Morgunblaðið - 05.06.1968, Síða 19

Morgunblaðið - 05.06.1968, Síða 19
MORGUN’BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1958 19 í dag heldur vistfólkið að Grund vorbazar sinn og hefst hann í föndursal heimilisins kl. 1. Þar er margt eigulegrar handa- vinnu og væri of langt mál að telja það allt upp. Mest áber- andi er þó hverskonar prjónles. Sýnir bazarinn að vistfólk- ið hefur verið afkastamikið í vetur á fjölbreyttan bazarvarn- ing. — Myndin var tekin síðdegis í gær, er lokið var við að koma bazarmununum fyrir. - SAIGON Framhald af bls. 1. degis á sunnudag, sem eldflaug- arsprengjan sprakk í bækistöð hers Suður-Víetnam í Cholon- hverfinu í Saigon. í fyrstu var ekki vitað hvaðan eldflauginni var skotið, og héldu flestir að hér hefði verið á ferð ein af eldflaugum þeim rússneskum, sem kommúnistar nota gegn skriðdrekum. Við nánari athug- un kom þó í ljós að svo var ekki, heldur hafði flauginni verið skotið úr bandarískri þyrlu. Horst Fa,as, ljósmyndari og fréttamaður Associated Press fréttastofunnar, er staddur í Saigon, og ræddi hann í gær við nokkra þeirra, sem nærstaddir voru þegar bandaríska eldflaug- in sprakk. Segir hann að nokkr- ir háttsettir embættismenn og herforingjar Suður-Víetnam hafi farið tii framvarðarstöðvar í Oholon á sunnudag til að fylgj- ast með bardögunum þar í grenpdinni. Voru flestir þeirra saman komnir á tröppum menntaskóla hverfisins, en skóli þessi stendur hátt og þaðan er gott útsýni yfir hverfið. Um- hverfis skólann er hár múr, og innan múrsins var hópurinn óhultur fyrir skotum kommún- ista. Foringi einn úr her Suður- Víetnam skýrði Faas svo frá að bandarísk þyrla hafi verfð á sveimi skammt frá skólanum, og hafi flugmennimir haldið uppi skothríð á hús bak við skólann. Skotið var eldflaugum frá þyrl- unni, og fóru þær yfir skólann. Sáust eldflaugarnar greinilega. Skyndilega var eins og flug- mennirnir hefðu misst stjórn á einni eldflauginni, sem fór allt of lágt, og stefndi beint á skóla- húsið, í stað þess að fara yfir það; Skipti það engum togum að eldflaugin lenti á skólanum og sprakk um 10 metrum fyrir of- an tröppurnar, þar sem embætt- ismannahópurinn var saman kominn. Við sprenginguna þeytt- ust sprengjubrotin yfir hópinn á tröppunum og sluppu fáir ó- meiddir úr þeirri hríð. Sex- menningamir sem fómst voru: Nguyen Van Luan ofursti, lög- reglustjóri í Saigon. Pho Quoc Chu ofursti, hafnar- stjóri Saigon. Le Ngoc Trú ofursti, yfirmað- ur 5. lögreglusvæðis Saigon. Dao Ba Phuoc ofursti, yfir 5. riddaraliðssveitarinnar. Nguyen Ngoc Xinh majór, yfir- ma'ður foringjaráðs ríkislögregl- unnar. Nguyen Bao Thuy majór, for- seti borgarráðsins. Auk þessara sex leiðtoga særð ust fjórir, þeirra á meðal Van Van Cua borgarstjóri í Saigon. Barry Kramer, fréttamaður AP, segir að undantekningarlaust hafi menn þessir allir verið nán- ir samstarfsmenn og stuðnings- menn Nguyen Cao Kys vara- forseta og Nguyen Ngoc Loan hershöfðingja, yfirmanns lög- reglu landsins. Eins og gefur að skilja hefur óhapp þetta vakið mikla gremju, og hefur yfirmaður bandaríska hersins í Suður-Víetnam fyrir- skipað að bera verði undir hann persónulega allar fyrirætlanir um eldflauga- e’ða sprengjuárás- ir á Saigonsvæðinu. Þá hefur helzta dagblaðið í Saigon harmað þennan atburð í ritstjórnargrein, og segir þar meðal annars: „Þessi sí-endurteknu óhöpp, sem eyði- leggja líf og eignir saklausra borgara með bandarískum sprengjum, hafa vakið þá tilfinn ingu hjá þjóðinni í heild að Bandaríkjamenn gæti lítillar varúðar.“ Mál þetta í heild er nú í rann- sókn. Hefur áhöfn þyrlunnar verið yfirheyrð og segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að svo virðist sem stjórntæki flaugar- innar hafi bilað. Árás kommúnista á Saigon hófst snemma í morgun. Var þá skotið 40 eldflaugum á ýmis úthverfi borgarinnar, en skömmu síðar hófu sveitir Viet Cong sókn við borgina. Hefur sveitunum verið sendur liðsauki, og segja talsmenn bandaríska hersins þær vel búnar vopnum, og færar um að halda bardögum áfram lengi. - FRAKKLAND Framhald af bls. 1. innar. Því að í hverju stórfyrir- tækinu af öðru felldu verkamenn samkomulagið, meðal annars í bílaverksmiðjunum, Renault og Peugot, Savien og Berliet og í stærstu málmiðnaðarfyrirtækjun um. Samkomulagið hafði kveðið á um 1-0—17% launahækkun mismunandi eftir launaflokkum, auk annarra bóta, en verkamenn gert kröfur til allt að 19% launa hækkunnar. 6% ÞJÓÐARTEKNA TÖPUÐ Verkföllin hafa valdið frönsku þjóðinni gífurlegu tapi. Georges Pompidou, forsætisráðherra, upp lýsti í útvarpsávarpi, sem hann flutti á mánudag, að það næmi þegar um 6% af þjóðartekjum, upphæð er svarar til töluvert á annað hundrað milljarða ís. kr. f ávarpi sínu skoraði hann á verkamenn að hefja vinnu, sagði það væri skylda þeirra við þjóð- ina, enda væri nú þjóðarhagur í veði. Hlyti það að vera hverj- um manni augljóst, að héldi á- fram verkföl-lunum væri óhugs- andi að bæta kjör verkamanna. Pompidou lagði áherzlu á, að stjórnin mundi ekki láta frekari ofbeldisaðgerðir viðgangast og hún mundi vera vel á verði gegn tilraunum kommúnista til að gera sér mat úr ástandinu. Sagði forsætisráðherrann að bar áttan gengi algerum kommún- isma yrði aðalmál kosninganna 23. júní n.k. Loks ræddi Pompidou kröfur stúdenta og sagði, að þeir skyldu Dubcek gerir upp reikningana við stuðningsmenn Novotnys Hlaut fullkominn stuðning við frelsisstefnu sína á miðstjórnarfundi kommúnistaflokksins Prag, 4. júní. NTB, ALEXANDER Dubcek, hinn nýi leifftogi tékkóslóvaskra kommúnista, vann mikinn sig ur fyrir stefnu sína, að koma á auknu frelsi og frjálsrari stjórnarháttum í Tékkósló- vakíu, á fundi miðstjórnar flokkstns, sem lauk 1. júní sl. Hann gerði uppi reikningana við þann hóp manna innan flokksins, sem stutt höfðu Antonin Novotny, fyrrum for seta, á svo auðveldan hátt, að furðu sætir og kom þannig í veg fyrir, að gerð yrði raun- hæf tilraun tU þess að snúa hjóli tímans við og tekin upp aftur rétttrúnaðarkennd stefna í Tékkóslóvakíu, sem mótaðist af áhrifum frá Sov- étríkjunum. Samtimis tryggði hann sér víðtækt umboð frá flokknum tU þess að fá að halda áfram frjálslyndari stefnu sinni, þrátt fyrir hót- anir frá Sovétríkjiunum og öðrum löndium, sem lýst hafa markmiðum hans þanig, að þau væru andstæð sósíalism- anum. Þessi fundur miðstjórnar tékkóslóvska kommúnista- flokksins stóð í fjóra daga og var haldinn í Prag. Á fuiadin- um hla-ut Dubcek fullkominn stuðning við það markmið sitt, að breyta stefnu flokks- ins í því skyni, að tryggj-a- aukið frelsi á mörgum svið- um. Þessi óskipti stuðningur fékkst, eftir að mikið hafði gerzt á meðal stjórnmála- manna í allri Austur-Evrópu, þar sem rétttrúnaða-rsinn-uð öfl reyndu að þvinga Tékkó- slóvakíu að hægja á ferðinni í frelsisátt. Þrátt fyrir að því væri neitað af opinberri hálfu, að önnur kommúnista- ríki hefðu blan-dað sér í mál- efni Tékkóslóvakiu, þá lögðu kommúnistaleiðtogarnir sjálf- ir enga dul á, að tilgangurinn með þessum þvingunum var, að reyna að skapa vandrseða- ástand in-n-an tékkóslóvska kommúnistaflokksins, með því að fá því áorkað, að eng- in samstaða yrði um flokks- leiðtoga. Skyndilegir herflutningar mefram landamærum Tékkó- slóvakíu, ekkert svar frá stjórnvöldunum í Moskvu varðandi lán að upphæð 500 millj. dollara, sem Tékkósló- vakía þarfnaðist mjög, ctrð- rómur um að erlendar her- sveitir yrðu staðsett-a-r á tékkóslóvsku landsvæði og önnur svipuð atvik, voru öll liður í þeirri tilraun að þvinga nýju mennina í Prag til þess að gerast ekki of frjálslyndir. Valdhafamir í Kreml verða að breyta afstöðu sinni Dubcek lét hins vegar þess- ar þvinganir ekki á sig fá og hann m-un leggj-a fram áætl- anir sínar á sérstöku flokks- þingi í september, sem verð- ur hið 14. í röðinni. Flokks- þinginu hefur verið veitt vald tál þess, að láta fara fram hreinsanir í því skyni að ryðja úr vegi íhaldssamari andstæðingum Dubceks, og að leggja drög að stefnumörk- um nýs lýðræðislegs sósíal- isma, þar sem framtíðarvonir Tékkóslóvakíu komist í f-ram- kvæmd. Fyrir aðeins fáein- um vi‘k-um voru það einungis þeir bjartsýnustu, sem töldu, að unnt yrði að halda slíkt flokksþing á þessu ári. Hið senn-ilega virtist, að unnt yrði að halda það á miðj-u næsta ári. Ókyrrð innan flokksins og þrýstingur frá frjálslynd- ari öflum í Tékkóslóvakíu, sannfærði hins vegar leiðtoga flokksins, að þetta flokksþing yrði að halda eins fljótt og tök væru á, svo að þeir gætu eflt stöðu sína. Nú virðist lítill vafi leika á, að leiðtogarnir í Kreml verði að breyta afstöðu sinni gagn- vart nýrri Tékkóslóvakíu. Þetta þýðir, að þeir verða að -fallast á frelsið þar í stjórn- málum, listum, rituðu máli o. s. frv Þeir verða nú að láta sér nægja að reyna að hafa þau áhrif á Dubcek og menn hans, að þeir gangi ekki of langt í frelsisstefnu sinni og munu va-falaust leggja mikla áherzlu á, að kommúnista- flokkurinn láti ekki í neinu stjórnartauman-a renna sér úr höndum. Ljóst er, að þróunin í Tékkóslóvakíu skiptir miklu máli fyrir kommúnistaflokk- ana í öðrum löndum Austur- Evrópu. í Póllandi og Ung- verjalan-di lifir fólk áf-ram við strangt flokksræði og hin nýja ald-a frá Prag mun örugg lega hafa sín áhrif einnig í þessum löndum. I yfirlýsingunni, sem gefin var út í lok fundar miðstjórn- ar flokksins í Prag, segir, að flokkurin-n og þjóðin séu nú að byrja nýtt tímábil og það komi ekki til mála að taka u-pp aftur það miðstjórnar- vald, sem áður tíðkaðist. Eng- inn vafi var látinn leika á því, að nýju leiðtogamir í Tékkóslóvakíu, enda þótt þeir verði dyggir bandamenn valdhaf-anna í Moskvu, óski þess að fá að vera í friði við uppbyggingu sinnar eigin teg- undar af sósíalisma. Smrkovsky í Moskvu f dag kom sendinefnd tékkóslóvskra þingmanna í op inbera heimsókn til Moskvu. Formaður hennar er Josef Smrkovsky, nú forseti tékkó- slóvska þin-gsins, og er hann talinn einn þeirra helztu, sem standa að frelsisþróuninni í Tékkóslóvakíu. Er gert ráð fyrir því, að Smrkovsky muni hitta æðstu valdaimennina í Kreml að máli. 1 Staðhœfingar bandarísks blaðamanns: Lífefnafræðileg vopn reynd á Grænlendi ekki óttast að þeir gleymdust vegna samninganna við verka- lýðsfélögin — það væri fastur ásetningur stjórnarinnar að taka mál þeirra, skipulag háskólanna og aðstöðu stúdenta ti-1 ræki- legr-ar endurskoðunar. Nokkuð hefur borið á því síð- ustu dag-a, að stúdentar telji að verkamenn hafi svikið þá, — þeir hugsi einungis um að hafa sem mestan efnahagslegan ávinning af uppreisninni, sem þeir hefðu þó aldrei getað nema vegna þess, að stúdentar gengu þar á undan. Á laugardaginn héldu stúd- entar mótmælafund og fóru hóp göngu um tuttugu þúsund talsins — undir forystu Daniels Cohns Bendits. Verkalýðsleiðtogar neit uðu að taka þátt 1 þessum að- gerðum, en þó var nokkuð af verkamönnum í göngunni. Öfl- Ugt lögreglulið fyldi-st með að- gerðum, en gætti ýtrustu var- kárni í skiptum sínum við stú- denta og hafðist ekki að. Stjórnmálafréttamenn ræða nú mjög um það hve harða afstöðu de Gaul-le og stjórn hans hefur ú tekið gegn kommúnistum. Telja þeir að gaulistar muni reyna að koma á sambandi við andko-mm- úniska stjórnmálaflokka um, að þeir leggi allt kapp á að koma kommúnist-um á kné í kosning- unum. Er það talin vísbending þessa, að Reymond Marcellin, þingmaður óháða lýðveldisflokks ins, sem er vinveittur gaullistum var skipaður í hið mikilvæga embætti innanríkisráðherra nú fyrir helgina. Kaupmannahöfn, 3. júní NTB FORSÆTISRÁÐHERRA Dan- merkur, Hilmar Baunsgaard, sendi í dag danska utanríkisráð- herranum, Poul Hartling, sím- skeyti, þar sem forsætisráðherr ann bað Hartling um að kanna staðhæfingar um að Bandaríkin hefðu gert rannsóknir með vopn lífefnalegs eðlis á Grænlandi. Var Hartling á leið til Bandaríkj anna með flugvél. Framangreindar staðhæfingar koma fram í bók, skrifaðri af ba-ndaríska blaðamanninu-m Sey mour Hersh. Ful-lyrði hann í bók inni, sem ekki er komin ú-t enn, að Bandaríkjamenn h-afi gert til raunir með lífefnafræðileg vopn í Panama og Grænlandi og að bandaríska varnar-málaráðuneyt- ið hafi gert samning-a um til- raunir með lífefnafræðil-eg vopn við háskóla í Japan, Frakklandi, Svíþjóð, Austurríki og írlandi. Blaðið „Washington Post“ og brezka blaðið „Times“ hafa rætt um þetta mál síðustu daga und ir stórum fyrirsögnum. Danska utanríkisráðuneytið hefur neitað að segja nokkuð um þesisa frétt, en Eikr Ninn-Han sen varnarmálaráðherra lýsti þvi yfir í danska útvarpinu á mánu dagskvöld, að varnarmálaráðu- neytið hefði ekki vitneskju um, hvort fyrir hendi væru áætlan- ir um slíkar tilraunir í Græn- landi, eða hvort þær hefðu ver ið gerðar. Bandaríska varnar- málaráðuneytið hefur ekkert vi-ljað segja um þetta mál. Danska stjórnin hefur þegar ákveðið að hafja eigin rannsók-n ir á þess-ari frétt með lífefna- fræðileg vopn á Grænlandi. - VARÐSKIP Framh. af bls. 2 urfregnir sendar út á líkan hátt og s.l. sumar, þ.e. spár verða gefnar út fyrir hin föstu svæði eins og að undanförnu, svo og hreyfanleg svæði sild- veiðiflotans og siglingatæki hans eftir því sem ástæða þykir tiL Þá er í athugun að senda veð- urfregnir að næturlagi frá end- urvarpsstöðinni á Eiðum og standa vonir til að af því megi verða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.