Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 Vill kvnna íslenzka tónlist — rœft við Cunnar Kvaran cellóleikara Ungur íslendingur Gunnar Kvaran hefur undanfarin ár numið cellóleik við Tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn og getið fiér mjög góðan orð- stír. Gunnar er 24 ára gam- all, sonur Ævars R. Kvarans leikara. Við ræddum stuttlega við Gunnar um nám hans og spurðum fyrst, hvenær hann hefði byrjað nám sitt. „Ég byrjaði að spila á celló 13 ára gamall, en hafði verið í barnamúsikskólanum hjó Hans Edelstein frá níu ára aldri og lært á flautu eins og 'flestir byrja á, og á gýgju. Hans Edelstein ráðlagði mér að taka cellóið og var ætlun- in að hann kenndi mér, en af því varð ekki, þar sem hann veiktist og fór utan til lækninga og lézt þar. En þessi fjögur ár undir hand- leiðslu hans urðu mér mjög mikilvæg. Síðan fór ég í Tónlistar- skólann og stundaði nám hjá Einari Vigfússyni þar til í ársbyrjun 1964, að Erl- Ing Blöndal Bengtsson kom hingað til hljómleikahalds. Ég mannaði mig þá upp, fór til hans og lék fyrir hann, og því lauk þannig, að ég hélt utan stuttu siðar og lærði hjá honum. Það var stórkostlegt að stunda nám og vinna með þessum mikla meistara, og ég tel hann tví- mælalaust í hópi sex til sjö mestu cellóleikara heimsins í dag. „Hvað iærðir þú svo lengi hjá honum?“ „Ég var í einkatímum hjá honum í hálft annað ár, en að þeim tíma loknum tók ég inn- tökupróf í Tónlistarháskól- ann, þar sem hann var aðal- kennari minn. Ég lauk prófi við hinn al- menna skóla í vor og auk þess inntökuprófi í einleikara deild skólans, sem tekur tvö til þrjú ár.“ „Og það hefur gengið vel?“ „Já, ekki er hægt að segja annað. Ég var einn af þrem- ur nemendum skólans, sem hlaut 50 þús. kr. styrk (ísl. kr.). Ætla ég að nota styrk- inn til þess að fara á nám- skeið til Italíu í Siena, sem er 200 km norðan við Róm. Það heldur hinn heimsfrægi franski cellóleikari Andre Navarra, og til þess koma nemendur frá öllum heims- hlutum. Námskeiðið stendur í sex vikur og hlakka ég af- skaplega til þess.“ „Hefur þú haldið hljóm- leika?“ „í maí er leið, var ég val- inn sem einn fjögurra nem- enda skólans til hljómleika- farar til Finnlands og Sví- þjóðar og lékum við í fjórum borgum, Helsingfors, Stokk- hólmi, Gautaborg og Málmey, við prýðiiegar undirtektir.11 Ég hef hugsað mér að halda hljómleika hér, jafnvel á næsta ári, en að þessu sinni mun ég leika í útvarpið. Ég lýk svo mínu prófi með einleikstónleikum í Kaup- mannahöfn auk þess sem brautskráðum nemendum er gefinn kostur á hljómleikum með Tívolíhljómsveitinni. Þá þætti mér gaman, að geta flutt eitt íslenzkt verk fyrir celló. En því miður hefur ekk ert verið skrifað fyrir ein- leik á celló af íslendingum sem heitið getur. Mér þætti mjög vænt um, að geta kynnt íslenzka tónlist erlendis, en til þess þarf að sjálfsögðu skrifa fyrir hljóðfærið." Gunnar Kvaran „Og hvernig eru framtíðar- horfur?“ „Eftir próflok í sumar var mér boðin staða við Tónlist- arháskólann. Var það staða sem aðstoðarkennari prófess ors Erlings Blöndals Bengts- sonar. Ég tók þessu boði feg- ins hendi, og finnst það stór- kostlegt tækifæri að fá að vinna undir handleiðslu þessa meistara. Hvað ég geri svo að loknu námi hjá Blönd al Bengtson veit ég ekki, en ég vildi gjarna geta farið til Bandaríkjanna eða Rússlands til framhaldsnáms einhvern tíma.“ Einbýlishús í Vestmaimaeyjum er til sölu í skiptum við hús eða íbúð í Reykjavík. Tilboð óskast sent Morgunblaðinu fyrir 15. júli merkt: „Vestmannaeyjar 8478“. Verð/ð brún — brennið ekki NOTIÐ Coppertone gerir yður enn brúnni, segir kvikmyndastjarnan í myndinni „Mac- kenna’s Cold“ Julie Newmar — enda er Coppertone langvinsælasti og langmest seldi sólaráburðurinn í U.S.A. Heildverzlunin ÝMIR — Sími 14191. og Haraldur Árnason heildverzlun h.f. Sími 15583 og 82540. Gloria '67 Stór glæsilegur einkabíl — skipti möguleg — lítið ekinn. Chrycler-umboðið VÖKULL H.F. Hringbraut 121 — Sími 10600. URVALS NESTISPAKKAR IFERÐALAGIÐ Fyrir félög. starfshópa og einstaklinga. Þér sparið tíma og fyrirhöfn fyrir og á ferðalaginu. Veljið réttina sjálf — hringið eða komið í verzlunina. Strondgötu 4, Hainnrlirði, sími 50102 ALLT MEÐ EIMSKIP M.S. GULLFOSS Sumarleyíisíerðir 20. júlí, 3., 17. og 31. ágúst, 14. september. Á næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: ANTWERPEN: Skógafoss 15. júlí. Reykjafoss 30. júlí.*) Skógafoss 8. ágúst. Reykjafoss 10. ágúst. Skógafoss 28. ágúst. ROTTERDAM: Skógafoss 16. júli. Dettifoss 16. júlí. Reykjafoss 31. júlí.*) Lagarfoss 9. ágúst. Skógafoss 10. ágúst. Reykjafoss 20. ágúst. Skógafoss 30. ágúst. HAMBORG: Skógafoss 12. júlí. Lagarfoss 20. júlí. Reykjafoss 27. júlí.*) Skógafoss 6. ágúst. Lagarfoss 14. ágúst. Reykjafoss 23. ágúst. Skógafoss 2. september. LONDON: Askja 19. júlí. Mánafoss 26. júlí. HULL: Askja 17. júlí. Mánafoss 29. júlí. LEITH: Gullfoss 15. júlí. Gullfoss 29. júlí Gullfoss 12. ágúst. NORFOLK: Selfoss 26. júlí. Brúarfoss 9. ágúst. Dettifoss 23. ágúst. NEW YORK: Fjallfoss 24. júlí.*) Selfoss 30. júlí. Brúarfass 14. ágúst. Dettifoss 28. ágúst. GAUTABORG: Turugufoss 18. júlí** Bakkafoss 6. ágúst. KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 13. júlí Bakkafoss 15. júlí.*) Krónprins Friðrik 24. júlí. Gullfoss 27. júlí Bakkafoss 5. ágúst. Krónprins Friðrik 5. ágúst. KRISTIANSAND: Bakkafoss 17. júlí.*) Bakkafoss 8. ágúst. GDYNIA: Bakkafoss 2. ágúst. VENTSPILS: Lagarfoss 15. júlí. KOTKA: Dettifoss 20. júlí.*) Tungufoss um 10. ágúst. *) Skipið losar í Reykja- vík og á ísafirði, Ak- eyri og Húsavík. **) Skipið losar í Reykja- vík og á ísafirði, Siglu firði, Akureyri . og Húsavík. Skip, sem ekki eru með stjörnu, losa í Rvík. @ ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.