Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 11 Vildu hafa gert að kynna landið Boðið til íslands í þakklœtisskyni fyrir menningarstarf í Kanada Frú Hólmfríður og Ujálmur Daníelsson. BLAÐAMANNI Morgunblaðsins gafst fyrir skemmstu kostur á að hitta og ræða við hjónin Hólmfriði Ólafsdóttur Daníels- son og Hjálm Frímann Daniels- son. Þau hjónin eru búsett í Vesturheimi en komu hingað til lands í boði Þjóðræknisfélags- ins í Reykjavík og fleiri aðila í viðurkenningarskyni fyrir mik ið menningarstarf, sem þau hafa unnið undanfarin ár, hæði meðal fslendinga vestanhafs og einnig meðal annarra, sem þau hafa frætt um ísland og íslenzk mál- efni bæði í ræðu og ritL Hjálm- ur hefur verið einn af útgef- endum ritsins The Icelandic Can adian, en það rit er gefið út til þess að kynna fsland og is- lenzkar bókmenntir öðrum þjóð- um og þjóðarbrotum í Ameríku. Hólmfríður kona hans hefur skrifað fjölmargar greinar í tima ritið auk fjöida annarra greina, en að auki hefur hún gengizt fyrir ýmiss konar menningar- starfsemL Leikstarfsemi Frú Hólmfríður hefur m. a. gengizt fyrir leiklistarstarfi og er nú forseti leiklistarsambands Manitoba. „Því miður er öll leiklistarstarfsemi dottin niður meðal íslendinga þarna fyrir vestan“ sagði hún. „Þetta er mjög leiðínlegt, vegna þess að mikill áhugi er yfirleitt á áhugamanna leikhúsi á þessum slóðum. Þar sem við bjuggum áður en við fluttumst til Winnipeg settum við á svið á hverjum vetri tvö leikrit og var þá annað íslenzkt en hitt á ensku. Það er gaman að minnast þess, að þessi flokk- ur, sem þarna myndaðist, vann samkeppni, sem leiklistarsam- band Manitoba gekkst fyrir.“ Kvöldskóli Frúin var um skeið formaður félags Vestur-fslendinga, Ice- landic Canadian Club og undir stjórn hennar var sofnaðuT kvöldskóli, þar sem kennt var ýmislegt um íslenzk málefni. Voru haldnir fyrirlestrar hálfs- mánaðarlega í fjögur ár. „Fyrsta árið tókum við fyrir sögu ís- lands fram til 1944 og fólk hafði svo mikla ámægju af þessu, að það var farið fram á það við mig, að ég léti koma fyrirlestr- unum í prentað form. Þetta kom svo út í bókinni „Iceland's thous and Years“, sem var gefin út í 2500 eintökum og er nú löngu uppseld. Bókin hefur verið seld til fjölmargra landa, þ.á.m. Sov- étríkjanna, Suður-Ameríku, Ast- ralíu og víðar. Annað ár skól- ans var meira rætt um íslend- ingabyggðir í Vesturheimi, en með fyrirlestrunum var alltaf kennd íslenzka. Þenna skóla sóttu um 70 manns og það voru ekki allt fslendingar." „Við höfðum engar kennslu- bækur til að kenna byrjendum íslenzku, svo ég varð að semja lexíurnar sjálf. Þegar tímar liðu fór ég að fá beiðnir héðan og þaðan um þessi blöð. Ég varð því að fjölrita þau svo þúsund- um skipti og senda til fólks, sem hafði áhuga á að kynna sér ís- lenzku.“ meira til Tímaritaú tgáfa Hjálmur Frímann Daníelsson sofnaði tímaritið The Icelandic Canadian og hefur starfað við það í 26 ár. Þetta t'ímarit var m.a. stofnað í þeim tilgangi að ná til ungs fólks af íslenzkum ættum, sem kaus að lesa og tala ensku og í ritinu hafa birst á þessum tuttugu og sex árum, 165 greinar um ísland og íslenzkar bókmenntir og hafa þar margir merkir rithöfurudar lagt hönd á plóginn. Um útbreiðslu Icelandic Canadian sagði Hjálmur: „Auk þeirra, sem kaupa ritið að staðaldri hafa ýmsir aðilar keypt mikið magn af því til þess að kynna ísland. Til dæmis keypti ræðismaður fslands í Was hington eitt sinn hundrað ein- tök og sendi til Bandaríkjamanna sem óskuðu upplýsinga um forn bókmenntir íslands. Utanríkis- ráðuneyti fslands keypti tvö hundruð eintök og sendi til ræð ismanna sinna í ýmsum löndum. Þá hafa ýmis bókasöfn keypt heftið. Eftir að ritið hafði verið gefið út í tólf ár kom fram á sjónarsviðið bandarískur millj- ónamæringur, Charles Coethe, af þýzkum ættum. Hann hafði ferð azt um allan heiminn og þar á meðal til fslands, sem hann varð stórhrifinn af. Hann tók tímarit ið undir sinn verndarvæng um leið og hann kynntist því. Keypti hann áskriftir að ritinu fyrir fjölmarga háskóla í Kanda og víðar um heiminn. Áður en þessi fslandsvinur dó borgaði hann fyrirfram áskriftir til nítján há- skóla víða um heim og ná þessar áskriftir til ársins 1972. Það dylst engum, að þarna er vegur til að kynna fsland og ís- lenzkar bókmenntir. Því finnst mér íslendingar ættu að taka höndum saman og senda ritinu góðar greinar, sem gæti orðið bezta landkynning." Nota jákvæðu hliðina. Með starfi sínu hafa hjónin unnið að því að kynna ungum Vestu'i-íslendingum það land, sem forfeður þeirra byggðu. Hvernig er bezt að vekja áhuga þessa unga fólks á íslandi? „Það vildi oft brenna við, þeg ar eldri íslendingar voru að tala við yngri kynslóðina, þá vildu þeir ávíta hana fyrir að skipta sér ekki af íslenzkum menningarmálum, “ sagði Hólm- fríður. „Mér hefur reynzt betur að nota jákvæðu hliðina og segja sem svo, að unga fólkið væri ekki að gera það fyrir fsland að kynna sér íslenzk málefni, heldur fyrir sjálft sig. Með því geti það auðgað anda sinn, lært að skilja manndóm, vizku og fram girni forfeðrarma og víkkaðsjón deildarhring sinn. Ég hef sagt, að íslenzk menning sé eins og blóm, sem ekki má slíta frá rót- um, heldur megi vefa hana inn í menningu Kanada.“ Dásamleg heimsókn. „Hvað viljið þér svo segja um heimsóknina til fslands?“ „Þetta er í annað skipti, sem ég kem hingað til lands“, segir Hólmfríður, „en maðurinn minn hefur ekki komið hér áður. Þetta er dásamlegasta heimsókn, aem við höfum átt á ævinni nokkurs staðar. Landið hefur verið svo fagurt og sólríkt og fólkið hef- ur verið svo ástúðlegt og gott. Jafnvel fólk, sem maður þekkir ekki neitt, tekur okkur eins og við værum týndir bræður og systur og ekur með okkur út um allar jarðir til að sýna okkur dýrð náttúrunnar. „Ykkux finnst þá ef til vill, að þið hafið ekki unnið allt ykk- ar starf til einskis?" „Það hefur okkur aldrei fund izt, enda aldrei ætlazt til neina þakklætis. Okkur hefur fundizt of mikið, að okkur sé boðið hing að heim af þessu tilefni, en við þáðum það með gleði. Þegar við komum hingað heim og sjáum, hvað fólk hér er duglegt, og hve mikið er búið að gera hér, þá finnst okkur við hafa gert of lítið og vildum hafa gert meira." GARDHUSGOGN - TJALDHUSGÖGN Húsgögn í garðinn - sumarbústaðinn - og tjaldið Þessar myndir sýna aðeins hluta af því f jölbreytta úrvali sem við eigum í verzluninni. S portvör u verzlu n Kristins Benediktssonar Óðinsgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.