Morgunblaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968
jL
GULLBRÚÐKAUP
Elísabet og Martin Bartels
ÞANN 6. þ. m. eiga íimmtíu ára
brúðkaupsafmæli hjónin Elísa-
bet og Martin Bartels fyrrv.
bankafulltrúi í Kaupmannahöfn.
t Faðir minn, Gunnar Steindór Helgason, vélvirki, andaðist á Vífilstaðahæli föstu daginn 2. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Kolbrún Gunnarsdóttir.
t Elskuleg móðir okkar, Hólmfríður Jóhannsdóttir frá Isafirði, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 1. ágúst. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Kristján H. Jónasson
t Maðurinn minn, faðir, tengda- faðir og afi, Stefán G. Helgason Austurgötu 43, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði þTÍðju daginn 6. ágúst kl. 2 e.h. Sveinsína Narfadóttir, Gunnar H. Stefánsson, Ólína Ágústsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir.
t Faðir okkar, Þorkell Guðbrandsson Háteigsvegi 28, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu þri'ðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Sigríður Þorkelsdóttir, Ragnheiður Þorkeisdóttir, Guðbrandur Þorkelsson.
t Guðmundur Kristján Jónatansson frá Laufholti við Asveg, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 10.30. Þeím, sem vildu minnast hins látna er bent á Félag vangefinna. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét S. Jónsdóttir, Guðlaugur Eyjólfsson.
Þessi heiðurshjón hafa verið
búsett í Kaupmannahöfn um
langt árabil og eru mörgum ís-
lendingum sem þar búa vel kunn
svo og þeim fjölda sem héðan
hafa ferðast á undanförnum ár-
um og dvalið hafa í Borginmi
við Sundið um lengri eða skemm
ri tíma, því heimili þeirra hefur
staðið opið öllum þeim, sem þar
ber að garði.
Martin Bartels er fæddur í
Keflavík, þann 31. ágúst 1888
og eru því þessir ágúst dagar
merk tímamót í ævi þeirra hjóna.
Hann er soniur H.J. Bartels, sem
var verzlunarstjóri í Keflavík
og síðar kaupmaður í Reykjavík
og konu hans Söru f. Clausen.
Martin útskrifaðist úr Mennta-
skóla Reykjavíkur vorið 1909 og
hóf þá skömmu síðar störf í ís-
landsbanka í Reykjavík og starf
aði þar til ársins 1916, að hann
flutti til Kaupmannahafnar og
gerðist starfsmaður í Privatbank
en og var skipaður fulltrúi þank
ans árið 1923 en lét af því staTfi
fyrir aldurs sakir 1953.
Martin Bartels hafa verið fal
in mörg störf í þágu íslendinga
í Kaupmannahöfn um langt ára-
bil og má þar nefna, að hann var
formaður íslendingafélagsins á
árunum 1926 til 1945 og formað-
ur Byggingasjóðs íslendinga í
Kaupmannahöfn frá stofnim sjóðs
ins 1945, í stjórn Dansk-Islandsk
Samfund í fjölda mörg ár, svo
nokkuð sé talið. Hann var gerð-
ur heiðursfélagi íslendingafélags
ins í Höfn árið 1958 og heið-
ursfélagi Karlakórs Reykjavík-
ur er hann, enda söngmaður góð
t
Útför,
Þorvaldar Tómasar
Jónssonar
Hjarðarholti,
Stafholtstungum,
fer fram frá Hjárðarholts-
kirkju, miðvikudaginn 7.
ágúst n.k. kl. 14. Bílferð frá
Umferðamiðstöðinni kl. 10.30.
Laufey Kristjánsdóttir
Blöndal.
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar,
Michael Hassing
Háaleitisbraut 48,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu, miðvikudaginn 7.
ágúst kl. 1.30 e.h. — Blóm
vinsamlegast afþökkuð, en
þeim sem vildu minnast hins
látna er bent á Rauða kross
íslands.
Guðbjörg Hassing
og börn.
Minning:
Sigríður Björnsdóttir
frá Sellátrum
4.9. 1884 12.7 1968
Sönn vinátta er eitt af því
dýrmætasta í lífi hvers einasta
manms. Það hefi ég fengið að
reyna um dagana. Hvenær sem
fundum okkar bar saman var
mér það ljóst hversu miklu ,þú
bjóst yfir. Ég held að góðvild
þinni, ininileik og sálarstyrk hafi
engin takmörk verið sett. Og
aldrei var svo mikil önn í
kringum þig að ekki væri tími
til að gleðja góða vini sem að
garði bar. Ég gleymi því aldrei
þinni einlægu og góðu samgfylgd
frá upphafi og því sambandi sem
var á milli okkar og er það ekki
táknrænt að einmitt á þeirri
stundu er þú kvaddir var eins
og hvíslað í eyra mér og þó var
ég í óra fjarlægð. Því kom
fregmim um burtför þína ekki mér
á óvænt og þó, mér fannst ómögu
legt annað en að góður guð gæfi
okkur enn um sinn að hittast,
að ég fengi enn að gista þitt
ágæta heimili í Reykjavík, eða
réttara sagt mitt heimili, því
þannig bjóst þú um það að mér
fannst alltaf eins og ég væri
heima.
Er þú kveður aldna vina
er mér þungt í hug.
fannst þú myndir enn á öllu
áfram vinna bug.
Drottinn ræður, dagsmál hinztu
drúpa við hans stól.
upp af heitum hugarþunga
himnesk ljómar sól.
Er ég lít um liðnar stundir
ljóma á veginn ber
aldrei gleymast, elsku vina
allt sem varstu mér.
Hjá þér æ var gott að gista
gleði og tryggð þar bjó
innileikann áttir jafnan
alltaf meir en nóg.
Dagsverk gott og langt er liðið
ljúfa vinan mín
þótt að sjúkdómsundir ýfðust
ei brást geðró þín.
Jafnan varstu sterk í stríði
stærst í mestri þraut
Aldrei betur ást og blíða
og einstök tryggð sín naut.
Guð þig blessi góða vina
gefi þér sinn frið.
Hann þér launi langa vinsemd
ljúfa, ,þess ég bið.
Já, þökk skal fylgja að leiðar
lokum.
lífs þá endar raun.
Ég er viss að guð þér gefur
gullvæg sigurlaun.
Guð blessi þér góða heimkomu
Margrét Guðmundsdóttir Eski-
firði.
Níno Guðrún Gunnlnugsdóttir
Fædd 8. janúar 1948 Dáin 15. júlí 1968
Steingrímur Björnsson
ur og var einn af „17. júní“ söng
félögunum.
Öll þessi störf hefur Martin
Bartels leyst af hendi með ná-
kvæmni og samviskusemi og má
með sanni segja, að hann er einn
af gömlu kynslóðinni og er ná-
kvæmni hans í smáu sem stóru
svo mikil, að telja má, að hann
sé þar í sérflokki hvað trúnað
og stundvísi snertir.
Fáa menn hefi ég þekkt, sem
unna íslandi og öllu því sem
íslenzkt er, meira en Bartels
gerir og er hugur hans ávalt
tengdur landi okkar, þótt löng
sé hans dvöl orðin í Kaupmanna-
höfn og víðlesinn er hann um
íslenzk málefni enda mikill bóka
maður, sem á úrval íslenzkra og
erlendra bóka, og fylgist vel með
öllu sem gerist heima á Fróni.
Eins og áður getur, kvæntist
Martin Bartels þ. 6. ágúst 1918
Elísabetu dóttur séra Amórs
Árnasonar prests að Hvammi í
Laxárdal og hefur hún staðið
við hlið manns síns með rausn
og einstakri hlýju í garð þeirra
ættingja og vina, sem notið hafa
gestrisni þeirra hjóna á liðnum
árum. Elísabet er með afbrigðum
ættfróð kona og kann frá mörgu
að segja enda vel lesin, en ís-
lenzk ljóðagerð er henni mjög
kær öðru fremur.
Ég vil með línum þessum nota
tækifærið að þakka Elísabetu og
Martin tryggð og vináttu fyrr
og síðar og óska þeim innilega
til hamingju á þessum merku
tímamótum í lífi þeirra, en nú er
mér ekki kunnugt, hvort gull-
brúðkaupshjónin verða heima á
þessum sumardegi, en verði svo,
þá er það vissa mín, að þeir
verða margir sem heimsækja þau
og heiðra eða senda þeim heilla-
óskir að heimili þeirra á Njals-
gade 49 í Kaupmannahöfn í til-
efni gullbrúðkaupsins 6. ágúst
og áttræðisafmælisins þann 31.
ágúst n.k.
Jónas Hallgrímsson.
---------------- 4
Fæddur 22. des. 1946.
Dáinn 15. júlí 1968
Af svörtum skýjum syrtir núna
fljótt, ,
sólin aðeins daufum geislum lýsti
Sorgin hljóða sveif til okkar
skjótt,
með sínum grimmu tökum hjört-
un nísti.
Sárt er að þola drottins þyngstu
dóma.
í dauðann ykkur tók í æsku-
blóma.
Greið ykkar virtist ganga álífs-
ins braut.
genguð sem eitt á móti heimsins
raunum.
Með samhentum tökum má sigra
hverja þraut.
síðan það bezta hljóta svo aS
launum.
En óvænt barst kall frá ókunn-
ugu landi
og í dauðann hélduð þið tengd
með handabandi.
Þung er sú raun sem þola núna
má
að þurfa ykkur svona fljótt að
kveðja.
Söknuðinn mikla minnkað aS-
eins fá
minningar bjartar sem að hug-
ann gteðja.
Alfaðir góður sem öllu ræður
styrkur
ástvinanna léttu sorgarmyrkur.
London, 30. júlí — AP:
ÞRÍR þekktir stjórnleysingjar
sendu í dag erkibiskiupiniuim af
Kantaraborg ásikorun um að opna
brezkar kirkjur fyrir bandarísk-
um liðhlaiupum, sem komast
viMu undan að gegna herþjón-
uistu í Vietnam. Þeir lögðiu enn-
fremur til að biskupinn flytti úr
bústað sínum og léti hann eftir
fátækum. Erkibiskupinn kvaðst
ekki frábJtinn öllu, sem fram
kæmi í bréfinu, en hann liofaði
engu um aðgerðiir.
Sigríður Ólafsdóttir
Skólavegi 23 Vestmannaeyjum
Dáin í júlí 1968 32 ára gömul.
Loks kom heilög hönd, er um
þig bjó, himnesk rödd, sagði:
Það er nóg“. MJoch.
ÉG VEIT að hún Sissa mín fyr
irgefur, þótt ég muni hvorki fæð
ingar né dánardægur. En því
betur man ég stundirnar, sem
við dvöldum samvista, því að þæ
fymast aMrei.
Hún átti við vanheilsu að
stríða frá barnsaMri unz viðnám
ið þraut í blóma lífsins. Frá
hverju er þá að segja, — er þá
nokkur ævisaga? En er ekki að
Oft dó áttræður,
er aldrei hafði
tvítugs manns.
fyrir tær stigið?
Ég hef þekkt marga ágætis
t
Þökkum hjartanlega fyrir auð
sýnda samúð og vinsemd í
sambandi við fráfall og jarð-
arför,
Baldurs Þórðar
Steingrímssonar
verkfræðings.
Aðstandendur.
unglinga, en fáa jafn þroskaða.
Vinátta okkar hófst á Vífilsstöð
um og loks vorum við samvista
að Reykjalundi unz hún lagði
upp í sína síðustu för á spitala.
Það var beinlínis göfgandi fyrir
þann eldri að vera samvista við
þennan ungling. það knúði hinn
eMri til að reyna að vanda dag
far sitt. Ég átti systur, sem and
aðist 18 ára vitandi vits um það,
að hún var að deyja. Hún var
óvanaleg að sálarþroska. Sissa
minnti mig alltaf á hana, var
öllum fyrirmynd fram í andlát-
ið. Manneskjur þannig gerðar
deyja oft ungar. Þær hafa lokið
þroskaferli sínum hér á jörðu og
fá meira að starfa guðs um geim.
En hafa þær lifað hér til einsk
is, þótt þær lifðu aldrei sjálfum
sér? Nei, vissulega ekki. Það
bjó einu sinni gamall heiðingi
hérna á Borg á Mýrum. Hamn
missti tvo syni af slysförum á
bezta aldri. og barst lítt af. En
hann gat huggað sig við það í
sínu sonatorreki. að í syni hans,
„vas ei ills þegns efni vaxið“.
Megi hið sama verða foreMrum
Sigríðar litlu fróun í sorginni, að
hún var þannig að hún ávann
sér allra hylli. Það varð föður
mínum fró, er slökkt var sætasta
ljós augna hans. Svo bið ég Guð
að blessa þau og styrkja.
Helga frá Hólabaki.
Erfitt finnst mér eins að trúa
því
að aldrei hittast framar héma
megin.
Gaman var oft er gleðin ríkti
hlý
því glaðværðin ykkur fylgdi að
hinzta degi.
Nú á ég aðeins eftir minning-
una
ykkur þakka góðu kynninguna.
Á. G.
að bezt
er að
auglýsa í
Morgunblaðinu