Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBIjAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 íbúar Prag bíða í biðröð eftir að fá að undirrita áskorunina. - bréf tékkóslóva- kísku þjóðarinnar til leiðtoga sinna HÉR á eftir fer bréf það, sem almenningur í Xékkóslóvakíu hefur skrifað undir í hundruð þúsunda tali um nýliðna helgi og felur í sér hvatningu þjóð arinnar til leiðtoga sinna um að hvika hvergi frá markaðri braut í frelsis átt í viðræðum þeirravið sovézka valdamenn, er hófust í gærmorgun. Bréf ið birtist fyrst í blaðinu Lit- erarni Listy á fimmtudags- kvöld og þótt prentuð væru 250.000 aukaeintök seldist blað ið upp á svipstundu og fólk sást lesa það yfir axlir hvers annars á torgum og stræt- um: „Orðsending til forsætis- nefndar miðstjórnar Kommún istaflokksins. Félagar, Við skrifum ykkur kvöldið fyrir fund ykkar með forsæt- isnefnd miðstjórnar Kommún istaflokks Sovétrikjanna, þar sem þið munuð ræða örlög okkar allra. Það gerist nú eins og svo oft í mannkyns- sögunni að örlög milljóna manna eru ákveðin af fá- mennum hópi. Hlutverk ykk- ar er erfitt og við viljum auð- velda ykkur það með stuðn- ingi okkar. Saga þessa lands undanfarnar aldir er saga ánauðar. Að undanteknum tveimur stuttum tímabilum, neyddumst við til þess að treysta þjóðartilveru okkar ólöglega. Raunar lá stundum við,að okkur væri gjöreytt. Af þessari ástæðu fögnuðu þjóðir okkar (Tékkar og Sló vakar) svo ákaft því lýðræði, sem við hlutum við frelsun landsins 1918. Það var þó ekki fullkomið lýðræði, vegna þess að í kjölfar þess komu ekki þjóðfélagsumbætur í þágu verkamanna. Og þrátt fyrir það voru það fyrst og fremst verkamenn sem sýndu mesta staðfestu og Viljastyrk til þess að verja lýðræðið á dögum Múnchensamningsins. Þjóðir okkar fögnuðu sós- íalisma því meir, þegar hann barst til lands okkar eftir frelsunina árið 1945. En sósíal isminn var ekki heldur full- kominn, þar sem hann veitti íbúum lands okkar ekki sköp unarfrelsi. En við börðumst samt fyrir þessu frelsi af þrjózku og fórum að verða vör við það í janúar á þessu ári. Sú stund er komin eftir aldalanga bið, að land okkar er á ný orðið vagga vona og ekki aðeins okkar vona. Sú stund er komin, þegar við get um sannað heiminum, að sósal ismi er ekki einungis neyðar úrræði vanþróaðra þjóða heldur eina sanna úrræðið fyr ir allar menningarþjóðir. Við bjuggumst við því, að allir sósíalistar myndu fagna þessari staðreynd með samúð Þess í stað erum við sökuð um landráð. Okkur eru sett skilyrði af félögum, sem sýna stöðugt í ríkari mæli skiln- ingsleysi sitt á þróun okkar afstöðu. Við erum ásökuð um glæpi, sem við höfum ekki framið. Við erum grunuð um fyrirætlanir, sem við höfum aldrei haft og höfum ekki. Ógn óréttmætrar refsingar vofir yfir okkur. Og það er sama í hvaða mynd hún birt- ist, hún getur snúizt á lofti og lent eins og „boomerang" á dómurum okkar, eyðilagt átak okkar og fyrst og fremst skilið eftir hörmulegan blett á hugmyndum sósialismans alls staðar í heiminum á kom- andi árum. Félagar, ykkar sögulega hlutverk er að bægja þessari hættu frá. Tilgangur ferðar ykkar er að sannfæra leiðtoga sovézka Kommúnista floikksins um að endurreisnar hreyfingin í landi okkar verði að halda áfram á þann hátt, að með henni sé gætt hagsmuna allra landa okkar og hagsmuna framfarasinn- aðra afla hvar sem er. Allt, sem við berjumst fyr- ir, að unnt að segja með þess- um fjórum orðum: SÓSÍALISMI, SAMSTAÐA FULLVELDI, FRELSI. í orðunum sósíalismi og sam staða felst trygging okkar við bræðraþjóðirnar og flokkana fyrir því, að við munum ekki leyfa þá þróun, sem kynni að stefna í hættu raunsönnum hagsmunum þeirra þjóða, sem við höifum staðið með í meira en 20 ár í baráttunni fyrir sameiginlegum hagsmunum. Á hinn bóginn táknar orðið full veldi tryggingu fyrir land okkar, þess efnis, að aldrei framar muni endurtekin þau alvarlegu mistök, sem ekki alls fyrir löngu virtust ætla að leiða til vandræða. Vinsamlegast skýrið það fyrir viðmælendum ykkar, að hinar öfgafullu raddir, sem einstaka sinnum heyrast í deil um okkar heima fyrir, séu dæmigerð afsprengi þess kerf is stjórnsýslubákns, sem svo lengi kæfði alla skapandi hugs un í það ríkum mæli, að al- menningur hneigðist til innri andstöðu. Sýnið þeim fram á með ótéljandi dæmum, að vald flokksins og sósíaliStarikið í þessu landi séu nú mun styrk ari en nokkru sinni fyrr. Segið þeim, að við þörfn- ust frelsis, friðar og tíma, til þess að verða verðugri og betri bandamenn en nokkru sinni fyrr. í stuttu máli sagt, talið fyr ir munn fólksins, sem á und- anförnum dögum hefur hætt að vera óþekkt stærð og er Framhalð á bls. 25 FERÐASKRIFSTOFA ÆJ RfKISIIVS FerSaskrifstoían hetur einlkaumboð fyrir hina þekktu ferSa- skrifstofu Tjæreborg Rejser Á/S og i samvinnu við hana getum við boðið yður mjög hagkvæmar ferðir til fjölmargra landia. í öllum ferðum er flogið til Kaupmannahafnar og síðan hakiið áfram, með eða án dvalar þar. Á áfangastað eruð þér alveg útaf fyrir yður, en leiðsögumaður er ávallt reiðubúinn til aðstoðar, ef þér óskið. — Innifalið i verði: Ferðir, gistingar, 3 máltíðir á dag, flugvallaskattur í Danmörku og söluskattur. Bkki innifalið: Drykkjarföng og önnur einkaútgjöld. Gist- ingar í Kaupmannahöfn sé annað eigi tekið fram. Hægt er að framlengja ferðina með viðkomu I Kaupmannahöfn, Glasgow og/eða Dondon. SPÁNN OG COSTA BRAVA. Ein fegursta og sérkennilegasta strönd Evrópu. Flogið alla leið. Aðallbrottfarardagar 4/8 og 1/9. Aðrir brottfarardagar fösturag og sunnudag mad — dktöber Verð 12.915 — 15.975 kr. — Kynnisferðir skipulagðar. ÍTALÍA — RÓM — SORRENTO Flogið alla leið. — Vikudvöl í Róan og önmur í Sorrento. Aðalibrattifarardagar 10/8 og 31/8. Aðrir brottfarardagar föistudag og sunnudag maí — október Verð frá kr. 15.145,00 — 17.435,00. Skipullagðar kynnisferðir á báðum stöðum. ÍTALSKA RIVIERAN — FRAKKLAND — SVISS Flogið til Kaupmannahafnair, 16 daga ferð tál ítölsiku Rivierunnar um Þýzkadand till Hafnar. Brottför vikulega. — 16 daga ferðir. Verð fró fcr. 15.075,00 —• 16.185,00. (2 gistingar m/morgunverði í Kaupmannahöfn) LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540 STAKSTriWIÍ Hver skýrir þeirra sjónarmið? \ í forystugrein íslenzka komm-^ únistamálgagnsins s.l. sunnudag er fjallað um bréf sovézka komm únistaflokksins og flokka þeirra fjögurra kommúnistalanda, sem fylgja honum að málum, til stjóm valda í Tékkóslóvakíu. í lok greinarinnar segir svo: „Höfund ar Varsjárbréfsins telja bersýni lega að skoðanafrelsi, undirstaða lýðræðis í okkar skilningi á þvi orði, eigi ekki rétt á sér í sósial istísku þjóðfélagi, jafnvel ekki eftir að auðstéttin hefur veri® brotin á bak aftur. Takmörkuri þess sé ekki staðbundið stundar- fyrirbæri, sem verður ef til vill ekki umflúið við vissar aðstæð- ur, meðan verið er að treysta undirstöður hins nýja þjóðfélags heldur stafi rótgrónum sósíalist- ískum samfélögum enn hætta at frjálsri skoðanamyndun. Það eP fráleitt sjónarmið að áliti ís lenzkra sósíalista.“ Undir forystugreininni stend- ur „—ás.“ Kommúnistamálgagn- ið er eina íslenzka dagblaðið, sem auðkennir forystugreina* sínar með stöfum þess, er þscr rita. Venjulega táknar slíkt, a9 höfundur setur fram eiginsko® anir, sem hann ber einn ábyrgð á. Síðasta setningin í forystu- greininni á sunnudag vekur sér staka athygli og er tilefni frek- ari fyrirspurna. Lætur höfund ur greinarinnar aðeins í ljós eig- in skoðun, eða hafa íslenzkir sós íalistar gert samþykkt til stuðn- ings frjálsri skoðanamyndun Tékkóslóvakíu? Ef svo er, hvaíf er orðið nm fyrri yfirlýsingar flokks þeirra þar sem sú ákveðna skoðun kemur fram', að islenzk- ir sósialistar muni ekki hafa af- skipti af innanríkismálum ein- stakra kommúnistarikja? Telja íslenzkir kommúnistar, að skoð- anakúgunin í Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum sé „stí* bundið stundarfyrirbæri" . . , „meðan verið er að treysta und- irstöður hins nýja þjóðfélags“? Sé þetta almenn skoðun þeirra, telja þeir 50 ár ekki nægilega langan tíma til að „treysta und- irstöðurnar"? Hvenær í ósköp unum ætla íslenzkir kommúnist- ar, að krefjast þess, að skoðana frelsi verði leyft í Sovétríkj- unum? Eða eru yfirlýsingar „ás" gefnar án leyfis og ekki anna® en víxlspor langþreytts línudans ara sem reynir að brjótast und an fyrirþyrmandi flokksvaldi, á meðan frelsið ógnar veldi komm únistaflokkanna annars staðar Evrópu? Deilt um keisarans skegg ■ Annars má segja, að í deilura við kommúnistamálgagnið hér á landi um ástandið í Tékkóslóv- akíu sé enn deilt um keisarans skegg. Málgagnið hefur ekki fengizt til að ræða um annað en hugmyndafræðilegar átyllur and stæðra kommúniskra skoðana- hópa, á meðan rauði herinn býr sig á fleiri en einum vigstöðvum undir að ógna lífi hinnar frelsis- unnandi tékkóslóvakísku þjóðar. Raunar er það ætíð þannig, þeg- ar við ofsatrúarmenn er rætt, að þeir hengja hatt sinn á orðaflækj urnar, í stað þess að takast á við aðsteðjandi vandamál. Þeir reyna að hylja kjarnann í ryk- mekki orðskrúðsins og hafa ætí® einhverjar undankomuleiðir i skjóli þess, þegar á þá reynir. Styðji íslenzka kommúnista- málgagnið og fylgismenn þess raunverulega frelsishreyfinguna í Tékkóslóvakíu, hljóta þeir a® velta þeirri spurningu fyrir sér, hvernig sovézka stjórnin og lei® togarnir í Kreml ætla að grípa ' á málunum, þegar orðskrúðið 1 dugar þeim ekki lengur í barátt unni við frelsið í Tékkóslóvak- { íll. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.