Morgunblaðið - 09.06.1968, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.06.1968, Qupperneq 11
MOPGufrBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1968 11 10. bindi Alþingis- bóka íslands komið út TlUNDA bindi Alþingisbóka Is- lands fyrir tímabilið 1711 til 1720 er komið út hjá Sögufélag- inu. Er það mikil bók, 643 blað- síður, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. 1 upphafi bók- arinnar er ávarp forseta Alþing- is, en Sögufélagið nýtur styrks úr ríkissjóði til útgáfunnar. Seg- ir í ávarpinu, að Alþingisbæk- ur Islands séu „ómetanlegar heimildir nm sögu og störf Al- Cortina þingis, þeirrar stofnunar, sem Is- lendingar skópu sér til réttarör- yggis í árdaga landsbyggðarinn ar.“ Á blaðamannafundi, er stjórn Sögufélagsins hélt í gær, skýrði Björn Þorsteinsson, sagnfræð- ingur, forseti félagsins, frá út- gáfu Alþingisbókanna, en félagið hóf hana árið 1912. Sá Jón Þor- kelsson, þjóðskjalavörður, um útgáfu I.—IV. bindis, sem út til sölu árg. 1964, 4ra dyra í góðu ástandi. Verð 98 þús. kr. Uppl. í síma 34222. BATIK KJÓLAEFNI BATIK PCÐAR BATIK VEGGMYNDIR. eftir Katrínu og Stefán. ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Laufásvegi 2. Nauðimganippboð sem auglýst var í 62., 64. og 65. tfel. Lögbirtingab 1 aðs 1967 á Selásblletti 4, þingl eign Guðbjargar Guðnac dóttur, fer fram eftir kröfu Gj alldheimtunnar í Reykja- vik á eigninni sjálfri, fimmtudag 13. júní n.k. kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Félag austfirzkra kvenna heldur sína árlegu skemmtisamkomu fyrir aldraðar austfirzkar konur í Sigtúni mánudaginn 10. júní kl. 8 stundvíslega. Þær austfirzkar konur sem sótt hafa þessar samkomur undanfarin ár og eins þær sem eru gestkomandi í bænum eru vinsamlega beðnar að koma. STJÓRNIN. Málverk óskast Hef verið beðinn að útvega til kaups allstórt olíu- málverk eftir Ásgr. Jónsson, Jón Stefánsson eða Jóh. S. Kjarval. Málverkið verður að vera lands- lagsmynd. Gott verð í boði. Staðgreiðsla. SIGURÐUR BENEDIKTSSON, Austurstræti 12 — Sími 13715. Nauðungaruppboð sem auglýst var 66., 88. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs 1967 á Fáiikagötu 23 A, þingl, eign Árnu Steimainnar Rögnvaldsdlóttur, fer fram eftir kxöfu Þorvaldar Lúð- vfkssonar hrl., á eigninni sjé'ifri, fimmtudag 13. júní n.k. kl. 11.00 Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var 66., 68. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs 1967 á hluta í Njálggiötu 26, þingl. eign Kristins Antons- sonar, fer fram eftir kröfu Agnars Gústafssonar hrl, á eigninni sjállfri, fimmitudag 13. júní n.k. kl. 14.00 Borgarfógetaembættið í Reykjavík. komu á árunum 1912—1924. Síð- an tók Einar Arnórsson, hæsta- réttardómari við og gaf út V. til VIII. bindi á árunum 1925—’55. Hann tók upp þá venju, sem fylgt hefur verið síðan, að færa textann til nútímastafsetningar. Því næst gaf Einar Bjarnason, ríkisendurskoðandi, út IX. bind- ið 1957—’'64. Öll þessi bindi komu út í heftum, og voru 2 til 6 hefti í hverju bindi. X. bindið, sem nú er komið út er prentað í heilu lagi og hefur Gunnar Sveinsson, skjalavör’ður séð um útgáfu þess. Þessi áratugur ber mjög svip- mót af deilum höfðingja. Odd- ur Sigurðsson lögmaður og full- trúi stiftamtmanns var þá valda- mestur maður hér á landi og sat mjög yfir hlut manna. Einkum átti hann í deilum við þá frænd ur, Pál Vídalín lögmann og Jón Vídalín Skálholtsbiskup. Alþingisbækurnar eru skýrsl- ur um störf alþingis og mál þau, sem þar voru borin fram og dæmt í. Birtir eru dómar, bréf konungs og stjórnarvalda, kaup- lýsingar, vogrekalýsingar o. fl. Þarna kennir því margra grasa og sumra sérkennilegra. Galdra- trúin er að fjara út, en þó er skotið til úrlausnar alþingis mál um manna, sem eiga kver með galdrastöfum eða eru sakaðir um að hafa valdið fólki veik- inda með fjölkynngi. Maður úr Barðastrandarsýslu kærir Bjarna sýslumann Péturs- son á Skarði fyrir það, að hann „hafi af drykkjuskap hártogað skegg sitt og klipið sig í nefið.“ Maður úr Isafjarðarsýslu er dæmdur til dauða á alþingi 1719 fyrir þriðja hórdómsbrot sitt — þá 82 ára að aldri. Hrakfallabálkurinn Jón Hregg- viðsson frá Rein á Akranesi kem ur þarna við sögu. Hann hafði verið dæmdur til dauða 1684 fyr- ir að hafa orðfð böðh að bana, þótt ekki yrði það sannað. Þenn- an dauðadóm hafði hann yfir höfði sér í 31 árt því að það var ekki fyrr en árið 1715, að hann var sýknaður að fullu í hæstarétti. Loks skal hér minnzt á aðal- prýði bókarinnar, en það eru mannlýsingarnar Þannig stendur á þeim, að það var venja að lesa á alþingi lýsingar á auðkennum strokumanna. Þær eru frábær- lega glöggar og hnitmiðaðar að orðfæri. í stjórn Sögufélagsins sitja nú: Agnar Kl. Jónsson, Bergsteinn Jónsson, Björn Sigfússon, Björn Þorsteinsson, Einar Bjarnason, Einar Laxness og Þórhallur Tryggvason. Útgáfuráð skipa: Ásgeir Pétursson, sýslumaður, Bjami Vilhjálmsson, skjalavörð- ur, Magnús Már Lárusson, pró- fessor og Sigurður Líndal, forseti Hins íslenzka bókmenntafélags. Útgéfubækur félagsins í ár verða: Alþingisbækur Islands XI. b., tekur yfir tímabilið 1721—30. Safn til sögu Reykjavíkur I. b. Lárus Sigurbjömsson og Lýður Björnsson sjá um útgáfuna. Saga Heklugosa eftir Sigurð Þórarinsson og Grænlandsannáll Björns á Skar'ðsá, sem Ölafur Halldórsson sér um útgáfuna á. — Skólaslit Framh. af bls. 5 klúbbur Akureyrar og Eiríkur Sigurðsson f. v. skólastjórL Skólastjóri þakkaði gjafir, sem skólanum hafa borizt bæði frá nemendum og öðrum velunnur- um skólans. I lokaorði til barn- anna sagði skólastjórinn m. a.: „Leggið ekki út á niðurrifsveg sumra ungra æskumanna og kvenna, sem svala kröftum sín- um í eyðileggingar og skemmd- arstarfsemi. Reynið að vera þeim skólum er við ykkur taka vaxandi og traust fólk. Þanni'g virðið þið bezt föreldra ykkar, heimili og þá stofnun, sem þið nú kveðjið í dag. Með þetta í huga náið þið einnig beztum námsárangri og leggið traustan grundvöll að því ævistarfi er fyrir ykkur kann að liggja.“ Skólastjóri Oddeyrarskólans er Indriði Úlfsson. (Fréttatilkynning). Frá Menntaskólanum að Laugarvatni Umsóknir um skólavist næsta vetur þurfa að berast fyrir 1. júlí. Umsóknum skulu fylgja landspróf- skirteini og skírnarvottorð. SKÓLAMEISTARI. N auðimgariippboð sem auglýst var í 24., 27. og 29. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1968 á Hringbraut 52 neðri hæð, þing- lesinni eign Runólfs Sölvasonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. júní 1968 kl. 14.30. Upp- boðsbeiðendur eru Árni Grétar Finnsson hrl. og Brunabótafélag Islands Keflavíkurumboð. Bæjarfógetinn í Keflavík. Bílskúrshurðir Höfum fyrirliggjandi hollenzkar PLAST BÍL- SKÚRSHURÐIR, uppsett sýningarhurð á staðnum. R. JÓNSSON SF., Nýlendugötu 14, sími 10377. Hnsbyggiendur Við bjóðum aðeins 1. flokks VIÐARÞILJUR. Valinn spónn, númeraðar þiljur. ÞÓRSÞILJUR eru vandaðar. ÍSLENZK framleiðsla. Höfum nú fyrirliggjandi GULLÁLM, BRENNI FINELINE, ZEBRA, EIK. Fleiri tegundir væntanlegar. Sýnishorn á staðnum. ÞÓRSFELL HF. Sími 17533 — Hátúni 4 A. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Einars Viðar hrl., Hafsteins Sigurðssonar hrl., Árna Gunn- laugssonar hrl., Arnar Þór hrl., Brunabótafélags fs- lands, Veðdeildar Landsbanka íslands, Hafþórs Guðmundssonar dr. juris, og Sigurðar Hafstein hdl., verður neðri hæð húseignarinnar Háakinn 8 Hafn- arfirði, þinglesin eign Ingimundar Magnússonar seld á nauðungaruppboði sem háð verður á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. júní 1968 kl. 3.30 eftir hádegi. Uppboð þetta var auglýst í 13., 15. og 17. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. íslandsmótið I. deild VESTMANNAEILJAVÖLLUR í dag kl. 16 leika * I.B.V. og Fram Dómari Guðmundur Haraldsson. LAUGARDALSVÖLLUR í dag kl. 16 leika KR ocj Í.B.A. Dómari Valur Bcnediktsson. Mánudagurinn 10. júní. KEFLAVÍKURVÖLLUR í kvöld kl. 20.30 leika Í.B.K. ocj Valur Dómari Hannes Þ. Sigurðsson. MÓTANEFND.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.