Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 Tvö börn skírð um leið á silfur brúðkaupsdegi afa og ömmu í GÆR var Krisuvíkurkirkja hyggjast hafa gróðurhúsa- og tekin aftur í notkun eftir að hænsnarækt. i! í:s-íí»®S:#S$« ■i !■': :;: '■>; ;;i>: Í||IWI|iÍÍ|»|IÉ s+ j' ' * „; ■ : y : : '' ' * Edda Larsen og brúðguminnn, Ásgeir Guðmundur Sölvason, Jónas Sigurðsson frá Siglufirði, með dóttur sina Elísabetu litlu, nýskírða, ©g afi Knúts, með litlna nafna sinn nýskírðan, á silfurbrúðkaupsdegi sánum. Brúðhjónin, Edda Larsen og Ásgeir Guðmundur Sölvason, er þau koma til kirkjunnar. hún hafði um árabil verið ónotuð. Eins og menn rekur minni til var fyrir-2-3 árum rænt miklu af kirkjugripum kirkjunnar og var hún endur- vígð 1964 eftir að hún hafði verið lagfærð. Gefin voru sam an í hjónaband þau Edda Lar- sen og Ásgeir Guðmundur Sölvason. Foreldrar Eddu, Sjöfn Hákonardóttir, frá Siglufirði, og Knútur Magnús- son, sem áður var á Gullfossi, héldu upp á siifurbrúðkaup sitt við þetta tækifæri. Þau hjónin eiga sex börn. Við þessa sömu athöfn voru skírð tvö barnabörn silfurr brúðhjónanna, drengur og stúlka, og hlutu þau nöfniti Elisabet og Knútur. Formlega var hætt að nota Krisuvíkurkirkju 192*9, þót.t samþykki hafi fengizt fyrir því 1914. Sennilega var þar seinast messað 1910, og síðan ekki aftur fyrr en kirkjan vatr vigð 1964. Ekki er vitað að nein athöfn hafi farið þar fram síðan. Einar skáld Bene- diktsson átti kirkju þessa. Brúðhjónin áttu ekki langt að fara til síns heima, því að þau hafa ásamt foreldrum brúðarinnar, tekið búið í Krísuvík á leigu, þar sem þau ■ .>.: Sonja Larsen með Elísabetu litlu, amma, sem á silfurbrúðkaup, Sjöfn Jóhannsdóttir, afi, sem á silfurbrúðkaup, Knútur Magniisson með nafna sinn litla, sem skírður var, bak við hann Jónas Sigurðsson, faðir Elísabetar, Ásgeir Guðmundur Sölva son og Edda Larsen, Guðrún móð ir brúðgumans og prestshjónin séra Garðar Þorsteinsson og frú. i fWk I - ii 1»? - GRIKKLAND Framhald af bls. 1 sem máli skipta. Konungurinn- fær að halda titli sínum sem yfirma'ður heraflans, en hermenn sverja ekki konungi hollustu- eið heldur þjóðinni og „þjóðleg- um hugsjónum“ og völdin í hern um verða í höndum stjórnarinn- ar. Komið verður á fót þjóðar- ráði, sem konungur á að leita ráða hjá, þegar hann tekur mikil vægar ákvarðanir. Stjórninni verður í sjálfsvald sett hvort hún býður Konstantín konungi að snúa aftur heim úr útlegð sinni i Róm. Ekkert sagt um kosningar. Samkvæmt einu af 138 ákvæð um stjórnarskráruppkastsins á rikisstjóirinn, Georg Zoitakis hers höftiingi, að fara áfram með vald konungs að afloknum þing- kosningum, nema því aðeins að ný stjórn, sem hugsanlegt sé að taki við völdum að kosningum loknum, fari þess á leit við Kon- stantín konung að hann snúi heim. í uppkastinu er ekkert á- kvæði um það hvenær, horfið skuli aftur til þingræðislegrar stjórnar, og ekkert er heldur um það sagt, hvenær þingkosningar verði haldnar eða hvenær stjórn arskráin taki gildi. Þegar Georg Papadopolous var inntur eftir þessu í dag sagði hann, a’ð svarið kæmi í ljós eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna í september. í s'tj ómairskránni segir, að rit- ■skoðun sá börnnuð, en blöðin gegni opinberu hlutverki, sem lleggi þeim á herðar forréttindi og ábyrgð. Samkvæmt uppbast- imu varðar það við lög að ráð- ast á kirkjunia og konuinigdæmið, grafa undan heraflanum, styðja atarfsemi er miði að því að bola stjóminni frá völdum, uppörva og túlka ólögmæt sjónarmið og styðja ólögleg samtök. Komið verður á fót stjómlagadómstól, sem rannsaika skal stefnuskrár sérhvers stjórnmálaflokkis, sem iagt sé til að komið verði á fót. Sérstakt þjóðarkennsluráð ó að ejá til þess að útiloka stjómmál frá kennslu. Af öðmxm ákvæðum stjómar- uppkastsiins má nefna: kjörtíma- bil verður stytt úr fimm ánum í fjögur, 30 af 150 fulltrúum þingsins verða landskjömir og verður þar um að ræða þekkta borgara, ef flokkur sá, sem hef- •ur þiingmeirihluta, bemur sér ekki saiman um tilnefningu for- sætiisiráðherra, verður hann kjör inn af þinginu, kommúniistaflokk urinn verður áfram bannaður, kjördæmum verður fækkað úr 55 í 15, þingmeinn mega ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil að undainskildum forsætisiráðhierra og flofcksleiðtogum. Konstantín heim? Gergo Papadopoulos forsætis- ráðherra sagði á blaðamanna- fundi, að hann hefði semt Kon- stantín konungi afrit af stjóm- arskráruppkastinu, en vildi ekk ent um það segja hvort svar hefði borizit. Hann kvaðst „ekki vita til þess“ að nú stæðu yfir samn- ingar um að fá konunginn heim úr útlegðinnl - KOSYGIN Framhald af bls. 1 um ráðamönnum. Kosygin er að endurgjalda heimsókn Erlanders árið 1965. Kosygin mun ræða við sænska ráðamenn meðan á heimsókninni stendur og__er talið að þeir muni ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, Vietnam og samskipti Svía og Sovétmanna. Þá er einnig talið vist, að Kosy- gin muni á laugardag rfgða við Gunnar Jarring sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í deilu Ara- ba og fsraelsmanna', en Jarring kom í dag til Sviþjóðar frá Genf, þar sem hann ræddi við U Thant. STAKSTEIWI! Tvöfeldni f Þótt rúmlega tvö ár séu lið-j in, frá því að baráttan um bygg- ingu Búrfellsvirkjunar og ál-i bræðslunnar í Straumsvik var* háð á Alþingi og í blöðum, muna menn enn þann heiftarlega áróð- ur, sem málsvarar Framsóknar-i manna og kommúnista og mál-i gögn þessara flokka ráku gegn þessum framkvæmdum og því var ótvírætt haldið fram, að rík- isstjórnin og stuðningsflokkar-* hennar væru að gera sig seka um hrein landráð, með því að semja við erlendan aðila um byggingu álbræðslu í Straumsvik og ál-‘ framleiðslu þar. Enginn gekk! Iengra í þessari iðju en einn af ritstjórum Þjóðviljans, sem tindi til öll hugsanleg rök gegn því,! að ráðizt yrði í þessar stórfram- kvæmdir, og sveifst einskis í þeim efnum. Fyrir utan land-j ráðabrigzl var þeirri röksemd ■ mjög beitt af hálfu Framsóknar- manna og kommúnista, að hið! mesta óráð væri að ráðast í þess- ar framkvæmdir vegna þeirrar miklu atvinnu, sem í landinu væri og augljóslega mundu framkvæmdirnar í Straumsvik og við Búrfell draga vinnuafl frá undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Þessari röksemd var ekki sízt beint að sjávarút- veginum og fiskvinnslunni og með henni reynt að egna þessar undirstöðuatvinnugreinar til andstöðu við stóriðjuhugmyndir i rikisstjórnarinnar og stuðnings-j flokka hennar. „Hvernig halda menn að dstandið verði?" Þessi saga álbræðslunnar og Búrfellsvirkjunar er rifjuð hér upp einu sinni enn vegna þess, að forustugrein kommúnista- blaðsins í fyrradag, þar sem fjallað var um ástandið í at- vinnumálum, lauk með þessum orðum: J „ ... og hvernig halda menn að ástandið verði á næsta ári, þeg- ar stórframkvæmdum við Búr- fell og Straum lýkur?“ Þessi orð ritar sami ritstjóri kommún- istablaðsins, og hatrammlegast barðist gegn stórframkvæmdun- um við Búrfell og í Straumsvik og má með sanni segja að nú séu hann og blað hans komin heilan hring í þessu máli. Fyrst í stað var ríkisstjórnin skömm- uð fyrir að hyggja á þessar miklu framkvæmdir. Nú á greini lega að hefja nýjan skammar- söng vegna þess að framkvæmd- unum lýkur á næsta ári. Nýjar stórframkvæmdir En vegna þess, að kommún- istablaðinu stendur nú svo mik- ill ótti af þvi, hvernig ástandið verður á næsta sumri, þegar framkvæmdunum við Búrfell og Straum lýkur, er fyllsta ástæða til að túlka orð þess á þann veg, að það telji brýna nauðsyn bera til að halda áfram stóriðjufram- kvæmdum í landinu. í þeim efn- um er líklega einna lengst á veg kominn undirbúningur að bygg- ingu olíuhreinsunarstöðvar á ts- landi og í samræmi við tilvitn- uð orð kommúnistablaðsins verð ur að vænta þess að kommún- istablaðið muni veita þeirri fram kvæmd öflugan stuðning, sem og öðrum stóriðjuframkvæmdum, sem í undirbúningi eru. Batnandi manni er bezt að lifa, segir mál- tækið, og vonandi benda hin til- vitnuðu ummæli kommúnista- blaðsins til þess að snögg liug- arfarsbreyting hafi orðið hjá rit stjóranum. Senn mun reyna á hvort svo er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.