Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ; FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 21 Island kynnt á Italíu Hval ’jot á Bret- landsmarkað Akranesi 8. júlí. Mikil og stöðug vinna hefur verið við hvalkjötsfrystingu í Hraðfrystihúsinu Heimaskaga að undanförnu. Hefur stundum ver ið unnið nótt og dag. Enda hafa margir og óvenju stórir hvalir veiðst síðustu daga. Frystihúsið var orðið yfirfullt og töluverðu magni af kjöti varð að koma til geymslu í frystihúsi Fiskiverg h.f. Flutningaskipið Rannö tekur hér í dag og á morgun 750 lest- ir af kjöti til útflutnings og fer kjötið á Bretlandsmarkað. | Aðallega eru það unglingar, 13-16 ára, sem vinna við útskip- unina, þar sem eldri menn hafa næga vinnu, og gengur verkið veL I —HJÞ ' j I APRÍL sl. var opnuð í Mílanó á ítalíu sýning á ljósmyndum frá Norðurlöndum, þar sem aðal áiherzlan var lögð á ísland. Myndirnar frá Islandi voru í sex flokkum, sem nefndust: 1. Náttúran, 2. Vestmannaeyjar, 3. Hvalveiði, 4. Hestar, 5. Fuglalíf, 5. Börn. Ljósmyndarinn, Lan- franco Colombo, vill með þessu taka áhorfendur með sér í mynda tökuferð, sem hefst með almennu yfirliti yfir landslag, haföldur, fossa, eldfjöll og lýkur me‘ð smá- atriðum úr lífi þjóðarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu um sýninguna. Colombo tók myndirnar á Is- landi sumrin 1965 og 1967. Hann hefur aflað sér álits sem ljós- myndari á ítalíu, en hefur auk pess starfað þar lengi, sem blaða maður. Hann hefur m.a. hlotið tvenn verðlaun fyrir bækur um ljósmyndun. Sýning Colombos var opnuð í þekktum sýningarsal „1 Dia- framma" í Mílanó. Við opnunina voru viðstaddir allir ræðismenn Norðuriandanna, auk ýmissa fyr irmanna ítalskra, þ. á m. borgar- stjóra Mílanó. Stúlkur í þjóð- búningum tóku á móti gestum og veittu þeim síld og kavíar frá Islandi, framreitt með íslenzku brennivíni. Mikil áðsókn var að sýning- unni og munu 2—3 þúsund manns hafa séð hana í Mílanó. Er sýningunni lauk í Mílanó var Colombo boðið að ferðast um með myndir sínar og sýna þær á vegum ýmissa félaga ljós- myndaáhugamanna. Hefur sýn- ingin hvarvetna vakið mikla at- hygli og hefur hennar verið get- ið í blöðum og sjónvarpi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.