Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUB 12. JÚLÍ 1968
Guðmundur Thoroddsen
prófessor — Minning
1.2. 1887 - 6.7. 1968
í DAG verður til moldar borinn
Guðmundur Thoroddsen próf-
easor, fyrrum yfirlæknir hand-
læknis- og fæðingardeildar Land
spítalans.
Guðmundur Thoroddsen var
fæddur á ísafirði h. 1. febr. 1887
og var ’því á 82. aldursári, er
hann varð bráðkvaddur h. 6.
júlí s.l. Að honum stóðu hinar
ágætusrtu ættir, en í þeim bar
mikið á sýslumörmum, skáldum
og lækmim. Foreldrar hans voru
gáfu-og merkishjónin Skúli Thor
oddsen, sýslumaður, ritstjóri og
alþingi-ímaður, og kona hans,
Theodóra Friðrikka, skáldkona,
dóittir Guðmundar Eiraarssonar
prófasts á Breiðabólstað á Skóg
aratrönd. Föðurforeldrar Guð-
mu/idar voru Jón, sýslumaðúr og
skáld Thoroddsen, og kóna hans,
Kristín Ólína Þorvald’.sdóttir um
boðsmanns í Hrappsey Sivert-
sen. Þórður læknir Thoroddsen,
s<»m lengi vair læknir í 2. læknis
héraði og sat í Keflavík, var
einnig sonur þeirra hjóna og því
‘föðurbróðir Guðmundar heitins,
en Þórður var faðir Péturs lækn
Ls í Norðfjarðarhéraði.
Guðmundur heitinn lauk emb-
ættisprófi í læknisfræði frá
Kaupmanmahafnarháskóla árið
1911 með prýðilegum vitnisburði
Hann var síðan við framhalds-
nám á ýmisum sjúkrahúsum í
Danmörku í 7 ár og valdi sér
skurðlækningar og fæðingar-
hjálp sem sérgreinar. Um tveggja
ára skeið var bann héraðslækn-
ir á Húsavík. Að námi loknu
kom hann hieim til íslands og
hóf læknisstörf hér í Reykjavík.
Hann hlaut viðurkenininigu sem
sérfræðingur í handlækningum
1923.
Árið 1922 réðst Guðmundur
Thoroddsen kennari við Háskóla
íslands í forföllum Guðmundar
Magnússonar próf. og varð dós-
emt í almermri sjúkdómafræði
og réttarlæknisfræði þegar
á næsta ári, en prófessor
í hamdlæknisfræði og yfirseiu-
fræði vaT hann skipaður árið
1924. Rektor Háskóla íslandsvar
hann 1926-1927.
Þegar Lamdsprtalinn tók til
starfa árið 1930, var G. Thor-
oddsen próf. ráðinn yfirlæknir
við handlæknis- og fæðimgar-
deildina, og gegndi hann því
starfi til ársins 1952, er hann
kaus að draga sig í hlé frá anma
sömu, löngu og farsælu starfi og
hliðra til fyrir öðrum, emda þótt
hann væri ennþá í fullu starfs-
fjöri.
Forstöðumaður Ljósmæðra-
skóla íslands var hamn 1931-
1948.
Guðmundur átti sæti í lækna-
ráði frá stofnun þess til 1952,
vair í gtjóm R.K.Í frá 1924, i
stjóm L.R. í nokkur ár og for-
miaður þeas félags í tvö ár. Hann
var félagi í Vísindafélagi ís-
lendinga, og um áratugaskeið
og allt til dauðadags var hann
í ritstjóm norrrænna lækna-
tímarita og í 9 ár í ri'tstjóm
Læknablaðsins. Hann ritaði
fjölda greina í innlend og erlend
læknatímarit. Auk þess gaf hann
út Læknaljóð og Ferðaþætti og
minningar. Fjölmörg önnur
trúmaðarstörf voru Guðmundi
heitnum falim, og rækti hann
þau öll af einstakri alúð og sam-
vízkusemi.
Á þeim áratu'gum, sem próf.
Thoroddsen stjómaði og starf-
aði á Landspítaiamum var enn
ekki komim á hin mikla sérfræði
verkaiskiptin’g í læknisfræði, sem
nú tíðkast. Hanm hlaut því að
afla sér mjög alhliða menmitunar
á sviði skurðlækniniga og tókst
það með þaim ágætum, að hann
varð nokkum veginn jaínvígur
á flestar þær skurðaðgerðir,sem
framkvæmdar voru á þeim árum
Segja má, að það hiafi ekki að
eins verið gæfa próf. Thorodd-
sens að fá hér fljótt starf við
sitt hæfi, heldur ekki síður gæfa
og heill landi og þjóð að njóta
starfskrafta hins unga velmennt
aða læknis. Hann komst bráitt í
mikið álit sem farsæll skurð-
læknir og reyndist einnig mjög
snjall og nærfærinn fæðingar-
læknir. Hann náði ágætum ár-
angri á sviði skurðlækninga, en
einina beztum þó við skurðaðgerð
ir vegnia maga- og skeifugamar
sára, árangri, sem var með því
bezta, sem þekktist á þeim tíma.
Hann gerði sér snemma ljóst, hve
niauðsynlegt það var að búa
sjúklinga vel undir aðgerðir og
að góð eftirmeðferð gat einnig
ráðið sköpum. Hanin var um
margt langt á undan sinni sam-
tíð og vainn brautryðjendastarf
í ýmfsum greinum.
Sbarf Guðmundar við Lahd-
spítaiann og Háskóla íslands
var mikið og fjöl’þætt. Hann
var mikilvirkur og vandvirkur
skurðlæknir og ógleymanlegur
sem kennari. Sjúklingum sínum
sýndi hann ávallt hlýju, uppörv-
un og nœrgætni og átti traust
þeirra óskorað. Hann var
alvörugefinn og aðsópsmik-
ill í önn dagsins, stjómaði af
festu og skörungsskap, ein þó af
mildi. Með honum var gott að
starfa.
Þegar próf. Thoroddsen lét af
embætti, gegndi hiann áfraim ýms
um læknisstörfuim, var m. a.
læbnir á Grænlamdi, Akranesi,
Slytsavarðgtofumni og fram-
kvæmdi skurðaðgerðir á Hvíta-
bamdinu í nokkur ár. Hanm var
prófdómari við læknapróf ag
ljósmæðrapróf þar til fyrir tveim
árum. Hann var ráðgefandi lækn
ir í skurðlækmingum við Klepps
spítalanm til hinztu stundar.
Síðustu árin bar nokkuð á
minnkandi heyrnarskerpu hjá
Guðmundi, en að öðru leyti hafði
Elli kerlin'gu ekkert orðið ágengt
í þeirra viðureign.
Guðmundur Thoroddsen var
fjölgáfaður og fjölfróður laingt
út fyrir sína fræðigrein. Hann
var listelskur, ljóðelskur og
skáldmæltur vel, svo s;m hann
átti kyn til. í vinahópi og á
gleðistundum var hann hrókur
alls fagnaðar.
Guðmundur Thoroddsen var
tvíkvæ'ntur. Var fyrri konia hans
Regína Benediktsdóttir, prófasts
á Grenjaðarstöðum Kristjánsson
ar. Lézt hún á bezta aldri frá
9ex börnum þeirra, en eina dótt
ur miisstu þau komumga. Eftir-
lifandi börn þeirra eru: Dóra,
ekkja eftir Braga Brynjólfsson
bóksala, Ásta, gift Eðvald Malm
quist garðyrkjufræðingi, Skúli
læknir, kvæntur Dríf-u Viðar,
Unnur, gift Karli Jónssyni bif-
reiðarstjóra, Hrafnhildur, gift
Viggó Tryggvasyni lögfræðingi
og Regína Benedikta hjúkrunar-
kona, gift Smára Karlssyni flug-
stjóra.
Síðari koma hanis var Siglín
Guðmundsdóttir frá Brekkum í
Mýrdal. Hún andaðist fyrir
tveim árum. Eignuðust þau einn
son, Þránd, forstöðumiann kvik
myndadeildar Sjónvarpsins, og
kjördóttur, Ástu Björtu tann-
lækni, gifta Auðuni Sveinbjarnar
ssnii lækni. Heimili þeirra var
myndarlegt og menningarlegt,
og þar var ætíð gott að koma.
Afkomendur Guðmundar, börn
barnabörn og barnabarnabörn,
eru nú 38 á lífi.
Guðmundur Thoroddsen hlaut
miargs konar viðurkennimgu fyr
Ir vel unnin störf og var sæmd
ur hei'ðursmerkjum, en mest var
þó um vert og honum ugglauisit
kærast, að hiarnn hlauit einlægar
þakkir, traust og virðingu þeirna
fjölmörgu, sem hann lækniaði og
líknaði á langri, heillaríkri
starfsævi. Hann var heiðursfé-
lagi Svenska Lákaresallskapets
og Skurðlækniafélags íslands, en
hann var einn virkasti féliagi
þess, sótti ávallt fuindi og hiafði
oftast eitthvað til máiannia að
leggja.
Ég kveð Guðmund Thorodd-
sen próf. með mikilli þökk og
virðingu — þökk fyrir góð
kymni, holl ráð, tryiggð og
fölskvalausa vináttu — og virð-
imgu fyrir því fairsæla og stór-
brotna ævistarfi, sem hann skil-
aði landi og þjóð. Ég semdiböm
um hans og öðrum ástvinum ein
lægar samúðarkveðjuir. Við mun
um öll minmast hans sem afburða
læknis, góðs drengs og miannvin-
ar.
Hjalti Þórarinsson.
Soruya vill vitna með Bakhtiar
Beirut, 10. júlí. AP.
LÖGFRÆÐINGAR íranska
hershöfðingjans Teymour
Bakhtiar, sem nú er fyrir rétti
í Libanon, segja að allar líkur
bendi til þess, að Soraya Xyrrv.
keisaraynja í fran muni koma
til Libanon til að bera vitni
Bakhtiar í hag, en hann er ná
frændi Soraya.
Baklhtiar er mikill andstæð-
ingur Slhahins, en var áður
aðstoðarforsætisráðherra ír-
ans og yfirmaður Öryggisþjón
ustunnar þar í landi. Hann
var handtekinn í Libanon og
ákærður fyrir vopnasmygl.
íranska stjórnin hefur krafizt
þess, að hann verði framseld-
ur, þar sem hann beri ábyrgð
á dauða allmargra íranskra
borgara, og hafi einnig rænt
kvenfólki frá íran og beitt
það pyndingum.
Lögfræðingur Bakhtiars seg
ist hafa fengið bréf frá keis-
araynjunni fyrrverandi, þar
sem hún segist fús að koma
Soraya
til Libanon og bera vitni í
málinu. Bréfið mun skrifað
áður en íranska stjórnin setti
fram kröfuna um framsal hers
höfðingjans. Lögfræðingar
hans segjast nú vera að at-
huga málið, en telja að ástæða
verði til að Soraya verði beð
in að koma til Li’banon í fyrr
nefndu skyni.
Unnur Ingólfsdóttir og dr. Karl Haas, forseti National Music
Camp á vatnsbakka við skólann.
Tónlist í Interlochen
MORGUNBLAÐINU barst ný-
lega fréttatilkynning frá Nation-
al Music Camp í Interlochen,
Michigan, Bandaríkjunum, þar
sem segir:
„Unnur Ingólfsdóttir Guð-
brandssonar og frú Ingu Þorgeirs
dóttur, Hofteigi 48, Reykjavík,
er fiðluleikari í „National Music
Camp’s World Youth Symp-
hony“, en sú hljómsveit mun
leika undir með píanóleikaranum
Van Cliburn, þegar hann leikur
hér Grieg-konsertinn laugardag-
inn 13. júlí. Búizt er við, að
Cliburn muni leika fyrir um 4100
á'heyrendum.
Unnur Ingólfsdóttir stundar
hér nám á National Music Camp-
styrk. En með aðstoð utanríkis-
ráðuneytis Bandaríkjanna, sendi
ráða þess og erlendra tónlistar-
skóla kemst skólinn í Interlochen
i samband við góða nemendur og
bíður þeim skólavist. Samkvæmt
reglum skólans greiða nemendu.r
fargjald sitt til Bandaríkjanna,
en „National Music Camp“ kost-
ar ferðir þeirra innan Bandaríkj-
anna til Interloohen. Skó'linn út-
vegar nemendum sínum húsnæði
og fæði og flytur þá til brottfar-
arstaðar í Bandaríkjunum að
lokinni sumardvöl.
Tuttugu og átta erlendir nem-
endur stunda hér nám að þessu
sinni í átta vikur. Meðal þeirra
eru sex frá Þýzkalandi, fjórir
frá Frakklandi, tveir frá Lux-
embourg, og einn frá hverju eftir
talinna landa: Danmörku, Finn-
landi, íslandi og Júgóslavíu.“
Hoppdrætti Hóskóla íslands
Miðvikudaginin 10. júlí var
dnegið í 7. flokki Happdrættis
Háskóla Islands. Dregnir voru
2,200 vinninigar að fjárhæð 6,200
krónur.
Hæsti vinnmgurmn, sou.uuu
krónur, kom á heilmiða númer
37717. Voru báðir miðarnir seld-
ir í umboði Guðrúinar Ólafisdótt-
ur, Austurstræti 18. Sami mað-
urinn átti númeirið í A og B
flokki og fær hiann því eina
milljóin króna í þeissum flokki.
100.000 krónur komu einnig á
heilmíða númer 39817. Voru báð
ir miðamir seldir í umboði Frí-
manns Frímannssonar í Bafmar-
húsinu.
10.000 krónur:
33 1129 2647 4182 5374
5597 8906 9954 11971 11991
14123 14335 15278 26254 26591
27148 28684 29374 29411 29720
31121 32201 32615 37716 37718
40335 41014 42124 42130 43344
43592 47222 47546 49743 50376
51972 52555 53859 58996.
Sumardvolar-
heimilið að
Lækjarbotnum
HINN 22. júlí n.k. er gert ráð
fyrir að hægt verði að taka við
fyrsta hópnum úr Kópavogi til
dvalar í sumardvalarheimili því,
sem félagar úr Lyonsklúbbi Kópa
vogs hafia neiisit í Lækjarbotnum.
Heimilið verður rekið af Kópa-
vogsbæ og afhent bænum form-
lega næstu daga. Forstöðumaður
hefur verið ráðinffi Ólafur Guð-
mundsson.
Er gert ráð fyrir að 32 böm,
á aldrinum 7—10 ára, dvelji
þarna í einu, 12 daga í senn hver
hópur, og verður þáttitökugjald
1500 kr. á barn. Ern nánar verður
auglýst um þetta í dagblöðun-
um næstu daga.
Vistmenn ó
Grund fóra
í bíó
Nýlega var vistmönnum á Elli-
heimilinu Grund boðið að sjá
kvikmyndina Tónaflóð í Háskóla
bíói. Þáði stór hópur boðið og
skemmti sér vel. Bifreiðastjórar
frá Hreyfli fluttu fólkið ókeyp-
is. Vill gamla fólkið þakka við-
komandi aðilum fyrir þetta á-
gæta boð.
Gjöf til Hnll-
grímskirkju
Góður vinur Hallgrímskirkju í
Reykjavík, kona búsett í Hall-
grímssókn, er ekki óskar eftir
að láta niafn síns getið — af-
henti gjaldkera kirkjunnar í daig
sparisjóðsbók með rúmlega 215
þús. króna inmstæðu, en upphæð
imini sbal eftir þörfium varið til
greiðslu á kostnaði við útveguin
og frágang á fullkomnum og var
anlegum búnaði til raflýskigar á
4 metra háum krossi, sem koma á
ofian á turnispíru Hallgríms-
kirkju. Eins og nýlega var skýrt
frá í fréttum, standa vonir til að
hægt verði að steypa tumspír-
uina í fullia hæð (70,5 m) fyrir
lok þessa árs og er þá komið að
frágaingi á krossi kirkjuturns-
ins.
Sama höfðingskona hefir frá
uppbafi látið sér mjög amn't um
framgang byggingar • Hallgríms-
kirkju á Skólavörðuhæð og hef-
ir oftsinnis á liðnum árum fært
gjaldkera kir'kjumnar myndarleg
fjárframlög í byggimgarsjóð
kirkjiunnar. Þótt hún óski ekki
nafmis síns getið, leyfir hún að
frá gjöfunum sé skýrt, því gjarn
an vill hún að þeim fjölgi emn,
sem styðja kirkjubygginguma
með stærri og minni fjárfram-
lögum — því nú er þess mikil
þörf.
Frá Byggingarnefnd Hallgríms-
kirkju.