Morgunblaðið - 16.06.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 16.06.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1968 5 ANCLI - SKYRTUR COTTON - COTTON BLEND og RESPI SUPER NYLON Fánlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Margar gerðir og ermalengdir. Hvítar — röndóttar — mistlitar. ANCLI - ALLTAF íslandsferð fyrir sýning- arglugga um Island og Fl ÖKUKCNNSLA á nýja Cortínu Upplýsingar í síma 34222. SKOZKU feðgin, William Haim- ilton og Johan dóttir hans, hafa dvaiið á íslandi undanfarna daga. íslandsferð þeirra er að því leyti óvenjuleg, að hún er verðlaun fyrir beztu gluggaútstillinguna af 150 um ísland og Flugfélags íslands. WiUiam Hamilton rekur í Skot landi rafmagnsverkstæði og verzlun með rafmagnsvörur, sjón vörp og hljómplötur. Þegar hann heyrði um að Pye-hljóm- plötufyrirtækið og Flugfélag ís- lands ætluðu í samvinnu að efna til samkeppni, þar sem veitt væru verðlaun fyrir beztu glugga útstillinguna, er fjallaði um bæði fyrirtækin, þá ákvað hann að taka þátt í því. í glugganum hans var komið fyrir módeli af Boing 707-þotu flugfélagsins að fljúga milli íslands og fjallalands ins Skotlands, en í annan stað var komið fyrir hljómplötum á heimamarkaði í Skotlandi og er- lendis. 150 fyrirtæki í öllu Skot- landi höfðu tekið þátt í samkeppn inni, verzlun Hamiltons sigraði. Verðlaunin voru 5 daga ferð til íslands. Þar sem svo stóð á. að Johan dóttir hans var að ljúka prófi við landafræðideild háskólans, tók William Hamilton hana með sér í ferðina. Þau eru búin að skoða Reykjavík, fara að Gull- fossi og Geysi og til Þingvalla, og fljúga norður til Akureyrar og aka að Mývatni. Og svo ánægð voru þau með ferðina, að þau frestuðu heimferðinni um tvo daga og fóru ekki fyrr en í morg- un. — Allt hefur verið miklu betra og meira en lofað var í verð launum Flugfélags íslaiids, sögðu þau. Þetta hefur verið svo stór- kostlegt, að við viljum helzt segja öllum frá því. í augum Breta er ísland ekki beinlínis sumarleyfisland, en við munum vissulega reyna að breyta því áliti, sögðu þau. Johan og William Hamilton Stuðningskonur GUNNARS THORODDSENS boða tíl eftirmiðdagsfundar í Súluasal Hótel Sögu miðvikudaginn 19. júní kl. 15,30. - Dagskrá auglýst síðar. - Allar konur velkomnar. - Fjölmennum og mætum stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.