Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 23 „Áhuginn fer alltaf vaxandi" — Segir Anna Guðný Brandsdóttir, ballettdansmœr Um þessar mundir er stödd hér á landi í sumarleyfi Anna Guðný Brandsdóttir ballet- dansmær við sænska ríkisleik húsið í Málmey. Fréttamaður Mbl. hitti Önnu á fömum vegi hér einn góðviðrisdaginn og rabbaði stuttlega við hana um daginn og veginn. Anna L Guðný er dóttir Brands Jóns- sonar, skólastjóra Heyrn- leysingjaskóians, og frú Rósu Einarsdóttur konu hans. „Ætlarðu að stanza lengi heima?“ „Nei þetta er bara stutt sumarleyfi, ég er búin að vera hér í þrjár vikur, en fer aftur utan 12. þessa mán- aðar því ég byrja að dansa 1. ágúst“. „Hvað ertu búin að vera lengi í ballett?" „Ég er nú bráðum búin að dansa í 16 ár, byrjaði að læra við Þjóðleikhúsið þegar ég var átta ára og hef verið við þetta sfðan.“ 1 „Hvenær komstu fyrst fram L á sviði og hvað varstu lengi I við balletnám? 7 „Ég var níu ára þegar ég \ dansaði fyrst á sviði og það | var í „Ferðinni til Tunglsins." / Næstu árin var ég áfram við 7 nám í balletskóla Þjóðleik- \ hússins og dansaði jafnframt í í ýmsum operettum oig ball- l ettum, svo sem Dimmalimm. / Þegar ég var 13 ára fór ég 1 eitt sumar til náms í Kaup- \ mannahöfn og næsta sumar 1 dansaði ég í Tívolí í Kaup- / mannahöfn. Þegar ég svo var \ búin að ljúka mínu ballet- | námi hér heima svo og skól- anum, fór ég til framhalds- náms í Kaupmannahöfn og síðar við Konimglega ballet- skólann í Lundúnum. Þaðan lauk ég svo burtfararprófi fyrir fjórum árum og dansaði þa'ð sumar aftur í Tívolí og um haustið bauðst mér samn- ingur við ríkisleikhúsið í Málmey sem ég tók og þar hef ég verið síðan“. „Þú virðist hafa kunnað vel við þig í Málmey“. Nú brosir Anna við og segir. „Upphaflega ætlaði ég nú ekki að vera þar nema eitt ár, en svo hitti ég mannsefn- ið mitt, sem er leikstjóri við Ríkisleibhúsið, og það var*ð til þeas að ég íleintist þar“. „Hafið þið unnið saman?“ „Nei, ekki enn að minnsta kosti, því að hann er ein- göngu við stjórn leikrita, en ég aftur á móti þar sem tón- listin er“. „Hvernig er að starfa við leikhús í Svíþjóð?“ Það er mjög gott. í Svíþjóð er mikill áhugi á leikhúsum og þau eru mikið sótt. í ríkis- leikhúsinu í Málmey eru 3 leiksvið og er eitt þeirra anna'ð stærsta leiksvið í Evr- ópu. Þar eru sýnd bæði drama tisk og lyrisk verk svo sem óperur, óperettur og ballettar. Við leikhúsið starfar sérstak ur balletflokkur, sem bæði sýnir balletta og kemur fram í óperum og óperettum. Þá hefur ballettinn töluvert kom ið fram í sjónvarpi bæði í ballettum og sérstökum svið- setningum." „Dansar þú mikið sóló?“ „Bæði og. Ég er á sérstök- um sólósamningi ásamt nokkr um öðrum, en ballettmeistar- inn ákveður að sjálfsögðu hver dansar sóló í hverju verki. „Hvað finnst þér skemmti- legast að dansa?“ „Mest met ég nú ballett- sýningar, þó að oft geti veri’ð gaman að dansa í óperum og óperettum, eins og t.d. My Fair Lady, sem ég dansaði í hér heima, það var afskap- lega skemmtilegt". „Að lokum Anna, ertu nokk uð farin að hugsa um að leggja skóna á hilluna?" „Nei, nei, áhuginn var mik- ill þegar ég byrjaði að dansa sem barn og hann fer alltaf vaxandi". Anna Guðný Brandsdóttir. Kosið um beztu leikmenn HANDKNATTLEIKSDEILD KR sem sér um útimótið (íslands- mótið) hefur ákveðið að láta kjósa bezta handknattleikskonu keppninnar, og munu þjálfarar félaganna fá atkvæðaseðil, og kjósa 5 stúlkur, og hljóta þær stig, sú sem komin er fyrst fær 50 stig, og no. 2 40 og þannig koll af kolli. Verðlaun verða af- hent í hófi, sem verður opið fyr- ir alla unnendur handknattleiks- íþróttarinnar, og aðra íþrótta- menn og gesti að Hótel Sögu, n.k. sunnudag og kostar 25 kr. inn, (þetta er um kvöldið). Þá um leið verða veitt verðlaun til sig- urvegara, og verðlaun um beztu leikmenn keppninnar og mun KR dreifa meðal áhorfenda, it- kvæðaseðlum, svo lengi sem upp lag nægir til á tveim síðustu leik kvöldum, sem eru n.k. fimmtu- dag og á sunnudag, en þá verða úrslitaleikirnir leiknir, og úrslit í riðlunum eru á fimmtudags- kvöldið. Kosið er um bezta mark vörð keppninnar, varnarleik- mann, sóknarmann og línuspil- ara. | ------------ Nómskeið í handbolta HANDKNATTLEIKSDEILD Vails mun 'hefja æfingar hjá telp um, byrjendum 12 ára og eddri á mlánuidög'um og fimmtudögum kl. 18.30. Æfingar fara fram á svæði félagsins við Hlíðarenda (Öskju- hMð). Innritun fer fram á sama stað og tírna. Atíh. þær telipur sem voru í byrjendaflokki í vet ut komi einnig nú. — Valiur. 4 LESBÓK 8ARNANNA Týnda prinsessan Litla prinsessan fór of langt burtu frá kastalan- um sínum og hún ratar ekki heim til sín. Viljiff þið nú ekki hjálpa henni að finna leiðina heim áður en kóngurinn og drottningin verða hrædd um hana. Molar Hjálp Þjóðsaga ein segir frá tveimur öldungum, sem betluðu í Róm. Annar var vanur að hrópa: „Sá sem konungurinn hjálp- ar, fær nóga hjálp“. Hinn sagði: „Þeim, sem Guð vill hjálpa er borgið“. Konungurinn heyrði þetta og ásetti sér að hjálpa öðrum betlaran- um. Hann lét baka brauð, fyllti það af gullpening- um og sendi betlaranum, sem reiddi sig á hjálp konungsins. En þegar betlarinn fann, hve brauðið var þungt, hélt hann að það væri illa bakað og gaf það fúslega félaga sínum. Þegar hann kom heim skcir hann það upp, fann pen- ingana og varð svo ríkur, að hann þurfti aldrei að betla framar. En hinn hélt áfram að betla jafnt sem áður. Þá kallaði konungur- inn 'hann fyrir sig og sagði: „Hvað gerðir þú við brauðið, sem ég gaf þér?“ „Yðar hátign“, sagði betlarinn, „ég gaf félaga mínum það, því að mér fannst það svo þungt — og ég vil ekki borða brauð, sem ekki er vel bakað". „Farðu burt frá augliti mínu“, hrópaði konung- urinn, „nú sé ég, að þeim sem Guð hjálpar er borg- ið“. V ekjaraklukkan Skoti fór til augnlækn- is og kvartaði yfir miki- um verk í augunum. Þegar læknirinn hafði athugað Skotann ná- kvæmlega, sagði hann: „Of mikil áreynszla á augun. Hvernig ljós not- ið þér við lestur?“ „Sjálflýsandi vekjara- klukku“, svaraði Skot- inn. 12. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 12. júlí 1968 Sagan, sem hafði engan endi eftir James Baldwin LANGT, langt í austri bjó eitt sinn konungur, sem alltaf var iðjulaus. Á hverjum einasta degi, og oft allan daginn, sat hann í hásæti sínu og hlustaði á sögur. Og það skipti ekki máli um hvað sagan var, harin varð aldrei þreyttur á að hlusta á hana, jafnvel þótt hún væri mjög löng. „Það er aðeins einn hlutur sem ég finn að sögu þinni“, sagði hann oft, „og það er, að hún er of stutt“. Öllum í heiminum, sem gátu sagt sögu var boðið til hallar konungs. Og sumir þeirra gátu vissulega sagt langar sög ur. En konungurinn varð alltaf dapur þegar sög- unni var lokið. Að lokum lét hann það boð út ganga til allra borga heimsins, að 'hann myndi launa ríkulega þeim manni, sem gæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.