Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 15
1
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968
IS
BIFREIÐAEIGENDUR
Hafið þið verndað hreyfilinn með LIQU l-MOLLY slitlagi
Hafið hugfast, að ein dós af LIQUI-
MOLY sem kostar innan við 100,00 kr.
myndar smurhúð sem er 50—60% hálli
en oiía. Ekkert getur fjarlægt þessa húð
nema vélarslit. Bræðslumark MOLY er
2500° C, þolir 225 þús. punda þrýsting
á ferþumlung og 8000 FPM. Engar sýrur,
kemisk efni eða þvottaefni geta haft
áhrif á þessa húð, jafnvel við verstu skil-
yrði endist einn skammtur af LIQUI-
MOLY i a.m.k. 4.800 km. akstur.
LIQUI-MOLY er Molybdenum disulfide (MOS2) málmurinn í fljótandi ástandi.
Síðan A. J. Lockrey tókst að gera MOLYBDENUM fljótandi hefur það farið sig-
urför um allan heim og valdið byltingu í vélarsmurningu. Hér á íslandi hefur
LIQUI-MOLY verið selt í 15 ár, á þessu tímabili hefur fjöldi af olíubætiefnum
og eftiriíkingum af LIQUI-MOLY komið á markaðinn sem flest eru nú gleymd.
Á sama tíma hefur notkun LIQUI-MOLY stöðugt aukizt.
Bifreiðastjórar, munið að láta LIQUI-MOLY á vélina fyrir mestu ferðahelgi
ársins, verzlunarmannahclgina.
fyrir sumarferðalagið?
i
* iiiii
a
LIQUI-MOLY fæst á benzínafgreiðslum og smurstöðvum.
Nánari uppl. veittar hjá LIQUI-MOLY umboðinu á íslandi.
íslenzka verzlunarfélagid ht.
Laugavegi 23. — Sími 19943.
Minningamar eru verðmætar
og augnablikin koma ekki aftur,
nema þér eigið þau á Kodak filmu>
en þó getið þér líka notið þeirra
eins oft og þér viljið.
ILIRB rETEESe I hr.
SÍMI 20313 - BANKASTRÆTI 4
Bezt ú auglýsa í IVIorgunblaðinu
í Morgunblaðinu 14. þ.m. birtist
ettirfarandi grein um heibrigðismál:
Handklæði á almenn-
ingsþvottaherberg.
— geta verið stórhœttulegir smitberar
í Fréttabréfi um heilbrigð'smál segir m.a. svo:
f HÁLFT annað ár liafa merkir prófessorar í læknaháskól-
anum í Diisseldorf verið að læðast að almenningsþvotta-
húsl borgarinnar í einkennilegum erindum. — Þeir vorti
að rannsaka handklæðin í 136 matsölu- og veitingahúsum.
Þeir unnu með leynd, til þess að eigendur yrðu ekki
æfir af ótta við aðsteðjandi róg um starfsemi þeirra. Þegar
enginn tók eftir, dró rannsóknarmaðurinn upp úr skjala-
tösku sinni dálitla örka af eins konar þerripappír sem áður
hafði verið dauðhreinsaður og gerður aðeins rakur. Hann
þrýstl þessari örk á handklæðin, síðan braut hann örkina
saman og skaut henni ofan í skjalatöskuna. Þegar til rann-
sóknarstofunnar kom fór fram rækileg sýklarannsókn á
örkunum. Þótt lengi hafi verið vitað, að notkun slíkra al-
menningshandklæða væri varhugaverð, er notkun þeirra
mjög útbreidd í Þýzkalandi og viðar. Læknarnir, sem
þarna voru að verki, vildu rannsaka nákvæmlega, hversu
hættuleg þessi handklæði væru. Þeim þótti nóg um, áður
en lauk. Af 70 venjulegum gamaldags handklæðum voru
7 svo ötuð af sýklum, að ógerlegt reyndist að koma tölu á
þá. A hinum 63 voru að meðaltali 16.527 sýklar á hvem
fersentimetra. En iafnvel verra en fjöldi sýklanna, var þó
eðli þeirra. Helmingur handklæðanna var ataður sýklum,
sem valda graftarígerðum og sýkingu í sárum. f þriðjungi
handklæðanna voru kolibákteríur, sem valda blóðkreppu-
sótt, taugaveiki og jafnvel dílasótt. Þó undarlegt sé, kom-
ust læknamir að þvi, að mörg sjúkrahús og lækningastofur
nota þessi venjulegu handklæði. Sum af þessum spítala-
húsdýram, voru hin ilivigaistu og illkynjuðustu af öllum
sýklum, eða stofnar, sem eru ónæmir fyrir pencillini og
yfirleitt öllum fúkkalyfjum. Meðal hættulegustu staðanna
var fæðingastofnun, þar sem mæður fluttu sýklana heim
með börnum sínum. Diisseldorf-læknarnir eru fullvissir
um, að minnka má smitunarsjúkdóma með því að losa sig
við almenningshanriklæðin. En þeir segja, að blásturs-
þurrkurnar séu fjarri því að vera æskilegar í þeirra stað,
þar sem að þeir dreifi sýklunum með því að blása þeim
út í loftið. Þeir kjósa þvi annaðlivort langar rúllur, þar
sem hver hluti handklæðisins er notaður aðeins einu sinni
eða það sem bezt er, einstaklingsþurrkur úr pappír.
(Úr Tiime).
100 PAPPÍRSÞURRKUR KOSTA
SAMA OG ÞVOTTUR Á EINU
HANDKLÆÐI
Eigum ávallt á
lager pappírshand-
þurrkuskápa og
handþurrkur.
Leitið upplýsinga.
I^VPPÍRSVÖRUR'%
Skulagötu 32. — Sírtií 21530.