Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 — Jæja, nú er það svart. Það borgar sig ekki fyrir okkur að brjótast héðan út. hún gat ekki séð Jeff. í hvert sinn, sem hún leit í áttina til hans, varð fyrir augum hennar skörp vangamynd hans, sólbrenait hörundið og dökkjarpt hár- ið. Hún gat meira að segja hugs- að sér glettnisglampann í augum hans. Það var hreinasta kval- ræði. Það var ekki nóg með, að Pam sjálf þjáðist þennan eftirmiddag, heldur gekk þetta líka út yfir viðskiptavini hennar. Hún hnoð- aði konurnar þangað til þær veinuðu af sársauka, og beidd- ust vægðar. Og hvenær, sem þær brydduðu upp á ástarævin- týrum sínum, þaggaði hún niður í þeim. Hún gat ekki heyrt (ástina nefnda á nafn. Um kvöldið var dansað á þil- farinu. Pam hafði ætlað sér að koma þar hvergi nærri. Hún lá á rúminu í káetunni sinni og reyndi að lesa í búk, en gat ekki beitt sér að því. Danstónlistin barst inn um gluggana, glumdi um alla káetuna og hljóp i allar taugar hennar. Og það versta var, að hún vissi, að Jeff var þarna í dansinum. Og nú væri hann að cfansa við einhverja aðra. Loksins þoldi hún ekki við lengur. Hún spurði sjálfa sig í örvæntingu sinni, hversvegna hún hefði farið að rífast við hann. Hvaða vit hafði verið íþví Hún taldi meira að segja sjálfri sér trú um, að hún elskaði hann alls ekki og gæti aldrei orðið ást- fangin af honum, og mundi láta sér nægja að verða bara vinur hans alla framtið. En meðan hún flýtti sér að greiða sér, staðnæmdist greiðan ,hjá henni allt í einu í miðjukafi. En ef nú Jeff yrði ástfanginn af henni? Var það veruleg hindrun á vegi þeirra þó að Hugh hefði gengið að eiga systur hans? Hún gat ekki séð, að svo þyrfti að vera. Eða hversvegna henni hafði nokkurntíma dottið það í hug. Og jafnvel þótt hann elsk- aði hana ekki enn, þá gat það orðið seinna. Þar sem hún stóð þarna í káetunni, lítil og hreifingari-aus og horfði út um gluggann á öldóttan sjóinn, ákvað hún að koma honum til að elska sig. Oft hafði hún heyrt konur segja, að þær gætu komið karlmanni til að elská sig, ef þær bara beittu sér að því.- Gott og vel, en hvernig beittu þær sér að því? Hvernig átti að byrja? Eftir að trúlofunin hennar fór út um þúfur, vissi hún, að flest- ar konurnar í Croxford höfðu gefið í skyn, að það hafi verið hún, sem kom Hugh til að biðja sín, en það hafði bara ekki verið satt. Hún hafði ekki einu- sinni reynt til þess. Kannski vegna þess, að hún hafði ekki raunverulega elskað hann nógu heitt. Var það ekki miklu frem- ur glæsileikinn hjá honum, sem hafði dregið hana að sér? Og spenningurinn af því að láta ungan mann þjóta með sig um allt? Og þegar hann svo skrifaði henni þetta bréf, var það þá ekki fyrst og fremst stolt h-enn- ar, sem varð fyrir áfalli? Ætli það hafi ekki verið sanni næst? Að minn-sta kosti reyndi hún að telja sjálfri sér trú um það. Eins og aðrar konur reyndi hún að segja við sjálfa si-g, að ást- in, sem fór á undan þeirri nú- verandi, væri einskis virði — hefði helzt alls ekki verið til. Þegar Pam kom upp á þilfar- ið, var Jeff að dansa við ljós- hærða, laglega stúlku. Hún var farin að hata hana, áður en hún vissi af. Hún komst að þeirri nið- urstöðu, að þessi . vesalings stúlka væri í al-lan máta and- styggileg. Hún velti því fyrir sér, hvort Jeff mundi koma og tala við sig. Hún gat ekki á- 15 ------^---------- » fellzt hann þótt hann gerði það ekki, eins og hún hafði komið fram við hann fyrr um daginn. En hann kom til hennar næstum strax. — Hæ, Pam! sagði hann og glotti til hennar, glaður í bragði. — Ertu búin að jafna þig af kastinu þínu? Hún svaraði með viðeigandi virðuleik, að hún hefði alls ekk- ert kast fengið. — Jú, vist fékkstu það, sagði hann hlæjandi, en ef þú vilt vera góð stúika og biðjast af- sökunar, skal ég fyrirgefa þér það. — Mér dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar á því, sem ég hef alls ekki gert, sagði hún. En hann svaraði aðeins með því að fara aftur að hlæja, tó*k hana undir arminn og leiddi hana burt frá hinu dansfólkinu. — Gerði ég eitthvað til að móðga þig, Pam? spurði hann al- vörugefinn. Og þegar hún hristi höfuðið, hélt hann áfram: — Ég held ég hafi sagt þér það um daginn, að ég vildi ekki móðga þi-g, hvað sem í boði væri, og ég trúi heldur ekki, að ég hafi gert það. Ég held, að þú hafir verið að gera þér rellu að ástæðulausu, rétt eins ogkrakki, sem rekur höfuðið í múrvegg og fer svo að skæla. Er það kannski ekki satt, Pam? Hún skammaðist sín og fannst hún vera afskaplega lítil, á þess ari stundu. — Kannski hefurðu rétt að mæla, sagði hún. Hann stanzaði snöggt á göng- unni, sneri sér að henni og lagði báðar hendur á axlir henni. — Sjáðu nú til, Pam, sagði hann. — Síðan ég hitti þig, hef ég verið að reyna mitt bezta til að gera þig ánægða, og ég hélt mér hefði takizt það. Svolítið, að minnsta kesti. En ef mér hefur ekki tekizt það, þá ... Hann þagnaði og á meðan flýtti hún sér að segja: — Jú, þér hefur það. Þú hef- ir verið afskaplega góður við mig, Jeff. Svo hikaði hún ofur- lítið, en vonaði, að hann hefði ekki tekið eftir því. — Vitleysa! hvæsti hann. — Ég hef ekkert verið góður við þig, en ég kann vel við þig, Pam, og er ákveðinn að halda því á- fram. Kannski seinna ... Hann þagnaði aftur. Hún dró snöggt að sér and- ann og beið. Það var eins og öll veröldin hefði snarstöðvazt. Öll hljóð virtust eins og hálfkæfð, meðan hún beið þess, að hann héldi áfram ,jafnvel öldugljáfrið í sjónum virtist þagnað. En hann lauk aldrei við setninguna. — Kanntu vel við mig? sagði hann í staðinn. Hún svaraði. — Já, víst kann ég vel við þig, Jeff. — Jæja þá, sagði hann og hristi han-a einu sinni enn, - þá skalt-u hætta þes-sari vitleysiu. Ef þú hefur eitthvað uppá mig að klaga, þá segðu hreinlega, hvað það er og ég skal gera það sama. Eigum við að koma okkur saman um það? Hún hló skjálfandi. — Vitan- lega, Jef-f. — Það er gott, sagði hann. — Komdu nú og við skulum halda áfram að dansa. Þetta kvöld var hún í næstum ofmiklum æsingi til þess að geta sofið. Hún rifjaði upp fyrir sér í huganum, hvert einasta orð, sem hann hafði sagt, og hug-leiddi það o,g reyndi að lesa meira út úr þeim en hann hafði ef til vill haft í huga. Og án þess að hann hefði sagt neitt ákveðið, fannst henni samt, að hann h-efði sagt svo mikið. Hann hafði sagzt ætla að gera allt, sem í hans valdi stæði til að gera hana hamingju- sama, og það m-undi hann ekki segja, ef hann kærði sig ekki neitt um hana. Hún var ekki lengur hrygg og niðurdregin. Hún var afskaplega hamingjusöm, og það færðist enn í aukana, eftir því, sem dag- arnir liðu. Og allir - Betty jafnt sem viðskiptavinirnir - höfðu orð á þessu. Dagurinn, sem staðið var við í San Sebastian var dásamlegur. Þessi litla spænska borg v-ar svo einkennile-g og skemmti-leg, og þeim þótti gaman að finna þar -einskonar hálfhringlaga bað- strönd, rétt eins og inni í miðri borginni. Meiri hluta eftirmid- dagsins lágu þau þar hlið við hlið i sandinum, skröfuðu um daginn og veginn og horfðu á hina baðgestina á sveimi í marg- litu sundfötunum sín-um, svo að þeir litu út eins og skrautlegir paradísarfuglar á ein'hverri hita- beltiseyju. Himinninn var blár og heiðríikur - djúpblárri en hún hsfði nokkurntíma getað hugsað sér hann. Þegar Pam lá þannig á bakið og bar hönd fyrir a-uga, fór hún að hugsa, að lífið væri nú fegurra en hægt væri að hugsa sér. Hafði hún nokkurn- tíma verið beizk og skapill? Hafði hún nokkurntíma haldið -því fram, að ástin væri bara sjónhverfing, og það grimmileg sjónihverfing? Það virtist tæpast hu-gsanlegt.... — Líður þér vel, Pam? sagði Jeff við hliðina á henni. Hún bylti grannvöxnum, votum líkamanu-m dýpra niður í sa-ndinn og andvarpaði ánægjulega. — Já, mér liður afskaplega vel. J-eff. — Það er líka það, sem ég vil, sagði hann. — Þér verð-ur að líða vel. Þessi vinsæli stóll heitir BADEIM-BADEIM Aðalkostir hans eru að hann er með hreyf- anlegu baki, þannig að hægt er að nota hann í sumarbústaðinn, í garðinn og svalimar, í stofuna. bæði sem sjónvarpsstól og til skrauts. Haann er einnig á mjög hagstæðu verði. Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar Óðinsgötu 1. — Sími 38344. 30. JÚLÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Lofaðu ástinni að blómstra í d-ag, gleddu ástvini þína með sná- gjöf, og gaghkvæm virðing hrekkur furðanlega 1-angt. Nautið 20. apríl — 20. maí. Einbeitfcu þér að la-ngvarandi skipulaigningu viðvfkjandl fjöl- Skyldumálum. Þetta verður skemmtilegur daigur. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Láttu í minni pokann, ef þörf krefur. Legðu hart að þér seinna í dag. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Lagfærðu heimili þitt, og reyndu að breyta eitthvað til I kvöld. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Taktu lífinu með ró, og vertu ekki með Öþarfa smámunasemi. Rómantíkln blómstrar. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Einhver breyting 1 ástamálum hugsanleg, og jafiwel hagkvæm. Reyndu að láta viðskipti afskiptalaus. Vogin 23. sept. — 22. okt. fcstin þrífst I dagsins ömn. Ljúktu skyldustörfum, bætfcu ráð þitfr og þér er hamingjan hliðholl. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú ert órólegur vegna einlhvers leynimakks. Eitfhvað kemst upp Reyndu að vinna sem mest I einrúmi, þú þarft að ráðá einlhverja gátu. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þú átt erfitt með að einbeita þér að vimnunni, en leggðu þig í ltma, þótt ævintýrin lokki og laði. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þú hefur átt erfitt undanfarið, en gefðu útþrá-nni l-ausam tauminin, og leiðréttu einhvern misskilning. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Nú er rétti tímimn ti-1 slkipulaigininga og aifhugaðu fjáilhaginn. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Þér verður ágengt í einkamáluim framar ölium vonum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.