Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 19 Þing Sjálfsbjargar gerði ir um málefni öryrkja 10. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra var haldið að Jaðri, dagana 8.—10. júni sl. Til þingsins mættu 44 fulltrúar frá níu félagsdeildum. Reykjavikurdeildin sá um þinghaldið, að þessu sinni, og ávarpaði Sigurður Guðmunds- son, formaður hennar, þingfull- trúa áf þvi tilefni og lýsti ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náðst hefur frá stofnun samtak- anna og hvatti til áframhaldandi samvinnu og baráttu fyrir hags- munamálum fatlaðs fólks. Formaður Sjálfsbjargar flutti síðan skýrslu sína og fram- kvæmdastjóra og kom m.a. eftir- farandi fram: Innan Sjálfsbjargar eru nú tíu félagsdeildir með 873 virkum fé- lögum. Starfeemi félagsins var mikil á árinu, það verkefni sem hæst bar var bygging Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Um þessax mundir ér verið að ljúka steypuvinnu við fimmtu og efetu hæð fyrsta áfanga. Hafa nú alls verið lagð- ar 13,5 millj. kr. í bygginguna. Auk eigin fjár, sem aflað hefur verið með merkja- og blaðasölu og happadrættum, hefur Styrkt- arsjóður fatla'ðra veitt styrki. Þá veitti Alþingi á fjárlögum 1968 1,5 millj. kr. styrk í sama skyni og Erfðafjárssjóður 3 millj. kr. lán. Einnig er von á styrk frá Svíþjóð. í nóv. sl. var öllum sveitar- stjórum skrifað og farið fram á fjárhagsstuðning. Undirtektir voru með ágætum. Þá kom fram í skýrslunni, að lögreglustjórinn í Reykjavík hefur veitt samþykki sitt, til þess að úthlutað verði merkjum sem veita mikið fötluðum öku- mönnum undanþágiu frá gildandi ákvæðum um bifreiðastiJður. Merki þessi má festa innan á rúður bifreiða. Þau verða 12x18 cm að stærð og með bókstafnum „P“ hvítum á bláum grunnii, ásamt sfcrásetningamúmeri bif- reiðarinnar og nafni ökumanns, sem undanþágan gildir fyrir. Er formaður hafði flutt skýrslu sína gerði gjaldkeri Landssam- bandsins, Eiríkur Einarsson grein fyrir reikningum þess. Tekjur námu 1,7 millj. kr. á árinu, tekjuafgangur var 1 millj. kr., og hrein eign í árslok nam 3,9 millj. kr. Þingið gerði nokkrar samþykkt ir og verður hér getið um nokkr ar þeirra: Tryggingamálanefnd, ályktáði, að endurskoðuð verði 13. grein almannatryggingalaganna og leggur sérstaka áherzlu á, að breytt verði tekjuviðmiðun grein arinnar; að örorkulífeyrisþegar með mjög litla eða enga vinnu- getu eigi rétt til örorkulífeyris- auka, sem nemi 60% af hinum almenna örorkulífeyri; að laun- þegar, sem njóta örorkubóta og verða atvinnulausir, eigi rétt á dagpeningum úr atvinnuleysis- tryggingasjóði; að lífeyrir verði greiddur með börnum, sem eru svo fötluð, að framfærandi þurfi miklu til að kosta vegna fötlun- ar þeirra, þó að um sé að ræða böm, sem að öðrum kosti njóta ekki barnalífeyris, Einnig verði heimilað að hækka um allt að 100% barnalífeyri, þar sem á- stæður eru sérstaklega slæmar; að öryrkja sem er algjörlega tekjulaus og dvelur á sjúkra- húsi eða dvalarheimili, verði sjálfum greitt allt áð 25% ör- orkulífeyris. Félagsmálanefnd gerði eftir- farandi tillögur: Að landssam- bandið haldi áfram að styrkja fólk til nárns í sjúkraþjálfun og öðru því námi, er snertir endur- hæfingu, enda njóti það Starfs- krafta þess að námi loknu eftir samkomulagi, ella verði styrkur- ályktan- inn endurgreiddur; að unnið verði að því, að öryrkjar njóti betri lánakjara til húsbygginga en nú gjörast; að leitast verði við áð hafa samvinnu við arki- tekta og aðra þá, er við skipu- lags- og byggingamál fást, um að tekið verði tillit til sérstöðu fatlaðra. Farartækj anefnd gerði eftir- taldar tillögur: Að á næsta ári verði úthlutað til öryrkja 350 bif reiðum 4—5 manna, þar af 250 til endurveitinga; þingið leggur áherzlu á að öryrkjar hafi frjálst val bifreiðategunda og vill um lei'ð vekja athygli á aðstöðumun leigubílstjóra og öryrkja; þingið leggur áherzlu á, að felldir verði Framhald á bls. 24 Vörukaup Heildverzlun óskar eftir að kaupa innlendar og erlend- ar vörur. Matvara, vefnaðarvara, leikföng o.fl. Einstafc- ar vörusendingar eða áframhaldandi viðskipti. Vinsamlegast sendið tilboð til Mbl. fyrir 10. ágúst, merkt: „Trúnaðarmál 8209“. Hurðir - Hurðir Innihurðir úr eik Stuttur afgreiðslufrestur. Kynnið yður verð og gæði. HURÐIR OG KLÆÐNINGAR, Dugguvogi 23, sími 32513. Peysnbúðin Hlin auglýsir Mikið úrval af peysum á alla fjölskylduna. Höfum alltaf dömugolftreyjur í stórum númerum kr. 585,00. Enn- fremur heilar og hnepptar ítalskar peysur, peysusett 610,00, skyrtublóssur, dömunáttföt. — Sendum í póstkröfu. HLÍN, Skólavörðustig 18. Hef opnuð lækningnstofu í Fischersundi (Ingólfsapótek). Viðtalstími 10—11.30 alla daga nema laugardaga og þriðjudaga, þriðjudaga kl. 16—18. Verzlunarstarf Ábyggileg og reglusöm stúlka með góða framkomu, ekki yngri en 25 ára, vön afgreiðslustörfum óskast nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu Ludvig Storr, Laugavegi 15. Berklavörn Reykjavík Aðalfundur verður haldinn að Bræðraborgarstíg 9 miðvikudaginn 31. júlí kl. 21. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg uðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á þing SÍBS. 3. Onnur mái. Stjórnin. Dráttarbraut Keflavílcur Kf. óskar að ráða vélvirkja eða menn vana vélavinnu. — Einnig mann vanan rafsuðu. — Uppiýsingar í símum 1335 og 2278, Keflavík. UTAVER PLASTINO-KORK Mjög vandaður parket- gólfdúkur. Verðið mjög hagstætt. Frá landsþingi Sjálfsbjargar. MAGNÚS SIGURÐSSON, læknir, Forsala farmiða og upplýsingar inn á inótið daglega. í Reykjavík: Góðtemplarahúsinu kl. 4- -9. Sími 13355. í Hafnarfirði: Góðtemplarahúsinu kl. 5—7. Sími 50273. fbúð/r til sölu m.a. 2ja herb. íbúð í smíðum í sambýlishúsi í Fossvogi. 3ja herb. íbúð sem ný í sambýlishúsi við Sólheima. 3ja herb. íbúð á jarðhæð við Skólabraut. 4ra herb. íbúð sem ný í háhýsi, mjög snotur, við Ljós- heima. 4ra herb. rishæð við Grettisgötu. 4ra herb. jarðhæð við Laufásveg, mjög hagkvæmir skilmálar. Einbýlishús mjcg glæsilegt í smíðum á Flötunum, yfir 200 ferm. STEINN JÓNSSON. lögmaður. Lögfræði- og fasteignaskrifstofa, Kirkjuhvoli — Sími 19G90 og 14951.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.