Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 160. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. JULÍ 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins Mikil leynd yfir fundinum í Cierna Búizt við að hann stæði í alla nótt Báðir aðilar taldir halda fast við sinn málstað Látið liggja að hernaðarihlutun Sovétrikjanna Prag, Moskvu, A-Berlín, Cierna, Belgrad, Warsjá 29. júlí. AP-NTB. ÓHÆTT mun að segja að augu alls mannkynsins hafi í dag hvílt á Tékkóslóvakíu og ekki meira um aðra hluti rætt. Stjórnmálafréttaritarar um heim allan hafa í dag keppzt við að segja fyrir um árangur fundar tékkneskra og sovézkra ráðamanna og niðurstöður hans og kennir þar ýmissa grasa, en allstað- ar ríkir mikil óvissa. Fundinn í dag sátu allir eða nær allir hæzt settu em- bættismenn beggja þjóða, með Breznev aðalritara so- vézka kommúnistaflokksins og Kosygin forsætisráðherra í forsæti sovézku sendinefnd arinnar og Alexander Dubcek leiðtoga tékkneskra kommún ista og Ludvik Svoboda, for- seta Tékkóslóvakíu, í farar- broddi tékknesku sendinefnd arinnar. Fundurinn mun hafa byrjað kl. 08.00 að ísl. tíma. Búizt var við sameiginlegri yfirlýsingu síðar í kvöld, að fundinum loknum. Óstaðfest ar fregnir frá fundarstaðnum Cierna, herma að í upphafi fundarins hafi ríkt reiði með Framhald á bls. 25 „Pillan" syndsamleg Páfi bannar getnaðarvarnir Páfaríkinu, Róm 29. júlí- (AP-NTB). BIRT var í Páfagarði í dag ítarlegt umburðarbréf til róm versk-kaþólsku kirkjunnar um úrskurð páfa varðandi getnaðarvarnir. Segir þar, að allar tegundir getnaðarvarna séu andstæðar kenningum kirkjunnar, og að notkun þeirra sé syndsamleg. Framhald á bls. 31 Alexander Dubcek. — Reynist hann nægilega sterkur? Órin bendir á staSinn sem Cierna er á, en sökum smæðar sinnar er þorpið hvergi merkt inn á vestræn landakort. Engin matvæli til Biafra Genf, 29. júlí (AP-NTB) NÆRRI milljón Biafra-búa, að- alega konur, börn og gatnal- menni, eru nú í lífshættu vegna hungursneyðarinnar í Biafra, að sögn talsmanna aðatstöðva Al- þjóða Rauða krossins í Genf, og fer þeim fjölgandi með hverjum degi sem líður. Bngu að síður hefur Rauði krossinn orðið að hætta við fyrirhugaðar matar- sendingar með flugvélum frá spænsku eyjunni Fernando Po út af strönd Nígeríu af „tækni- TÉKKAR EINHliGA MED DUBCEK Telja Rússa hafa farið klaufalega að í viðskiptum við tékkneska leiðtoga MORGUNBLAÐH) sendl einn af blaðamönnum sín- um, Magnús Sigurðsson til Tékkóslóvakíu til þess að fylgjast með því sem þar gerist næstu daga. Hann mun senda heim fréttir og greinar og fer fyrsta frá- sögn hans hér á eftir: Allir meðlimir forsætis- nefndar kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu, 11 að tölu fóru flugleiðis frá Prag til Gonitsje í Slóva- kíu í gær og héldu þaðan til þorpsins Cierna rétt við sovézku landamærin. Klukkan tíu í morgun hófst svo fundur þeirra og 11 manna forsætisnefndar sovézka kommúnistaflokks ins undir forystu Leoníd Breznév, leiðtoga flokks- ins, og Kosygin forsætisráð herra. Ekkert var tilkynnt um þennan fund opinber- lega, fyrr en tveimur stund um eftir að hann hófst. Skýrði útvarpið hér í Prag frá því í hádeginu, að fund urinn hefði hafizt tveimur klukkustundum áður, og myndi honum sennilega ljúka í kvöld. Hér í Prag er þó almennt talið, að svo geti farið, að fundinum ljúki ekki fyrr en á morgun, a.m.k. verði ekkert tiikynnt opinberlega um nið- urstöður fundarins fyrr en þá. í Prag virðist allt rólegt á yfirborðinu, og daglegt líf full komlega með eðlilegum hætti. Þa'ð leynir sér þó ekki, að al- menningur er kvíðafullur yfir því, hver úrslit viðræðn- anna verða. Það hefur aukið á þennan kviða, að viðræð- urnar eru sagðar fara fram við talsvert óvenjuleg skil- yröi samkvæmt kröfu sovézku sendinefndarinnar. Fundurinn Framhald á bls. 25 Iegum ástæðum". Ekki hafa veríð gefnar frekari skýringar á því hverjar þessar tæknilegu ástæð- ur eru. Vonazt er til, að unnt verði að senda matvæli landileiðis til Bi- afra fljótlega, og segja talsmenn Rauða krossins í Genf, að verið sé að undirbúa sendingu rúm- lega 12 þúsurtd tonna matvæla með flutningabifreiðum, strax og samningar nást millli stjórna Nígeríu og Biafra um flutninga- leið. Viðræður hefjast milli fulltrúa Biafra og Nígeríu í Addis Abeba eftir viku, en til þessa hafa til- rawnir til samninga engan árang- ur borið. í Lagos skýrðu taiis- menn Nígeríustjórnar fró því í dag, að Nígeríuiher hefði hafið nýja sókn gegn Biafra, og unnið talsveTt á, bæði á norður- og suð- urvígstöðvunum. Segja þau, að herinn hafi náð þremwr þorpum Framhald á bls. 25 Nýju Deihi, 29. júlí (AP) Mikil úrkoma hefur fylgt monsún-vindunum á Indlandi i sumar, og er talið að um 130 manns hafi farizt í flóð- um þar á sumrinu. Auk þess er áætlað, að flóðin hafi vald- ið tjóni á mannvirkjum o.fl., sem metið er á 1250 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.