Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 32
SSKUR Suöurlandsbraut 14 — Sími 3S550 ftfðttnMftfrífr FÖSTUDAGUR 12. JULÍ 1968 FERÐfl-OE FflRANGURS ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚ SSTRÆTl S S 1 IVl I 17700 Verðfall fiskafurða í Bandaríkjunum — aukin þorskveiði veldur hrað- frystiiðnaðinum erfiðleikum Aukafundur boðaður hjá S.H. 23. júli. Morgunblaðið hefur fregn- að, að framundan séu auknir erfiðleikar í sölu- og markaðs málum íslenzkra sjávaraf- urða. Þorskveiði á síðustu ver tíð og einkum eftir að henni lauk var mun meiri en á sama tíma í fyrra, og hafa safnazt upp birgðir af fryst- um fiski, þar sem lítið magn hefur farið í skreiðar- og salt fiskvinnslu, vegna þess hve markaðir eru slæmir fyrir fisk þannig unninn. Þá hafa söluhorfur á Bandaríkjamark aði versnað og verð á fiski þar lækkað frá því, sem áður var. Blaðið hefur og fregnað, að Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna setli að efna til aukafundar sam- takanna þriðjudaginn 23. júlí vegna framangreindæa erfi'ðleika. Af þessu tilefni snerum við okk- ur til þeirra Guðmundar H. Garð arssonar, blaðafulltrúa S.H. og Braga Eiríkssonar, framkvæmda stjóra Samlags skreiðarframleið- enda og spurðumst fyrir um ástand og horfur. Guðmundur H. Garðarsson sagði: — Á þessu stigi er ekki rétt að segja of mikið um þessi mál, en hins vegar er rétt, að það komi fram, að söluhorfur fyrir hraðfrystar sjávarafurðir hafa versnað mjög sáðustu vikurnar. — Staða hraðfrystihúsanna í dag er þannig, að meira hefur verið framleitt, það sem af er þessu ári, en á sama tíma í fyrra, Haförninn hefur tekið við 1375 tonnum Óhagstœtt veður og lítil veiði í gœr Hafeminum, 11. júlí. NORÐVESTAN kaldi var á mið- unum í gær og í dag og nær engin veiði. Baldur EA og Heim- ir SU fengu þó 20 tonn hvor í fyrrinótt. í nótt fékk Helga H. 20 tonn og Kristján Valgeir 30 tonn og losa þau í salt í Elísa- beth Hentzner. Um 1375 tonnum hefur nú verið lestað í Haförn- inn. Hér eru rússnesk, norsk, þýzk, og íslenzk síldveiðiskip allt í kring. Eru íslenzku skipin 32 að tölu. Flotinn heldur sig á svæð- inu frá 76.00 gr. að 77.15 gr. norðurbreiddar og 9 gr. að 11 gráðu ausfur lengdar. Fyrir skömmu var haft sam- band við vestur-þýzkt sjúkra- skip til að koma til hjálpar ís- lemzkum sjómanni, sem slasazt hafði lítillega um borð í etnu síldveiðiskipamma. — Steingrímur. en þetta stafar fyrst og fremst af því, að markaðir fyrir skreið og saltfisk hafa verið mun erfið- ari en áður og því hefur aukinn hluti aflans farið í frystingu. Auk þess, sem um hefur verið a'ð ræða stóraukinn þorskafla eftir vertíðarlok og hefur sá afli einkum farið í frystingu. — Það má því segja, að nú sé Framhald a bls. Spjöll n kirkia- glugga í Hnfnor- firði SÉRA Garðar Þorsteinssson í Hafnarfirði hefur skýrt Mbl. frá því, að einhverntíma á tímabil- inu frá sunnudegi 30/6 til mið- vikudagsins 3/7 hafi verið unnin spjöll á steindum glugga í Hafn- arfjarðarkirkju, sem kvenfélagið Framhald á bls. 31 soig og gleði mætti kannski kalla þessa mynd. Hún er úr unglingaiandsleik Islands og Nor- egs, og er tekin litlu eftir að íslendingamir skoruðu annað mark sitt. Eins og sjá má kunna íslenzku piltarnir sér ekki læti fyrir fögnuði, en norsku vamarmennimir grípa höndum fyrir andlitið í örvæntingu. Og þannig er knattspyrnan — þar skiptast jafnan á skin og skúrir. (Á bls. 10 eru viðtöl við nokkra piltanna, sem keppa hér á Norðurlandamótinu). Átta teknir við veiðar í óleyfi í Arnarvötnum Voru búnir að fá rúmlega 200 silunga TALSVERÐ brögð hafa verið að því, að menn færu í leyfisleysi í Amarvötn og renndu þar fyrir Milljónir til Bia- frasöfnunarinnar silung. Hafa bændur, sem veiði- rétt eiga í helztu vötnum þarna, orðið að leita til sýslumanns til að ráða bót á þessu og hefur hann útvegað þeim löggiltan veiðivörð. Bar það þann árang- ur, að í fyrradag vora átta manns teknir við veiðar í Úlfsvatni, án þess að hafa fengið veiðileyfi. Þrír bæir geta veitt veiðileyfi í Arnarvötnunum, og eru það Gilsbakki, Húsafell og Kalmaims tunga. Mor.gunblaðið náði í gær tali af Kristieifi Þorsteinssyni, hreppstjór.a. á HúsafeMi, og spurði hann nánar um þessa veiðiþjófn aði. Hann kvað fólk hafa séð til ferða fjögurra jeppa, sem óku ratoleiðis að vötnunum, án þess að kom,a við á bæjunum til að fá veiðiileyfi. Hefði hann þá far- ið ásamt Kalmanni í Kalmanns- tungu og veiðiverðinum á eftir 'biLunum, og komið að, þar sem Framhald á bls. 10 Stúdínur ú minknveiðum Stykkishólmi, 11. júlí. (TVÆR stúdínur voru hér á ferð í vikunni, og heimsóttu 'þá Breiðafjarðareyjar. Fengu Iþær sér heilsubótargöngu um I eina eyjuna, en þá vildi svo I til að þær mættu dýri ókenni- legu, sem reis upp á afturfæt- I urna og sýndi tennurnar. Stúlkurnar misstu þó ekki .kjarkinn, heldur snöruðust , heim til bæja og kröfðust ‘veiðitækja. Þeim var látin í I té skófla og flokkur veiði- |hunda og með það fóru þær. Framhald á bls. 10 Ásbjörn Ólafsson gefur skreið að verðmœti um 2 milljónir króna RAUÐA krossi íslands hafa enn borizt höfðinglegar gjafir í Biafra söfnunina svonefndu, og mun heildarverðmæti þeirra vera orðn ar rúmar 4 milljónir krónur. Mikill hluti þessarar upphæðar rennur til kaupa á skreið, og hef- ur þegar verið sent nokkurt magn áleiðis til Biafra. Höfðinglegasta gjöfin, sem Rauða krossinum hefur borizt, er skreiðarfarmur að verðmæti um 2 milljónir króna, sem Ásbjörn Ólafsson, stórkaupmaður gaf. Félag vestfirzkra skreiðarfram- leiðenda hefur gefið skreið fyrir 400 þúsund krónur, Friðjón Guð- jónsson i Reykjavík hefur gefið skreið fyrir 20 þúsund krónur og frá Miðnesi hf. Sandgerði barst skreið að verðmæti um 71.322 krónur. Skreið að verðmæti um 1.8 milljónir var send áleiðis til Bi- afra með Skógarfossi hinn 6. þessa mánaðar, og var þar á með- al skreið að verðmæti um 300 þúsund krónur, sem Venus hf hafði gefið. Þá hefur skrifstofu RKÍ borizt peningagjafir að upphæð 339.140 þús. krónur. Gjöfum er veitt mót taka í skrifstofu RKÍ að Öidu- götu 4 og hjá öllum RK-deildum utan Reykjavíkur og hjá dagblöð unum. Undirbjdða Loftleiöir LÍTIÐ flugfélag á Bahami hefur auglýst, að það muni hefja ferð- ir yfir Atlantshafið með Boeing 707 320 C þotu hinn 20. júlí n.k. Bíður það ferðamönnum upp á ferð fram og til baka fyrir 306 dollara. Verð Loftleiða yfir Atl- antshafið er 319 dollarar, þegar minna er að gera, en um 390 dollarar yfir mesta annatímann. Morgunblaðið átti í gær símtal við Erling Aspelund hjá Loftleið um í New York, og staðfesti hann frétt þessa. Hann kvað íJug félagið heita Air Bahama, og ætl- aði það að fljúga þrisvar í viku á leiðinni Nassau-Bermuda-Lux- emborg, en á bakaleiðinni væri flogið um Shannon á írlandi í staðinn fyrir Bermuda. Erling kvaðst fyrst hafa heyrt ávæning af þessum ferðum fyr- ir tveimur mánuðum, en síðustu vikurnar hefði flugfélagið aug- lýst þær talsvert í ferðamanna- bæklingum. Umboð fyrir þetta flugfélag í Bandaríkjunum hefur Holliday International Tour. Ekki kvað Erling Loftleiða- menn vestanhafs óttaslegna vegna þessarar samkeppni. Þetta væri ekki í fyrsta skipti, sem flugfélag kæmi fram á sjónar- sviðið vestan hafs og byði lægri fargjöld yfir Atlantshafið en Loftleiðir, en þau hefðu venju- lega lagt árar í bát fyrr en varði. Auk þess væri Naasau nokkuð úr leið fyrir þá, sem ætluðu til New York eða nálægra fylkja og því vafasamur vinningur fyrir þá inenn að ferðast með þessu flug- félagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.