Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 24
rA________________________________________________________________________________________ 24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚUÍ 1968 Anstæðingar griskn stjórnor- innar dæmdir I»RÍR félagar úr samtökunum „Lýðræðisvörn" í Aþenu voru í dag dæmdir í fangelsisvist frá fimm og hálfu ári til tíu ára og var þeim gefið að sök að hafa gert samsæri um að steypa her- foringjastjórninni af stóli. Fimm menn að auki fengu skilorðs- bundna dóma frá tveimur til fjögurra ára, en 13 menn voru sýknaðir af ákærunni. „Lýðræðisvörn" var stofnuð skömmu eftir valdatöku herfor- ingjastjórnarinnar í apríl 1967 í þeim tilgangi, segir í ákærunni, að fremja skemmdarverk á grísk um herskipum og virkjum á landi til þess að búa í haginn fyrir væntanlega byltingu. Þyngstu dómana fengou Andreas Politis, sjóliðsforingi, Gerassimos Notaras, félagsfræð- ingur og Konstantínos Sophoulis, hagfræðingur, og voru þeir sagð- ir forystumenn nefndra sam- taka. Sakborningarnir kváðust hafa orðið fyrir misþyrmingum við yfirheyrslurnar. - MINNING rramhald af bls. 22 á sjó eða í landi, því þú varst ávallt glaður, iðinn, duglegur og Iaghentur, svo af bar. Þegar þú varst aðeins barn að aldri, varð ég oft að fara frá þér í atvinnu- leit og var ég oft lengur í burtu frá þér heldur en ég hefði vilj- að, en þá áttir þú yndislega ömmu og góðan frænda, sem reyndist þér eins og bezti fað- ir. Ég bið algóðan guð að styrkja ömmu þína í hennar miklu sorg, því þú varst henni allt. Elsku Grétar minn, þakka þér fyrir allt og allt, og bið himn- eskan föður um handleiðslu þér til handa. Það mælir þín móðir. Lokað vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 6. ágúst. VÉLASJÓDUR RÍKISINS. Sölumaður - skrifstofumaður Ungur maður óskar eftir sölu eða skrifstofustarfi hjá innflytjanda eða framleiðanda. Góð enskukunnátta. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín á afgreiðslu Morg- unblaðsins merkt: „8396, fyrir 19. þ.m. TIL S Ö LU Volkswagen 1600 TL, fastback Árgerð 1966. f mjög góðu standi. Ekinn 28.000 km. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „8473“ fyrir mánu- dagskvöld. Samvinnuskólinn Bifröst Kennarastaða við Samvinnuskólann Bífröst er laus til umsóknar. Aðal kennslugreinar eru hagnýt skrifstofustörf, þ. e. bókfærsla og vélritun. Laun samkvæmt 20. launaflokki opinberra starfs- manna. Kennaraíbúð á staðnum. Umsókn sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst næst- komandi. GUÐMUNDUR SVEINSSON skólastjóri Bifröst. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag o og á morgun, iaugardag vegna flutnings. Vinnuveitendasamband íslands. Vélstjórar 1: vélstjóra vantar strax á 250 lesta síldarbát. Upplýsingar á Hótel Vík herb. no. 11. Viðleguútbúnaður 2 LESBOK PARNANNA LESBÓK 3ARNANNA A /I-... .\ 3 # Q\ 6 7 10 1 ' 1T V )12 C BZ8-W ^ tVMUUNO HVAÐA TVÆR OG TV ÆR MYNDIR EIGA SAMAN? sagt honum sögu, er eng- an enctí hefði. „Þeim manni, sem get- ur sagt mér sögu án end- is“, sagði konungurinn „mun ég gefa fallegustu dóttur mina fyrir eigin- konu; og ég mun gera hann að erfingja mínum: og hann mun verða kon- ungur eftir minn dag“ En þetta var ekki ailt. Konungurinn bætti við eiriu erfiðu skiiyrði: „Ef einhver reynir að segja mér sögu, sem hefur endi mun hann verða háls- höggvinn". Dóttir konungsins var mjög faileg, og margir ungir menn vildu eignast hana, en enginn þeirra viidi samt eiga það á hættu að missa höfuð íitt til þess að eignast þana. Dag nokkurn kom ókunnugur maður langt að upp til hallarinnar. „Voldugi konungur“, sagði hann, „er það satt að þú veitir verðlaur. þeim manni er getur sagt þér sögu, sem engan endi hefur?" „Það er satt“, sagði konungurinn. „Og mun þessi maður fá að launum þina feg- urstu dóttur fyrir eigin- konu, og mun hann verða erfingi þinn?“ „Já, ef honum heppn- aát þetta“, sagði konung- urinn. „En ef honum mis- tekst, mun hann verða hálshöggvinn". „Jæja þá“, sagði ó- kunni maðurinn. „Ég kann skemmtiiega sögu, sem mig langar til þess að segja þér. Hún er um maura". „Segðu mér hana“, sagði konungurinn, „og ég skal hlusta á þig“. Og sögumaðurinn byrj aði: „Einu sinni var kon- ungur. Hann safnaði korni úr öllu landinu í eina stóra skemmu. Dag nokkurn kom sægur maura yfir landið og sá hvar allt kornið var geymt. Eftir að hafa leit- að í marga daga að nógu stórri smugu, til þess að komast inn fundu þeir loks op á austurenda skemmunnar, nógu stórt til þess að einn maur kæmist inn í einu. Svo að einn maur fór inn og kom út aftur með korn. því næst fór annar inn og kom með korn og enn KROSSGÁTAN Lárétt: 1. Sjávardýr, 3. skip, 7. fiskur, 8. spil. Lóðrétt: 1. Alifugl, 2. fugl, 4. í búð, 5. hætta, 6. vatn. annar fór inn og kom aft ur út með korn“. Dag eftir dag, viku eft- ir viku, hélt ókunni mað urinn áfram að segja: „Því næst fór annar maur inn og kom aftur út með korn“. Mánuðir liðu og heilt ár. I lok annars ársins sagði konungurinn: „Hversu miklu lengur halda maurarnir áfram að ná i kornið?“ „Ó, konungur!“ sagði sögumaðurinn, „þeir eru ekki búnir með nema smábrot af öliu korninu í skemmunni“. „Þetta gerir mig snar- vitiausan", grenjaði kon- ungurinn. „Ég get alls ekki hlustað lengur. Taktu dóttur mína; vertu erfingi minn og taktu við kórónu minni En hættu að segja mér frá þessum bansettu maurum". Svo að ókunni maður- inn giftist dóttur kon- ungsins. Og þau lifðu hamingjusömu lífi í mörg mörg ár. En konungur- inn gamli hlustaði ekki framar á sögur, sem eng- an endi höfðu. SMÆLKI Málarinn: „Finnst yð- ur þetta ekki failegt mál- verk? Það sýnir kú á beit i grænum haga“. Áhorfandinn: „Jú, — en ég sé ekki votta fyrir neinu grasi?" Málarinn: „Það er ekki von, því kýrin hefur bit- ið það upp til agna“. Áhorfandinn: „Ég kem nú ekki auga á kúna held ur“. Málarinn: „Það er held ur ekki við því að búazt. Haldið þér að hún bíði lengi þegar hún hefur ekkert gras að bita?“ ★ Húsfreyjan: „Þú lætur allt, sem ég segi við þig inn um annað eyrað og út um hitt“. Húsbóndinn: „En þú lætur allt, sem ég segi þér, inn um bæði eyrun og út um munninn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.