Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JTJLÍ 1968 „Það er nú svona, maður vill ógjarnan fara héðan" — segir Cuðmundur Árnason í Naust- vík við Reykjarfjörð HÚN GERIST nú strjál, byggð- in á Ströndum, og fámennið er orðið erfitt þeim, sem enn hafa ekki látið bugazt og flutt burt. Hver jörðin af annarri fer í eyði, og þó að allmargar teljist byggðar, er fátt fólk eftir heima og lífsbarátta þess hörð. Leið- irnar milli byggðra bóla gerast æ lengri, en hafa á hinn bóginn orðið greiðari síðari ár vegna vegabóta. Þrátt fyrir erfiða að- stöðu hefir fólkið í þessum af- skekktu byggðum tekið slíkri tryggð og ástfóstri við átthaga sína, að það vill ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana, en situr meðan sætt er, og býður fásinni, langræði og öryggisleysi byrg- inn. Allmargir burtfluttir bænd- ur koma með skylduliði sínu heim á fornar stöðvar á vorin Og vinna sumarlangt að því að sinna um rekann og önnur hlunn indi og koma þeim í verð. Reykjarfjörður er sviptiginn, lukinn háum tindum og hamra- veggjum. Kaupstaðurinn Kúvík- ur við fjörðinn sunnanverðan er nú gjörsamlega í eyði, og þorpið, sem myndaðist utan um síldar- bræðsluna í Djúpavík, er nú byggt einni fjölskyldu, sem hef- ir lífsframfæri af litlum vélbáti. Húsin stara holum, draugsleg- um augnatóftum út yfir lygnan fjörðinn, bryggjurnar ramba skakkar og skældar, og það, sem stendur óflutt og ófokið af verk- smiðjunni, er markað hnignun og hrörnun. Innst við fjarðar- botninn er bærinn Reykjarfjörð- ur, og þar er loksins lífsmark: verið að reisa nýtt íbúðarhús. Þar er ekki uppgjöf. Við höldum þjóðveginn út með firðinum að norðan undir bröttu fjalli, skriðúrunnu í sjó fram. Allt í einu verður fynr okkur bæjarkorn í þröngum hvammi upp af lítilli vík. Blá- leitur reykur liðast upp úr strompinum í logni, og hundur geltir álengdar að bílnum heim- an af hlaðinu. Hér er þá búið. Landrými til túnræktar er ekki mikið, en fegurð og yndi um- hverfisins því meira. Þetta er Guðmundur Árnason Naustvík. Fróðlegt væri að skreppa heim og hitta fólkið. Heimafólkið reynist vera tvær manneskjur á áttræðisaldri, Steinunn Guðmundsdóttir og Guðmundur Árnason, og sex ára dótturdóttir þeirra. Okkur er tekið með kostum og kynjum, bráðókunnugu fólkinu, og boðið kaffi. Inni er ekki ríkmannlegt, en hreinlegt og snyrtilegt, og alit andrúmsloftið þrungið glaðværð, hlýju og jafnvægi hugarfarsins. Hér er bókaskápur, fullur af góðum bókum, ekki má þær vanta. Guðmundur verður fyrir svör um, meðan Steinunn fæst. við eldhússtörfin og litla stúlkan kjassar hundinn. — Ég fæddist á Bólstað í Stein grímsfirði 1889, en fór skömmu síðar að Kollabúðum með for- eldrum mínum og man aðeins eftir mér þar. Ungur fór ég svo til Ólafs Gunnlaugssonar, föður- bróður míns, að Bassastöðum og síðan að Kaldrananesi, þar sem ég var í 13 ár. 1910 fór ég með honum að Kúvíkum, en þaðan fór ég í Árnes í 2 ár. Svo flutti ég hingað í Nautsvík og tók jörð ina til ábúðar 1915. Ég tók svo Steinunni að mér 1916. Við sett- um upp hringa, en giftumst aldrei. Allt hefur nú gengið vel fyrir því. — Hún fæddist á Skjaldfönn við Djúp 1896, en kom hingað í Árneshrepp á öðru ári. Lengst var hún í Stóru-Ávík, en síðast á Gíslabala, sem nú er í eyði. — Við eignuðumst 9 börn, en 8 lifa, 2 drengir og 6 stúlkur. Þau eru nú öll flutt suður, nema ein dótt ir er gift inni í Guðlaugsvík, önnur í Reykjarfirði og sú þriðja í Norðurfirði. Auk þess ólum við upp dreng frá barnsaldri, og dótturdóttir okkar var hjá okk- ur að mestu leyti. Svo var hér oft dálítið af gamalmennum, eins og t.d. móðursystir Steinunnar, sem átti jörðina og var hér hjá okkur og dó hér. Hér var lengi 7 manns í heimili, en oft fleira, allt upp í 14. — Þið hafið ekki alltaf setið auðum höndum. — Onei, stundum þurfti nú dálítið að trítla. Jörðin er hálft annað hundrað að gömlu mati, og eina búskapargreinin sauð- fjárrækt. Fjártalan komst hæst upp í 130, en þar að auki höfðum við 2 kýr og 4-6 hesta. Ég slétt- aði ofurlítið, en það var ekkert sem hét. En jörðin er mikil úti- beitarjörð, kjarngóð kvistbeit, og hana notaði ég vel. Þess vegna stóð ég mig sæmilega, þótt ég kæmist eins og aðrir stund- um í heyþrot. Á síðustu árum hef éggetaðheyjaðinníReykjar firði, eftir að dóttir mín fór að búa þar, og í 2 ár hafði ég slægj- ur í Kúvíkum og flutti heyið á bát yfir fjörðinn. En hér eru erf iðar smalamennskur, já, fjarska erfiðar. — Eru ekki einhver hlunnindi .hérna? — Nei, blessaður, engin sel- veiði eða reki eða neitt, þó rek- ur hér einstöku sinnum spýtu og spýtu, segi það ekki. Sjó stund- aði ég lítið nema í soðið. Já, það var oft þröngt í búi, svo sem, það var erfitt eins og hjá mörg- um. En svo fóru krakkarnir að .hjálpa til eins og þeir gátu, og eftir fermingu voru þeir orðnir Vönduð vara Klæðning hf. Laugavegi 164 Sínii 21444. skínandi vinnuafl. Það stóð heima, að þau elztu voru orðin stór, þegar þau yngstu fæddust. Svo komu barnabörnin, og það var svo gaman að fá þau og hafa þau, blessað litla fólkið, segir Guðmundur og ljómar ailur. — Byggðir þú ekki ailt upp hér? — Ja, blessaður vertu, hér var allt niðurnítt, þegar ég kom. Ég varð að byggja allt upp. Fjár- húsin byggði ég á fyrri stríðsár- unum, en íbúðarhúsið 1926. Þá voru erfið ár, já þau voru býsna erfið. Svo var það, skal ég segja þér, rekaárið mikla, ég held það hafi verið 1936, að hér rak upp nokkrar spýtur í vestanátt, og þá gat ég byggt hjallinh nér nið- ur frá. Gott hús, meðan það var. — Þegar byggt var á Djúpavtk 1934, fór ég að stunda atvinnu þar og krakkarnir mínir líka, og það lyfti mér aðallega upp. Það voru ágætisár, meðan Djúpavík var og hét. Guðmundur Guðjóns son og Ragnheiður voru mætis- hjón. Þá kom hér lystibátur, sem hét Nonni og var hafður í snún- ingum hér á firðinum, en áður hafði ég tekið á mig þann vanda að flytja fólk yfir fjörðinn. Þá var læknissetur og verzlun fyr- ir handan, og þessir flutningar voru tafsamir og erfiðir. — Hvernig er veðráttan? — Hér eru vond veður á norð- austan, þau eru alveg ógurleg hér. Þá vill verða snjóþungt, en jörðin kemur líka græn undan snjónum á vorin. Ég hef oft kom izt í hann krappan í byljum, já, fékk oft vonda bylji hér áður í smalamennskum. Og farið hef ég margar ferðir eftir lækni til Hólmavikur í misjöfnu. — Það er langt að sækja lækni. — Það er tilfinnanlegt örygg- isleysi hjá fólki að vera svona langt frá lækni, en þó er bót að hafa símann. Svo er allt orðið erfiðara hér, síðan fólk fór að flytja burt, bæði um göngur og smalamennskur, — og svo lenda gjöldin á svo fáum gjaldendum. Þá held ég að félagslífið sé í rústum, enda ekki eftir i hreppn um nema 30 eða 40 fjölskyldur og þær æði dreifðar. Að vísu eru hér að nafninu til kvenfélag og ungmennafélag, en það er líka lítið annað en nafnið. Þegar ég gott efni Litaver Grensásvegi 22 og 24. Sími 30280. kom hingað í hreppinn 1910, var fjölmenni á hverju heimili, og þá var nú meira fjör en nú, maður lifandi. Milli 1910 og 1920 var Gjögur þessi mikla veiði stöð með 20 árabáta eða fleira, og þá komu bátar frá Bolunga- vík og ísafirði og voru hér að sumrinu, og Karl Jensen keypti af þeim fiskinn. Það var prýðis- karl og þau Sigríður Pétursdótt- ir voru virðuleg hjón. Þá var hákarlaveiði líka mikið stund- uð. Nú eru eftir einar tvær fjöi- skyldur í Gjögri, það er ömur- legt að sjá slíka afturför. Þá var líka meiri umferð hér en nú, það var oft skemmtilegt, þegar gest- ir komu. Manni bregður við, síð- an varð svona fáförult. — En þið þraukið enn. — Við vorum hér alveg þang- að til í haust er leið, að við fór- um suður og vorum þar í vet- ur. Þetta var orðið of erfitt, sér- staklega eftir að ég varð svona sjóndapur. Steinunn min varð orðið að vera í smalamennskum, og ég verð að segja að, ég kunni bara alls ekki við það að vita hana upp um fjöll og smala í alls konar veðrum, en sitja sjálf- ur heima í bæ. En ég gat ekki smalað lengur, sá ekki til. En voðalega leiddist mér eftir henni stundum, þegar ég var að bíða eftir að hún kæmi heim. Og allt- af skilaði hún sér. Það var líka bót, að hún Steina litla dóttur- dóttir okkar var hérna hjá okk- ur 3 síðustu veturna. Við heyj- uðum svo handa kindunum okk- ar í fyrra, þær voru 28, og Stein unn mín sló það eiginlega alflt. Kindurnar voru svo í Reykjar- firði í vetur, en við tókum þær hingað strax og við komum i 'vor, eftir að þær fóru að bera. Ef eitthvað heyjast, ætlum við að eiga nokkrar kindur næsta vetur líka. Túnið er svo sem vel grænt, en það sprettur bara ekki neitt. Ég hef að vísu ekki borið á það, en það ætti að geta sprott ið eins og úthagi. — Hvernig leið ykkur i Reykjavík í vetur? — Svo sem ágætlega, fólkið okkar vill allt fyrir okkur gera. Og ég var feginn því að vera hér ekki, þegar hann gerði norð- austanveðgrið mikla. Ég kann samt betur við að eiga heima hér, þó að tryggingarnar séu ekki alltaf að borga út. Hér er- um við búin að lifa blítt og strítt í yfir 50 ár, og það er nú svona, maður vill ógjarna fara héðan. Annars leiðist mér núna, geri ekki handtak nema kljúfa svo- lítið í eldinn. Við kveðjum nú þetta hug- prúða fólk, sem unnið hefir þjóð sinni það afrek að koma til manns stórum barnahóp við þrot laust erfiði á rýrðarkoti og aldrei kunnað að æðrast, en á sér nú þá ósk bezta að sigurlaunum I ellinni að mega berjast áfram meðan dagur endist á þeim or- ustuvelli, þar sem ævibaráttan var háð. APTON APTON er notað í hillur, húsgögn, vagna o.fl. Mjög auðveit í notkun. Leitið upplýsinga. LANDSSMIÐJAN Sími 20680. Nýtt — nýtt Somvyl veggefni Somvyl klæðning er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.