Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 19 75 ÁRA: Sveinbjörn. Jónsson VINUR minn Sveinbjörn Jóns- son, Hverfisgötu 88, á 7ö ára af- mæli í dag. Þessi síungi sjentil- maður stundar sundílþróttina enn af krafti .Flesta daga ársins tek- ur hann sér sundsprett í Sund- höll Reykjavíkur. Sundið telur hann vera sína mestu 'heilsulind. Sem ungur maður synti Svein- björn hið svokallaða Nýárssund, sem fór fram hér í höfninni. Hér fyrr á árum kenndi hann mörgum sund í gömlu sundlaug- unum. Það er ekki ætlun mín með þessum fáu línum að segja ævi- sögu Bjössa, en svo er hann kallaður af vinum. ★ Fæddur er Sveinbjörn í Litla- hólmskoti í Rosmhvalshreppi á Suðurnesjum 12 .júlí 1893, en foreldrar hans, Jón Sigurðsson og María Jónsdóttir, fluttu þremur árum síðar til Reýkjavíkur og bjuggu hér allan sinn aldur. Sem unglingur var Sveinbjörn heilsu- tæpur, en vegna þrautseigju hans góðu móður og staðfastrar trúar þeirra beggja, náði hann þeirri hestaheilsu, sem enzt hef- Lokað í dag frá kl. 12 — 4 vegna jarðarfarar. BÓKABÚÐ BBAGA BRYNJÓLFSSONAR Hafnarstræti 22. Skrifstofustúlka með enskukunnáttu óskast strax. Nánari upplýsingar í síma 16115. Tliames Traider í heilu lagi eða stykkjum til sölu. Nýupptekin vél, 6 cyl. 110 hestöfl, gírkassi, 3ja mán. gamall, drif 1 % árs. Upplýsingar gefur Elías Finnbogason Grundarfirði. Sími 93-8653. ir honum fram á þennan dag. Trúmaður hefir Sveinbjörn ætíð verið og var og er mikill aðdáandi sr. Haralds Níelssonar og fylgismaður spíritismans hér á landi. Sem títt var um unga menn í Reykjavík upp úr síðustu alda- mótum fór Sveinbjörn fljótt til sjós; var á seglskipum og kynnt- ist lífi sjómanna, en af 'heilsu- farsástæðum varð hann að breyta til og fara í land. Um nokkurra árabil var hann hjá Kveldúlfi hf. og minnist hann þeirra Thors-feðga ætíð með þakklæti og virðingu. Nálægt 1920 fór Sveinbjörn að vinna hjá lögregluemibættinu í Reykjavík. Þá var Jón heitinn Hermannsson lögreglustjóri og gegndi hann jafnframt tollstjóra- embætti í þá daga. Hjá lögregl- unni vann Bjössi í hart nær 40 ár og þjónaði sex lögreglustjór- um. Sennilega eini lögreglumað- urinn sem það hefir gert. Hans aðalstarf hjá lögregluembættinu frá upphafi var húsvarzla og muna eldri Reykvíkingar sjálf- sagt eftir Bjössa frá þeim árum. Nú síðustu árin hefir hann unnið hjá Sameinaða gufuskipa- félaginu og lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir aldurinn. Sveinbjörn er vinur vina sinna og veit ég ekki tryggari og óeigingjarnari mann heldur en hann. Þeir fjármunir, sem ryð og mölur fá grandað eru lítils virði í hans augum. Hann hugsar mikið um eilífðarmálin og er alls ókvíðinn öðru tilveru- stigi. Ég óska honum innilega til hamingju með afmælið og. vona að hann megi enn um mörg ókomin ár njóta góðrar heilsu og lífshamingju. A.S. Ódýr dilkalifur Seljum næstu daga ódýra dilkalifur frá kr. 40,00 per kg. Nýtt hvalkjöt kr. 38,00 per kg, svið og folaldakjöt. Afurðasala Reykhússins h.f. Skipholti 37 (Bolholtsmegin), sími 38567. Til sölu Stór 2ja herb. íbúð á 3. hæð í sambýlishúsi við Mið- bæinn. íbúðin er í fyrsta flokks ástandi, nýmáluð, teppalögð, stórar svalir meðfram stofunni, hagkvæm lán áhvílandi. Glæsileg 6 herb. íbúð, 4—5 svefnherb. auk þess herb. í kjaliara til sölu við Hvassaleiti, sem ný, öll teppa- lögð, endaíbúð í fremstu röð. Ræktuð lóð, bílskúr. Mjög hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Fasteigna- og lögfræðiskrifstofa, Steins Jónssonar, Kirkjuhvoli, Símar 14951, 19090, kvöldsími 23662. IIANS 9> ETI I • mn n s Á Á SÍMI 20313 BANKASTRÆTI 4 Þar er fjör — og gamanlð geymist bezt á Kodak filmu i Kodak Instamatic myndavél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.