Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 Jltaigtiiifrfafrife Utgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar RitstjórnaríuiltrCu Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Símí 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. SAMSKIPTI HINS OPINBERA VIÐ AL- MENNING F\jölmiðlunartækni nútímans *• er komin á mjög hátt stig. Almenningur hér á ts- landi fær fregnir af atburð- um í fjarlægum löndum á ör- skammri stundu og stundum aðeins nokkrum mínútum eftir að atburðirnir gerast. Hér á landi eru gefin út fimm dagblöð, fjölmörg vikublöð og starfandi er útvarp og sjónvarp, sem nær til æ fleiri landsmanna. Þótt fjölmiðlun- artæknin sé þannig komin á hátt stig hérlendis, skortir töluvert á, að almenningur eigi þess kost að fylgjast ná- kvæmlega með því sem er að gerast í opinberum málum. Þetta stafar af því, að lang- flestir fyrirsvarsmenn opin- berra aðila fylgja hefðbundn um venjum í samskiptum við fjöldann. Eðlilegt er, að t.d. ríkisstjórn leggi tillögur sín- ar í mikilsverðum málum fyr ir Alþingi áður en frá þeim er skýrt annars staðar en und anfari slíkrar tillögugerðar er oft langur og víðtækur og þá er æskilegt að almenning- ur eigi þess kost að fylgjast með því á hvað stigum sá undirbúningur er hverju sinni. Slíkar upplýsingar þurfa engan veginn að skaða málið en geta haft jákvæð áhrif, þegar almenningi er ljóst, að stöðugt er unnið að lausn mikilla vandamála, sem að steðja. Hið hefð- bundna sjónarmið í samskipt um við fjöldann kemur einn- ig fram í tregðu forsvars- manna margra opinberra stofnana að gefa fjölmiðl- unartækjum upplýsingar um málefni, sem almenningur á heimtingu á að fá vitneskju um. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri tók á sl. vetri upp þá nýjúng að efna til reglulegra blaðamannafunda einu sinni í mánuði. Æskilegt er, að fleiri forustumenn í stjórn- -málum fylgi því fordæmi. Reglulegir blaðamannafundir veita almenningi tækifæri til að fylgjast náið með því, sem gerist í málefnum lands og þjóðar hverju sinni. Sá ótti hefur af eðlilegum ástæðum ríkt meðal stjórnmálamanna, að blöð andstæðinganna mundu mistúlka orð þeirra og upplýsingar, en blaða- mannafundir borgarstjóra hafa leitt í ljós, að sá ótti er ástæðulaus. íslenzkir stjórnmálamenn verða að taka upp ný vinnu- brögð í samskiptum sínum við almenning í landinu og nota til þess þá aðstöðu, sem blöð, útvarp og sjónvarp veita þeim. Þótt meta beri t.d. þá sjálfsögðu virðingu ríkisstjórnar fyrir Alþingi að leggja tillögur fyrir það en ekki blaðamanna- fundi getur ríkisstjórn gefið margar aðrar upplýsingar á ýmsum stigum máls til þess að láta fólk fylgjast með því, sem verið er að gera í þess þágu. Með sama hætti er það beinlínis skylda opinberra að- ila að gefa undanbragðalaust upplýsingar um málefni al- mennings, þegar þeir eru spurðir. Þeir hafa ekki verið settir til þess að ráðskast með þau mál að vild heldur til starfa í þjónustu fólksins. Þess ber að vænta, að opin berir aðilar taki hið fyrsta til rækilegrar athugunar sam skipti sín við almenning með það í huga að nýta nýja tækni til þess að upplýsa fólk um það sem gert er í þess þágu og í þess nafni. Við bú- um við 19- aldar fyrirkomu- lag í þessu efni nú á síðari hluta 20. aldarinnar. ÓÞOLANDI ÁSTAND að kemur skýrast í Ijós að sumarlagi, þegar um- ferð er mikil út úr borginni að óþolandi ástand ríkir á akstursleiðum út úr höfuð- borginni. Elliðaárbrúin veld- ur því, að mjög slæmir um- ferðahnútar verða við Elliða- árnar um nær hverja helgi. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert sérstaka ályktun um þetta mál, en það er Vega málastjórnar að annast fram- kvæmdir. Reykvíkingar legga fram mikið fé til vegagerðar í land inu öllu með skattgreiðslum og þeír eiga kröfu til þess að einhverjum hluta þess fjár verði varið til þess að gera aksturleiðir úr borginni þann ig að sómasamlegt geti talizt. Þetta mál þolir ekki lengri bið. Frá kynþáttaóeirðunum í Cleveland í Bandaríkjunum. Lögreglumaður á hér í höggl við leyni- skyttur. Talið er að fjórir menn hafi beðið bana í þessari viðureign. 81 sjónvarps- morð á viku Boston, Massachusetts, 25. júlí. AP. SAMKVÆMT athugun sem gerð var á dagskrárefni helztu sjónvarpsstöðva í Bandaríkj- unum á einni viku, var sýnt 81 morð á aðalsjónvarpstím- anum, á kvöldin og á laugar- dagsmorgni, alls 85 V2 klukku- stund, að því er dagblaðið „The Christian Science Moni- tor“ skýrði frá í dag. Samkvæmt athugun blaðs- ins voru sýnd 372 ofbeldis- verk, éða ofbeldishótanir, þar af 162 á laugardagsmorgni, sem er almennt talinn barna- tími sjónvarpsins. Könnunin náði'til helztu sjónvarpsstöðv anna, ABC, NBC og CBS, og var hún gerð sex vikum eftir morðið á Robert Kennedy, öldungadeildarmanni. Athugunin leiddi í ljós, að mest er um ofbeldi í sjónvarp inu á tímanum frá kl. 7.30 til 9 á kvöldin þegar talið er sam kvæmt opinberum áætlunum að 26.7 milljónir barna, á aldr inu tveggja til 17 ára horfa á sjónvarpið. Á þessum tíma er ofbeldi sýnt að meðaltali á 16. hverri mínútu, en eftir kl. 9 dregur til muna úr ofbeld- inu og sjást þá aðeins ofbeld- isverk á 35. hverri mínútu. Morð eru sýhd á hálftíma fresti fyrri hluta kvölds en aðeins aðra hverja klukku- stund þegar líður á kvöldlB. í barnatímum sjónvarps- stöðvanna á morgni laugar- dags vikuna er athugunin var gerð, voru sýnd 162 ofbeldis- verk á sjö klukkustundum miðað við 78 ofbeldisverk í kvölddagskrám alla vikuna. Einn af fréttamönnum blaðs- ins sagði, að hann hefði átt fullt í fangi með að telja of- beldisverkin í barnatímanum og orðið að fá hjálp, en samt telur hann að nokkur hafi farfð fram hjá honum. Alsírstjórn bögul um flugvélarráníð Algeirsborg, 25. júlí. NTB HEIMILDIR í Algeirsborg hermdu í dag, að mennimir þrír, sem neyddu með vopnavaldi ísraeLska farþegaþotu að lenda í Algeinsborg á þriðjudaginn, Væru við góða heilsu, hiefðu á- gæta matarlysit og svæfu vel. Hingað til hefur ekkert Verið sagt af opinbenri hálfu um flug vélarræningjanna, sem eru fé- lagar í Frelsisfylkingu Palest- ínu, og 22 faraelsmenn, sem með vélinni voru og eiru hafðir í haldi. ALsírskir borganar hafa fagnað flugvélarráninu, sem þeir segja bera vott um hug- rekki og réttan byltingaranda, að sögn stjórnmálagagnsins í A1 geirsbarg. ísraelsstjórn hefur beðið rík- isstjórnir ýmissa landa, meðal annars Frakklands og Bretlands, að hlutast til um það að flug- vélinni, ísraelsku farþegunum og áhöfn vélarinnar verði skil- að, og hefur verið tekið vel í þessi tilmæli. Bouteflika, utan- ríkisráðherra Alsírs, sem er staddur í París, og ræddi í dag við Michel Debré, utanríkisráð- herra, og sennilegt er talið að flu'gvélarránið hafi borið á góma. Bouteflika sagði blaða- mönnum, að Alsírmenn væru hvorki beint né óbeint viðriðnir flugvélarránið. f Washington var frá því skýrt í dag, að bandarísk yfir- völd hefðu gert ráðstafanir til að herða á eftirliti í því augna- miði að koma í veg fyrir flug- vélarrán og sprengjutilræði um borð í flugvélum. Flugvélarrán gerast æ tíðari í Bandaríkjunum og koma Kúbumenn þar oft við sögu, en þó er akki talið að kúbanska stjórnin sé viðriðin ránin. Sprengjutilræði um borð í flugvélum hafa ekki vakið eins mikla athygli, en þar eru oft að verki kúbanskir útlagar, sem segjast vilja ná fram hefnd um á löndum, sem verzla við Kúbu. Innbrot um helgino NOKKUR innbrot voru framin um helgina, en í flestum þeirra höfðu innbrotsmennirnir lítið upp úr krafsinu. Hins vegar ollu þeir töluverðum skemmdum og m.a. í skála Farfugladeildar Reykjavíkur — Heiðarbóli. Fjórum ferðaútvarpstækjum af Körting-gerð var stolið úr Radíó húsinu Hverfisgötu 40 aðfaranótt sunnudags. Tví tækjanna bera tegundarnúmerið TR 963 og hin tvö TR 983. Verði einhver var við slík tæki í umferð, er hann vinsamlegast beðinn að hafa sam band við rannsóknarlögregluna. LEIÐRÉTTING f viðtali við Þorleif Jónsson, sveitarstjóra, á Eskifirði í Morg unblaðinu á sunnudag, slæddist inn meihleg villa. Sagt var, að hreppsfélagið ræki síldarverk- smiðjurnar á staðnum. Þetta er ekki rétt, það er Hraðfrystihús Óskifjarðar h.f. sem á og rekur verksmiðjurnar tvær. Hlutaðeig endur eru beðnir afsökunar á þessu mishermi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.