Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1968 Ekki hægt að spá um úrslitin - við gerum okkar bezta — rabbað við keppendur í unglingamóti Norðurlanda í knattspyrnu Unglingameistaramót Norður- landa í knattspyrnu er fram fór hérlendis þessa dagana hefur vakið mikla athygli, ekki sízt fyrir þá sök að íslendingar hafa náð þeim ágæta árangri að sigra tvo mótherja sína, Norðmenn og Finna. Eru þeir þar með komnir í úrslit í keppninni og eiga alla möguleika á að verða Norður- landameistarar. Úrslitaleikurinn verður annað hvort gegn Pól- verjum eða Svíum. Sigri Pól- verjar í kvöld, verða íslending- ar Norðurlandameistarar. Forráðamenn keppninnar hafa margt gert til að gera hinum er- lendu gestum dvölina hér á- nægjulega og eftirminnilega og í gær fóru gestirnir til Þingvalla og fannst mikið til koma. Við hittum nokkra pilta að máli þar sem þeir búa í Haga- skólanum. Til hamingju með daginn Til hamingju með daginn var það fyrsta sem við sögðum við Sigfús Guðmundsson, hinn á- gæta markvörð okkar, en hann átti átján ára afmæli í gær. Ekki er of mælt, að Sigfús hafi staðið sig með ágætum í lekj- unum tveimur og varði t.d. mjög glæsilega skot á síðustu mínút- um leiksins gegn Noregi. Sigfús Guðmundsson. — Ég er búinn að æfa knatt spyrnu lengi, sagði Sigfús. Ég byrjaði í 5 flokki. Fyrst lék ég svo með meistaraflokki Víkings í fyrrasumar. Ég var í unglinga landsliðinu í fyrra og lék þá á móti Norðmönnum og Pólverjum. Nei ég reiknaði ekki með að við mundum vinna þessa leiki enda má segja, að við höfum verið heppnir í leiknum gegn Finnum, skoruðum tvö mörk á síðustu mínútunum. — Ég vona, að við leikum á móti Pólverjum síðasta leikinn. Ég hef að vísu ekki séð til Sví- anna núna, en Pólverjarnir eru skemmtilegir og leiknir knatt- spyrnumenn. Hver úrslit verða í síðasta leiknum vil ég ekki spá um. Eitt er bara víst: Við gerum okkar bezta. Áttum að ná jafntefli Rude Svartstad er fyrirliði Norðmanna. Hann er 18 ára og aagðist ekki hafa leikið með norska unglingalandsliðinu áð- ur. Við spurðum hann álits urn leikinn við ísland: Okkur gekk ekki nógu vel í fyrri hálfleik, en eftir hlé gekk allt betur og við hefð um verðskuldað a.m.k. jafntefli. Það háir okkur Norðmönnum nokkuð, að við höfum ekki nægi lega samæfingu. Hjá okkur er landinu skipt niður í fylki og síðan keppa úrvalsliðin úr hverju fylki saman. Eftir þá leiki eru síðan unglingalandslið- in valin. Ég vona fastlega, að pkkur takizt að sigra Finna í siðasta leiknum okkar. Rude Svartstad Allt getur skeð í knattspymu — Ég er búinn að leika með pólska unglingalandsliðinu í tvö ár, sagði fyrirliði pólska liðs ins Kmicik, þegar við ræddum með í Norðurlandamótinu í fyrra, en þá kepptu Pólverjar, sem gestir, eins og núna. Aðspurður um leikinn gegn Dönum sagði Kmicik: Við áttum ágætan fyrri hálfleik og skor- uðum þá fjögur mörk gegn engu. í síðari hálfleiknum jafnaðist ekki eins mikið að okkur. Veðr- ið var líka miklu verra þá. — Hvaða lið heldur þú að sigri í mótinu? — Það getur allt skeð í knatt spyrnu. Ég treysti mér ekki til að spá um úrslitin. Vi'ð eigum eftir að keppa við Svía í okk- ar riðli og þeir munu hafa góðu liði á að skipa. Kniicik — Það hefur verið gaman að koma hingað, sagði Kmicik að lokum. Það er bjart allan sól- arhringinn: Ég er lika mjög á- nægður með framkvæmd mótsins og allt viðurværi. Fyrsta markið. Jón Pétursson er fyrirliði ís- lenzka liðsins. í leiknum á móti Norðmönnum skoraði hann mark sem er jafnframt fyrsta markið sem hann skorar í knattspyrnu- kappleik. Það er því óhætt að segja að það hafi verið skorað á réttum tíma. — Ég reiknaði alls ekki með að okkur tækist að sigra í báðum leikjunum, sagði Jón, — hinsveg ar vonaðist ég alltaf eftir jafnri og skemmtilegri keppni. Við er- um að vonum mjög ánægðir og munum leggja okkur alla fram í úrslitaleiknum. — Það er sagt að Svíarnir séu harðir i horn að taka, en við er- um samt hræddir við að mæta þeim. Heldur mundi ég nú samt kjósa, að það væru Pólverjar sem lékju við okkur síðasta leikinn. — Það eftirminnilegasta við þessa keppni er vafalaust mörk- Jón Pétursson in tvö sem við gerðum hjá Finn- um á síðustu mínútum leiksins. Ég var engan veginn búinn að gefa upp alla von í þeim ieik. Við vorum ráðnir að berjast al- veg til leiksloka. Það gaf líka sinn árangur. — Það er margt sem kemur til, að við náum betri árangri nú en áður. Við mætum betur undir- búnir til keppninnar, leikum á heimavelli og auk þess er „mór- allinn" mjög góður í liðinu. Reiknuðum með að vinna. — Við reiknuðum með að sigra ísland, sagði Jonko Jokinen 18 ára gamall Finni, sem áður var búinn að leika tvo unglinga- landsleiki með Finniandi, báða gegn Rússum. Jono Jokimen — Leikurinn við ísland var ágætur að mínu áliti, en við vor- um óheppnir að tapa þessu á síð- ustu mínútunum. Vonandi geng- ur betur í leiknum við Norð- menn á morgun. Suðupottur. — Þetta var eins og suðupott- ur, sagði Hannes Þ. Sigurðsson, sem dæmdi leik Dana og Svía í Keflavik. — Kappið var óskaplegt hjá báðum aðilum, en Svíarnir létu það koma fram í grófum leik Ég varð að bóka fjóra leikmenn og það geri ég ekki nema um ljótan leik sé að ræða. Mér fannst á tíðum að Svíarnir hugs- uðu miklu meira um manninn heldur en boltann. Loðinn völlur. Danir og Svíar voru ekki á einu máli um leikinn í Keflavík. Fyrst ræddum við við Roland Andersson fyrirliða sænska liðs- ins: — Ég held að knattspyrnan, sem leikinn er í þessu móti sé hvorki betri né verri en hefur áður verið á unglingamótum Norðurlanda. Við Svíar erum vanir að leika fast og ákveðið en ekki ólöglega. Danir kvörtuðu undan hörku í þessum leik, en ég álít að við höfum ekki spilað ólöglega. Benda má á til sönnun- ar þess að enginn Dani meiddist í leiknum. — Mér fannst íslenzki dómar- inn í leiknum flauta allt of mik- ið, — einkum dæmdi hann á okk ur. Við erum heldur ekki vanir því að vera bókaðir, nema þá fyr ir alvarleg brot. — Það er erfiður leikur sem við eigum í vændum við Pól- verja. Við verðum að sigra í hon um til þess að komast í úrslit. Roland Anderson — Það hefur verið mjög gam- an að koma hingað. Maturinn og allur aðbúnaður er mjög góður. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er að völlurinn í Keflavík er of loðinn. Það þyrfti að slá hann fyrir næsta leik. Þrjú óheppnismörk. Fyrirliði Dananna er John Ahrens’ Bach o.g hann sagði að Svíarnir hefðu Leikið mjög gróft í Keflavík. — Það er allt 1 lagi að leika fast, sagði Baríh, en þeg- ar maðurimn skiptir orðið mestu máli, er glanslnn farinn af. í leiknuim við Pólverja vorurn við einnig, óheppnir að fá á okkur þrjú ódýr mörk snemma í leilkn- um. Þeir komu okkur á óvænt með hraða sínum, ©n í síðari hálfleik átbuðum við oklkur og þá jafnaðist ieikurinn. Gaman að vera valdir í liðið. Að lokutm hittum við þrjá Vest mannaeyinga að máli, þá Tómas Pálsson, Óskar Valtýsson og Ólaf Sigurviiisson. Þeir sögðust hafa byrjað ungir að leika knatt- spyrnu mteð 5. flokk! Týs, og nú leikuir Ólafur með meistaraflokki Vestmannaeyja í 1. deild. — Við byrj.uðum æfingar með landsHiðinu um Hvítasunnuuna, sögðu þeir, — og fórum þá í æf- im,gabúðirnar í Reykholti. Ann- að höfum við ekki getað æft með liðinu, en hins vegar þegar æf- ingaleikir voru leiknir þá kom- um við og kepptum með. — Það var gaman að vera val- inn í liðið, þar sem samkeppnm um landsliðssætin var mjög hörð sögðu þeir. — Og það er einnig garnan að vera komnir í úrsiit. Það er góður andi í hópnum. Við enum saman allan daginn fyriir keppni og það skapar félagsanda. Við vonum að Pólverjar verði miótherjar okkar 1 síðasta leikn- um, en um úrslit þess leiks er rétt að spá sem minnstu um. — stjl. Tómas Ólafsson, Ólafur Sigurvinsson og Óskai' Valtýsson. - ARNARVÖTN Framhald af bls. 32 átta manna hópur var við veið- ar. Tvienn hjón voru í tveimur jeppum, en fjórir menn í hinum tveimuir. Vor.u þeir búnir að fá urn 200 silunga, þegar komið var að þeiim, en hins veigar höfðu ihjónin aðeins fengið tvo siilumga, enda sagði Kristleitfur, að þau hefðu rennt fyrir sidiung þarna í algjöru grandaJteysi. Öll veiði fólksins var gerð upp tæk, og nöfn fólksins tekin nið- ur, en málið verður síðan sent sýslumanninum í Borgarneisi til frekari meðtferðar. - STUDINUR Framhald af bls. 32 Brátt fundu þær slóð dýrsins og greni litlu síðar. Var þegar gengið til atlögu við dýrið, og stóð orrustan í 4 og Vz klukku stund. Lyktaði henni með frægum sigri ungfrúnna, en dýrið reynist vera minkstegg- ur — hinn stærsti sem sézt hefur þar í sveit til þessa. Mældist lengd dýrsins um 60 sentimetrar. Hundruð minka veiðast þar á eynni á ári hverju. — Fréttaritari. Skip tií sölu M/S HANS SIF (half shelder deeker) 499 grt. 1030 dw. Byggingarár 1966, Mak aðalvé 750 Bhk, Lister hjálparvélar. Vökvaknúið spil. Verðmæti skv. mati, í því ástandi sem skipið er þar sem það liggur á Raufarhöfn 8 inilljónir 865 þúsund krónur. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þessu, snúi sér til Trolle & Rothe h.f., sem veita nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.