Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 Alls staöar eru prýðileg tjaldstæði er ekki boðið. Benzín? >að hef- ur verið miklu dýrara erlendis, en nú orðið er það eða að verða svipað hér og annars staðar. — Þá eigum við eitt eftir. Og það er, hvaða skjöl þarf að hafa fyrir bílinn? Fjöldi tjaldstæða Tjald Pr. mann Pr. bíll í landinu: pr. nótt: pr nótt: pr. nótt: Þýzkaland 530 13—39 13—39 6.50—19.50 Danmörk 80 13—26 13—26 6.50—19.50 Holland 80 13—39 13—33 13—26 Belgía 70 19—39 19—39 13—33 Frakkland 340 19—32 19—33 13—33 Sviss 80 6.50—26 13—26 13—26 Spánn 170 13—32 13—39 6.50—19.50 Þetta er verðlagið í krónum, eins og ég hefi kynnzt því og eins og fyrrnefndar uppsláttar- bækur gefa upplýsingar um, en þær reyndust okkur ágætlega. Sums staðar fær maður persónu- frádrátt ,ef margir eru saman, en um það þarf að spyrja. Það lýsingarnar, sem væntanlegir ferðamenn í eigin bílum á meg- inlandinu þurfi á að halda. Ann- að má finna í títtnefndum hand- bókum. Og Viggó kveðst mjög hrifinn af að ferðast á þennan hátt, og ætlar að gera það aftur við fyrsta tækifæri. fyrir ferðafölk í eigin bílum Rabbað v/ð Viggó Maatk. um Evrópufsrð MJÖG mikið er nú orðið um það að fólk ferðist í eigin bíl- um og hafi útbúnað til gisting- ar með sér. Á þetta við bæði um sumarferðir innanlands og einn ig utanlandsferðir. Ferðalögum um ísland með tjald og ferða- útbúnað eru allir kunnugir. En ef leggja á land undir fót og aka um önnur lönd, er ýmislegs að gæta. Og þá fyrst og fremst, að í slíkum ferðum er ekkert vit að tjalda bara í næsta rjóðri, það er bæði óleyfilegt og einnig hættu- legt .Einmitt þessvegna eru alls staðar til sérstakir kampar, ef svo mætti kalla þá, þar sem ætl- azt til að ferðafólk með tjöld komi sér fyrir til gistingar. Þar hefur það bæði öryggi og hrein- lætistæki. — Þó ísland sé eyja, þá eru engin vandkvæðx á að flytja bíl- inn yfir á meginlandið. Það er hægt að gera næstum í hverri viku, því auk Gullfossferðanna hálfs mánaðarlega, þá koma óreglulegri ferðir tveggja ann- arra Eimskipafélagsskipa inn í milli. Þó er vissara að hafa fyrir vara á vegna mikilla anna um básumarið. Þetta er ekki dýrt og ódýrara ef bíllinn tilheyrir far- þegum og þá ódýrast ef íleiri eru. Vegna þeirra, sem e t.v. eru að velta fyrir sér slíku ferðalagi með bílinn sinn á meginlandinu, hittum við að máli Viggó Maack, skipaverkfræðing, en hann hef- ur ferðazt með fjölskyldu sína á þennan hátt og er kunnugur að- stæðum. Viggó kvaðst nýlega hafa far- ið í byrjun september-mánaðar í bilnum sínum við fimmta mann og ekið um Frakkland, Sviss, Luxemburg og Þýzkaland. Tvö stálpuð börn voru með í ferð- inni, en hann telur engin vand- kvæði á að ferðast með minm krakka. Þá eru þeir fullorðnu að sjálfsögðu bundnari, en á mörgum tjaldstæðum er sérstök ina, er því gott að eignast tvær bækur, sem báðar hafa fengizt hér og kosta um kr. 300 stykkið, því þar er hægt að fletta upp jafn óðum öllum upplýsingum um leiðir, tjaldstæði og allt sem þar er á boðstólum. Þessar bæk- ur eru Europa Touring frá Hal - wag í Bern og Europa Camping & Caravaning, en að sjálfsögðu eru til fleiri slíkar handbækur. í Europa Touring eru góð vega- kort og upplýsingar um ferjur og brýr, lýsing á leiðum, hótel- um og tjaldstæði o.fl. Hin hefur þann kost, að með því að kaupa bókina er maður orðinn meðlim- Ur í félagsskapnum „Camping Tourist in Europe“ og það veit- ir ýmiskonar hlunnindi. Sums staðar er veittur 10—15% afslátt ur frá gildandi verðlagi á leigu og það getur veitt forgang ef fullt er. Eru þessir staðir sér- staklega merktir í bókinni. Þessi bók gerir ítarlega grein fyrir ölium tjaldstæðum, þar sem lýst er leiðinni til staðarins, hvort hans sé gætt, drykkjarvatm, fjölda þvottaskála, fjölda steypi- baða, fjölda salerna, rafmagni, ljósuxn, eldunarstæðum, mögu- leika á að kaupa gas og max, sölubúðaaðstöðu, matsölu, bað- stöðum, bátaleigu, bílastæðum, hvað helzt er að sjá, orðalisti er á 10 tungumálum, listi yfir mót- el eða smáhýsi sem eru til leigu, benzínverð í flestum löndum o.s.frv. Og svo velur maður tjaldstæði eftir þessum upplýs- ingum. Viggó sagði, að góð regla væri að gera ferðaáætlun fyrir vik- una og panta tjaldstæði fyrir föstudags- og laugardagskvöld, því þá er oft fullt, enda notar heimafólk tjaldstæðin mikið um helgar. Aðra daga er yfirleitt hægt að koma akandi á staðinn, án þess að gera boð á undan sér. — Margir tjaldstaðanna eru í nánd við baðstaði og bjóða upp á góðar aðstæður til að stunda Frakklandi. Til dæmis vorum við í prýðilegum tjaldbúðum við I Versali, rétt utan við París og | dvöldum þar í 2 daga. Síðan fór- um við til Chartres, þar sem hin fræga dómkirkja er. Þar er falleg ur og góður kampur. Alls staðar er hægt að fara á milli ágætra staða í sæmilegum dagleiðum. — Verðlag reyndist okkur mjög sanngjarnt, sagði Viggó. — Eins og allir vita er ákaflega dýrt að búa á hótelum, en með þvi að ferðast svona og fleiri saman, verður þetta allt annað. Við urðum hvergi vör við að verið væri að skrúfa upp verð fyrir okkur .Enda er því fólki. sem svona ferðast ekki sama hvað það borgar fyrir hlutina. En þetta er prýðisfólk, sem mað- ur hittir á tjaldstæðunum. Það er mér mjög að skapi, ekki of uppáþrengjandi, en opið fyrir viðkynningu, ef maður vilL Á tjaldstæðunum er næði. Við urð- um aldrei fyrir neinu ónæði. Mjög víða er veitingastaður mjög nálægt og þá oft dansað þar á kvöldin, en ekkert slikt innan um tjöldin. — Segðu mér, í hvernig tjöld- um voruð þið og hvernig hög- uðuð þið ferðinni? -t- Það má nota hvaða tjald sem er. Við vorum í opnu tjaldi og urðum hvergi vör við skor- kvikindi, sem gerðu okkur ónæði. En þá verður líka að hafa í huga, að þetta var í september. Einn galli er þó á því að sofa svona í tjaldi. Tjaldstæðin eru viðast á hörðum bala og ekkert gras. Á þessu er hart að liggja. Jafnvel getur möl fundizt gegn- um vindsæng. Við leystum þetta með því að kaupa okkur bedda, sem hægt er að leggja saman. Þeir voru ósköp ódýrir í Kaup- mannahöfn og ákaflega þægileg- í meðförum. Við borðuðum venjulega eina máltíð á dag i veitingahúsi og höfðum svo með okkur snarl í bílnum. Það er ákaflega gott og alls staðar hægt að fá gott nesti. f sambamdi við Nú, á kvöldin ókum við oft inn í borgirnar, ef við vorum stödd nálægt þeim og skoðuðum og skemmtum okkur. Ef kemur óveður er hægt að stöðva bílinn við svokölluð mótel, þar sem leigð eru smáhýsi fyrir sann- gjarnt verð. Við gerðum það einu sinni. Vorum í ákaflega glæsilegu nýju móteli í Heidei- berg. — Geturðu gefið okkur hug- mynd um verðlagið í slíku ferða- lagi? — Já, ég skal gera hér töflu yfir verðið: — Til að aka erlendis þarf grænt kort fyrir bílinn. Það fæst nú orðið hjá Félagi ís- ienzkra bifreiðaeigenda. Þar fæst aukatrygging, sem nauðsyn legt er að hafa, en hún er ódýr. Svo þarf að merkja bílinn með stöfunum ÍS. Þá halda allir á Norðuriöndum að þetta sé sölu- vagn fyrir is. Ég man eftir ein- um litlum snáða sem kom til mín og sagði: „Sælger De is?“. Ég svaraði: ,,Nej, men jeg giver is“. Og svo fór ég að næsía ís- vagni og keypti handa honum ís. Hann gapti af undrun. Nú bíl- stjórinn þarf helzt að hafa al- þjóða ökuskírteini, sem fæst í lögreglustöðinni hér. Sjálfur hef ég nú bara sýnt íslenzkt ökuskírteini og það hefur dugað. Og nú komum við okkur sam- an um að þetta séu helztu upp- Ferðast í eigin bíl. barnagæzla og alls staðar er mjög góð almenn varzla. Árstíminn reyndist mjög vel. En Viggó telur að bezt sé að fara í maí-júní eða september-októ- ber, eftir því hve sunnarlega á að halda. En óþægilegt er að aka í sólinni heitustu mánuðina, ef farið er til Suður-Evrópu. — í Evrópuútilegu er nauðsyn legt að vita hvað er boðið upp á, þar sem farið er um, segir Viggó. — Til að auðvelda ferð- Viggó og fjölskyldan tjalda. vatnasport eða fjallgöngur. Þá er þar bátaleiga og þess háttar. Yf- irleitt eru tjaldstæðin hvergi inni í borgunum, en rétt utan við þær og þá nálægt strætis- vögnum til miðborgarinnar. Það- an er jafnan greiður aðgangur inn í borgina. Oft eru sýningar- svæði eða markaðir í nánd. T.d. var tjaldstæðið í Orleans við blómamarkað, þar sem var yndis leg blómasýning. Reyndar vor- um við hrifnust af aðstöðujtni i tjaldstaðina eru oft ágætir veit- ingastaðir með sanngjörnu verði. Og sums staðar er seldur tilbú- inn matur, sem maður getur far ið með í tjöldin. í upplýsinga- bókunum er getið um alla slíka þjónustu. Eins er getið um það, hvar er hægt að fá þvottaþjón- ustu. Þá er hægt að stanza þar lengur og þvo af sér sjálfur eða láta þvo. Og líka má fara á staði inni í borgunum, þar sem eru leigðar sjálfvirkar þvottavélar. Heilsað upp á Lappana í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.