Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 23 Þytur bætti metið í 800 m stökki setti nýtt Islandsmet í 800 metra stökki, í undanrásum. Stökk hann brautina á 63,4 sek. ytur er 11 vetra gamall. Gamla metið var, 64,5 sek. — Fjórðungsmót austfirzkra — hestamanna um s. I. helgi Fjórðungsmót - auðstfirzkra hestamanna var haldið um sl. helgi að Iðavöllum. _Var veð- ur hið ákjósanlegasta, bjart- viðri alla daga, en mótið hófst á föstudag með því að mætt var með sýningarhross hjá dómnefnd. Sjálft mótið var sett daginn eftir af Pétri Jóns syni EgUsstöðum. Mikið f jölmenni var á mót- inu og er áætlað að fjjöldinn hafi verið nokkuð á annað þúsund manns. Fór mótið í alla staði vel fram. Dansað var bæði á Iðavöllum og í Vala- skjálf á laugardagskvöldið og í Valaskjálf á sunnudagskvöld ið. Á laugardag fór fram sýn- ing kynbótahrossa og gæðinga hestamannafélaganna. Þá voru einnig undanrásir kapp- reiða og milliri'ðlar. Reyndist nýji skeiðvöllurinn mjög vel og er þar frábær yfirsýn fyrir áhorfendur. Dálítið skýggði á, að moldrok var frá vellinum, en hestamenn hyggjast bæta úr því hið bráðasta með rækt un. Á sunnudag var mótinu fram haldið með sýningu kyn bótahrossa og voru verðlaun afhent. Aðeins var sýndur einn stóðhestur með afkvæm- um, Glói 11 vetra frá Ketils- stöðum, Völlum. Eigandi er Jón Bergsson frá Ketilsstöð- um. Glói hlaut 7,55 í einkunn og önnur vérðlaun. Fjórir stóðhestar 4-6 vetra voru sýndir án afkvæma. Þar var hlutskarpastur Þokki 6 vetra frá Miðfelli, Nesjum í Hornafirði, eign Hestamanna- félagsins Hornfirðings. Hlaut hann í einkunn 8.30 fyrir bygg ingu, fyrir hæfileika 7,38 eða 7,82 í aðaleinkunn. Hlutskörpust hryssa, er sýnd var með afkvæmum var Gamla-Blesa, 25 vetra gömul frá Urriðavatni í Fellum, eig- andi Ólafur Jónsson á Urriða vatni. Hún hlaut í einkunn 7,62 fyrir afkvæmi 7,72 eða 7,69 í aðalenkunn. Fyrir kyn- festu fékk Gamla-Blesa 8.60. Svala sjö vetra jörp hryssa frá Brunnum í Suðursveit sigraði í flokki hryssa sex vetra og eldri. Eigandi hennar er Gísli Jóhannsson Brunn- um. Hún fékk í einkunn fyrir byggingu 8.30, fyrir hæfileika 8,47 eða 8,39 í aðalenkunn. Umsögn um hana var á þá leið, að hún væri fríð og fín- byggð, viljagóð, lundprúð og þjál. Hún hefði allan gang og gangskipting væri með ágætum. Fluga fimm vetra frá Ey- vindará í Eiðaþinghá, eigandi Margrét Sveinsdóttir Eyvind- ará, hlaut beztan dóm í flokki unghryssa. Fyrir byggingu fékk hún 8,10, fyrir hæfileika 7,90 eða 8 í aðaleinkunn. Svipur frá Jaðri, ljósjarpur Þytur Þorkels Steinars Þytur Sveins K. Sveinssonar setur metið í 800 metra stökki, hljóp á 63,4 sek. Knapi var Aðalsteinn Aðalsteinsson. Þokki frá Miðfelli. Fékk beztan voru án afkvæma. stóðhesta, er sýndir sex vetra gæðingur bar af í góðhestakeppni og hlaut 8,40 í einkunn. Var honum veitt í heiðursskyni Gæðingshornið, en útibú Búnaðarbankans á Egilsstö'ðum gaf það horn til verðlauna bezta hesti, er fram kæmi á mótum hestamanna á Austurlandi. Eigandi Svips er Ingimar Bjamason, Jaðri. Umsögn um hann er: Mjög glæsilegur hestur í reið, lund- ljúfur, fjörmikill og fjölgeng ur, en skortir nokkuð þjálfun. Hólms frá Borgarfelli, Skagafirði 10 vetra, eigandi Einar Sigfússon Skálafelli, Norðfirði varð hlutskarpastur í keppni klárhesta með tölti. Hlaut hann 7,30 í einkunn. Eftir hádegi var mótinu enn fram haldið og fór foam hóp- reið hestamanna inn á leik- vanginn. Síðan var helgistund í umsjón séra Ágústs Sigurðs- sonar í Vallarnesi. Þá flutti Einar G. E, Sæmundsen, for- maður Landssambands Hesta-' mannafélaga ávarp, en var sýning gæðinga og verðlaun afhent, og var úrslitum lýst hér að framan. Að lokum fóru fram úrslit kappreiða: Sett voru tvö ný Islands- met á mótinu, í 800 metra stökki og 800 metra brokki. Þytur Sveins K. Sveinssonar Ellertssonar frá Eiðum setti nýtt met í 800 metra brokki, fór vegalengdina á 2,08 mínút um. Hann er 5 vetra. Að öðru leyti voru úrslit þessi: 250 metra skeið: 1. Buska Guðmundar Gísla- sonar Rvík. 27,2 sek. 2. Blakkur Ingimars Bjarnas. Jaðri Suðursveit 28,1 sek.' 3. Skjóna Guðbjargar Þórisd. Jaðri Völlum 29,2 sek. 4. Fluga Eyjólfs Stefáns. Höfn Hornafir'ði 29,2 sek. Enginn hestanna vann til verð launa. 300 metra stökk: 1. Gula-Gletta Erlings Sig- urðss. Laugarn. 22,7 sek. 2. Hólms Einars Sigfúss. Norð firði 23,0 sek. 3. Leira Jóns V. Einarssanar Hvanná 24,0 sek. Allir hestarnir unnu til verð- launa, sem voru 5000 kr., 2,500 kr. og 1000 kr. 250 metra folahlaup: 1. Sprettur Kristbj. Gunnl,- dóttur Tókastöðum 20,4 sek. 2. Svipur Ingimars Bjarnas. Jaðri Suðursv. 20,4 sek. 3. Reykur Þóris Ásmundss. Jaðri, Völlum 20,5 sek. Allir hestarnir unnu til verð- launa, sem voru 4000 kr., 2000 kr. og 1000 kr. 800 metra stökk. 1. Þytur Sveins K. Sveinss. Rvík. 64,3 sek. (Metið 63,4 sek. var sett í undanrás). 2. Reykur Jóhönnu Kristjáns- dóttur Rvík. 65,0 sek. 3. Blakkur Jóhönnu Kristjáns dóttur Rvík. 65.6 sek. Allir hestarnir unnu til verð- launa sem voru 10.000 kr., 5000 kr. og 2.500 kr. 800 metra brokk. 1. Þytur Þorkels S. Ellertss. Eiðum 2,08,0 sek. (Nýtt ísl. met). 2. Rauðstjarni Jóhanns Magn ússonar Breiðav. 2,13,8 sek. 3. Sleipnir Gu'ðbjarts Pálss. Rvík. 2,13,8 sek. Allir hestar unnu til verð- launa sem voru 3000 kr., 1,500 kr. og 750 kr. Rotary-félagar gróðursetia á Rangárvöllum Fimmtudaginn 4. júlí sl. fóru rótarýklúbbfélagar Hvolhrepps í landgræðsluferð upp á Rangár- velli. Alls tóku þátt í þessum leiðangri 20 félagar af 22, sem í klúbbnum eru. Landgræðsla Is- lands hefir girt um hálfan ann- an hektara, er ber nafnið Kirkju hóll, suð-vestur af Keldum. Sá landskiki er að blása upp, m.a. stórt jarðrof, sem þurfti að um- bæta og verja svo að jarðvegur- inn, sem í hólnum er fari ekki á haf út, eins og svo margar gras- og moldartorfur hafa farið í nágrenni við Keldur. Frum- kvæði að þessari ferð átti Páll Sveinsson, landgræðslustjórd, Kristinn Jónsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum og Klemenz Kristj ánsson, Kornvöllum, áður á Sáms stöðum. Allir þeir, sem tóku þátt í þessum ræktunarleiðangri, voru mættir kl. 19 við Kirkjuhólinn og hófst þá vinnan, sem fólgin var í eftirfarandi framkvæmdum: Stungið var niður og jöfnuð rofabörð þau, sem voru að blása upp, og lögu’ð svo, að hægt var að sá grasfræi og dreifa áburði, er sandgræðslan imdir forustu Páls Sveinssonar gaf til þessarar ræktunar. Settar voru niður um 100 plöntur af viðju, bæði stiklingar og 1 árs plöntur og tilbúinn áburður borinn á. Gróðursettar á þriðja hundrað plöntur af Alaskalúpínu. Skóg- rækt ríkisins að Tumastöðum gaf bæði Viðjurnar og lúpínum- ar. Gróðursettar voru rúml. 100 plöntur af Alaskalúpínu, er komn ar voru upp af fræi í vor. Þær voru litlar en lífgóðar. Gró'ðursettar voru 15 pl. af hvítsmára, sem voru teknar úr túni Kornvalla. Sáð í 1-5 ferm. hvítsmára, sem smitaður var með smáramold. Á lúpínur og hvítsmára var úðað natriummolybdat í þeim tilgangi að vita hvort þessa efnis er þörf, og var aðeins úðað á rúmlega helming sáningar og gróðursettra plantna. Voru þessar síðasttöldu plöntur frá Kornvöllum. 1 ráði er, að í okt. í haust verði sáð 2—3 kg. af Alaskalúp- ínufræi og þá í raðir meðfram austurhlíð girðingar þeirrar, sem umlykur kirkjuhólinn. Er hér verið að prófa sig fram með að koma belgjurtum eins og Alaska lúpínum og hvitsmára á þet.ta ógróna svæði í nánd við hið fornfræga býli Keldur á Rangár völlum. Af hverju nefndur hóll ber þetta nafn, Kirkjuhóll, veit enginn, en tóknrænt er það víst að þarna er byrjað á landgræðslu starfi sem tekur belgjurtirnar ásamt grastegundum í þjónustu þess að græða upp örfoka grjót- og sandsvæði, er síðar getur orðið til bættra nytja fyrir þá, sem landið erfa. Allir klúbbfélagar unnu að þessu fram að kl. 23 og voru ánægðir yfir því að koma þessu í verk. Veðrið var sérstaklega gott og bætti það erfiðið, sem fram var lagt. (Frá Rótarýklúbb Hvolhrcpps).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.