einu í öðru byggðarlagi og hafði liann falið ökutækið í skúr. 'Maðurinn var undir áhrifum á- 'fengis, og var hann fluttur í fangageymslu lögreglunnar, en bifreiðin tekin í vörzlu hennar. Þá var ökumaður sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Ennfremur tók lögreglan í Keflavík tvo ökumenn er óku ólöglegum hraða og að því er virtist í kappakstri. Voru bif- reiðarnar teknar í vörzlu lög- reglunnar, svo og ökuskírteinin. FERÐIB TIL HELGISTAÐA í AUSTURLÖNDUM OG EVRÓPU Fararstjóri: Séra Frank M. Halldórsson. 1. Ferff til Biblíulandanna, Aþenu og Róm. Þessi ferð er með svipuðu sniði og séra Frank hefur farið undanfarin tvö ár. Flogið til Aþenu, Líbanon, Egyptalandls og Landsins helga og dv alizt í Róm á heiimieið. Ógleymanílieg ferð um alla helztu helgiistaði Biblíunnar. Verð ótrúleg a l'ágt. Brottför 23. júni. 2. Ítalía — Lourdes — París. Flog.ið til Róm. Farið til Assissi, Napólí og Pompei. Dvalizt í Sorrento og í Feneyjum. Flogið þaðan til Fraklkilands og dvalizf í k.raftaverka bænum Louirdes. Síðan tekur við nokikurra daga dvöl í Paríis og flogið heim um London. Verð ótrúlega liágt. Brottför 8. júlí. Notiff þessi einstæffu tækifæri til aff kynnast helztu helglstöffum kristindómsins. FERÐASKRIFSTOFAN SUIMIMA Frank M. Halldórsson STAKSTEIMAR Við ráðum hverjum við treystum Indriffi G. Þorsteinsson, rit- stjóri Tímans, skrifar grein um Atlantshafsbandalagið í blað sitt s.l. laugardag, í lok greinarinn- ar kemst hann svo aff orffi: „Síffan Atlantshafsbandalagiff var stofnaff með þátttöku ís- lands, hefur einn stjórnmála- flokkur taliff sig sjálfkjörinn til aff segja sannleikann nm þaff. Sá stjórnmálaflokkur sem vildi þaff feigt, af því þaff hindraffi hina rauðu krossferff í Evrópu. Þessi stjórnmálaflokkur gleymdi hins vegar aff þakka fyrir lýffræffiff, sem Atlantshafs- bandalagið m.a. tryggffi honum á íslandi, og gerir honum nú fært aff senda nokkra krakka út af örkinni til að mála alveg óskiljanlega hluti á skip og veifa myndum af manni, sem sýnilega er þeim þýffingarmeiri en t.d. Jón Sigurffsson. Æskilegast væri aff þurfa ekki að sinna bandalögum. En verffi ekki undan því vikizt skað ar fslands minnst að vera í bandalagi meff Evrópuþjóffum. Atlantshafsbandalaginu fylgja engar kvaffir um hersetu á ís- landi. Og meff aukinni einingu Evrópu og ákveffinni afvopnun- arstefnu vaxa rökin fyrir því að hér sé ekki vamarliff aff staff- aldri. Menn bera sér mikiff í munn sérstöðu fslands. Þeir treyata því aff viff munum vera látnir í friffi, af því viff viljum fá aff vera í friffi. En hver tryggir þessari skoffun okkar fylgi. Em stórveldin reiffubúin til aff lýsa því yfir aff hér verffi aldrei hróflað viff neinu á hverju sem gengur. Auffvitaff viljum við friff viff allar þjóffir. En viff ráff- um litlu um hvernig þær meta þann vilja okkar. Hins vegar ráðum viff hverjum viff treyst- Málefnasnauð barátta Barátta íslenzkra kommúnista gegn áframhaldandi affild ís- lands að Atlantshafsbandalag- inu einkennist af skorti á mál- efnalegum rökum, en þess í stað grípa þeir til ofstopaverka á borff viff afffarimar viff brezku norsku, og hollenzku skipin á dögunum. Nú hefur og komiff í ljós, aff þeir ætla aff bjóffahing- að útlendingum málstað sínum til stuffnings. f útvarpsþætti Árna Gunnarssonar, frétta- manns, s.l. laugardagskvöld upp lýsti formælandi Æskulýðsfylk- ingarinnar útvarpshlustendur um ráffstefnu, sem samtök hans ætla aff gangast fyrir hér á landi um svipaff leyti og ráffherra fundur Atlantshafsbandalagsins verffur haldinn. Verffur erlend- um fulltrúum boffiff á þessa ráff- stefnu m.a. frá Norffurlöndun- um. Þá hefur og heyrzt talaff um væntanlega heimsókn 20-40 grískra ættjarffarvina, sem orff- iff hafa aff flýja land sitt vegna yfirgangs grísku herforingja- stjómarinnar, og aff þeim sé boðiff hingaff, líklega á einhverja ráffstefnu í tilefni ráðherrafund ar NATO. Frófflegt verffur aff fylgjast meff þessu ráffstefnuhaldi Æsku lýffsfylkingarinnar og sjá hvaff hinir erl. gestir geta gert til þess aff bæta málstaff samtakanna varffandi aðild íslands aff NATO f þessu sambandi er rétt að ítreka, að fslendingar sjálfir meta, hvort þeir em affilar aff Atlantshafsbandalaginu effa ekki, en fara ekki eftir sjónar- miffum, sem mótuff em á alþjóff- legum ráðstefnum kommúnistaí Karlovy Vary effa annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.