Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 13 Ásgeir Jakobsson: Að stilla grátinn SJÓMANNADAGSRÁð hefur efnt til happdrættis fyrir þá hug fljón sína að reisa sumardvalar- heimili fyrir munaðarlaus börn og þá fyrst og fremst börn lát- inna sjómanna. Það er lenzka undir slíkum kringumstæðum að koma til þjóðarinnar svo segj- andi: „íslenzka þjóðin hefur marg- sýnt það, að hjartagæzka og hjálpsemi eru henni eðlislægir eiginleikar, og hún er allt af reiðubúin til að rétta þeim hjálp arhönd, sem bágt eiga.“ Og miklu fleiri falleg orð eru höfð uppi, ég bara kann þau ekki, og svo klökkna menn lítilsháttar yfir á- gæti íslenzku þjóðarinnar með þetta voðalega stóra hjárta. Eg hef aldrei skilið þetta farisea- snakk. Eins og við hér séum nema rétt eins og gengur og ger- ist í þessu efni: því hef ég ekki trú á. Ef einhver kæmi að mín- um dyrum með svona tal, héldi ég að hann væri að gera grín að mér og ræki hann umsvifalaust út. Við gefum nokkrar krónur stöku sinnum úr fullri pyngju, okkur til sáluhjálpar, ég þekki engan, sem hefur gefið sér tíl baga, þó að ég viti auðvitað að það fólk sé til. Þannig á þetta líka að vera, að þeir sem hafa efni til þess, gefi til mannúðarmálefna, en hin ir, sem ekkert stendur útaf hjá, láti það vera, því að það er eng- inn bættari með því, að þeir kom ist líka á vonarvöl. Fyrsta skylda hvers og eins er að sjá fyrir sjálfum sér og sínum og þar næst náunga sínum. Við erum búnir að vera að baksa við að tileinka okkur hitt boðorðið með náungann og sjálfan sig í næst- um tvö þúsund ár, og virðumst fjær markinu en nokkru sinni fyrr. Það er kominn tími til að líta með meira raunsæi á eðli okkar og sjá hvort þá fer ekki betur. Það verður oftast affarasælast að sníða sér stakkinn eftir vext- inum. í Kumbaravogi reka hjón mun aðarleysingjahæli og hefur það verið styrkt af ýmsum aðilum, m.a. Lionsklúbbnum Baldri en lífeyrissjóður togarasjómanna og farmanna á fragtskipum hef- ur einnig lánað stórfé í þennan rekstur í þeim tilgangi öðrum þræði, að sjómannabörn fengju þarna inni. Þessi starfsemi hefur reynzt til mikilla bóta, en þó er langt frá því að nokkuð sé enn ofgert á þessu sviði, og nú er sem sé ætl- unin að reisa sumardvalaheimili til að stytta munaðarlausum börn um stundirnar, svo að þau megi gleðjast yfir sumrinu, eins og börnum er eðlilegt. Hjartaveilur, krabbamein, löm un, fötlun, berklar eru hrylli- legir sjúkdómar, en hryllilegri er grátur munaðarlauss barns og þann grát verður, hver og einn að reyna að stilla eftir getu sinni. Sjómannabörn verða oft fyrir varanlegri meiðslum, þegar þau missa föður sinn í sjóinn en al- ment gerist, vegna þess, að dauð- inn lætur þá ekki tímann vinna verk sitt heldur tekur hús á barninu óvænt og óljóst. Barn, sem sér foreldri sitt veslast upp í sjúkdómslegu, heyrir þjáningarstunur þess og horfir á það hrörna dag frá degi, hefur fengið nokkurn aðlögunar tíma, það horfir á dauðann vinna óg sér hann slá lokahöggið. Oft eru þá margir komnir á vett- vang að hugga barnið og styrkja og létta þvi lífið eftir föngum. Sjómannsbarnið fylgir föður sínum til skips, hraustlegum manni og lífmiklum og ekki þess legum að ætla að fara að kveðja þennan heim. Þvert á móti er fátt fjarstæðukenndara en hugsa sér dauðann í sambandi við þenn an mann. Barnið kveður föður sinn þannig glaðan og reifan, sér hann stökkva frísklega um borð og veifa kátan, þegar hann heldur frá landi. Barnið fer strax að hlakka til, þegar þessi maður kemur heim aftur, og það eru ekki liðnir margir dagar frá brottför hans, þegar það fer að spyrja fyrst: — Hvenær kemur pabbi aft- ur? Og síðan: — Fer ekki pabbi bráðum að koma? Svo er það einn dag, að barn- ið skynjar það fremur en sér, að móður þess er brugðið og hún fer oft í símann að hringja sjálf, ef aftur á móti síminn hringir hendist hún að honum, aðeins til að leggja hann frá sér eftir sam- talið enn órólegri en áður. — Engar fréttir ... Dagurinn líður að kvöldi og síðan löng nótt án nokkurra skýringa. — Nei, góði minn það er ekk- ert að. Barnið finnur þó, að ekki er Ódýror Þjórsdrdalsíerðir Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsárdal eru alla miðvikudaga ki. 9 og sunnudaga kl. 10. Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálpar- fossi. Á austurleið er farið um Skálholt. Einnig er ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins 470 kr. Innifalið kaffi og smurt brauð á Selfossi. Matarpakkar á kr. 100 ef þess er óslcað. Upplýsingar geíur B.S.Í. Umferöarmiðstöðiniii Sími 22300 LANDLEIÐIR H/F. allt með felldu og nú væri gott að pabbi væri kominn og það segir: — Fer ekki pabbi að koma? Það verður bið á svarinu, en barnið heyrir hljóðan grát móð- ur sinnar undir sænginni. Og það kemur morgun með óró leika í skólanum, en síðan von æskunnar á heimleiðinni . .. nú er pabbi auðvitað kominn allt orðið gott .. . og við hugsunina tekur barnið sprett, töskunni fleygt af sér dyr rifnar upp, en í stofunni bíður ekki pabbi að gripa upp lítinn snáða, heldur svartklæddur maður og barnið sér örvæntinguna vonina horfna úr augum móður sinnar og sorg- ina komna í staðinn. — Pabbi þinn kemur ekki aft- ur ... hann er drukknaður ... báturinn hans hefur farizt . . . Hvernig drukkna menn? Hvernig farast skip? Pabbi var syndur. Hvernig vitið þið, að hann er dáinn? Nú kemur það, sem verst er. Það vaknar von aðeins til að deyja, samt er hún sífellt að vakna á ný í langan tíma. Getur pabbi ekki hafa komizt ein- hversstaðar í land, af því að hann var svo vel syndur, eða um borð í skip? Ef barnið er stálpað er því erfiðast að vita ekki, hvernig faðir þess dó. Háði hann langt eða stutt dauðastríð? Það óttast hið fyrra, því aðhann var hraustUr, hann pabbi. Þannig heimsækir dauðinn sjó mannsbörn. Við skulum reyna að létta þeim lífið. Cr kaupandi að suðuvél fyrir P.V.C. efni ekki hjólsuðu. Tilboð rnerkt: „P.V.C. — 8357“ sendist afgr. Mbl. Hestaþing Hestamannafélögin Sleipnir og Smári halda hestaþing á á nýjum skeiðvelli á Murneyri á Skeiðum sunnudag- inn 4. ágúst n.k. kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Helgistund, séra Bernharður Guðmundsson. 2. Aðalsteinn Steinþórsson setur mótið. 3. Hópreið félaga inn á völlinn. 4. Formaður L. H. Einar G. E. Sæmundsen flytur ávarp. 5. Góðhestar sýndir í dómhring. 6. Kappreiðar 600 m hlaup og 250 m skeið, 250 m folahlaup, 300 m hlaup. Eigendur góðhesta komi með hesta sína kl. 10 f.h. Skráning hesta fer fram hjá formönnum félaganna. <§> KARNABÆR KLAPPARSTÍG 37. — Sími 12937. Ný sending skór — veski — Mary Quont — snyrtivörur og hórtoppor! Skódeild ★ Ný sending: RAVEL-kvenskór í miklu úrvali. ★ Ný sending Denson herraskór ★ Ný sending Ensk leðurveski ★ Ný sending Tízku leðurhanzk- ar. Póstsendum um land allt! Snyrtivörudeild ★ MARY QIJANT snyrtivörur nýkomnar í miklu úrvali. ★ ,,BATOLI“-hártoppar — ný sending. Þessir toppar hafa nú sannað ótvíræð gæði sín. Frábær áferð — gott verð — handunnið. 2ja og 4ra herbergja íbúðir í Fossvogi Höfum til sölu 2ja og 4ra herb. íbúðir við Hulduland nr. 1 og 3 í Fossvogi. Seljast tilbúnar undir tréverk og málningu og sameign frágengin. 4ra herb. íbúðirnar eru 99 ferm., 3 svefnherb., 1 stofa, eldhús, bað. Stórar suðursvalir. — 2ja herb. íbúðirnar eru á jarðhæð, sem eru 45 og 55 ferm. — íbúðum þessum fylgir hlutdeild í kjallara. Beðið verður eftir fyrri hluta af húsnæðismálastjórnarláni. 4ra herb. íbúðirnar kosta 980 þús. og 2ja herb. íbúðirnar 550 þús. og 600 þús. Tryggingar og fasteignir, Austurstræti 10A, 5. hæð, sími 24850. Kvöldsími 37272 og hjá byggjanda 41684 eftir kl. 8 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.