Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 1. kafli. Pam minntist þess að hafa sagt við sjálfa sig þá: „Jæja, Pam, þú ert nú ekki fyrsta stúlk- an, sem hefur verið svikin, óg ekki trúlegt að þú verðir sú síð- asta. Reyndu að skilja það, stúlka mín. Þú jafnar þig af þessu“. Bréfið kom á miðvikudags- morgun, rétt þegar hún var að setjast að morgunverðarborð- inu, ásamt foreldrum sínum. Rita, þjónustustúlkan, kom inn og sagði: — Afsakið, ungfrú Pam, en það kom bréf til yðar með fyrsta póstinum. Ég gleymdi að fá yður það. Pam leit á hana brosandi. — í»að er allt í lagi, Rita. Það er víst enginn skaði skeður. Móðir hennar, sem hafði verið að hella í kaffibolla, hallaði sér fram yfir borðið, leit á áritun- ina á umslaginu, og sagði: — Það er frá honum Hugh. Ég vona, að blessaður drengur- inn sé frískur. Pam hló, meðan hún var að opna umslagið. — Hugh er með hestaheilsu. Hann hefur sagt mér, að sér hafi aldrei orðið misdægurt á ævinni. — Já, og það ættir þú að vera þakklát fyrir, sagði móðir henn- ar. — Það er ekkert gaman að hafa heilsulausan eiginmann að stjana við - eða mann, sem heldur, að hann sé heilsulaus. Og um leið og hún sagði siðustu orðin sendi hún manni sínum þýðingarmikið augnatillit. Það snuggaði eitthvað í John Harding og svo hélt hann áfram að lesa í blaðinu sínu. Hann var heilsulaus. Þessvegna hafði hann líka hætt við víxlarafyrir- tækið í London, nokkrum árum áður, og keypt þetta yndislega gamla hús í Hampshire. Þetta var hrörlegt hús, sem harm hafði keypt lágu verði. Á sumrin var það vistlegt, en á veturna var það einhver kaldasti grindahjall- ur í sveitinni. Pam hafði flutzt til Croxford með foreldrum sínum. Eldri syst- FYRIR SUMARLEYFIÐ Hústjöld 4ra manna svefntjald og stofa aðeins kr. 4.795.— Þetta eru tjöld sem hafa fengið góða reynslu í okkar veðráttu. Frönsk 4ra—5 m. tjöld með hlífðarþekju. Tjöld 2ja til 5 manna, verð frá kr. 1930.— Tjaldsúlur, tjaldhimnar, tjaldhælar. Pottasett margar gerðir. Vindsængur — svefnpokar. Nestistöskur 2ja, 4ra og 6 manna frá kr. 570.— Ferðagasprímusar ýmsar stærðir. Gerið samanburð á verði. Verzlið þar sem hagkvæmast er. ir hennar var gift og átti heima í London. Pam hafði viljað fá sér atvinnu, en þvi voru foreldr- ar hennar andvíg. — Það er allt í lagi fyrir ó- laglega stúlku að fá sér atvinnu, sagði faðir hennar. — En hvaða vit er í því að vera að eyða í það peningum fyrir stúlku, sem giftist eins og skot? Það er ekki annað en óþarfa eyðsla, finnst mér. Og víst var Pam lagleg. Hún hafði fallegt rauðbrúnt hár, sem leit út eins og glóð í eldi, þegar sólin skein á það. Augun voru stundum brún, stundum ljós- brún og á nefinu vottaði rétt fyrir ofurlitlum freknum, sem henni tókst aldrei almennilega að hylja dufti. Hún var nægi- lega grönn til þess að bera föt sín vel, en þó ekki nógu grönn til þess að vera það, sem faðir hennar kallaði „ókvenleg". Hún bjó sjálf til mestöll föt sín, enda þótt engan gæti grunað það. En eftir styrjöldina höfðu tekjur föður hennar rýrnað. Því átti fjölskyldan fullt í fangi með að ná endum saman og varð- veita þá rausn, sem Pam gat nú 1 —-- I aldrei skilið, að þau þyrftu að varðveita. En móðir hennar vildi gjarna sýnast og láta á sér bera. Og það var ein ástæðan til fagn- aðar hennar, þegar Pam trúlof- aðist Hugh Richards. Foreldrar Hughs voru þarna fyrirfólk í nágrenninu og lang- ríkustu hjónin í sveitinni. Þau áttu stóran búgarð í nánd við heimili Hardinghjónanna, með tennisvöllum, sundlaug og golf- velli. En ekkert þessara þæg- inda var mikið notað, af því að Hugh, ssm var einkabarnið, átti nú heima í Rio de Janeiro, þar sem hann átti kaffiekrur með félaga sínum, Jeff Maitland. Löngu áður en Pam hitti hann, fannst henni hún vita öll deili á honum. Frú Richards þreyttist aldrei á að tala um hann. — Ég held, að henni þyki gaman að veifa honum framan í allar ógiftar stúlkur í nágrenn- inu, sagði Pam einhvemtíma, hlæjandi, við móður sína. — Og hamingjan skal vita, að við erum hér nógu margar! Frú Richards var vön að segja, fyrst við þessa og svo við hina: „Ja, þegar hann Hugh kemur heim, skal ég kynna hann þér“. — Jæja, Pam, þú ættir nú ekki að leggja nieinn dóm á manninn fyrr en þú hefur séð hann, andæfði móðir hennar, oft ar en einu sinni. — Það er ekki honum að kenna BYGGIIMGAVOUIJR Harðtex — 122 x 274 vm — %” - Krossviður — birki — 3 og 4 mm Krossviður vatnsheldur — 6,5 og 12 mm Masonite olíusoðrð — 122 x 274 cm — %” ; Masonite special — 122 x 366 cm — %” ' Spónaplötur — 122 x 260 cm — 10,12, 16 og 19 mm 1 Saumur — Þakpappi. Timburverzlunin VÖLUNDUH HF. Sími 18430. gð.«8PPft — Gjörið svo vel að sýna mér fulla kurteisi — og gleymið því ekki að ÉG er vinnuveitandi yðar, maður minn. þó hún móðir hans sé vilhöll honum í hag. — Vilhöll, þó þó! Henni finnst áreiðanlega ekki konungborin prinsessa nógu góð handa honum — Það er nú sama. Það er þó að minnsta kosti óneitanlegt, að hanin er glæsilegt gjaforð fyrir hvaða stúlku, sem vera skal. — Blessi þig, elskan, sagði Pam og kyssti móður sina. — Þú talar eins og í átjándu aldar leikriti. Stúlkur nú á dögum hafa ekki áhuga á góðu gjaf- orði. Við viljum bara eiga mann- inn, sem við elskum. — Það er nú heldur ekki neitt nýtt, sagði frú Harding og skríkti - þú þekkir gamla spak- mælið: „Giftu þig ekki til fjár, en vertu ástfangin þar sem auður er fyrir“. Það var Pam sjálf, sem kom heim mað þær fréttir, að Hugh væri væntanlegur heim í fríinu sínu. — Það er alveg ótrúlegur undirbúningur í ga.ngi þarna, sagði hún hlæjandi. — Þarn.a er ekki slátrað einum alikálfi.held- ur tíu! Móðir Hughs ákvað að halda mikinn dansleik til þess að kynina son sinn þarna í nágrenn- imu. Enginn í Croxford hafði kynzt honum áður. Þegar hann fór seinast til Rio, höfðu for- eldrar harus átt heima norðan- lands. y Frú Harding heimtaði, að Pam fengi Gwen, systur sína, til að senda sér tízkukjól frá London. — Og hvað svo, ef ég kem vinningsláus heim? sagði Pam glettnislega við móður sína. — Þú ættir að skammast þín, mamma, fyrir að vera að vekja grillur í saklausu, ungu höfði mínu! En þrátt fyrir alla þessa gam- ansemi, var Pamela raunveru- lega spennt að hitta Hugh Rich- ards. En það er nú líklega bara vegna þess, að hún mamma hans hefur verið svo duglegur blaða- fulltrúi fyrir hann, sagði hún við sjálfa sig. En þarna kom nú samt fleira til. Hún hafði séð ljósmynd af honum á arinhillunni hjá móður hans. Og ekki var því að neita, að maðurinn var laglegur. Kjóllinn úr höfuðborginni var sérlega velheppnaður. Hann var ljósgrænn, en sá litur fór einmitt svo vel við rauðleita hárið á Pam. Móðir heinnar leit á hana og andvarpaði. —- Þú ert voða sæt! sagði hún. — Ég vildi óska...... Pam leit á hana. Hún hafði verið að snúa sér, hægt og hægt fyrir framan spegilinn. — Hvers vildirðu óska elskain — Æ, ég veit ekki. Komdu hérna, krakki! Ein frunsan þarna situr ekki rétt. En þótt hún talaði blátt áfram um þetta, var einhver löngunar- glampi í augunum. Kannski var Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Smálagfæringar hagstæðar í dag, en farðu þér hægt. Nautið 20. apríl — 20. maí. Taktu ekki mikilvægar ákvarðanir í dag, og vertu orðvar. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Margt glepur í dag, svo að þú skalt sitja hjá eins og hægt er. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Hafðu þolinmæði með þeim sem eldri eru, þú skalt vinna vel, en ekki taka meiri háttar ákvarðanir. Ljónið 23. júlí — 22. águst. Þú skalt vinna vel og ganga vel frá öllum hnútum, þú sérð, hvað á vantar um hádegisbil, og lagfærir það sem miður fór er á líður. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Það sem þú fréttir í morgun, gengur úr gildi seinna i dag, svo að þú skalt bíða átekta, og spara um leið. Vogin 23. sept. — 22. okt. Lfklegt er að misskilnings gæti, reyndu að leiðrétta, það sem þú getur. Vertu nákvæmur. Sporðdrekinn 23. okt. — 23. nóv. Athugaðu hvað hægt er að gera, og rétt! Þér gengur vel og þú velur réttu leiðina. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Bíddu átekta, og eðlisávísunin og takmark þitt munu eiga sam- leið. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Haltu þig heima við í dag, skrifaðu engin bréf, samræður enda hvergi. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Fyrri hluti dags, er órólegur og hávaðasamur, farðu út og leit- aðu að nýjum sannleik. Skoðaðu hug þinn er kvölda tekur. Fiskamir 19. febr. — 20. marz Taktu þér heldur smáhlé oftar, skipuleggðu fram í tlmann, og festu það á blað, sem þér hættir til að gleyma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.