Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968
Talidomíö olli tímamótum í
rannsdknum á nýjum lyfjum
Viðtal við próf. Þorkel Jóhannesson
í Þýzkalandi eru nú hafin
réttarhöld vegna talídómíðmáls-
ins svonefnda. Eru þar dregn-
ir fyrir rétt þeir lyfjaframleið-
endur, sem eiga beint eða óbeint
sök á því að nokkur þúsund
barna, sem nú eru um það bil á
aldrinum 7-11 ára, fæddust van-
sköpuð. Hefur mikið verið ixm
þetta mál rætt og ritað, m.a. var
nýlega ýtarleg grein um málið í
MorgunblaðiniU. Þessi harmleik-
ur hefur orðið þess valdandi,
að tímamót hafa orðið varðandi
prófanir og rannsóknir á nýjum
lyfjum. Þetta kemur m.a. fram í
eftirfarandi samtali við prófessor
Þorkel Jóhannesson, lækni, en
hann er sérfræðingur í lyfja-
fræði og eiturefnafræði.
Ógæfan við talidómið stafaði
sem kunnugt er, af óvæntum
aukaverkunum, sem lyfið hafði á
barnshafandi konur eða öllu held
ur á fóstur. Við hófum því sam-
talið við Þorkel með því að ræða
aufkaverkanir lyfja yfirleitt og
eftirlit með þeim. Hann sagði, að
mál þessi væru ofarlega á baugi
um þessar mundir víða um lönd,
t.d. í Bandaríkjunum, Sviþjóð og
í Danmörku. I þessum löndum
eru nú allar helztu aukaverkan-
ir og eiturverkanir lyfja, eink-
um nýrra lyfja, skrásettar. Þess-
ar skrár eru síðan gefnar út einu
sinni á ári eða oftar, þannig að
læknum gefzt tækifæri til þess
að fylgjast með tíðni aukaverk-
ana, svo og nýjum aukaverkun-
um, sem fram kunna að koma við
notkun. Þessara upplýsinga er
einkum aflað á tvennan hátt, þ.e.
a.s. í fyrsta lagi upplýsingar frá
læknum í eigin starfi eða á spít-
ölum og í öðru lagi upplýsingar,
sem eiga rót sína að nekja til til-
rauna og athugana á vegum
lyf j a verksmiðj a.
— Nú hafa framleiðendur talí
dómíðs haldi’ð því fram, að þeir
hafi prófað lyfið svo sem vera
bæri, áður en það var sett á
markað?
Segja má, að talídómið hafi ver
ið nokkurn veginn eins vel kann
að og tíðkaðist fyrir 12-15 árum,
þegar það lyf kom fyrst fram,
svarar Þorkell. Þetta hefur raun
ar breytzt og einmitt vegna tali
dómíðs. Þannig er, að öllum lyfja
rannsóknum má í stórum drátt-
um skipta í 2 tímabil: tímabilið
fyrir talidómíð og tímabilið eft-
ir talidómið. Lög og reglur várð
andi lyf og rannsóknir á lyfjum
hafa í flestum menningarlönd-
um verið gierð langtum strangari
á þeim árum, sem liðin eru síðan
kunnugt varð um hinar geigvæn
legu aukaverkanir talidómíðs.
Meðal þessara landa má nefna
Bandaríkin, Bretland, Þýzkaland,
Holland og Finnland, svo að nokk
ur dæmi séu nefnd.
— Hvað geturðu sagt okkur
nánar um talídómíð og hinar
hörmulegu aukaverkanir þess?
— Talidómið er lyf með góða
róandi verkun. Það var því mik-
ið notað við ýmiss konar óróa og
spennu, t.d. handa taugaóstyrku
fólki og þunguðum konum. í
dýratilraunum reyndist lyfið vera
mjög lítið eitrað og jafnvel svo,
að til eindæma mátti telja.
Þannig reyndist ekki unnt að
finna banvænan skammt af efn-
inu hjá 'þeim dýrum, sem það
var reynt á. Hið sama var yfir-
leitt uppi á teningnum hjá mönn
um. Jafnvel þótt margfaldir lækn
ingaskammtar væru teknir í einu
allt að 40 sinnum venjulegir,
reyndist lyfið ekki banvænt þeim
er tóku það. Við langvarandi
notkun lyfsins i venjulegum
skömmtum, kom hins vegar alloft
fram fjöltaugaþroti, sem olli trufl
unum í tilfinningu og hreyfing-
um. Þar að auki komu svo fram
í mörgum tilvikum hinar geigvæn
legu fósturskemmdir, ef þungað-
ar konur tóku lyfið á vissu tíma-
bili á fyrsta þriðjungi meðgöngu
tímans. Fósturskemmdir þessar
gátu verið með ýmsu móti, en sér
staklega áberandi var svokölluð
fókómelí, sem eiginlega merkir
selshreyfar. Börnin fæddust
þannig með vanskapaða útlimi,
einn eða fleiri, sem við fyrstu
sýn minnti mjög á selshreyfa.
— Þetta hefur þá fundizt eft-
ir að lyfið hafði verið notað nokk
urn tíma?
— Sá, sem fyrstur setti töku
talídómíð í óyggjandi orsaka-
samband við fyrrgreindar fóstur
skemmdir, var barnalæknirinn
Widukind Lenz í Hamborg. Það
var í nóvember 1961. Þegar í árs
lok 1960 eða í ársbyrjun 1961 var
hann þó með sjálfum sér orðinn
nær sannfærður um, að um slíkt
orsakasamband væri að ræða. Um
líkt leyti gerðu einnig læknar í
Ástralíu og Skotlandi sams kon-
ar athuganir. Widukind Lenz
komst enn fremur að þeirrí nið-
urstöðu, að jafnvel lítið magn af
talídomíð gat leitt til fóstur-
skemmda, ef það var tekið á
tímabilinu 4-8 vikur eftir þung-
un. Hins vegar kom og glöggt
fram, að engan veginn allar kon
ur fæddu vansköpuð börn, enda
þó*tt þær hefðu tekið talidómíð á
umræddu tímabili meðgöngutím-
ans.
— Er talídómíð eina lyfið, sem
vitað er um með vissu, að valdið
geti fósturskemmdum eða van-
skapnaði?
— Áður fyrr var talið mjög
ólíklegt, að lyf eða önnur efni
gætu yfirleitt valdið fóstur-
skemmdum, ef undan eru skilin
viss krabbameinslyf. Með talídó
míði var hins vegar féngið dæmi
þess, að svo gæti vel verið. Síð-
an hafa öll ný lyf eða efni, sem
hugsanlegt er að nota megi sem
lyf, verið prófuð með tilliti til
þess, hvort þau geti haft skað-
lega verkun á fóstur í för með
sér. Eftirtektarvert er í þessu
sambandi, að talídómíð veldur
engum fósturskemmdum hjá flest
um hinna algengustu tilrauna-
dýra. Þó veldur talídómíð svip-
uðum fósturskemmdum hjá kan-
ínum sem mönnum. Á hinn bóg-
inn er þess að geta, að fjöldi
annarra lyfja getur valdið fóst-
urskemmdum hjá ýmsum vel-
þekktum tilraunadýrum, eins og
t.d. rottum, enda þótt lyf þessi
hafi aldrei verið sett í samband
við fósturskemmdir eða vanskapn
að hjá mönnum.
— Þetta bendir þá til þess, að
ekki sé einhlítt að prófa lyf á
tilraunadýrum?
— Nei, á grundvelli þess, sem
fyrr er sagt, má álykta, að dýratil
raunir geti aldrei gefið neitt við-
hlítandi svar við því, hvort eitt-
hvert tiltekið lyf geti valdið
fósturskemmdum eða vanskapn-
aði hjá mönnum eða ekki. Meðal
annars af þessum sökum eru því
ný efni ætíð reynd a.m.k. á tveim
ur eða þremur fjarskyldum dýra
tegundum með tilliti til hugsan-
legra fósturskemmda. Af framan
sögðu leiðir enn fremur að þung
uðum konum ber ekki að gefa
lyf, nema fyllsta nauðsyn beri
til þess.
— Hvernig var með talídómíð
notkun hér á landi?
— Talidómíð var notað hér á
landi, en í mjög litlum mæli. Er
mér ekki kunnugt um að nokk-
urt vanskapað barn hafi fæðzt á
íslandi vegna talídómíðs.
— Hvernig stóð á þessu?
— Þessu er erfitt að svara, sagði
Þorkell. Sennilegasta skýringin
er sú, að hér hafi tilviljun ráðið.
Þannig er mál með vexti, að því
meir s;m lyf eru auglýst og bor-
in fyrir augu lækna almennt þvi
meiri líkur eru að öllu jöfnu til
þess að þau verði notuð. Talí-
dómíð var tekið úr umferð, áður
en svo langt var komið sögu hér
á landi.
— Þetta ber sjálfsagt að skilja
þannig að íhaldssemi og varkárni
eigi að gæta gagnvart nýjum lyfj
um?
— Já, ég tel að svo eigi for-
takslaust að vera f þessu sam-
bandi vil ég ekki láita hjá líða
að drepa á, að ég tel lyfjanotk-
un einkennast um of af tízku,
eins og reyndar svo margt annað
Mín skoðun er sú, að læknar séu
almennt um of ginnkeyptir fyrir
nýjum lyfjum og auglýsingum
sérlyfjaframleiðenda og umboðs
manna þeirra. Við þetta koma
fram óhæfilega miklar sveiflur í
notkun tiltekinna lyfja, stundum
fram og aftur, sem kalla mætti
tízkusveiflur. Hitt er svo annað
mál, að öðru hverju koma, sem
betur fer, fram lyf, sem hafa svo
ótvíræða kosti umfram eldri lyf
eða eiga við sjúkdóma, er engin
lækning var við áður, að þau
komast að sjálfsögðu strax í notk
un og haldast í notkun.
— Þú nefndir áðan, að talidó-
míð hefði getað valdið tauga-
skemmdum, þegar það var tekið
til lengdar?
— Já, það er rétt. Eins og áð-
ur er sagt, var talidómíð, bæði
við dýratilraunir og klíníska notk
un, talið mjög lítt eitrað efni.
Langvarandi notkun þess gat þó,
eins og drepið hefur verið á,
valdið alvarlegum taugaskemmd-
um. Talídómið er þess vegna enn
fremur dæmi um lyf, sem er lítt
eitrað í bráð, en hefur verulegar
aukaverkanir þegar til lengdar
lætur. Slíkt misræmi milli bráðra
og síðkominna aukaverkana eða
eiturhrifa var lítt þekkt, þegar
talídómíð kom fram. f þessu sam-
bandi má og geta þess, að við
áframhaldandi gjöf í venjulegum
lœkningaskömmtum gat talidó-
míð einnig dregið úr starfsemi
skjaldkirtilsins. Síðan skaðsemi
talidómíðs varð þekkt, hefurþví
við rannsóknir á lyfjum orðið að
leggja verulega áherzlu á fyrr-
greind atriði, þ.e.a.s. hugsanleg
síðkomin eiturhrif og fóstur-
skemmdir, og hefur þetta hvort-
tveggja að kalla valdið byltingu
í lyfjafræðilegum rannsóknum.
Einkum gildir þetta að sjálf-
sögðu um ný lyf.
— Hve langt getur liðið frá
því farið er að nota lyf og þang-
að til ýmissa aukaverkana þeirra
verður vart?
— Þessu er að sjálfsögðu vand
svarað. Stundum liggur í augum
uppi, að eitthvert tiltekið lyf
muni hafa ákveðnar aukaverkan
ir í för með sér. í öðrum tilvik-
um getur liðið langur tími, áður
en ýmsar verulegar aukaverkan-
ir eða eiturhrif af völdum lyfja
hafa orðið þekktar eða verið
kenndar, Þess þekkjast þannig
allmörg dæmi, að lyf hafi verið
notuð áratugum saman, jafnvel
í heilan mannsaldur, áður en
menn hafa áttað sig á því, að á-
verka í tilteknum líffærum mætti
rekja til þeirra. Dæmi um þetta
er fenacetín, sem er hitalækk-
andi og verkjastillandi lyf. Það
kom fram árið 1883 og hefur síð
an verið notað í miklum mæli.
Fyrst upp úr 1950 þóttust menn
þó fá sönnun fyrir því, að þetta
lyf gæti valdið nýrnaskemmdum,
þegar það er tekið í stórum
skömmtum og til lengdar. Eitt
meginverkefnið í nútímalyfja
Próf. Þorkell Jóhannesson, læknir
fræði er þess vegna að reyna að
afla eins mikilla upplýsinga og
auðið er um áhrif lyfja á
menn, bæði sjúka menn og heil-
brigða Þetta þarf að gera svo
skjótt sem verða má, þannig að
kenna megi sem allra fyrst sem
flestar aukaverkanir og eiturhrif
af völdum þeirra. Þessi grein
lyfjafræði nefnist klínísk lyfja-
fræði og hefur smám saman verið
að myndast og mótast síðastliðin
10-15 ár og þá sérstaklega í
Bandaríkjunum. í nágrannalönd
um okkar í Evrópu, eins og t.d.
á Norðurlöndum, er grein þessí
þegar orðin kennslugrein við há-
skóla eða er að verða það. Við
endurskipulagningu lækna-
kennslu við Háskóla íslands mun
og verða reynit að ætla klínískri
lyfjafræði nokkurn stað.
— Úr því svona langur tími
getur liðið þar til aukaverkanir
finnast eða eru settar í samband
við ákveðin lyf, var það þá ekki
einstök heppni, hve fljótlega
varð ljóst, að talídómíð getur
valdið vaniskapnaði?
— Jú, ég tel að svo hafi verið.
Hér kemur mjög til greina, að
selshreyfaeinkennin eru svo áber
andi og að sá vanskapnaður er
annars afar sjaldgæfur. Þá er
þess einnig að geta, að talídó-
míð komst aldrei á markað í
Bandaríkjunum og við saman-
burð á tíðni selshreyfavanskapn
aðar í Þýzkalandi og Bandaríkj-
unum á árunum 1959-1961 sáist,
að um staðtölulegan einhlítan mis
mun var að ræða.
— Og ef um minna áberandi
vanskapnað er að ræða?
— Á grundvelli þeirr
ar reynslu, sem fékkst með talí-
dómíð, verður einmitt að hafa í
huga, að ný lyf gætu valdið ým-
iss konar vanskapnaði og fóstur-
skemmdum, sem engan veginn
þurfa að vera eins áberandi og
sá vanskapnaður, sem fram kom
eftir töku 'talidómíðs.
Hér kemur enn til, að fóstur-
skemmdir geta hugsanlega verið
þess eðlis, að þær komi álls ekki
fram fyrr en afkvæmið er komið
til nokkurs þroska.
— Er nokkuð fylgzt með auka
verkunum lyfja yfirleitt og þá
sérstaklega hugsanlegum fóstur-
skemmdum af völdum lyfja hér á
landi?
— Hér á landi er ekki fylgzt
sérstaklega með tíðni aukaverk-
ana lyfja, né heldur sérstaklega
með fósturskemmdum eða van-
sköpun, sem hugsanlega mætti
setja í sambamd við lyf eða önn
ur efni. Heilbrigðisyfirvöld munu
þó hafa fengið rökstudd tilmæli
Peningamenn nthugið
150— 200 þús. kr. lán óskast til 2ja ára Laus veð í
fasteignum fyrir hendi. Tilboð merkt: „Verðtryggt,
öruggt 8411“ sendist Mbl. fyrir 10 ágúst.
um, að undirbúin yrði skráning
aukaverkana af völdum lyfja, svo
sem tíðkast í nágrannalöndum
okkar, og munu þau tilmæli nú
væmtanlega vera til athugunar. f
þessu sambandi má og geta þess,
að erfðafræðinefnd Háskóla fs-
lands, en formaður hennar er
prófessor Ólafur Bjarnason, mun
líklega innan skamms hefja und
irbúning að skráningu vanskapn
inga og misvaxta hér á landi.
Má ætla, að aðstæður til slíkra
athugana séu jafnvel sýnu betri
hér en í mörgum öðrum löndum.
Svipuð skráning er nú nýlega
hafin í Svíþjóð.
— Ég hefi heyrt, að ekkert lyf
utan aspiríns hafi reynzt án
óheppilegra aukaverkana?
— Ekki aspirín heldur, svar-
aði Þorkell um hæl. Aspirin eða
acetýlsalícýlsýra, eins og lyfið
heitir réttu nafni, getur meira að
segja í vissum tilvikum verið ban
vænt börnum.
— Nú virðist lyfjanotikun vera
orðin mjög mikil og aukast sí-
fellt. Ber þá ekki að sama skapi
á vaxandi tíðni aukaverkana og
eiturhrifa lyfja?
— Jú, augljóst er að með vax-
andi notkun lyfja eykst mjög
hætta á aukaverkunum og eitur-
hrifum þeirra. Yfirleitt má segja,
að hér á landi og í ýmsum öðrum
menningarlöndum séu lyf oft not
uð óhóflega og þá ekki sízt ró-
andi lyf og svefnlyf. Kemur hér
til, að hér á landi eins og reynd-
ar í öðrum svokölluðum velfer-
arríkjum, er ásókn fólks í ró-
andi lyf og svefnlyf svo mikil,
að læknar eru ekki sjaldan í al-
gerri varnarstöðu og skapa sér
stundum andrúm með því einu að
leysa sjúklinga út með lyfseðli.
Þá er það, -að fólk les meira eða
minna glefsukenndar frásagnir í
blöðum og tímaritum um ýmis ný
lyf, stundum nefnd þar „undra-
lyf“ eða eitthvað þvilíkt, sem eiga
að koma að góðu gagni við með-
ferð á tilteknum kvillum. Síðan
er svo að vonum farið að suða
í læknum um að ávísa þessum
lyfjum. Þetta leiðir ekki sjaldan
til þess að læknar sjá sér ekki
annað vænna en ávísa einhverj-
um lyfjum til þess að losna við
suðið, enda þótt það kunni að
vera gert gegn betri vitund. Þetta
vandamál er 'þó, sem betur fer,
ekki nándar nærri eins mikið hér
á landi og þekkist í sumum ná-
grannalöndum okkar.
— Hvernig er svo háttað eftir
liti með nýjum lyfjum hér?
— Öll ný lyf að heita má, sem
á markað koma hér á landi, eru
eins og annars staðar, svokölluð
sérlyf. Það eru lyf, sem fram-
leidd eru í lyfjaverksmiðjum og
bera sérheiti framleiðanda. Til
þess að slik megi selja hér á
landi, þarf fyrst að senda um
það sérstaka umsókn til heil-
brigðismálaráðuneytisins. Heil
brigðismálaráðumeytið sendir
slíkar umsóknir til umsagnar
lyfjaskrárnefndar, sem í eru 6
menn. Yfirdýralæknir er sjöundi
nefndarmaður, þegar fjallað er
um lyf, er sérstaklega varða
dýralækningar. Nefndin vegur
og metur hverja einstaka umsókn
og skilar síðan áliti til landlækn
is. Svipaðar reglur gilda í mörg-
um nágrannalöndum okkar.
— Eftir hverju fer nefndin við
mat á nýjum lyfjum?
— Við mat á lyfjunum er ekki
eingöngu litið á gæði þeirra og
inotagildi, heldur einnig á auka-
verkanir og tíðni þeirra, svo og
hugsanleg eiturhrif, sem samfara
kunna að vera notkun lyfjanna.
Upplýsingar þar að lútandi eiga
að fylgja umsóknum frá fram-
leiðendum eða umboðsmönnum
þeirra. Ef lyf telst gallað með
tilliti til einhvers af þessum at-
riðum þá er það yfirleitt ekki
skráð hér á landi og innflutning-
ur þess ekki leyfður.
Við luikum samtalinu við próf-
essor Þorkel Jóhannesson með
það efst í huga, að enda þótt
læknavísindi séu á stöðugri fram
farabraut og ýtarlegri prófunum
og rannsóknum sé nú beitt varð
andi ný lyf í kjölfar talidómiðs
en áður var, þá eigum við öll að
vera á verði og beita vissri skyn-
samlegri tortryggni gagnvart lyfj
um, ekki sízt nýjum lyfjum, og
krefjast þeirra hvorki af lækn-
um né neyta þeirra um of. — E.P