Morgunblaðið - 30.07.1968, Síða 25

Morgunblaðið - 30.07.1968, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 25 - MIKIL LEYND Framhald af bls. 1 al sovézku fulltrúanna vegna þess að ljósmyndarar hafi ver ið viðstaddir, en eitt af höfuð skilyrðum Sovétmannanna hafi verið algjör leynd skyldi ríkja á fundunum. Sömu heim ildir herma að Dubcek hafi flutt fyrstu ræðuna. Gífur- lega umfangsmiklar öryggis- ráðstafanir hafa verið gerðar I Cierna og umhverfis þorpið og sovézkar þyrlur á sveimi allstaðar í næsta nágrenni. Sagt er að helztu kröfur Rússa séu tvær, að þeir fái að staðsetja hersveitir á vest- urlandamærum Tékkóslóva- kíu og að ritskoðun verði aftur komið á í Tékkóslóva- kíu. Þá er það sagt í Prag, að Dubcek og stuðningsmenn hans hafi ekki í hyggju að gefa neitt eftir í sambandi við hina nýju frjálslyndis- og umbótastefnu sina. Fundurinn getur staðið til morguns. Tilkynningin um að fundur- inn væri hafinn var gefin út um tveimur klukkustundum síðar, bæði í Tékkóslóvakíu og Sovét- ríkjunum. Var þá jafnframt sagt að ekkert yrði frá viðræðunum skýrt fyrr en í lok fundarins, og síðustu fréttir nú í kvöld hermdu að hann myndi að öll- um líkindum standa fram eftir nóttu og jafnvel til morguns. Sjónarvottur í Cierna segir svo frá, að í morgun hafi varla verið hægt að þverfóta fyrir her- mönnum og lögreglumönnum í þorpinu og að áhorfendum og fréttamönnum hafi verið haldið í mörg hundruð metra fjarlægð frá járnbrautarvagninum, sem fundurinn var haldinn í. Segir sjónarvotturinn að mikill fjöldi tékkneskra embættismannabif- reiða hafi staðið í röð við járn- brautarsttiðina og nokkrir sov- ézkir bílar. Auk sjálfra sendi- nefndanna eru mörg hundruð ráðgjafar og annað starfslið í fylgarliðinu. Þorpið Cierna, er rétt við landamæri Sovétríkj- anna og Tékkóslóvakíu og er að- alumhleðslustaður fyrir varn- ing, sem kemur frá Sovétríkjun- Um til Tékkóslóvakíu og öfugt. íbúarnir eru aðallega sígaunar og og af ungverskum ættum, enda aðeins örfáir km. til landamæra Ungverjalands. fbúum Cierna er sagt mikið niðri fyrir vegna þess að þorp þeirra hafi verið valið sem fundarstaður, en orð- rómur hafi verið uppi um þetta síðustu daga. Flestir stjórnmála- fréttaritarar telja að viðræðyrn- ar muni aðeins standa í einn til tvo daga og að ekki sé mikils ár- angurs að vænta. Dubcek trúir á skilning Rússa. Alexander Dubcek, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins sagði I ávarpi til þjóðarinnar sl. laugardag að hann sé sannfærð- ur um, að Rússar muni síðarmeir skilja að hin nýja stefna í Tékkó slóvakíu sé á engan hátt ógnun hinum sósíalísku bandamönnum Tékka, heldur þvert á móti eina leiðin til að gera Tékkóslóvakíu að traustum bandamanni og landamæri Tékkóslóvakíu traust ustu landamæri sósíalismans, )g því sé það skylda tékknesku þjóð arinnar að halda fast við og fylgja til enda hinni nýju stefnu og hvergi hvika frá settu marki. Dubcek sagð að hann og sam- starfsmenn sínir færu til fundar- ins við sovézka leiðtoga til að reyna að komast að samkomulagi og tryggja varanleg skilyrði um- bótastefnunnar. Hann sagði: „Þetta er ósk þjóðarinnar, sem fylkti sér um hina nýju stefnu þegar í stað og af frjálsum vilja“. Josef Smrkovsky tekur í sama streng. Josef Smrkovsky, forseti tékkn eska þjóðþingsins, sagði í ræðu skömmu fyrir broittförina frá Prag að tékkneska sendinefndin gerði sér fyllilega ljósa þá ábyrgð, sem á herðum hennar hvíldi í viðræðunum, þar sem væri framtíð Tékkóslóvakíu. Sagði hann að hún myndi í við- ræðunum í engu hvika frá grund vallaratriðum hinnar nýju stefnu og minntist sérstaklega á ritfrelsi í þessu sambandi, en af- nám ritfrelsis er önnur aðalkrafa Rússa. Smrkovsky sagði: „Rit- frelsi er grundvallaratriði í frelsi borgaranna og það munum við aldrei afnema“. Hann sagði einn ig: „Ég get ekki trúað því að við munum koma frá viðræðun- um og færa ykkur slæmar frétt- ir, mig hryllir við að hugsa um slíkt, og ég trúi ekki að svo geti farið“. Stjórnmálafréttaritarar segja mikla einingu ríkja meðal tékk- nesku þjóðarinnar og að alda þjóðarstolts fari um landið. Fáir virðast trúa því að til hernaðar- ihlutunar kunni að koma af hálfu Rússa, en ein saga, sem gengið hefur í Prag, bendir til að þó sé eitthvað um slíkt. Sagan segir, að er Smrkovsky var í kurteisisheimsókn í Moskvu fyr- ir mánuði hafi honum m.a. verið sýnd eldflaugastöð. Segir sag- an að gestgjafi Smrkovskys hafi sagt við hann: „Þessar eldflaug- ar eru handa ykkur og gegn ykkur“. Gretsjko hvetur Sovétherinn til að auka barðagahæfni sína. Sovétríkin hertu enn tauga- stríðið gegn Tékkóslóvakíu nú um helgina með nýjum árásum og ógnunum í sovézkum blöð- um og málgögnum, þar sem sov- ézkir hermenn eru hvattir til að auka bardagahæfni sína. Á sunnu dag var haldinn hátíðlegur dag- ur sjóhersins og í dagskipan í tilefni dagsins sagði Andrei Gret sjko marskálkur, varnarmálaráð herra Sovétríkjanna, að Tékkó- slóvakíumálið væri komið á ell- eftu stundu og bað alla sovézka hermenn að treysta bardaga- hæfni sína. Þá sagði Moskvu- blaðið Pravda að hættan, sem stafaði af þróun mála í Tékkó- slóvakíu færi sívaxandi. Pravda sagði að borgarar og verkamenn í Tékkóslóvakíu ættu að fara eftir aðvörunum bræðra sinna í öðrum löndum. Segir blaðið að Tékkar hugsi um allt annað en þá ógnun heimsvaldasinna er yfir þeim vofi. Segir blaðið enn- fremur að kommúnistar í bróð- urlöndum Tékkóslóvakíu séu ákveðnir í að verja og tryggja einhug og samstöðu sósíalíska samfélagsins. í annarri grein endurtekur Pravda kröfur Sovétstjórnarinn- ar um að ritfrelsi ver’ði afnumið aftur í Tékkóslóvakíu. Ræðst blaðið harkalega á tékkneska blaðamannafélagið og segir að ar er þorpið hvergi merkt inn á um að baktala og bera út til- hæfulausar og ýktar ögranir gegn Sovétríkjunum og Póllandi um leið og þeir biðji um að vin- áttuböndin við þessar þjóðir verði treyst. Stjórnmálafréttarit ara segja að hin hörðu ummæli Pravda bendi til þess a'ð Sovét- leiðtogarnir hafi ekki í hyggju að slaka á sínum kröfum í við- ræðunum við Tékka. Þá segja þeir einnig að með árásum und- anfarið hafi Sovétríkin verið að byggja hugsjónalegan grundvöll fyrir hugsanlegri hernaðaríhlut- un í Tékkóslóvakíu með því að segja að gagn-kommúnistísk bylting sé yfirvofandi í landinu, sem ógni öryggi allrar A-Ev- rópu. Sagt er að daglegt líf í Moskvu sé alveg með éðlilegum hætti að því undanskildu að fjöldi borgara hefur verið kvadd ur út með varaliðinu til her- þjónustu meðfram vesturlanda- mærum Sovétríkjanna, sem er augljós liður í taugastríðinu gegn Tékkum. I fréttum frá A-Berlín í dag hermir að verið sé að flytja 75 þúsund manna sovézkt herlið frá A-Þýzkalandi suður á bóginn í átt til tékknesku landamæranna. 15 vestrænir kommúnistaflokkar styffja Tékka í frétt frá AP-fréttastofunni í dag segir, að aðeins 3 vestræn- inr komúnistatflokkar styðji stefn- una sem mörkuð var í Varsjár- bréftou, en 15 floikkjair, þar á með ail sá ísienzki, styðji Tékka. Seg- ir í fréttimni, að flokkamir þrír er bréfið syrðji, „séu flestiir ólög- legir eða hálfólöglegir". Þeir séu v-þýzki kommúnistafilakMrinn, sósíalistíski sametoingaflokkur- inn í V-Beriín og leiðtogar gríska kommúnistaflokksins sem séu í útlegð og hafi verið stimplaðir óiöglegir af leiðtogium flokksins í Aþenu. Flokkarnir sem styðja Tékka eru frá íslandi, Bretlandi, Noregi, Portúgai, ítalíu, Frakk- landi, Svíþjóð, Belgíiu, Dan- ■mörku, Ftonlandi, Auistunríiki, Sviss, Spáni, SanMaxino og Kýp- uir. Mika Spl'jak, forsætisráð- herra Júgóslavíu, endurtók í dag stuðntogsyfirlýsingu júgóslaiv- nesku sjómarinnair við Tékka í deilumni við Sovétstj ómina SpE- jak sagði, að sósialiismi í mörg- um lÖndum sýni styrk sinn og rétt með því að grípa tdi nýrra og lýðræðiislegra umibóta. Hann sagði, að Júgósiavar álitu slíkar aðgerðir auka hæfni sósíalismans tifl. að leysa vandamói sín nú og í framtíðinni - TÉKKAR Framhald af bls. 1 er sagður fara fram í járn- brautarvagni, þar sem hann stendur á teinum sínum í Cierna, sem er örlítiH járn- brautarbær, þar sem aðeins eru um 20 hús, og stendur bærinn rétt við landamærin. Strangur vörður gætir fund- arstaðarins nákvæmlega og kemur í veg fyrir, að nokkr- ir óviðkomandi fái að kom- ast í nánd við hann. „Literarni Listy", málgagn rithöfundasamhands Tékkó- slóvakíu, hóf á föstudag undirskriftarsöfnun, þar sem almenningur var hvattur til þess að rita nafn sitt á skjal með yfirlýsingu um stuðning við leiðtoga sína á fundinum og þeir eindregið hvattir til þess að láta hvergi undan síga í viðræðunum við sovézku leiðtogana. í dag höfðu um ein milljón manns skrifað undir þessa yfirlýsingu og er undirskriftasöfnunin ennþá í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að Tító, forseti Júgóslavíu, komi hing að til Prag á miðvikudag og Ceausescu, forseti Rúmeníu, komi hingað á föstudag, til þess að láta í ljós stuðning við leiðtoga Tékkóslóvakíu. Er greinilegt að almenningur fagnar mjög komu þeirra og telur stuðning þeirra geysi- mikilvægan stjórnmálalega og siðferðislega. Vinsældir Rússa síþverrandi. Það voru Rússar, sem kröfð ust þess, að fundarstað yrði haldið leyndum. Þess vegna var ekkert sagt fyrir fram fram hvar fundurinn yrði haldinn, enda þótt tékkó- slóvnesk stjórnarvöld hefðu ekkert haft við það að at- huga, að frá því yrði skýrt, hvar og hvenær fundurinn yrði haldinn. Þessi afstaða Rússa hefur valdið því, að þeir hafa enn sett stórlega ofan í huga almennings. Hér virðist fólk almennt vera ein- dregið þeirrar skoðunar, að sovézku leiðtogarnir hafi far- ið mjög klaufalega að í við- skiptum sínum við leiðtoga Tékkóslóvakíu og einnig með því að halda uppi jafn mikilli taugaspennu gegn Tékkósló- vakiu undanfarið og raun ber vitni. Stuffningur viff Dubcek ótvíræffur. Alls enginn klofningur er talinn vera fyrir hendi í for- sætisnefnd kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu um stuðning- inn við aðgerðir Dubceks og áframhaldandi sjálfstæðisher ferð. Einhugur fólks um að sýna í verki stuðning sinn við Dubcek og stefnu hans, svo sem með því að safna und irskriftum og senda áskoranir og á ýmsan annan hátt, er vafalaust sterkasta vopnið sem Dubcek og aðrir leiðtog- ar landsins ráða yfir í viðræð- unum við sovézku leiðtog- ana. Fá ekki aff taka þátt í „Heimsmóti æskunnar". Blöð hér skýrðu frá því í gær, að æskufólki, sem verið hefði á leið til „Heimsmóts æskunnar" í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu frá Tékkóslóvakíu í dag, hefði verið neitað af yfirvöldum Búlgaríu um heim ild til að fara inn í landið, þótt sendiráð Tékkóslóvakíu í Sofíu og fulltrúar Tékkósló- vakíu í skipulagsnefnd móts- ins hefðu skorizt í leikinn og gert allt, sem þessir aðilar gátu til þess að koma í veg fyrir þetta bann. Stuffningsmenn Novotnys aff verki. Talið er nú fullvíst að vopn um þeim, sem fundust fyrir nokkru ekki alllangt frá landa mærum V-Þýzkalands hafi verið komið fyrir af einbverj um, sem vildi skapa ókyrrð í landnu. Vopnin fundust, þar sem þau höfðu verið falin í skurði undir brú nokkurri. Vopn og skotfæri, sem komið hefði verið fyrir á slíkum stað, mundu hafa eyðilagzt í fyrstu rigningu á eftir. Þá er enn fremur á það bent, að engin leyniþjónusta myndi hafa farið að svo barnalega, að skilja eftir einkennismerki sín á vopnunum. Er talið, að einhverjir, sem styðja No- votny, fyrrum forseta, hafi staðið að því. — 120 piltar... Framhald af bls. 3# Fram í 24. riðli, saman með: BK Heid, Noregi, Efterslægtens BK, Danmörku og Varde HK, Dan- morku. — 1 C flokki er KR í 17 riðli ásamt IF Swithiod, Svíþjóð, Vasterás HF 1, Svíþjóð og Al- bertslund IF, Danmörku. FH er í 19. riðli ásamt IFK Malmö, Svíþjóð, Litslena IF, Svíþjóð og Gislinge GF, Danmörku. Fram er í 20. riðli ásamt IFK Nyköpr- ing, Svíþjóð, IK Sund Svíþjóð, Holte IF Danmörku og Testrup- Márslet UF, Danmörku. I kvennaflokki E, er Fram í 6 riðli ásamt Fredrikstad HK, Noregi, Holbæk HK, Danmörku, ASA, Danmörku. Og í F flokki eru Framstúlkumar í 1 riðli ásamt Bækkelagets Sportsklup (en það félag sér um mótið) Pedersborg GIF, Danmörku og Padborg IF, Danmörku. OSLO Cup 1965 Til gamans má geta að síðast er keppni þessi fór fram urðu etfirtalin félög sigurvegarar: A fl. Fredensborg SB, Noregi. B fl. LUGI, Lundi, Svíþjóð. C fl. Kungl. Flottans IF, Karls- krona, Svíþjó'ð. D fl. engin keppni. E fl. Virum Sorgenfri HK, Dan- mörku. F fl. Gislinge GF, Danmörku og G fl. BK Freja, Kaupmannahöfn. Féll nf hestbaki EGILSSTÖðUM — Aðfaranótt sunnudags féll maður Stefán Medusa'lemsson Kerúlf frá Hrafn kelsstöðum í Fljótsdal og slas- aðist svo að hann missti meðvit- und og var hann fluttur suður með flugvél á sunnudag. Hestamannamót var hér um helgina, en slysið varð utan móts svæðisins. Voru tveir menn sam an á hestbaki, og lenti hestur Stefáns í vír. Steyptist Stefán af baki og fékk höfuðhögg. Stefán var fluttur til Reykja víkur og í Laindspítalann. Síð- degis í gær var hann ekki kom- inn til meðvitundar. - BIAFRA Framhald af bls. 1 úr höndum Biafra-hers, og séu Biaframenn hvarvetna á undan- hatdi. Meðal matvæla, sem bíða flutn ings frá Fernando Po tiil Biafra, er talsvert magn af skreið frá Noregi. í frétt frá Oostó er sagt, að þrjár flugvélaT bíði aðgerðair- lausar á flugvelili á eyjiunni, en flugvélar þessar gætu flutt Bi-. afrabúum um 100 lestir af skreið daglega, og dregið mjög úr hung- ursneyðinni. - SÖSIALISMI Framhald af bls. 3 orðið nýtt afl, sem skapar nýja sögu. Félagar Babirek, Bilak.Cer nik, Dubcek, Koler, Kriegl, Piller, Rigo, Smrkovsky, Spa cek og Svestka (fulltrúarnir 11 í forsætisnefnd Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu), fé lagar Kapek, Lenart og Sim- - on (varafulltrúarnir þrír) vera kann að þið séu ekki sömu skoðunar um allt. Sum- ir ykkar, enda þótt þið befð- ust saman í janúar, eru harð- lega gagnrýndir fyrir mistök fyrir þann tíma. Þannig er hlutskipti stjórnmálamann anna, og mánuðirnir sjö sem liðnir eru frá því í janúar, hafa sannað að enginn reynir að breyta þessari gagnrýni í blóðhefnd. Það yrði hrapal- legt, ef einkaskoðanir ein- hvers ykkar yrðu þeirri ábyrgð yfirsterkari, sem þið berið á þessari stundu á 14.361.000 manna þjóð, er þið sjálfir tilheyriS. Framkvæmið, skýrið, en verjið sem einn maður þá braut, er við höfum lagt á og munum aldrei hverfa af lif- andL Á allra næstu dögum munum við fylgjast með eftir væntingu með viðræðum ykk ar, frá einni stund til annarr- ar. Óþreyjufull munum við bíða eftir tilkynningum ykk- ar. Hugsið um okkur, skrifið í okkar nafni örlagasíðu í sög-u Tékkóslóvakíu. Skrifið hana með gætni, en þó fyrst og fremst með hugrekki. Það yrði ógæfa okkar og skömm ykkar, ef þessu gullna tækifæri yrði sleppt. Við treystum ykkur. Jafnframt skjótum við máli okkar til samborgara okkar sem eru sömu skoðunar, með þeirri ósk, að þeir styðji þenn an boðskap. Vkkar, (eyða fyrir undirskriftir) Prag, 26. júlí 1968. Pavel Kohout, höfundur bréfs ins. - FRAM Framhald af bls. 30 Stuttu síðar er hin umdeilda vítaspyrna dæmd. — Varnarleik maður ÍKF ætlaði að spyrna fram völlinn en hitti ekki knött inn sem aftur á móti snerizt upp í hendi leikmannsins. Dóm- arinn flautaði og dæmdi víta- spyrnu. Helgi Númason fram- kvæmdi spyrnuna. Markmaður varði og knötturinn hrökk af honum fram fyrir fætur Helga, sem hann sendi að þessu sinni örugglega í mark (1:1). Keflvíkingar brugðust mjög illa við þessum harða dómi. En í síðari hálfleik átti Fram meira í leiknum, þótt þeir skorúðu ekki fyrr en á 78. mín. leiks- ins, er Helgi skoraði upp úr horni. Á síðustu mínútu munaði minnstu að Keflvíkingum tæk- ist að skora, er markmaður Fram hafði mistekizt að verja, en af snarleik tókst honum að hrifsa knöttinn er hann var á leið í mark. Nokkrir áhorfenda vildu telja að knötturinn háfi verið inni, en hver dæmir leikinn nema dómarinn og í þetta sinn var það Magnús Fétursson, sem dæmdi. Um dóma hans eru ekki allir sammála, en það á ekki við um þennan dómara einan. Á.Á. - N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.