Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968
-1
15
Jón Leifs látiim
Jón Leifs, einn af stórbrotn-
ustu listamönnum þjóðarinnar,
er látinn og með honum er horf-
inn af sjónarsviðinu einn svip-
ríkasti persónuleiki síðari tíma,
maður sem hvarvetna hlaut að
vekja á sér athygli, enda ein-
dreginn baráttumaður fyrir
framgangi sinna hugsjóna.
En þótt Jón Leifs sé látinn
munu tónverk hans lifa. Um þau
hefur verið deilt, eins og allt
það sem nýtt er og frumlegt.
En nú viðurkenna allir, að Jón
Leifs var í allra fremstu röð
hérlendra listamanna og raun
ar er tekið eftir verkum hans er-
lendis.
Líklega verður þess þó lengst
minnzt, að Jóni Leifs tókst að
endurskapa forna þjóðlega tón-
list, er hann færði nútímanum
rímnalögin, sem sungin munu
verða og leikin meðan land bygg
ist.
er það raunar rétt, því að í
sjálfu sér er yíirstjórn lítils
þjóðfélags ekki svo miklu fá-
breytilegri en efnahagsstjórn
stórra ríkja.
Hinsvegar hlýtur öllum þeim,
sem eiga mál að sækja til em-
bættismannanna, að koma í hug,
hvort ekki sé unnt að viðhafa
einfaldari vinnubrögð en þar
tíðkast. Oftast þurfa málefni að
fara fyrir fleiri eða færri nefnd-
ir og ráð. Yfirmenn virðast ekki
geta tekið ákvarðanir nema svo
og svo margar undirtillur hafi
um málin fjallað, og sannast þá
oft að „folöldin hafa líka stert“.
Spekingslegar umræður og
vangaveltur geta varað vikum
og mánuðum saman.
Auðvitað er gott að rannsaka
málefni sæmilega, áður en þau
eru afgreidd, en hitt er verra,
þegar slík athugun kemur í veg
fyrir afgreiðslur. Fer þá ekki hjá
því, að mönnum komi til hugar,
hvort ekki væri betra að veifa
stöku sinnum röngu tré en engu.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 3. dgúst
Atburðirnir í
Tékkóslóvakíu
Atburðir þeir, sem hafa verið
að gerast í Tékkóslóvakíu,
verða líklega taldir merkustu at
burðir okkar tíma. Þar hefur
þjóð, sem búið hefur við innlent
og erlent ofbeldi, risið upp sem
einn maður og krafizt réttar
síns til frelsis og sjálfstæðis,
bæði inn á við og út á við, og
haldið þannig á málum í viður-
eigninni við ofurefli kúgaranna,
að þeir hafa ekki treyst sér til
að koma fram þeim vilja sínum
að kæfa frelsisþrá fólksins í
blóði, þótt engum dyljist, að þeir
mundu ekki víla fyrir sér að
beita valdi, ef þeir teldu sig
geta það vegna aðstöðu sinnar
og almenningsálits í heiminum.
Þegar þetta er ritað, lítur út
fyrir að Tékkar muni fá haldið
frelsi sínu, en því miður er ekki
unnt að fullyrða það, því að
Rússar eru gráir fyrir járnum,
og herinn er þess aíbúinn að
hlýða skipunum um þjóðarmorð.
Menn halda ef til vill, að lítt
sé eftir því tekið sem hérlend-
is gerizt, en áreiðanlega hefur
það þó þýðingu, er maður eins
og Halldór Laxness birtir aðvör
un sína. Auðvitað kynna rúss-
nesk stjórnvöld sér almennings-
álitið um heim allan og frá
sendiráði þeirra hér berast
fregnirnar eins og annars staðar
frá.
Ástæða er líka til að fagna
því, að verulegur hluti komm-
únista hér á landi hefur aðvar-
að skoðanabræður sína í Rúss-
landi. Eftir því hljóta þeir að
taka, og hefur þá loksins að því
komið, sem áðúr var vart hægt
að reikna með, að kommúnistar
hér yrðu að einhverju gagni.
Að rota sjálfan sig
Kommúnistar ræða í málgagni
sínu sl. fimmtudag um atburð-
ina í Tékkóslóvakíu og segja
m.a.:
„Ástæðan til þess að sósial-
istar í Vestur-Evrópu fylgjast
af áhuga og jákvæðum hug með
atburðunum í Tékkóslóvakíu, er
m.a. sú, að þeir sem sósíalistar
hafa ekki séð hugsjón sína um
mannúðlegt samfélag rætast í
sósíalískum ríkjum fram að
þessu, þannig að um nokkra fyr-
irmynd geti verið að ræða fyr-
ir baráttu þeirra fyrir nýrri
þjóðfélagsskipan í Vestur-
Evrópulöndum. Takist Tékkósló
vökum að fullkomna lýðræðis-
skipan sína í anda sósíalismans,
vinna sósíalistar í öllum lönd-
um áhrifamikinn sigur, sem breyt
ir möguleikum í baráttu þeirra
á afdrifaríkan hátt.“
Nú þarf ekki að eyða að því
orðum, að allt frá því að komm-
únistar hófu hér á landi starf-
semi sína, hafa þeir tilbeðið
framkvæmd kommúnismans í
Rússlandi og annars staðar og
tárast, ef dregið hefur verið í
efa, að rússneski kommúnisminn
væri fullkomnun þjóðfélags-
hátta. Ritstjóri kommúnistablaðs
ins hefur verið eins og þeyti-
spjald að heimsækja kommúnista
lönd frá Kúbu til Kína, og síð-
an lýst dýrðinni og naumast átt
til nógu kjarngóð lýsingarorð.
Magnús Kjartansson og sálufé-
lagar hans hafa í bókstaflegri
merkingu trúað á kommúnism-
ann, og hann hefur verið þeirra
eina trú. Enda hafa þeir helgáð
líf sitt baráttunni fyrir því að
koma slíkum stjórnarháttum á
hér á landi.
Það er því hressandi lesning
að fá það nú skjalfest á síðum
„Þjóðviljans", að kommúnistar
hér á landi hafi enga fyrirmynd
til að styðjast við í baráttunni
fyrir framgangi stefnu sinnar,
og fer þá að verða fróðlegt að
fá skýringar þeirra á því, hver
baráttumál þeirra séu því að fram
að þessu hafa þeir ekki farið
dult með það, að þeir vildu koma
á stjórnarfari því, sem ríkt hef-
ur í Austur Evrópuríkjum, á
Kúbu og víðar — og heitir
kommúnismi.
Vissulega væri það þó ánægju
legt, ef kommúnistar hér á landi
gerðust íslenzkir í hugsunar-
hætti og jafnvel lýðræðissinn
aðir, en hætt er nú við, að ekk-
ert slíkt vaki fyrir þeim, heldur
telji þeir nauðsynlegt að haga
seglum eftir vindi, og finnist vin-
sældir Rússa vegna atburðanna
í Tékkóslóvakíu ekki vera með
þeim hætti, að nú sé heppilegasti
tíminn til að hæla stjórnarhátt-
um þeirra.
Ein ötíðindin af
öðrum
Segja má að flestar fregnir,
sem menn fá af efnahags- og
atvinnumálum um þessar mund-
ir, séu slæmar. Alkunnugt er hið
gífurlega verðfall útflutningsaf-
urða og aflaleysið á síldveiðun-
um, samfara slæmu árferði til
lands og sjávar. Enn hafa svo
bæzt við fregnir af því, að Bret-
ar hafi þrengt að okkur íslend
ingum við löndun úr togurum í
Bretlandi, og stöðugt berast
fregnir af því hve erfitt reynist
að selja þann afla, sem á land
berst.
Við íslendingar verðum af
þessum sökum að horfast í augu
við þá staðreynd, að erfiðleikar
eru í atvinnu- og efnahagslífi,
og þeir erfiðleikar munu vænt-
anlega vaxa á næstu mánuðum
en ekki minnka. Þessar byrðar
verður þjóðin öll að axla, alveg
eins og hún naut ávaxtanna, þeg
ar betur áraði. Af því leiðir auð
vitað og því fær enginn mann-
legur máttur breytt að nokk-
ur kjaraskerðing verður hjá
landsmönnum öllum.
Kjörin hafa þegar rýrnað eitt
hvað frá því sem var þegar bezt
gegndi, og sjálfsagt munu þau
enn rýrna nokkuð um sinn, því
að auðvitað verður að gera ráð-
stafanir til að tryggja rekstur
atvinnuveganna, framreiðslu-
starfsemina. Ef það tækist ekki,
væri vissulega stefnt út í hrein-
an voða.
Hinsvegar er ástæðulaust að
æðrast. Við íslendingar höfum
áður búið við erfiðleika og sigr-
ast á þeim. Og erfiðleikarnir nú
eru þrátt fyrir allt ekki meiri
en svo, að auðvelt er að sigr-
ast á þeim, ef menn aðeins sætta
sig við hina óhjákvæmilegu
kjaraskerðingu að sinni, en
stefna ekki út í óraunhæfa kröfu
pólitík.
„Allir hugsa um
sig - bara ég hugsa
um mig“
Einhvers staðar segir eitthvað
á þessa leið:
„Allir hugsa um sig bara
ég hugsa um mig“. J.ogik á borð
við þetta er býsna oft á borð
borin, er stjórnarandstæðingar
lýsa atvinnumálum fslendinga
og stjórnmálaástandinu. En för-
um ekki lengra út í þá sálma.
Hin hlið málsins er sú, að furðu
margir eiga erfitt með að líta
yfir sjóndeildarhring þrengstu
einkahagsmuna. í kapphlaupinu
um skiptingu auðsins undanfar-
in ár hafa vist flestir hugsað um
sig, og reynt að ná sem mestu
í sinn hlut. Hefur þá viljað við
brenna, að minni áherzla yrði á
það lögð, að endurgjaldið væri
eins rausnarlega af hendi látið:
menn hafa viljað fá mikið greitt
fyrir lítið verk.
Því er ekki að neita, að á slík-
um tímum hlýtur ýmislegt að
fara í súginn, og menn veita sér
margt það, sem þeir vel gætu án
verið.
Vera má því, að erfiðleikarn-
ir nú hafi sínar ljósu hliðar. Þeir
kenni okkur að fara betur með
efni okkar. Þeir stæli okkur í
baráttunni fyrir hagsmunum
lands og lýðs. Þeir verði til þess
að bæta vinnuafköstin og leiði
til ýmis konar hagkvæmni í
rekstri. Svo gæti því farið að
jafnvel efnahagstjón yrði, þegar
á allt er litið, lítið. En hitt er
þó meira um vert, ef menn fengj-
ust til að hugsa meira um hags-
muni landsins og hagsmuni þjóð-
arinnar en áður: að fólkið gerði
sér betur grein fyrir því, að
lífskjör og aðstaða manna á Is-
landi er með þeim hætti, að
hvergi er betra að lifa.
Atvinnulífið fyrir
öllu
En þegar menn hafa gert sér
grein fyrir því, að hér er bezt
að vera, geta þeir líka gagn-
rýnt eitt og annað, enda er hóf-
leg gagnrýni forsenda þess að
vel fari. Hitt miðar að niður-
rifi, að agnúast sýknt og hei-
lagt út í allt og ekkert, eins og
nú er eina iðja. stjórnarandstöð-
unnar. Þar er hin neikvæða
gagnrýni alls ráðandi, en hvergi
örlar á tilraunum til að benda
á jákvæð úrræði.
Hér er það gagnrýnt, að á
velgengisárum okkar hafa lands
menn gengið of langt í að krefj-
ast ýmis konar þjónustu, sem
ekki er unnt að veita, þegar á
móti blæs. Þar er engan einn
um að sakast, heldur alla, og
sízt verður því haldið fram, að
stjórnarandstæðingar hafi talið
þjónustustarfsemi þjóðfélagsins
nægilega. Þeir hafa þvert á
móti ætíð krafizt meiri og meiri
þjónustustarfsemi og yfirbygg-
ingar hins opinbera.
Hvað sem um íhald og íhalds-
semi má segja, þá er ljóst, að í
þessu efni hefur það skort.
Á því leikur enginn vafi, að
við íslendingar værum betur
settir ef við hefðum farið okk-
ur hægar í að auka slíka starf-
semi, en þess í stað hefði hagur
atvinnufyrirtækjanna verið
styrkari. En því miður gengur
furðu illa að fá menn til að
skilja það, þegar allt leikur í
lyndi, að það er hagur allra, að
atvinnuvegirnir skili ágóða.
Hinsvegar virðast menn, sem bet-
ur fer, skilningsríkari í þessu
efni, þegar að þrengir og jafn-
vel óttast, að atvinnuleysi gæti
orðið.
En ljóst er nú orðið, að allt
kapp verður að leggja á að
treysta atvinnulífið, sjávarútveg
inn og iðnaðinn, jafnframt því
sem tryggja verður að landbún-
aður haldi í horfinu.
Þunglamalegt
embættiskerfi
Þegar talað er um ofvöxtinn,
sem hlaupið hefur í ýmsa þjón-
ustustarfsemi, verður ekki hjá
því komizt að nefna embættis-
mannakerfið. Það hefur þanizt
út hér á landi, eins og raunar
í mörgum löndum öðrum. Og þó
er sagt, að ætíð skorti menn við
lausn margháttaðra verkefna, og
Einkaframtak og
sósíalismi
Sannleikurinn er sá, að hér á
landi ber alltof lítið á einka-
framtaksmönnum, og miklu
minna en áður var. Þeir segja
að vísu sumir, að allt sé það
stjórnmálamönnum að kenna og
sósíalisma sem tröllríði öllu
efnahags- og atvinnulífi. Og víst
er það rétt, að víða má sjá dauða
hönd sósíalisma og nefndafarg-
ans.
En hitt er líka staðreynd, að
einkaframtaksmenn hafa ekki ver
ið nægilega áræðnir og ekki
staðið nægilega saman til þess
að tryggja hagsmuni fyrirtækja
sinna, sem um leið eru hagsmun-
ir þjóðarinnar allrar, því að
einkafyrirtækin skila henni mest
um arði. Stundum hvarf.'ar jafn
vel að manni, að áróður rósíal-
ista og barátta gegn athafna-
mönnum hafi áorkað því, að þeir
hálf fyrirverði sig fyrir að hagn-
ast, ef vel gengur.
Ekkert er þó fjarstæðara en
að dugmiklir og útsjónarsamir
athafnamenn séu feimnir við að
standa vel í ístaðinu. Undir engu
á þjóðin meira en einmitt slík-
um mönnum, og hvað sem líður
kommúnistaáróðri, þá vita menn
það almennt, að mest eiga þeir
undir því að atvinnufyrirtækin
gangi vel og mest traust setja
þeir á athafnamennina, þegar
hallar undan fæti og óttinn við
atvinnuleysi gerir vart við sig.
Nú reynir vissulega mjög á at-
hafnamenn á öllum sviðum ís-
lenzks atvinnulífs, og Morgun-
blaðið er þess fullvisst að þeir
muni takast á við vandann og
sigrast á honum.
Unga fólkið
Unga fólkið í dag er betur
menntað en nokkur kynslóð
önnur. Það er fróðara um alla
hluti en fyrirrennarar þeirra.
Þetta fólk, sem er að hefja
göngu sína út í lífið, tekst nú.
á við verkefnin af bjartsýni,
djörfung og dugnaði, og von-
andi leggja margir æskumenn
fyrir sig atvinnurekstur á næstu
árum, ýmist sem einkaeigendur
minni fyrirtækja, eða þátttak-
endur í samtökum til að hrinda
stórverkefnum úr höfn.
Og þetta unga fólk mun líka
takast á við hin stjórnmálalegu
verkefni, enda eru stjórnmálin
samtvinnuð öllum þáttum mann-
legs lífs í lýðræðisþjóðfélagi.
Það er rétt, að minna hefur
borið á yngri mönnum í æðstu
stöðum stjórnmálanna að undan-
förnu en oft áður. En hitt er
líka staðreynd, að fólkið, sem
nú er um þrítugt, hefur mjög
mikinn áhuga á stjórnmálum, og
enginn vafi á því, að það mun
nú á næstu árum mjög láta til
sín taka. Og af starfsemi þessa
fólks á stjórnmálasviðinu mun
mikið og gott leiða.