Morgunblaðið - 12.07.1968, Page 13

Morgunblaðið - 12.07.1968, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 13 vitanlega skylda okkar við lista mennina og þátttökuþjóðinar að gera ráðstafanir til að verja listaverkin skemmdum og tryggja að sýningin gaeti farið fram. Dag inn fyrir formlega opnum komu um 10 stúdentar saman í hóp inn á svæðið en létu sér nægja að kyrja Constantino assasino (morðingi) við gríska sýningar- skálann og hafa uppi stríðsmót- mæli við þann bandaríska. Síðan héldu þeir til Markúsartorgsins og þar sló í brýnu. Daginn eftir birtust svo tvö til þrjú hundruð þeirra við að OEIRDIR OG LIST í FENEYJUM Feneyjum 28. júní: — Þetta virtist vera ein af þessum venjulegu Vietnam mót- mælagöngum, sagði mér minja- gripasalinn á Markúsartorginu. Þá tóku stúdentarnir til við að reisa Vietcong fánann fyrir fram an dómkirkjuna. Lögreglan skarst í leikinn og bað þá fjar- lægja hann, en þeir brugðust hinir verstu við, gengu berserks gang, mölbrutu stóla og borð úti kaffihúsanna hér á torginu og hlóðu vígi Stuttu seinna lagði lögreglan til atlögu og allt lenti saman í einni kös: Túristar, sið- skeggjaðir mótmælendur og dúf- urnar. Kylfurnar glumdu á höfð um nærstaddra, og margir sak- lausir urðu fyrir áverka í óða- gotinu — Þetta var upphaf mótmæla aðgerða, sem náðu hámarki dag- inn eftir, við opnun alþjóðlegu sýningarinnar á nútímalist, Bi- ennale Þessi sýning á nútímalist, sem haldin hefur verið annað hvert ár hér i borginni síðan 1895 og talinn einn mesti viðburður á sínu sviði, varð nú skotspónn óeirða- fólksins. Nokkrum dögum eftir atburðinn á Markúsartorgi heimsótti ég sýninguna. Hún er haldin í skógi og blómum prýddu umhverfi og hafa flest þátttökulöndin þar sér skála, sem eru eign viðkomandi ríkja. Þegar inn á svæðið er komið, sézt fljótlega að hér hafa at- burðir gerzt, sem lítið eiga skylt við iistsýningar. Tugir græn- klæddra Carabinieri- lögreglu manna, vopnaðir pístólum, eru á vappi kringum svæðið, en aðr- ir sitja dottandi í hitasvækjunni Ég gekk rakleiðis til stærsta sýn ingarskálans, skála ftalíu, og bað um áheyrn hjá Luigi Scarpa, sem innast daglegan rekstur sýn ingarinnar. Meðan ég beið eftir viðtalinu, gafst mér tækifæri til að ganga um skálann. ale, segja þeit, er þannig hluti þessa kerfis. Hún á ekkert skylt við menningu eða list heldur er hún fjármálabrall. Stúdentarnir gagnrýna einnig listamennina fyrir að brjótast ekki út úr þessum vítahring og FYRRI HLIJTI Samsetning skúlptúrs og málverks setti mikinn svip á sýning- una. Myndin er af þremur mönnum i hóp. Hluti líkamanna er málaður; en út úr myndinni skaga fætur og skór unnir úr svörtu forðukenndu efni. Móðir og barn, eftir Marisol frá Venezuela. Málmur og viður þar sem möguleikar skúlptúrsog arkitektúrs eru notaðir til hins ýtrasta. BRÚNN PAPPÍR OG ÖFUGAR MYNDIR f skálanum var heldur lítið að sjá af list en þess meir af brún- um umbúðarpappír, sem málverk og höggmyndir voru umvafin. Á pappírinn höfðu listamennirnir letrað harðorð slagorð gegn lög reglu og stjórnvöldum og í sum- um herbergjunum sneru mál- verkin upp að vegg og ljós voru slökkt. Tveir til þrír verð- ir vöktuðu verkin. Ég gerði til- raun til að lyfta pappírnum frá einu verkanna og kíkja undir, en á sama augnabliki þeysti einn varðanna til og bandaði mér írá með hávaða og handa- pati. Nú hafði framkvæmdastjórinn góðfúslega veitt mér áheyrn, og bað ég hann segja mér í upp- hafi frá sýningunni. — Þetta er 34.. alþjóðlega Bi- ennale sýningin á nútímalist, sagði Scarpa. Biennale er auk hinna árlegu tónlista, kvik- mynda og leikhúshátíða mesti listaviðburður borgarinnar. Listamenn frá 35 löndum taka nú þátt í sýningunni í 28 sýn- ingarskálum. Stærstu ríkin eiga sjálf skálana, en hin smærri svo sem flest Norðurlandanna eiga bá sameiginlega. Biennale er ætlað að gefa sem frjálslegast sýnishorn af stöðu nútímalistar í heiminum, vera vettvangur umræðna um hana og koma ungum listamönnum á framfæri við almenning. „LISTAMENNIRNIR ERU ÞRÆLAR" Þessu næst innti ég Dcarpa eftir upphlaupinu við sýninguna og hvaða orsakir lægju þar að baki. Það hefur orðið forráða- mönnum og unnendum sýningar- innar mikið sorgar- og skapraun arefni, að stúdentarnir skyldu velja þetta alþjóðlega listasam- starf fyrir vettvang, til að koma á framfæri mótmælum sínum. Sýningin er þeim ekki aðal ásteytingarsteinninn, heldur eru þeir fyrst og fremst að vekja at- hygli á andstöðu sinni gegn „verzlunarlist1*. Þeir halda því fram að listamennirnir séu ekki frjálsir í listsköpun sinni. Eig- endur sýningarsala og lista- verkamangarar hafi heltekið listamennina og gert að auðmjúk um þrælum sínum. Til að framfleyta sér verði listamennirnir að vera undir náð og miskunn eigenda sýningarsal anna. Þeir ákveði síðan, sam- kvæmt lögmáli framboðs og eft- . irspurnar hvers konar list lista- mennirnir skapi. Staða þeirra sé því staða þrælsins eða þegar bezt léti verksmiðjuverkamanns- ins, sem framleiddi eftir kapital- iskum framleiðsluháttum. Bienn Nektarmynd, eftir Poul Delvaux. Kona og dívan, eftir Bandari kjamanninn Gallo. Efnið erplast og viðfangsefnið „kokteil-men ning nútímans.“ vera trúir köllun sinni í stað þess að gerast háðir peninga- mönnum og ríkisvaldi. Fulltrúar ríkisvaldsins, segja þeir, velja listaverkin samkvæmt fyrr- greindu lögmáli eftirspurnar eða álíka annarlegum sjónarmiðum, og því sé ungum og óþekktum listamönnum, sem vinni sam. kvæmt köllun, meinuð þátttaka, LISTAVEK EYðlLÖGð . — Hvernig báru mótmælin að og hverjir standa að þeim? — Upphafið má rekja til at- burða fyrr á árinu. í maí sl. var opnuð alþjóðleg sýning, eink- um á skrautlist og arkitektúr, i Mílanó. Á opnunardaginn storm uðu stúdentarnir inn í bygging- una og lögðu undir sig. Þar sátu þeir síðan um kyrrt þar til nú um miðjan júní, að lögreglan varpaði þeim á dyr og urðu handalögmál af. Þegar bygging- in hafði verið hreinsuð var tjón- ið metið. í ljós kom að skemmdir á listaverkum námu 30 milljón- um ítalskra líra. Sama leikinn átti að leika hér. Dagana fyrir opnun gerðu þeir heyrum kunnugt að mæta aetti með fjölmenni mikið og leggja Biennale undir sig. Það var því alhlið sýningarinnar og skyldi nú látið til skarar skríða. Flest- ir voru stúdentarnir ítalskir, margir frá listaakademíu bovg- arinnar, aðrir úr skólum víðs- vegar að frá Ítalíu auk nokk- urra ,,atvinnumanna“ frá óeirð- um í Frakklandi og Þýzkalandi. Lögreglan hafði haft varann á og umkringt svæðið. Þegar stúdentarnir urðu þess áskynja vildu sumir halda heim, en aðr- ir ráðast til inngöngu, í anda hugsanna Mao formanns. Varð af þessu mikið þras í hópnum, og tvístraðist hann brátt. Smá hópur varð eftir og var honum stuggað frá. Við teljum að lög- reglan hafi þannig forðað stór- vandræðum og skemmdum á lista verkum. SVÍAR LOKA — Hver urðu viðbrögð lista- mannanna og þátttökuríkjanna við þessum aðgerðum? — Eins og þér hafið orðið var við hafa sumir listamannanna tekið það óstinnt upp, að stúd- entarnir skuli ekki sitja hér inni þessa stundina. Til að mótmæla því, sem þeir nefna ofbeldi lög- reglunnar, hafa þeir hulið verk sín, þar sem þeim er ekki heim- Framhald á bkr. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.