Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 31 á Ólym- Friðrik teflir ekki píuskákmótinu lllófið verður haldið í Lugano í haust - Ingi R. teflir á I. borði FRIÐRIK Ólafsson ver»ur ekki í sveit fslands á Olympíuskákmót- inu í haust. Hann íkýrði stjóm Skáksambands íslands frá þessari ákvörðun sinni í gær. Ákveðið hefur verið, hverjir vera sendir til mótsins ai hálfu íslendinga. Á 1. borði teflir Ingi R. Jóhannsson, á 2. borði Guð- mundur Sigurjónsson, á 3. borði Bragi Kristjánsson og á 4. borði Jón Kristinsson. FyTsti varamað- ur verður Bjöm Þorsteinsson ©g annar varamaður Ingvar Ás- mundsson, sem verður jafnframt fararstjóri. 01 ympíoskákmiótið verðuir hald iðíiðí Lugano í Sviss og stemdiur frá 17. októher tiíl 8 nóveiruber. Mót þessi eru haldin annað hvert ár og var siðasta mót á Kúbu haustið 1966. Friðrik Ólafsson teifldi þá á fyrsta borði í sveit ís- iend nga og átti dirýgstan þátt í vetgengni 'hennar. ísLeruzku skák- menniirnir urðu þar í 11. sæti, en allls tóku sveitiir fré 52 löndum þétt í keppninni. Morgunblaðið hafði í gær tal af Friðrik Ólafssyni og spurði hann hvers vegna hann gæti ekki tekiö þátt í keppninni. Hann sagði, að persónulegir hagir réðu þar miklu, en auk þess hefði hann nýlega ráðizt til starfa í dómsmálaráðuneytinu og viidi koma sér sem bezt inn í starfið. Eins og kunnugt er, iauk Frið- rik lögfræðiprófi á síðasta vori. Friðrik taidi, að sveitin sem valin hefur verið ætti að geta staðið sig vei og sagði, að það væri mikilvægt að Leyfa ungiuim skákmönnum að reyna sig. Þeir Guðmiundur og Bragi, sem amuniu tefla á 2. og 3. borðii, hafa að uindamfömiu teflt á stúdentamót- inu í Ybbs í Austurríki og staðið sig þar með miklum ágætum. Síðan í febrúaa- hafa staðið yfir æfingar fyrir Olympíuskékmótið og voru valdið 12 menn til æf- inganna, en siðar bættást einn við. Fri'ðrik Ólafssom hefiur stjóm að æfingunuim og miun geæa það eftir sem áður. Æfiriigamar hafa verið einu sinni í viku, en þeim verður sennilega fjöigað eftir því sem nær dreguir mótiinu. Nokkuð hafa þær truflazt vegna annrík- is skákmannanna, eirnkum vegna íslandsmótsins í apríl, alþjóða- mótsins í Reykjavík í vor og stúdentamótsins í Austurrríki, sem nú er nýlokið. Á fundi með blaaðmönnuim í gær skýrði forseti Skákisamlbands fslands, Guðmiundur Arason, frá því, að fyrÍT'hugað væri að efna til landshappdrættis til styrktar utanferð skákmannanna. Tafl- fólögum um land aillt miunu verða sendir happdrættismiðar titt söliu og er áformað að þau fái 40% af söluverði í sinn htuit til styrktar skákmennt á landsbyggð iinni. Auk þess verður efnt til firma- keppni í Reykjavík áður en skák- mennirnir fara utain, á sama hátt og fyrir Kúbum/ótiið 1966. Þá fengust milli 80 og 90 þús. króna sem var skipt milli þátttakenda til þess að bæta þeim vinnutap að nokkru. Olympinmótið í haust verður hið 18. í röðínni. Fyrsta Olym- píuskákmótið var haldið í Luind- únum árið 1927 með þátttöku 16 þjóða. íslendingar hafa 12 sinnum tekið þátt í slíku móti, í fyrsta sinn í Hamborg érið 1930. Bezt- 'um árangri náðu þeix í Amster- dam árið 1954 og á Kúibu árið 1966, en þá komust þeir í bæði skiiptin í A-riðil í úrslitakeppm- isnni. Alþióðaskákmóti stúdenta lokið: Islenzka sveitin vann USA, iöfn þeirri dönsku ÍSLENZKA skáksveitin lenti í sjöunda sæti á alþjóðaskákmóti stúdenta, sem lauk í Ybbs, Aust- urríki s.l. sunnudag með sigri Sovétríkjanna. Rússar hlutu 24% vinnig af 36 mögulegum, en Vestur-Þjóðverjar náðu sama vinningafjölda og Rússar og .kom frammisttaða Þjóðverjanna mjög á óvart. Úr?lit í 8. umferð þegar ís- lendingar sigruðu Bandaríkin urðu þessi: Guðmundur vann Martz, Bragi tapaði gegn For- manek, Jón vann Yoffie og Björn gerði jafntefli við Thorn- elly. í 9. umferð tefldu íslending ar við Dani og skildu þjóðirnar jafnar, 2-2. Úrslit einstakra skáka: Guðmundur og Brink- Claussen gerðu jafntefli, Bragi og Moe jafntefli, Haukur tapaði gegn Kolbak, en Jón vann Jen- sen. Lokastaðan í úrslitaflokki varð þessi: 1. Sovétríkin 24% vinn. 2. V-Þýzkaland 24% — 3; Tékkóslóvakía 20% — 4. Búlgaría 18 — 5. Bandaríkin 16 — 6. Danmörk 15% — 7. ísland 15% — 8. Júgóslavía 15% — 9. Rúmenía 15 — 10. A-Þýzkaland 15 — Sovétrikin sigruðu nú afar naumt að þessu sinni, eða á stig- um yfir hinni vestur-þýzku sveit. Danir hafa vinninginn yfir íslendinga á stigum. Frammi- staða íslenzku sveitarinnar er sú bezta sem náðzt hefur í slíku sem þessu, og ber nafn Guðmund ar Sigurjónssonar á 1. borði þó langhæst. Guðmundur hlaut 8% vinning úr 12 skákum, eða rúmlega 70% vinninga. fsrael sigraði með yfirburðum í B-úrslitum, hlutu 27% vinning af 36 mögulegum (76%), Eng- lendingar voru í öðru sæti og Norðmenn í þriðja sæti með 22% vinn. hvor. í C-úrslitum sigruðu Hollend- ingar en ítalir voru í öðru sæti. - PILLAN Framhald af bls. 1 Getnaðarvarnir hafa verið til athugunar í Páfagarði um margra ára skeið, og skipaði Jóhannes páfi 23. nefnd til að kanna hvort ástæða væri til þess að breyta afstöðu kaiþólsku kirkjunnar til þeirra mála. Eftir að Páll páfi 6. vár kjörinn leiðtogi kaþólsku kirkjunnar fyrir fjórum árum óskaði hann eftir því að nefnd in héldi áfram störfum. Skilaði nefndin svo áliti fyrir tveimur árum, og var meirihluti nefndar manna fylgjandi því, að veita fylgjendum rómversk kaþólsku kirkjunnar aukið frjálsræði að því er varðar notkun getnaðar- varna. Páll páfi tók ekki neina ákvörð tin um málið fyrr en nú, og er bréf hans dagsett 9.1. fimmtudag. Hefur úrskurðar hans verið beð ið með mi'killi eftirvæntingu, og er talið að niðurstaðan va'ldi víða miklum vonibrigðuim, og geti komið af stað hörðum deilum. Umburðarbréf páfa er langt og Itarlegt, alls um sjö þúsund orð, og var efni þess birt á fundi með fréttamönnum í Páfagarði í dag. Vísar páfi til fyrri yfir- lýsinga Páfagarðs, og kveðst ekki geta breytt þeim reglum kirkjunnar, sem gilt hafa ti'l þessa. Segir páfi að samlíf hjóna verði alltaf að fela í sér mögu- leika fyrir því að nýtt líf skap- ist, og er talið að með þessum orðumn útiloki páfi að hann geti nokkurn tíma fallizt á notkun getnaðarvarna. Ennfremur segir páfi í bréfinu, að það sé and- stætt fyrirætlunum og viljaGuðs að hindra á nokkurn hátt til- gang og þýðingu samlífs hjóna. Telur hann að hver sá fylgjandi kaþólsku kirkjunnar syndgi, sem noti einhverskonar getnaðarvarn ir. Prestar víða um heim hafa að undanförnu kannað notkun getn aðarvarna, og sýna þær kann- anir að milljónir kaþólskra hjóna nota getnaðarvarnir, og þá sér- staklega „piiluna". Telja margir þeirra að þetta nýja bann páfa muni hafa litlar breytingar í för með sér í þeim efnum, og í París sagði kaþólskur fræðimaður, að þrátt fyrir allt gæti kaþólikkar áfram ráðið því hvort þeir færu eftir ákvörðun kirkjuþingsins um þessi mál, sem ta'ldi að sam- vizka hvers og eins yrði að ráða því hvort hann notaði getnaðar- varnir, eða fylgdu persónulegri skoðun páfa. Kirkjuþingið var haldið í fyrra, og sóttu það um 3.000 fulltrúar víða að úr heim- inum. - SPRETTAN Pramhald af bls. 32 nokkur í sveitinni, ef kæmi þurrk ur og góð heyskapartíð. Sláttur er að byrja, mánuði seinna en venjulega. Tún voru mikið kalin í vor. Kalið í Reykhólahreppi nær yfir 157 hektara lands, og er þá átt við dauðkalna bletti eða bletti með tómum arfa. Á einstaka bæ eru tún alveg ónýt, eins og t.d. á Stekkjarholti í Geiradal. Munu bændur þar hafa fengfð leigð eyðibýli suður í Dölum til að bjarga sér. En langt er að fara til heyskaparins. Spretta var í vor léleg, fór ekki að spretta fyrr en tók að rigna fyrir hálfum mánuði. Stórar skellur af illgresi. Björn í Bæ á Höfðaströnd — Sprenging Framhald a( hls. 32 verða fyrir, á þessum mikla annatíma. Einn þílanna, sem varð fyrir skemmdum, var splunkunýr Volkswagen 1600, tveir steinar lentu á vélar hlíf hans og dælduðu nokkuð. — Þetta var geysilegur hvell- ur, sagði Tómas Óskarsson, eig- andi bílsins. Við sátum í biðstof- unni hjá tannlækni þegar húsið byrjaði að nötra. Það er víst búið að kalla á lögijegluna og við erum að bíða hennar. í skartgripaverzlun Jóns Sig- mundssonar 'á Laugaveg 8 hitt- um víð frú Unni Jónsdóttur. — Við vissum ekki hvað í ósköpunum var að ske, héldum að bakhúsið hér væri að hrynja og síðan kom hávaðinn frá grjót hríðinni. sagði, að rignt hefði á hverjum degi undanfarið. Hefði við það sprottið töluvert, en þar sem kalið var, kemur upp tómur arfi. Eru því stórir flákar af arfa í túnum í SkagafirÓi. Flestir eru að byrja að slá í Skagafirði, en þá rignir á hverjum degi og eru menn því aftur farnir að óska eftir þurrki. Spretta að lagast, en mikið kal 1 Vopnafirði eru sumir bændur byrjaðir að slá smábletti, að sögn Ragnars, fréttaritara blaðs- ins. Tún eru afar illa farin, en í mánuðinum hefur lagazt með sprettu þar sem ekki er kailið. Við kalblettina er ekkert að gera. Bóndi einn sagði Ragnari, að sér fyndist leggja pest upp úr jörð- inni, þar sem kalblettirnir eru. Gjörbreytt með vætunni Á Héraði hefur ástandið gjör- breyzt með vætunni, að sögn Hákonar, fréttaritara blaðlsins á Egilsstöðum. Telja bændur, a.m. k. í uppsveitum, að þetta bjargi málum. Sums staðar er farið að slá og veður er hagstætt, blíðu- ve'ðtir og sólskin umdanfarna daga. Nokkrir steinar lágu á Lauga- veginum en aðrir muldir niður í götuna af umferðinni. Lögreglan, sem kvödd var á vettvang, mun hafa áminnt bygg ingamennina um að við'hafa fyllstu öryggisráðstafanir í franj. tíðinni, og hétu þeir því. Mikill listamaður ÆVAR R. Kvaran leikári er meðal snjöllustu listamanna ís- lenzkra. í upplestri er vafamál að nokkur standi honum á sporðL Upplestur Ævars á tveim kvæð um Einars Benediktssonar, Hvarfi séra Odds á Miklabæ og Messunni á Mosfelli í Útvarpinu sl. föstudagskvöld, var með slík- um ágætum, að vart veröur á betra kosið. Með flutningi sínum tókst Ævari að skíra málm þessara miklu listaverka skáldkonungs- íns svo að áheyrendur nutu þeirra í allri sinni dýrð. Hafi listamaðurinn margfaldar þakkir fyrir. VII ekki Útvarpið endurtaka flutning Ævars á kvæðunum sem fyrst? Þess munu margir óska. Sveinn Benediktsson. Sandatúnin uppskerurýr Egill á SeHjavöllum í Horna- firði sagði, að spretta væri orðin ágæt þar um slóðir, en þó hefði verið of þurrviðrasamt fyfir sandatúnin. Það sem búið er að slá af þeim reyndist uppskeru- rýrt, og eru horfur á að sanda- túnin verði ekki eins vel sprottin og í fyrra. Ekki hefur rignt veru lega í Hornafirði, en verið hlýtt og spretta því orðin ágæt. Kva'ðst Egill telja að allir bændur gætu nú hafið heyskap, ef þurrkar leyfa. Spurningunni um það hvort bændur í Hornafirði verði aflögufærir með hey, svaraði Egill þannig, að aflögufærir menn yrðu þá til undantekninga. Tvennt væri líka enn óráðið, hvernig heyskapur kann að ganga og hve miklu minni eftir- tekja verði af sandatúnum. VEÐRIÐ Veðurhorfur í gærk VEÐURHORFUR í gærkvöldi: Suðvesturland tifl. Vestfjarða og miðin: Suðvestan kaidi, síð ar v-gola, smé skúriir. Norð- urland, Norðausturlanid og miðin: Hægviðri, sumsstaðar smó skúrir. Austurland, Suð- aiustuxland og miðiin: Vestan gola, víða léttskýjað. Síldar- miðin á 75 gréðu n. br.: Noirð- vestan 2—3 vimdstig, skýjað. Horfuir á miðvilkiudag: Suð- læg átt, déiitil rigning á Vest- ur- og Suðurlandi, en þiurrt og hlýtt á NorðausturlandL í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.