Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 32
FEMA-OG FARAMGURS m*~ ^ TRVGGING ALMENNAR TRYGGINGAR g POSTHUSSTRÆTI9 SÍMI 17700 MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1968 AUGLYSINGAR SÍMI SS*4«8D Piltur drukknar af Cullfossi — annars saknað í Hamborg ER GULLFOSS átti ófama klukkustundar siglingu til Ham- borgar, mánudaginn 27. maí, var 19 ára pilts, Grétars H. Þor- steinssonar, saknað og fullvíst talið að hann hafi fallið útbyrð- is. Var þýzku lögreglunni gert aðvart, sem leitaði ásamt Gull- fossi á svæði því, sem pilturinn hafði fallið í sjóinn, í þrjár klukk stundir en án árangurs. Gullfoss var í Hamborg í tvo daga, en þegar hann ætlaði þaðan, kom í ljós, að annan far- þega vantaði. Var það ungur pil'tur, sem farið hafði í land fyrri daginn, sem skipið var þar í höfn. Hefur ekkert spurzt til hans síðan, en faðir hans er far- inn utan og leitar sonar síns ásamt þýzku lögreglunni. Slysalaus helgi— LÖGREGLAN HRÓSAR VEGFARENDUM SLYSALAUS HELGI, takmark- Ið, sem stefnt var að fyrir hvíta sunnuhelgina náðist. Er lögregl- unni ekki kunnugt um nein stór vægileg slys eða óhöpp neins- staðar á landinu um þessa miklu umferðardaga. Þvert á móti gekk umferð mjög greiðlega og fóru ökumenn undantekningar lítið eftir settum reglum, þó að umferð á vegum væri mikil, og vegir víða slæmir. „Við erum að sjálfsögðu í sjö- tinda himni“, sagði Óskar Óla- son yfirlögregluþjónn umferðar mála, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Umferð- in gekk betur en þeir bjartsýn- ustu höfðu þorað að vona, og er lögreglan ákaflega þakklát öll- um vegfarendum fyrir þeirra þátt í því, að takmarkið náðist. Hafa þó umferðaraðstæður sjald an verið erfiðari — ekið eftir nýjum akstursháttum og ásig- komulag vega víða slæmt. Og óhætt er að fullyrða, að hin mikla löggæzla og eftirlit, sem skipulagt var fyrir þessa helgi, hefði orðið máttvana, ef ekki hefði komið til einbeitni allra vegfarenda að láta þessa um- ferðarhelgi takast vel. Er þessi helgi ágætt dæmi um það, að mínum dómi hverju samtaka- máttur fólksins fær áorkað." Fjórtán vegaeftirlitsbifreiðar, auk lögregluþjóna á bifhjólum Fiske-skákmófið: og vegaþjónustubifreiða FÍB, Framh. á bls. 31 Hornsteinn Cífurleg ólœti eftir dans ■ | lagður í Búrfelli J Forseti íslands Asgeir Ásgeirs | leik í Sandgerði Allt brotið og bramlað í samkomuhúsinu Gífurleg ólæti urðu í sam- komuhúsinu í Sandgerði á hvíta sunnunótt, og varð lögreglan í Sandgerði að fá liðsauka frá Keflav. og Keflavfl.v. til að ryðja staðinn. Sagði lögreglan í Sand- gerði í gær við Mbl., að húsið hefði litið út eins og orustu- völlur, er tekizt hafði að koma fólkinu út. Hljómsveit á þessum dansleik var Hljómar. Auglýstur var dansleikur í samkomuhúsinu og átti hann að standa frá miðnætti á hvíta- sunnudag og fram til kl. 4. Hins vegar fékkst ekki leyfi nema til Kl. 2. Þegar lögreglan ætlaði að stöðva dansleikinn varð hljóm- sveitin, æst og neitaði að hætta. Að sögn lögreglunnar í Sand- gerði dönsuðu þeir uppi á hljóð- færunum og einn spilarinn klæddi sig úr að ofan og spil- uðu þeir þannig í 20 til 30 mín- útur. Þegar lögreglan ætlaði að stöðva leikinn æstist fólkið upp braut allt og bramlaði, að því er virtist af tómri skemmdar- fýsn. Fimm lögreglumenn voru í hús inu og varð að kveðja til að- stoðar liðsauka frá Keflavík og Keflavíkurflugvelli, tvo frá hvorum stað. Þá tókst að ryðja húsið og var þá orrahríðin búin að standa næstum tvo tíma. Ekki var ölvun meiri en gengur og gerist á svona samkomum. Lögreglan hefur tvo fanga- klefa í samkomuhúsinu og voru þar settir inn tveir ólátaseggir, en lögreglan sagði, að þeir hefðu ekki verið nema brot af því sem þurft hefði að handtaka. Þá sagði lögreglan, að fyrr í vetur hefði þessi h'ljómsveit neit að að hætta leik sínum og varð þá að taka magnara úr sambandi til að fá þá til þess að hætta. i son, leggur homsteininn að i stöðvarhúsi virkjunar við Búrfell og múrar sögu fram ' kvæmdanna, skráða á skinn, I (í vegginn. Ámi Snævarr, for i stjóri Fosskraft, hrærir steyp t ' una. Sjá frásögn af atburð- inum á bls. 17. Telpa drukknar í sundlaug Jón vann Uhlmann og Freysteinn Addison Sauðárkróki, 4. júní. ÞAð hörmulega slys varð á tí- unda tímanum á laugardags- kvöldið fyrir hvítasunnu, að 5 ára stúlka féll í sundlaugina við Varmahlíð og drukknaði. Laugin var ekki opin almenn- ingi, en börn úr Hverfinu höfðu fengið leyfi til að æfa sig þá um kvöldið. Litla stúlkan mun hafa fengið að fara með systkinum sínum og var að leik við laugina, en féll í hana án þess að nokkur yrði þess var. Töldu unglingarnir, er þeir söknuðu barnsins, að það hefði farið heim til sín, en heim- ili þess er örskammt frá laug- inni. Nokkru síðar stakk ein stúlkan sér í dýpri enda laugar- innar, og sá þá litlu stúlkuna á laugarbotninum. Sjúkrahús- lækninum á Sauðárkróki var þegar gert aðvart, og kom hann að vörmu spori, en lífgunartil- raunir báru ekki árangur. Foreldrar litlu stúlkunnar eru hjónin Dana Sigurðardóttir og Steingrímur Felixsson. Litla stúlkan var yngst fjögurra barna þeirra hjóna. Guðjón Fyrsti fundur Gunnars Thoroddsens fjölsóttur — Friðrik tapaði fyrir Vasjukov — Sást yfir örugga vinningsleið í tímahraki ÞRIÐJA umferð Fiske-skák- mótsins var tefld í gærkvöldi. Skák Jóns Kristinssonar og Uhlmanns fór þannig, að Uhl- mann féll á tíma, Freysteinn sigraði Addison, jafntefli gerðu: Szabo og Taimanov, Jóhann Sigurjónsson og Bragi Kristjánsson, Guðmundur Sig urjónsson og Andrés Fjeld- sted, Byrne og Oostojic og Benóný Benediktsson og Ingi R. Jóhannsson. Friðrik Ólafs- son tapaði gegn Vasjukov. — Atti Friðrik á tímabili sterka vinningsstöðu, en lék illa af sér í tímahraki og tapaði skák inni, sem varð 40 leikir. í annarri umferð er tefld var að kvöldi annars 1 hvíta- sunnu fóru skákirnar þannig, að Vasjukoff vanin Benóný Ingi gerði jafntefli við Szabo, Taimanoff vann Braga, en hinn síðamefndi tefldi þessa skák mjög vel, hafði jafntefl- isstöðu, þar til í 2—3 síðustu leikjunum, að hann lék af sér í tímahraki. Jóhann Sigur- jónsson vann Andrés Fjeld- sted, Byrne vann Guðmund, Ostojic vann Freystein, en Addison og Uhlmann gerðu jafntefli. Skák Friðriks og Jóns Kristinssonar féll niður, þar sem Friðrik tafðist af óvi'ð- ráðanlegum orsökum norður í landi. Var dómnefnd látin fjalla um fjarveru Friðriks, og komst hún að þeirri niður- stöðu, að ástæður þær, sem Friðrik gaf fyrir fjarveru sinni, væru svo fullgildar, að Friðrik skyldi tefla seinna við Jón. Annars hefði Fri'ðrik tapað þessari skák á tíma. Munu þeir Jón og Friðrik tefla umrædda skák á laugar- daginn kemur. Þá teflir Frið- rik einnig við Benóný skák þeirra úr fyrstu umferð, en henni fékk Friðrik frestað, þar sem hann var einmitt um þær mundir að ljúka embætt- isprófi í lögfræði. Við röbbuðum stuttlega við Framh. á bls. 31 Stykkishólmi. Fyrsti kynningarfundur dr. Gunn ars Thoroddsens var haldinn af stuðningsmönnum hans í sam- komuhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. Fundurinn hófst kl. 21.30 og var mjög fjölsóttur. Friðjón Þórðarson, sýslumað- ur, setti fundinn og bauð gesti velkomna og þá sérstaklega þau frú Völu og Gunnar Thoroddsen. Lýsti hann ánægju sinni yfir, að þau hjón skyldu velja Snæfells- nes sem fyrsta fundarstað á kynningarferð sinni um landið. Þá fluttu ávörp: Ásgeir Ágústs son, forstjóri, Ellert Kristinsson, stud. oecon., Sigurður Ágústsson, fyrrum alþingismaður, Lárus Guðmundsson, skipstjóri og Páll Pálsson, hreppstjóri. Þessu næst ávarpaði dr. Gunnar Thorodd- sen fundarmenn og hóf mál sitt með því að rekja kynni sín af Snæfellingum sem fyrrum kjós- endum sínum til Alþingis. Þá rakti hann störf og stöðu forseta íslands og vitnaði til þeirra tveggja forseta, sem setið hafa til þessa í því embætti óg sagði að lokum, að líf sitt, störf sín og þjóðmálaafskipti lægju ljós fyrir öllum, er kynnast vildu, og um þau mundi hann ekki ræða, held ur hlyti fólkið að dæma þau. Þá var orðið gefið frjálst til fyrirspurna og tók til máls Guð- mundur Guðjónsson, bóndi á Saurum. Gerði hann fyrirspurn er dr. Gunnar svaraði. Að lokum talaði Friðjón Þórðarson, sýslu- maður, og fundinum lauk með því að sungið var „ísland ögrum skorið“. Næsti kynningarfundur dr. Gunnars Thoroddsens verður á Hellissandi í kvöld og hefst kL 20.30. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.