Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1908 — Jæ.ja, Kalli, þegar þú verður búinn að vera 6 vikur á sultar- skammti langar mig að sjá helminginn af þér á ný. væri orðin magnþrota. — Ef svo er ekki, hvað getur það þá ver- ið? spurði hún lágum rómi og hrædd- — Ég veit ekki, hvað það get- ur verið, en það er að minnsta kosti ekki frá mér komið, sagði Nemetz, — og heldur ekki frá öðrum í lögreglunni. Síðan sagði hann henni frá heimsókn Toth- fjölskyldunnar, kvöldinu áður. Hún brosti í afsökunar skyni. — Fyrirgefið, að ég skyldi ráð- ast svona að yður — og það ein mitt núna, þegar svona illa stóð á fyrir yður. Allt í einu fór hún að gráta. Fólk gekk fram hjá báðum megin, en enginn virtist einusinni taka eftir henni. — Þetta er ofmikið af því góða, sagði hún, og kjökraði af gráti. Hálfs mánaðar kvalræði — hann undir grun — ég veit, að hann myrti hana ekki — ég veit, að hann gerði það alls ekki. Ég hef svo miklar áhyggj- ur af honum og hann iætur eins og ekkert sé, en honum er alls ekki sama fyrir því. En það er víst ekki neitt óalgengt, að menn séu grunaðir um að hafa myrt eiginkonu sína. — Hann er ekki grunaður, sagði Nemetz. — Jú víst er hann það. Hún hristi höfuðið ákaft. — Þetta er hefndin hennar. Hún eyðilagði lífið fyrir honum, meðan hún lifði og því ætlar hún að halda áfram, eftir að hún er dáin. Ein- hver hefur myrt hana og nú vill hún, að það bitni á honum. Og það tekst henni áreiðanlega skuluð þér sanna. Nemetz leiddi þana að einum bekknum í forstofunni og sett- ist þar hjá henni. — Ég skal eftir því, sem ég get, reyna að komast að því, hvað Rússarnir vilja honum, sagði hann við hana- — Segið Halmy lækni, að hann skuli ekki fara til yfirherstjórnarinnar á morgun. Bezt væri ef hann gæti verið í felum, þangað til ég tala við hann. Já, það verður hann að vera. Hann verður að finna sér einhvern stað þar sem hans verður ekki leitað. En þér skul- uð ekki einusinni segja mér, hvar sá staður er. En hringið til mín í lögreglustöðina í fyrramál- ið. Eftir að hann var farinn, sat hún kyrr á bekknum stundar- korn. Hún var tómleg og þreytt, en rólegri en áður. Af einhverri ástæðu hafði þetta viðtal við Ne- metz róað hana. Það var víst enginn vafi á því, að hann var óvinur, en samt gat hún ekki annað en haft einhverskonar dótturkennd gagnvart hon- 70 um. Hann var á svipuðum aldri og faðir hennar hefði verið, hefði hann lifað, og líklega var það þessvegna, að hún var eitt- hvað svo róleg í návist hans. Andlitið á honum, með örinu, var ófrítt og vöxturinn lotleg- ur, fötin hans voru krukluð og héngu utan á honum, og í útliti minnti hann hana alls ekki á há- vaxna laglega manninn, sem faðir hennar hafði verið. En þessi ró, sem fylgdi honum, ein- lægnin, sem kom fram í orðum hans og gjörðum, gerði hann ein Jazzballett- skóli 6ÁRU Nýtt 5 vikna námskeið að hefjast. Innritun daglega í síma 83730 eftir kl. 2. Dagtímar — kvöldtímar. Barnafl. — unglingafl. Byrjendur á öllum aldri. Sýningarflokkar fyrir framhaldsnemendur. Jazzballett- skóli BÁRU Stigahlíð 45. Konur Megrunarleikfiml fyrir konur á öllum aldri. Fimm vikna kúr. Aðeins tíu konur í hverjum flokki. Dagtímar — kvöldtímar. Góð húsakynni. Böð á staðnum. Konum einnig gefinn kost- ur á matarkúr eftir læknis- ráði. Prentaðar leiðbeiningar fyrir heimaæfingar. Nú er rétti tíminn til að grenna og fegra iíkamann fyrir sumarleyfin. Tímapantanir eftir kl. 2 alla daga í síma 8 37 30. Jazzballettskóli Bárn Stigahlíð 45. hvernveginn kunnlegan og vin- gjarnlegan. Hún stóð hægt upp og hægt gekk hún upp stigann. I rann- sóknarstofunni fann hún Halmy liggjandi á legubekknum. Hann var vakandi. — Það er ekki Nemetz, sem hefur kært þig fyrir Rússunum, sagði hún. — Líklegast er það þessi ágæti tengdafaðir þinn, sem hefur gert það. Þau komu til hans í gær, Toth og konan hans, og vildi fá þig tekinn fastann. — Fyrir hvað? Hún dokaði andartak, áður en hún sagði máttleysislega: — Vegna hennar Önnu. Hún fann sjálf, að hún roðnaði. — Þau hata þig, hvort sem er, er ekki svo? Það hefurðu sjálfur sagt. Þú hefur sagt það hvað eftir annað, er það ekki? Hún var reið sjálfri sér fyrir að taka sér þetta svo nærri. — Æ góði horfðu ekki svona á mig. Ég segi hvort sem er ekki annað en það, sem Nemetz sagði. Hann ætl ar að tala við Rússana og kom- ast að því, hvað þeir vilja þér. Hann heldur víst, að þú sért í vandræðum. Og hann telur, að þú eigir að vera í nótt einhvers- staðar, þar sem ekki verður leit- að að þér. Og farir ekki til yf- irherstjórnarinnar í fyrramálið. Hún tafsaði þessar setningar, rétt eins og Rússarnir væru þeg- ar farnir að berja að dyrum — En hvert eigum við að fara? Heima hjá mér verður okkur ekki óhætt. Kannski getuð við fengið að sofa í íbúðinni hennar r L'tgerðarmenn Athygli skal vakin á því að engar síldarnætur verða afhentar út af verkstæðum vorum nema gegn stað- greiðslu. Landssamband íslenzkra netaverkstæðiseigenda. \ iðskiptaf ræðingur með langa og góða starfsreynslu óskar eftir starfi. Vanur stjórn og skipulagningu fyrirtækja, erlend- um bréfaskriftum, bókhaldi og ölium almennum skrifstofustörfum. Tilboð merkt: „Viðskiptafræðingur" sendist í póst- hólf 604, Reykjavík. Tilboð óskast um sölu á eftirtöldu byggingarefni í tollstöðvarbyggingu í Reykjavík: 1. Hert, litað gler í utanhúss veggþiljur. 2. Tvöfalt samanlímt rúðugler. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 NÝKOMNAR málningarsprautur olíusprautur loftpressur. verkfœri & jdrnvörur h.f. Tryggvagötu 10 Sími 15815. Birkiplönlur til sölu hjá Jóni Magnússyni, Suðuirgötu 73, Hafnarfirði. Sími 50572. Aðalfundur 1968 Aðalfundur tollvörugeymslunnar h.f., verður hald- inn í Sigtúni í dag miðvikudaginn 5. júní 1968 og hefst kl. 20.30. Hrúturinn 21. rnarz — 19. apríl. Vertu gott fordæmi öðrum, ekki sízt við vinnu þína, þrátt fyrir afstöðu annarra. Nautið 20. apríi — 20. maí. Lotorð eru á hverju strái, líkt því og væri útsala í dag og því lítið að marka þau. Gerðir annarra eru meira virði. Tvíburamir 21. mai — 20. júní. Fóik í kringum þig blóðlangar í ófrið í dag, einfkum vegna peninga. Vertu fámáll. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Kurteisi kostar ekkert, en getur margborgað sig. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Legðu varlega trúnað á sögusagnir og haltu þig við vinnuþína. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Eitthvað kann að valda þér áhyggjum, athugaðu hvað þú hefur fyrr tekið til bragðs við svipuð tækifæri. Vogin 23. september — 22. október. Endurskoðaðu hag þinn. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Gafðu öllum svigrúm í dag og haltu þig utan við allt sem valdið gæti erfiðleikum og varndræðum. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Faiðu varlega í fjármálum í dag, og gerðu engar stórbreytingar nema þær séu þér hagkvæmar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. í dag skaltu umfram allt beita þolinimæðinni, þvi að vinimir geta verið dálítið þreytandi. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Trúðu mátulega því sem þú heyrir. Freetaðu öllum stórað- gerðum. Vertu heima í ró og næði er kvöldar. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Flestir munu reyna að ganga bak orða sinna gagnvart þér I dag, og standa á því fa-star en fótunum, að þú hafir gert sUkt hið sama. Rejmdu að gera gott úr öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.