Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 Brúarlaust fyrir austan fjall Æfingar Bretanna gengu vel ÆFINGUM brezku fallhlífa- hermannanna fyrir austan er nú lokið og þeir komnir til Keflavíkur. í gær háðu þeir keppni í fallhlífastökki við félaga í fallhlífaðeild Flug- björgunarsveitarinnar á Sand skeiði og í kvöld kl. 6.30 bregða þeir sér í fótboltaskó og keppa við KR á KR-vell- inum. Walsh, ofursti, yfirmaður sveitarinnar, var mjög ánægð ur með árangurinn af æfing- um þeirra fyrir austan. Lands lagið er erfitt sagði hann og veðurguðirnir voru oKS%r ekki hliðhollir, en það er ein- mitt eins og bezt verður á kos ið. Eins og svo oft í sambandi við heræfingar urðu nokkur spaugileg atvik. Það var t.d. njósnasveitin, sem hafði séð nokkra árásar- liða á flækingi niðri við ána. Tveir þeirra hurfu sjónum, en einn lá eftir á árbakkanum. Þeir tilkynntu höfuðstöðvum sínum þetta gegnum talstöð- ina og fengu að sjálfsögðu skipun um að handtaka hann. Njósnasveitin lagðist á mag- ann, af mikilli hlýðni, og byrj aði að skríða niður fjallið. Það tók töluverðan tíma að komast í færi því að þeir urðu að gæta þess að ekki sæist til þeirra. Svo gaf foringinh merki og þeir spruttu á fætur með ógurlegu stríðsöskri og geystust að óvininum með hríðskotarifflana á lofti. Líklega hafa þeir á eftir orð ið alveg jafn hræddir og ves- lings laxeiðimaðurinn sem var næstum dottinn út í ána 5TKF \ =£•; rrT Þeir voru á leið í bæinn, og líklega hefur það verið köld ferð í þessum farartækjum. Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson. Flugbjörgunarsveitin var komin til að æfa með þeim og hér er hópur Breta, Bandaríkja- manna og íslendinga fyrir framan nokkra jeppa. af skelfingu. Það varð mikið uppþot í aðalstöðvunum þeg- ar það fréttist að njósnasveit- in hefði nær verið búin að hræða líftóruna úr saklausum laxveiðimanni og Bretarnir þustu af stað til að biðja af- sökunar á þessu. Þess ber að gata að rifflar her- mannanna eru ekki hlaðnir á æfingunni og að þeir bera eng inn skotfæri með sér. Þeir voru glaðir og reifir þótt vera þeirra þarna hefði þótt heldur léleg útilega á ís- lenzkan mælikvarða. Veðrið var afleitt nokkra síðustu dagana og þeir hafa engan lúxus eins og vindsængur eða slíkt með sér. Þeir sem voru í árásarsveitunum t.d. höfðu fremur fábrotin rúmföt til að sofa við undir einhverju mold arbarðinu. En það virðist ekk ert geta bugað glaðlyndi þessa harðgera hóps og þegar þeir héldu áleiðis til Keflavíkur í grenjandi rigningu, akandi í opnum herjeppum sungu þeir fullum hálsi: „It’s a long way to Tipparery", en amerískir félagar þeirra úr landgöngu- liðinu beljuðu fullum hálsi: „From the halls of Mount Azooma / to the shores o£ Tripoli“. Og þeir höfðu ástæðu til að vera kátir. Hernaðarað- gerðirnar höfðu heppnazt vel, og ef þetta hefði verið alvara, væri nú brúalaust austan- fjalls. Þeir sprengdu þær allar í loft upp. Erlendur Jpnsson skrifar um ## BÓKMENNTIR Rebekka, ég elska þig! ## Ingibjörg Sigurðardóttir: VEGUR HAMINGJUNNAR, skáldsaga. 140 bls. Bókafor- lag Odds Bjömssonar, Akur- eyri 1968. BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar hefur nú gefið út tólftu skáldsöguna eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, en — eins og segir í fréttatilkynningu: „sam- kvæmt útlánaskýrslum íslenzkra almenningsbókasafna mun Ingibjörg Sigurðardóttir vera einn mest lesni rithöfundur á íslandi." Þessi tólfta og síðasta skáld- saga Ingibjargar heitir Vegur hamingjunnar. Einhvern veginn kemur nafnið kunnuglega fyrir sjónir. Manni detta í hug fáðm- lög elskenda, tilhugalíf, trúlof- anir. Kápumyndin leiðir ennþá nær efninu: fremst er ung þokkadís, hjúkrunarkona. Að baki henni standa tveir lækn- ar í fullum „skrúða“. Sjúkling- ur hvíiir höfuð á kodda, svo sem til fyllingar á myndinni. Hjúkrunarkonan er dulráð og íbyggin. Tilfinningar hennar eru kvenlega faldar undir þótta svip meydómsins. En læknarnir tveir ... hvað aðhafast þeir? Annar horfir hálflygndum löng- unaraugum á kvenmanninn. Hinn horfir svo á lækninn, sem horfir á kvenmanninn, og hrukkar ennið áhyggjufullur. Hvað er hann að hugsa? Og hvað álítur hann, að hinn sé að hugsa, sá sem horfir á kven- manninn? Hér er semsé kominn þrí- hyrningurinn gamalkunni: einn kvenmaður — tveir karlmenn (geta líka verið tvær konur — einn karl). Karlmennirnir berjast frum- stæðri baráttu um hylli kven- mannsins. Kvenmáðurinn bíður úrslitanna og — vonar. Hyor sigrar? Hvor hreppir hnossið? Það er hin yfirþyrmandi, kitl- andi spurning. Tólf bækur um óstina og ham- ingjuna — það er ekki litið. Inigibjörg framleiðir. En fram- leiðsla hennar hvorki breytist né þróast. Ingibjörg er ekki önnur í dag heldur en hún var í gær. Og að telja sögur henn- ar til markverðra bókmennta eða leggja á þær mælikvarða sem slíkar, væri auðvitað frá- leitt. Þetta er einfeldnin upp- máluð; barnaskapur, draumórar, óskhyggja af fábrotnasta tagi. Sjónhringurinn er eindæma þröngur. Enginn hlutur er brot- inn til mergjar. Höfundurinn leggur ekki fyrir sig dæmi, sem krefjast vandasamrar úrlausnar. Sögur Ingibjargar mundu því varla standast samjöfnuð við erlendar metsölubækur, sem eru samdar fyrir víðsýnni og sumpart menntáðri lesendahóp, sem krefst fjölbreyttara sviðs og viðameira efnis. Ég minni á Hótel eftir Arathur Hailey, sem er skemmtileg, margþætt og snilldarlega undirbyggð saga. Bókaforlag Odds Björnssonar gaf hana út í hittífyrra. Skáldsögur Ingibjargar eru helzt í ætt við bókmenntir, sem ætlaðar eru lítt þroskuðum börnum. En — eftir á að hyggja — þegar komið er að þeim þröngu takmörkum, verður ekki framar neitt stórvægilegt að sögum Ingibjargar fundið. Ingi- björg annast þokkalega sinn smáa reit, svo skammt sem hann nær. Og í einn stað kemur, hversu sögur Ingibjargar eru vegnar og metnar: þær eru það, sem fjöldinn vill. Ingibjörgu tekst að uppfylla óskir lesenda. Það Ingibjörg Sigurðardóttir. væri ekki áðeins fordildarlegt, heldur beinlínis ranglátt að láta eins og slíkur höfundur væri ekki tiL Hvað er það í sögum Ingi- bjargar, sem svo margir sækj- ast eftir? Þeirri spurning er erfitt að svara, svo viðhlítandi sé. Mér koma í hug fáein, eftir- talin atriði. 1) Einfeldnin. Einfaldleika mætti líka kalla það, þó ólík- um hugtökum sé saman að jafna. Ingibjörg leggur aðeins fyrir einföld dæmi, sem höf- undi og lesanda veitist jafnauð- velt að leysa. Enginn meiri háttar vandi verður á vegi les- andans. Ingibjörg leggur ekki á lesandann að muna, íhuga eða hugsa. Hann þarf ekki að lesa á milli línanna, sem svo er kall- að. Allt er auðskilið. Lýst er inn í hugskot hverrar persónu. Og þar er jafnan lítið fyrir; og ekk- ert, sem kemur á óvart. Innræti söguhetjanna er aldrei nema annað tveggja: gott eða illt. öll sinnaskipti, en þau eru algeng í sögum Ingibjargar, eru líka klár. Ingibjörg er þannig reglu- samur höfundur. í sögum henn- ar er hver hlutur á sínum stað. Lesandinn getur gengið að því v^su, sem hann væntir. 2) Fyrirmyndin, fullkomnun in, ídealið. Persónur Ingibjarg- ar eru yndislega , breyzkar, en engu síður meiri og betri en venjulegt fólk. Ef til vill eru þær eins og flestir mundu óska sér að vera. Konurnar svella af þokka: „Þótt Rebekka sé engin feg- urðardís, ber hún með sér, í allri framkomu sinni, þann yndisþokka, sem vekur traust og virðingu hinna fjölmörgu, sem henni kynnast.“ „Hún Rebekka er einstök í sinni röð... Og hún er öðrum sönn fyrirmynd.“ „. . . . þá nýtur hann þess að láta augun hvíla á henni sem á undan fer: Hve spengilegur vöxturinn kemur skýrt í ljós í snotra skfðabúningnum hennar, þótt ekki sé hún há vexti, og hve hreyfingar hennar eru létt- ar og gæddar ríkum yndisþokka! Já, Rebekka er blátt áfram töfr- andi, þar sem hún brunar á skíðum sínum ofan brekkuna í skæru tunglsljósinu, hugsar læknirinn, og hann skal sigra hana að lokum, þrátt fyrir all- an mótþróa hennar að undan- förnu, já, svo sannarlega!“ Karlmennirnir gefa ekki eftir kvenþjóðinni. Þeir eru ítur- vaxnir, riddaralegir og ástríðu- miklir. Og svo eru þeir ríkir. Persónur Ingibjargar fara ekki á mis við tækifærin vegna fá- tæktar. Peningarnir eru eins og smuming, sem gerir allan gang sögunnar liðugan og fjaðrandi. „Skarhéðinn er ættaður úr borginni, sonur auðugra foreldxa og mikilsmetinna." „Hann er lítill drengur, einka- sonur auðugra foreldra, eftir- lætisbam, sem fær allt það, sem hann biður um.“ „Hann nýtur lífsins ríkulega og verður brátt kunnur og mik- ilsmetinn framkvæmdastjóri og auðma’ður, og hann eignast marga kunningja í heldrimanna stétt.“ „Flosi læknir er hár vexti og fríður sýnum og allur hinn gjörvilegasti. Hann er einkason- ur foreldra sinna, uppalinn við auð og allsnægtir, og hefur sjaldan þekkt annað en að fá all ar sínar óskir uppfylltar, enda löngum gert sér far um að njóta 3) Söguefnið. Ástin skipar lífsins á sem fjölbreyttastan mest rúm í sögum Ingibjargar. Hvaðeina snýst um ást, beint eða óbeint. Ást og aftur ást. Ást, sem er einfölduð, strokin og sléttuð. Ást, sem er upphaf- in og göfguð í hreinsunareldi kristinnar trúar. Leyfi höfundur sér nokkm sinni að dylgja um hugrenning- ar persóna sinna, þá er það vegna ástarinnar, líklega til að lesendur megi grima mismun- andi miki'ð, hvern eftir sinni eigin reynslu. Þegar lesandi má láta það eftir ímyndunarafli sínu að geta í eyður, gefur Ingi- björg grænt ljós með púntum. „Hann virðir hana og dáir og .... Hjartað slær heitt og ákaft í barmi Skarphéðins..." „Og síðan leiddumst við inn í herbergi hans....“ 4) Hamingjuendir — happy end. I sögum Ingibjargar skipt- ast lítillega á skin og skúrir. Stund og stund kann lesandinn að finna fyrir þægilegum tauga- hrolli. En hann má reiða sig á farsæl sögulok. Allt endar í lukkunnar velstandi: Fyrir því veslingsfólki, sem ráfað hefur í villu vantrúarinar, fyrir því rennur upp skært ljós trúarinn- ar, áður en það hverfur úr sög- unni. Harðsvíraður fjárplógs- ma'ður verður bljúgur sem barn fyrir andlát sitt. Kerlingarhorn- högld, sem eys úr skálum reiði sinnar, af því lífið hefur leikið hana svo grátt, verðUr blið og meyr. Flagarinn sér að sér og verður nýr og betri maður. Og síðast, en ekki sízt, elskendurn- ir — sá eini rétti og sú eina rétta — ná saman, trúlofast: „Rebekka, ég elska þig! Viltu fylgja mér út í framtíðarstarf- ið?“ Lesandinn, sem hefur ef til vill lagt á sig nokkra andvöku til að ljúka sögunni, getur sæll og glaður hallað sér á vangann og horfið til síns draumalandsi Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.