Morgunblaðið - 09.06.1968, Side 20

Morgunblaðið - 09.06.1968, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNT 198« - ÖSKJUHLÍÐ Framh. af bls. 19 Bendir það til þess, að við þurfum tveggja stiga hærri meðalhita en nú til að fá sama jskóg? — Þéssi Iækkun lofthitans táknar það að minni uppgufun verður og mýrarnar blotna. En ef við þurrkum mýrarnar, þá getur skógurinn breiðst yfir ailt. Þannig getum við unnið á móti loftslaginu í skógrækt a.m.k., svarar Þorleifur. — Og þá erum við komin fram að landnámstíma. Landið var sem sagt fagurt og frítt og skógi vaxið. — Já, fyrst fer verulega að halla undan fæti þegar maður- inn kemur til sögunnar. Og skóg urinn eyðist í flestum héruðum snemma á öldum. Ýmislegt kemur þarna til greina, sem veldur þessu. Landnámsmenn voru að vísu vanir skógi frá Vestur-Noregi, en þó þeir ryddu skóginn þar, fengu þeir engin ræktunarlönd, enda er barrskógajarðvegur lélegur til ræktunar. Á íslandi breyttist skóglendið í graslendi undir eins og skóginum var eytt. Þá var hægt að nytja landið. Um sviðningsræktun vitna lög af viðarkolum víða í landinu. Þá þurftu landnámsmenn mikinn eldivið og mjög mikið af viði til kolagerðar, en þau voru not- uð við rauðablástur. Nær allt járn, sem notað var á fslandi fram til 1500 var alíslenzkt. Svo var það vetrarbeitin. Lítið var heyjað og aðalhlunnindi jarðar var skógur. Og svo má ekki gleyma því að veður fór kóln- andi. Og Þorleifur dregur upp línurit, sem hann hefur gert, er sýnir hvernig gróðurinn breytt ist. Styðst hann þar við frjó- greiningu í jarðlögunum. — Við þessa frjógreiningu sjáum við að birkið hverfur skyndilega upp úr landnámi og í staðinn kemur gífurleg aukning á frjói af grösum. Víðir og lyng minnk ar á sama hátt og skógurinn. Skóglendið breytist í graslendi. Um leið kemur arfinn, sem fylg ir manninum hvar sem hann fer. — Er ekki til íslenzkur arfi? — Jú, nokkrar þeirra jurta, sem nú er kallaður arfi, voru við sjávarsíðuna. En þær þurfa ár hitastig ^ -r . * ^ mikla birtu og þegar skógurinn arfa inn með sér, óviljandi auð- hvarf, breiddust þær út. Einn- vitað. Þá sér þess merki, að hér ig fluttu landnámsmennirnir hafi m.a. verið ræktað bygg, skeið landnám _ _ _ _ mýraskeiðið síðara birkiskeiðið síðara myraskeiðið f yrra birkiskeiðið f yrra c Á þessu línuriti, seni gert er eftir frjógreiningu í mýrum, sést vel breytingin, sem varð þegar menn komu til íslauds, birkiskógurinn nærri hvarf, en í staðinn uxu grös og starir. Birkihá- mörkin sýna hversu mikið var um birki á birkiskeiðunum. Tíminn er sýndur í árþúsundum. mjaðarlyng í mjöð og malurt gegn möl í fatnaði. — Upp úr þessari gróðurfars breytingu byrjar uppblásturinn, því graslendi er miklu veikara fyrir vindrofi en skóglendi. Vatnið streymir t.d. í vorleys- ingum af graslendinu á stutt- um tíma og myndar í það rásir. Út frá þessum sárum hefst síð- an uppblástur. Það gerist ekki í skógi. Þar sígur vatnið smám saman niður í jarðveginn. Við sjáum mörk eftir uppblásturinn um allt land, og þá ekki síður í kringum Reykjavík. Þurrlend- isjarðvegurinn fauk m.a. út í mýrarnar og litar móinn gulan, og er því mjög auðvelt að sjá í mýrum hvar mannavistar tek- ur að gæta. — Hvar getum við séð þetta? — Einhver bezti staðurinn er í Borgarmýrinni, við vegamót Vesturlandsvegar og Suður- landsvegar, ofan Ártúnshöfðans. Þar er líka að sjá öskulög frá Heklu- og Kötlugosum. Þarna í holtinu var bær frá því um landnám og fram um 1500. Nú er þar ber jökulruðningur. Þetta land er nú að gróa upp á ný. Er við stöndum þarna, hefur okkur verið varpað 12000 ár aftur í tíma, eða aftur á ísöld. — Eitt vantar okkur enn í þessa jarðfræðilegu sögu borg- arlandsins. Það er Elliðaár- hraunið? — Það rann löngu fyrir land- nám og er um 5000 ára gamalt. Jöklarnir eru þá farnir fyrir löngu og sjávarmál neðar en það er í dag. Hraunið getur því runnið allt út undir Ártúns- höfða. I>etta hraun kom upp í gíg austan í Bláfjöllunum, sunnan Ólafsskarðs. Hann er kallaður Leitin. Úr honum kom feikilegt magn af hrauni, senni- lega eitt mesta hraun, sem komið hefur upp á Suðurkjálk- anum. Það rann niður í Elliða- vog og í því eru t.d. Rauðhól- arnir, myndaðir þegar hraunið rann út í Elliðavatn hið forna. Þetta hraun rann líka suður af, niður í Þorlákshöfn, og í því er Raufarhólshellir. Víða annars staðar eru reyndar í því hellar. Það er helluhraun og hefur megnið af því runnið undir storkinni skorpu, og hellar myndast þegar hraunálar tæmd ust. — Hvað geturðu bent okkur á að skoða af þessum jarðsögu- legu minjum — jökulruðning, lágbarið grjót, jarðlög í mýr- um ....... — Ef ég ætlaði að sýna ein- hverjum þetta og fara gang- andi, þá mundi ég halda inn að Elliðaám. Ég mundi líta á hraunið fyrir ofan brýrnar og skoða móinn undir því, rétt neðan við fossinn í eystri kvislinni. Þá mundi ég skoða ummerki árrofsins í þurra foss- Framih. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.