Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 196«
17
Guðm. G. Hagalín
skrifar um
BÓKMENNTIR
Svipast um á sviði hins liðna
Guðmundur L. Friðfinnsson:
Undir Ijóskerinu. fsafoldar-
prentsmiðja. Reykjavík 1967.
Hálffimmtugur bóndi, Guð
muindur L. Friðfimnsson á Egilsá
í Skagafirði gaf út tvær drengj a
bækur árið 1950. Þær heita
Bjössi á Tréstöðum og Jónsi karl
inn í Koti og kerlingarnar þrjár
Árið 1954 og 1957 kornu frá
hendi sama höfundar tvær skáld
söguir og var einsýnt af þieim og
drengjabókunum, að Guðmund-
ur væri gæddur góðri frásagnar
og athyglisgáfu, hefði ríkt
ímyndunarafl og hæfileika til
mainnlýsiinga. Og árið 1958 kom
svo f rá Guðmundi skáldsagan
Hinum megin við heiminn, sem
vakti mikla athygli og e:r að
mínum dómi ein af bezt gerðu
og athyglisverðuistu skáldsögun
um í bókmenntum okkar frá síð
ari áratugum. Þrem árum síðar
gaf Guðmundur út Sögu bónd-
ans á Hrauni, ævisögu, sem er
vel rituð og sérstætt formuð, og
árið eftir kom út eftir Guðmund
smásagnasafn, sem heitur Bak-
svipur mannsins. Sögurnar í því
enu að ýmsu óvenjulegar að efni
og formi og hafa fyrir þær sak
ir vakið minmi athygli en vert
hefði verið, því að ekki eru þær
á þann hátt sérstæðar, að þar sé
vaðið sorp og saur.
Strandar-
kirkja
endurvígð
BISKUP íslands, hr. Sigiurbjörn
Einarsson, endurvígir Strandar-
kinkju, sunnudaginn 14. júlí og
hefst athöfnin kl. 5 síðdegis.
Vígsluvottar verða sóknarprest-
urinn sr. Sigurður K. G. Sigurðs-
son, sr. Ingóilfur Ástmarsson, sr.
Erlendur Sigmundsison, biskups-
riitari og Rafn Bjarnason, for-
maður sóknarnefndar.
Guðmundur L. Friðfinnsson.
Nú liðu fjögur ár, án þess að
út kæmi bók eftir Guðmund, og
ýmsir spurðu. Hvað dvelur skáld
ið á Egilsá? Og vissulega hafði
nú Guðmundur snúið sér að
öðru verkefni en ritsitörfum.
Hann hefur með ærnum kostn-
aði og trúlega enn tilfinman-
legri umsvifum og fyrirhöfn kom
ið upp á býli sínu og rekið af
einstæðum myndartskap mjög
stórt og vandað sumardvalar-
heimili handa börnum úr borg-
um og kaupstöðum, og svo hefur
þá lítið tóm gefist til að semja
skáldsögur, sem •fullnægi þeim
kröfum, sem Guðmundur gerir
nú til sjálfs sín í þeim efnum.
En í fyrna sendi hann frá sér
sagnaþætti, sem hann gaf heitið
Undir ljóskerinu.
Bókin heflst á Forspjalli. Þar
og í næsta kafla gerir Guðmund
ur grein fyrir h-eimildarmanni
sínum, Brynjólfi Eiríkssýni frá
Skatastöðum, ætt han-s og upp-
eldi, og því sem honurn og sögu-
ritaranum fór á milli. Þar er
og lýst sögusviðinu, sem er Aust
urdalur í Skagafirði, en eftir
honum fellur Jökulsá eystri, mik
ið og straumþungt vatnsfall, sem
mörgum manninum hefuir orðið
að bana, og má til sanms vegar
færa, að hún sé aðalpersónan í
þessari bók, þó að allmargt
manna komi þar við sögu.
Lengsti þátturinn í bókinni er
Þáttur Gísla sterka á Skata-
'stöðum, en han-n var ömmubróð-
ir Brynjólfs Eiríkssomar. Þar
er auðsjáanlega fylgt allnákvæm
lega frásögn sögumannsins, en
skáldið heldur sér þar mjög í
skefjum. Gísli hefur verið mað-
ur sérkennilegur að háttum og
sérstæður að gerð, og afremnd-
ur var hahn að afli og þori. En
þrátt fyrir þetta verður persónu
leiki ha-ns ekki rismikill í þætt-
inum — og ekki eins eftirmimni-
legur og mér virðist að í raun-
inni hafi efni staðið til. Brynjólf
ur mun hafa verið minnugur,
greindur og mjög samvizkusam-
ur sögumaður, og Guðmundur
gæddur miklum hæfileikum til
að stílfæra sögulega frásögn og
sérstæða mannlýsingu, en það er
eins og einhver brotalöm hafi á
orðið samstarfi þeirra þrátt fyr-
ir það gaignkvæma traust, sem
þeir hafa auðsjáanlega borið
hvor til annars.
Þegar lýkur þætti Gíslia, er
komið á blaðsíðu 47 í bókinni,
sem er aðeins 98 síður — að
þeim meðtöldum, sem á eru teikn
ingar, en teiknimg fylgir hverj-
um kafla. í síðari helming bók-
arinnar eru hvorki meira né
minna en sex þættir, sem allir
fjalla um drukknum mannia í
iforaðsvatnsfallimu Jökulsá
eystri, og þegair í fyrsta þætt-
5H
TTicUtÁAHS.
AÐ BERA VITNI
26 luku
fyrrihluta
í verkfræði
26 stúdentar luku fyrrahluta-
prófi í verkfræði við Háskóla
íslands í júní s.l.:
Aðalsteinn Hallgrímsson
Axel Gísla-son
Baldvin E. Baldvinsson
Bárður Hafsteinsson
Einar Þorvarðarison
Guðmundur Þór Ásgeirsson
Guðmundur Björnsson
Gunmar St. Ólafsson
Gunnar Axel Svérrisson
Gunnar M. Sch. Thorsteinsson
Jón Svavar Friðjónsson
Jón Hielgason
Jón Sigurjónsson
Kristján Benediktsson
Kristján Haraldsson
Leifur Benediktsson
Magnús E. Jóhamnsson
Ólafur Bjarnason
Óskar Finnbogi Sverrisson
Pétur K. Maack
Ragnar Sigbjörnsson
Snæbjöm Kristjánsson
Sveinn Torfi Þórólfsson
Valur Kristinn Guðmundsson
Þórarinn Magnússon
Þorsteinn Jóhannesson
MIG dreymdi ljótam draum.
Dómari hallaði sér áfram í
sætinu og spurði mig: „Hvar
voruð þér hinn 16. ágúst árið
1965?“ Ég vissi það ekki. „Ég
skal segja yður það“ hélt
hann áfram. ,,Þér voruð á
þjóðveginum frú París til Or-
léans við hliðina á kyrrstæðri
bifreið. Hvaða tegund var
það?“ Ég vissi það ekki. ,,Og
í hve langri fjarlægð voruð
þér frá bifreiðinni? Voru það
55 sentimetrar eða 56?“ Mál-
rómur hans var ógnandi. Til
allrar hamingju vaknaði ég.
Þetta var aðeins martröð.
En fyrir mörgum Frökkum,
sem hafa verið ákærðir eða
grunaðir, oft sakausir, hefur
þessi martröð orðið að veru-
leika. í Frakklandi er vænzt
meira af vitnisburði en hægt
er að veita af hreinskilni. Ef
ég væri dómari, eða meðlim-
ur kviðdóms, mundi ég vera
tortrygginm gagvart ólíklegri
nákvæmni. Ég veit fullvel af
reynslunni, hve okkúr hættir
tií að vera of fljótir á okkur
að staðfesta það að eitthvað
sé rétt — eða rangt. Minni
mamna er glopótt, jafnvel
hinna beztu.
Um dagimn sagði konan
mín, sem er fræg fyrir stál-
minni sitt, við mig: „Þú skil-
aðir ekki aftur Plutarch, sem
þú tókst úr bókaskápmum í
miíhú herbergi". Ég var næst-
um sannfærður um að ég
hefði komið með bókima aft-
ur sama dag, en hún stóð á
því fastar en fótunum að hún
hefði ekki séð hama síðan,
Þar sem ég hafði þó óendan-
lega mikla trú á minni henn-
ar en mímu eigin, þá hóf ég
umfangsmikla leit í bókahill-
um mínum. Ég fann ekki
neitt. Tveimur dögum síðar
baðst hún afsökunar: „Þessi
Plutarch, þú veizt, þú skilað-
ir honum víst. Ég hafði bara
ekki látið hann á sinn venju-
lega stað ... Það er undar-
legt, ég hefði getað svarið að
þú værir með hann“.
Ég hefði getað svarið....
Hve oft höfum við tekið
svona til orða um ævima? Ég
hefði getað svarið að ég
þekkti þennan mann ekki, en
mú sannar hann að ég hef hitt
hann og meira að segja skrif-
að homum bréf. Getum við
verið , sannfærð um, þegar
vitni í sakamáli sver að segja
„sannleikann, allan sannleik-
ann og ekkert nema sanmleik-
ann“, að sannleikur vitnisins
sé hinn eini rétti sanmleikur?
Hér er ég ekki að tala um
ljúgvitni, sem segja vísvitandi
ósatt. Ég er að tala um heið-
arlegt, eimlægt fólk, sem held
ut að allar myndir í huga
þess séu áreiðanlegar minn-
ingar, og sem hefur gleymt
mikilvægum þáttum atburðar,
er það var engu að síður
vitni að.
Frægur prófessor gerði eitt'
simn eftirfarandi tilraun, til
að brýna fyrir nemendum sím-
um að vera ætíð á varðbergi.
Án þess að undirbúa þá, setti
hann á svið atburði í kennslu-
stofunni. í miðjum fyrirlestiri
kom maður hlaupandi inm í
stofuna, sló prófessorinn og
flúði síðan sem fætur toguðu
út um smádyr á bak við ræðu
púltið. Strax og stúdentarnir
voru búnir að jafna sig eftir
undrunina, bað hann þá að
skrifa lýsingu á árásarmann-
inum. Næstum allir þeirra
sögðu að maðurinn hefði ver-
ið illa til fara og verið með
húfu á höfðinu. En prófessor-
inn hafði klætt hann vel í
sniðinn jakka og látið á hann
pípuhatt. Flestir stúdentarnir
höfðu séð, ekki það sem bar
fyrir augum þeirra, heldur
það sem þeir héldu að þeir
sæju. Þar sem þeir höfðu fyr-
irfram ákveðna hugmynd um
það hvernig misindismenn
litu út, þá höfðu þeir breytt
hugmynd í endurminningu.
Sannleikurinn er sá, þegar
við fórnarlömb slyss eða vitni
að óvæntum glæp, þá skeður
allt svo skyndilega að við
blindumst af geðshrærignu og
sjáum ekki neitt. Við vöknum
upp í skurði eða í sjúkrahúsi
og spyrjum sjálfa okkur
hvernig við höfum komizt
þangað. En þeir sem lögin eða
tryggingafélögin hafa lagt á
herðar þá skyldu að komast
að öllum þáttum atburðarins,
sætta sig ekki við það svar
okkar, að við vitum ekkert.
Þeir sitja fastir við sinn keip
að toga út úr okkur yfirlýs-
ingu, sem getur verið mjög
þýðingarmikil fyrir þá. Með
því að yfirheyra okkur, stinga
þeir upp á svörum við okkur.
Smám saman renna þessar
uppástungur saman við minni
okkar. Án þess að gera okkur
grein fyrir því, verðum við
að ljúgvitnum.
Auk þess er það svo að af
fimm vitnum að sama atburði,
tekur hver eftir mismunandi
atriðum. Hestamaður tekur
kannski eftir göllum á hrossi
sem hann hefur aðeins séð
bregða fyrir í svip. í annars
augum er hver hestur öðrum
líkur. Bílstjóri veit án nokk-
urrar umhugsunar af hvaða
tegund bifreiðin, sem hann
lenti í árekstri við, var, — en
ég, sem ekkert veit um slíka
hluti, lýsi því yfir í fyllstu
einlægni að ég hafi enga hug-
mynd um það. Konur geta
eftir á lýst kjólum, loðfeldum
eða skartgripum, sem aðrar
konur bera, þótt karlmenn
taki ekki einu sinni eftir
þeím. Það þarf því talsverða
skarpskyggni til að meta
gildi vitnisburðar. En réttar-
höld ganga hratt fyrir sig, og
meðlimir kviðdóms eru varla
vanir því að skilgreina til-
finningar.
Meira að segja játningar
eru vafasamar. Ef þær eiga
að hafa nokkurt gildi, mega
þær ekki hafa verið dregnar
út úr mönnum vegna hótana,
loforða, þjáninga eða þreytu.
Nýafstaðin málaferli vöktu
hjá mér áhyggjur, sem af-
staða okkar til hins seka
valda mér. Það er ekki dóm-
Urunum að kenna. Þeir eru
aðeins lítil hjól í stórri vél,
sem þeir smíðuðu ekki sjálfir
og sem snýr þeim með gangi
. sínum. Þeir eru arftakar dóm-
ara fyrri alda og líta á hinn
ákærða sem sekan unz honum
inum af þessum sex stingur mjög
í stúf um frásagnarhátt og líf-
ræna meitlun efnisins.
Guðmundur segir svo í For-
spjalli:
„Það, sism sagt er um Brynj-
ólf sjálfan, ákatastaðaheimilið
á hanis tíð og Gísla sterka, er
eflnislega rakið nákvæmlega á
þann hátt, er Brynjólfur sagði
mér. Öðru máli er að gegna um
slysfarasögurnar. Grindin er þar
að vísu hin sama og kom frá
hendi Brynjólfs, og auk heldur
trúlega fylgt. En þessu til við-
bótar hef ég tekið upp hinm
gamla, íslenzka hátt áhlýðand
ans að láta huganm reika, reyna
að sjá atburðiraa í innra ljósi
gefa henni aukið líf án þess þó
að ganga mjög langt í þessu
efni. . . “
Það er þessi háttur Guðmund-
ar, sem gæðir hina sex þætti lit
og lífi. Skáldleg iransýn hains
gefur sér nærri um hug þeirra,
sem við sögu koma, og innlifun
hans í aðstæður og auga hams
fyrir svip og sérkennum sögu-
sviðsins njóta sín rækilega til
mótunar frásögninni, veita henni
fylliragu og blása í hana raun-
hæfu lífi. Þeissir þættiir verða
því áhrifaríkir og eftirminnileg-
ir, — yfir þeim dulkennd ógn
og harmrænn ömurleiki.
Frágangur bókarininar er all-
ur vandaður og prófarkalestur
sérlega góður, en próíarkir laa
Iragvar mennltaskólakennari, son
ur sögumannsins, Brynjólfs frá
Skatastöðum.
Guðmundur Gíslason Hagalin.
tekst að sanna sakleysi sitt.
Það er hættuleg afstaða.
Engilsaxneskir dómarar eru
að siðferðilegu mati engú
betri en framskir dómarar, en
sú hefð sem skapar starfs-
reglurnar er hins vegar þann-
ig að litið er á hinn ákærða
sem saklausan. Þessvegna er
það hlutverk sækjandans að
sanna sekt hans. Þá er ekki
uim það að ræða að knýja
fram játningu. Hvernig geta
menn hamrað á því við sak-
lausan mann? Það er um það
að ræða að safna bunka af
sönnunum. Ameríska og
enska lögreglan er ekki yfir
það hafin að grípa til vafa-
samra aðferða, engilsaxneskt
réttarfar veguir ekki alltaf og
metur vitnisburð á hlutlausan
hátt. En það er ósjálfráð til-
hneiging engilsaxneskra dóm
ara að krefjast ekki meira áf
vitnum en hægt er að ætlast
til af þeirn með sanngirni.
Við höfum öll séð amerísk
réttarhöld í kvikmyndum. —
Dómarinn virðist vera gjörð-
armaður, sem sér um að ekki
sé barið fyrir neðan beltis-
stað. Hann stöðvar spurning-
ar, sem fara út fyrir efnið.
Sækjandinn eða verjandinn
spyrja vitnin spjörunum úr.
Ándstæðingurinn hefur rétt
til þess, eftir hverja spurn-
ingu, áður en svarað er, að
segja: „Mótmæli“ Ef dómar-
irai bætir við: „Mótmælin tek-
in til greina“, þá er spurning-
'in strikuð út og svar ekki
leyft. Fáein dæmi um margar
aðrar hömlur: Það er ékki
leyfilegt að leggja fyrir spurn
ingu, sem felur í sér ábend-
ingu um svar eða sem virðist
ganga út frá ósönnuðum flull-
yrðingum sem sönnuðum eða
sem ekki koma við máli því,
sem rétturinn fjallar um.
Þessar reglur eru í sjálfu
sér ófullkomnar, eins Qg allt
það sem gert er af manna
höndum. Við höflum séð að
þær koma ekki í veg fyrir að
ranglátir dómar séu kveðnir
upp, en þær veita hinum á-
kærða réttindi, og í hvaða
landi sem er verður að
vernda hann. Það er betra að
láta sekan mann sleppa við
hegningu, vegna skorts á sönn
unum, en að sakfella saklaus-
an mann, án fullkominna
sannana.