Morgunblaðið - 30.07.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.07.1968, Qupperneq 17
■»------------------------------------------------------------------------------------------------------------ ’ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 17 Herflutningar Rússa á landa mærum Tékkóslóvakíu og Póil ands. Búkarest — Sú skoðun er ríkj- andi hér meðal fréttamanna hér að Rússum hafi orðið á sögu- leg mistök í síðustu viku, er þeir á ósvífinn hátt reyndu að hafa áhrif á framvindu innan- landsmála í Tékkóslóvakíu. Enginn vafi leikur á, að Kremlverjar bjuggust við harðri gagnrýni úr Vestri og létu sér hana, sem vind um eyru þjóta. Á Vesturlöndum minntu lítt dul þúnar hótanir um að gera Prag að annarri Búdapest á, að járn klær Rússa eru enn fyrir hendi, þótt þeim hafi ekki verið beitt um skeið. Rúmeniskum bdöðuim verðiur þó tíðræddast um þann álits- hnekk, sem Rússar hafa beðið meðál Kommúnistaríkjanna. Blöðin hafa o,g bent á, að aið- ,gerðir þeirra hafi vafl'di klofn- iing' í heimi komúnismans. Blöðin töldu sjálfsagt að Jú- góslavía og Rúmenía styddu sjálfstæði Tékkóslóvakíu, eins og ríkin hafa reyndar eindreg- ið gert. Þ4 var bent á, að Téfck- ar hafá einnig hlotið ákveðinn stuðning kommúnistaflokkanna á ftalíu, Bretlands, Japans, Austurríkis og Noregs og njóta að auki a.m.k. samúðar franska flokksins. Alþjóðafundurinn Hér í landi er talið að til- raunir Rússa til að kúga Tékka hafi þegar stofnað í voða al- þjóðafundi kommúnistaflokka, sem halda átti í Moskvu síðar á árinu. Það tók Rússa nokkuir ár að koma í kring undirbún- ingsfundinum, sem haldinn var í Búdaipest í febrúar sl. Hern- aðaraðgerðir gegn Tékkóslóva- kíu á tímabilinu áður en fund- urinn á að hefjast gæti leitt til stórminnkandi þátttökiu kommúnistaflokkanna. Þannig hefði margra ára erfiði við að koma fundinum á farið í súg- inn. Blöðin hér draga upp þá trú verðugu mynd af ástandinu í Tékkóslóvakíu, að þjóðin þjappi sér fast um leiðtoga sinn Du- bcek, full bræði vegna erlendr- ar íhlutunnar. Rúmenar draga af þessum skrifum þá ályktun, að Dubcek sé nú fastari í sessi en nokkru sinni fyrr. Aðrir undra sig á því, að Rússar skuli fordæma Banda- ríkjamenn vegna Vietnam, á sama tíma og Rússar og fylgi- nautar telja sig þess umkomna að segja Tékkum og Slóvökum fyrir verkum. Eðlilegasta skýringin á harðri stefnu Sovétríkjannna er sú, að meiri hluti framkvæmdarnefnd arinnar (Politburo) óttist að sú alda breytinga og lýðræðis, sem nú rísi í Tékkóslóvakíu, kunni senn að skella yfir landið. Höf- undur þessarar greinar var sjálf ur í Moskvu ekki alls fyrir löngu og varð þá áskynja þeirra andstæðna, sem virðist ríkja þar í borg. Sú augljósa staðreynd blasir þar hvarvetna við, að í Sovétríkjunum njóta menn nú betri lífskjara en nokkru sinni fyrrum. Samhliða þessu varð ég var við, að miklu meiri ótti er þar ríkjandi nú en fyrir 13 árum er ég heimsótti Moskvu síðast. Árið 1955 var Moskva grá- myglúleg borg með fátæklega klæddum íbúum og sýhilegum skorti á flesum lífsnauðsynj- um. í þá tíð var auðvelt að hefja samræður við Rússa og ræða flesta hluti, sem maður óskaði eftir að ræða. í síðustu viku hafði breyting orðið á. Borgararnir, sem nú eru ólíkt betur klæddir og fæddir, voru greinilega hræddir við að eiga samraeSur við útlendinga. Nema auðvitað þeir, sem hafa þann starfa að umgangast þá. Aug- ljóst var þó, í þessu þrúgandi andrúmslofti, að vestræn áhrif hafa verið og eru að verki. Kvenfatatízkan í ár er sú, sem var ríkjandi fyrir tveim- ur árum á Vesturlöndum. Pils- in eru hálfa tommu fyrir ofan hné. Á veitingarhúsunum eru djass hljómsveitir og þar mátti líka líta menn dansandi ísra- elska þjóðdansa og söngvarinn virfist ekki kinoka sér við að syngja lögin við þá. Árásir blaða Nokkrir Rússar minntust á, að þeir hlustuðu á útsendingar B.B.C. og Raddar Ameríku. Þá bar það til tíðinda í síðustu viku að hópur bandarískra blaðaútgefanda kom til borgar- innar með fyrsta áætlunarflugi Pan American frá New York. Þrátt fyrir allt, má marka að mikill ótti ríkir í skrifstofu- bákni Kremlar. Á sama tíma og Sovétstjórnin hélt útgefendun- um uppi á mat og drykk réðust dagblöðin í Moskvu heiptarlega á fréttamenn N.Y. Times og Washington Post, á staðnum. Þessa daganna lætur það líka venjulega í eyrum að heyraer- lenda fréttamenn gera ráð fyrir hlustunartækjum á heimilum sínum og síma vaktaðan dag og nótt. Gleggst sönnun um núverandi áhyggjur stjórnarherranna af er um daginn. Bandairískum ferða- um daginn. Bandarískur ferða- lang, sem var að skoða hiina glæsilegu kynninigu á efnahags afrekium Sovétríkjanna varð gengið upp á efri hæð bygigingar innar. Þar blasti við honum sovézkur borgari önnum kafinn við að ljósmynda ferðamanna- hópana, sem af hjartans sak- leysj reikuðu uppteknir um fyr ir neðan. Aðeins djúpstæður óitti getur verið skýringin á slíku hátta- lagi. En óttinn er ekki hald- góður leiðarvísir fyrir stjórn’ málamenn, og getur hæglega leit þá inn á villustígu. Flónska Sovétríkjanna í samskiptum sírt um við Tékkóslóvakíu er síð- asta dæmi því til sönnunar. WEST GERMANY 400,000 U U.S. 200,000 y EAST GERMANY ■iMiIiIil tHifiIlIil SQUEEZE 0N CZECH0SL0VA I NATIONAL TROOPS I SOVIET TROOPS OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Stórstúkuþing geröi margar samþykktir TÓNABÍÓ Hættuleg sendiför (Ambush Bay) Mynd þessi er stríðsmyrid, sem leynir sér ekki af nafninu. Það er því best að segja eins og er, að fáar eru þær stríðsmyndir sem mér falla í geð, Mér hefur löngu orðið það ljóst, að stríð er ekki rómantískt, ekki hetjulegt nema mjög sjaldan, ekki spenn- andi, og síst af öllu fyndið. Verst af öllu er þó, þegar reynt er að búa til hetju'hóp úr vissium hluta herja, svo amerískum „Marines", breskum „Commandos", rússnesk um „Kósökkum“ svo nefndir séu þrír dáðustu hóparnir. f þetta sinn eru það Marines. Það verður að telja þessari mynd til kosta, að ekki gerir hún stríðið fagurt. GaMinn ef bara sá, að hvergi vottar fyrir frumleika. Manni finnst allan tímann, að maður hafi séð myndina oft áður. Hópur manna er sendur í von- lausa ferð á bak við línur Jap- ana í stríðslok. Foringi þeirra er fljótlega drepinn og hinn snjalli og harði undirforingi tekur við stjórninni. Hann er hörkiutól hið mesta, rekur menn sína áfram, en þeir þurfa litla eggjan nema einn byrjandi, sem er með í ferðinni. Er lögð á það mikil áherzla, að hann sé sko ekki eins dýrðlegur og duglegur og alvöru-Marines. Hægt og hægt drepast mennirnir í hópnum, sumir skotnir af Jap- önum, aðir af öðrum ástæðum svo sem gildrum villimanna. Eins og venja er í svona mynd- um, og hver hefur ekki séð nökkr ar á síðustu tveim árum eða svo, er hver maður sérfræðingur á sínu sviði. Nauðsynlegt er að einn í hópnum sé svolítið kind- ugur og fyndinn og kemur það í hlut Mickey Rooney, sem gerir það all vel. Einnig er nauðsyn- legt að hafa einhvern kvenmanri og er sú nefnd Tisa Chang, held ur ófríð stúlka og illa til leik- listar fallin að öðru leyti. Undir- foringinn er leikinn af Hugh O’Brien stæðilegum og laglegum manni, sem kunnur er úr sjón- varpi, en hefur ekki sést í mörg- um myndum. Gerir hann þetta all vel. Fyrir þá sem hafa saman af að sjá menn berjast í gegn um mýr- ar, kviksyndi, frumskóga og ann- að leiðinda landslag, er þetta ágæt mynd. Hún hentar líka vel þeim, sem sjá vilja blóð og svita. Það er ekki hægt að neita því, að hún er á köflum spennandi, en þeir kaflar eru varla nógu marg ir, til að réttlæta heila kvikmýnd. ós. ÞING stórstúku íslands var hald ið í Reykjavík dagana 7.—9. júní sl. Þingið sóttu nær 100 fulltrúar víðsvegar að af land- inu. í sambandi við það voru almennar samkomur og kynn- ingarkvöld, sem voru fjöisótt, þá var og farið í ferðalög og í Þjóðleikhúsið og sóttu það 350 gestir á vegum stórstúkuþings- ins. Þau hjónin Guðrún Sigurðar- dóttir og Guðgeir Jónsson, Torfi Hermannsson og Guðmundur Sveinsson voru gerð að heiðurs- félögum stórstúkunnar, fyrir margþætt störf í þágu Góðtempl arareglunnar og bindindisstarfs- ins. Kosið var í framkvæmdanefnd fyrir næstu tvö ár og eiga eft- irtaldir sæti í henni: Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri, stór- templar, Kjartan Ólafsson, banka maður, stórritari, Indriði Ind- riðason, rithöfundur, Bergþóra Jóhannsdóttir, frú, Kristján Guð mundsson, framkvæmdastjóri, Sigurður Gunnarsson, fyrrv. skólastjóri, Grétar Þorsteinsson, húsgagnasmiður, Ólafur Hjartar, bókavörður, Þóra Jónsdóttir frú, Njáll Þórarinsson, stórkaupmað- ur og Þórður Steindórsson, yfir- gjaldkeri. M.a. samþykkta, sem þingið gerði voru eftirfarandi: Fr.unhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.